Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GERÐARDÓMAR skipta stöðugt meira máli sem leið til að leysa úr ágreiningi í alþjóðlegum viðskiptum. Aðild Íslands að New York sáttmál- anum um viðurkenningu erlendra gerðardóma hefur því mikla þýðingu fyrir íslensk fyrirtæki og viðskipta- lífið á Íslandi, að sögn Dr. Roberts Briner, forseta gerðardóms Alþjóða- verslunarráðsins í París. Briner, sem er svissneskur lög- fræðingur, hitti blaðamann Morgun- blaðsins að máli í tilefni af erindi sem hann flutti á föstudag um gerðardóm Alþjóðaverslunarráðsins á ráðstefnu landsnefndar Alþjóðaverslunarráðs- ins og Landwell á Íslandi um gerð- ardóma. Ísland gerðist aðili að New York sáttmálanum um viðurkenningu er- lendra gerðardóma síðastliðið vor. Sáttmálinn hefur þó ekki tekið gildi enn, þar sem hann hefur ekki verið birtur, en fullgilding hans stendur fyrir dyrum. Briner sagði að með aðild Íslands að New York sáttmálanum sé verið að senda út þau skilaboð að Ísland sé hluti af hinu alþjóðlega viðskiptasam- félagi. Auk þess gefi aðildin til kynna að Ísland sé hluti af kerfi sem njóti al- þjóðlegrar viðurkenningar. Það kerfi sé almennt talið vera leiðandi í því að stuðla að lausn á deilum sem upp geti komið í alþjóðlegum viðskiptum. Hann sagði að gerðardómur Al- þjóðaverslunarráðsins útvegaði alla nauðsynlega þjónustu og tryggði eftir fremsta megni að mál sem upp kæmu hlytu rétta meðferð. Þetta væri mik- ilvægt og stuðlaði að skjótri og öruggri lausn mála, sem tæki alla- jafna mun skemmri tíma en mál sem rekin væru fyrir almennum dómstól- um. Enda hefði málum sem dóm- stólnum bærust stöðugt fjölgað. Ný mál á síðasta ári hefðu verið samtals 566, sem væri rúmlega eitt hundrað fleiri en fyrir fimm árum. Aukin al- þjóðleg viðskipti hefðu þarna reyndar einnig töluvert að segja. Forseti gerðardóms Alþjóða verslunarráðsins Aðild að New York-sáttmál- anum hefur mikla þýðingu Morgunblaðið/Kristinn Dr. Robert Briner, forseti gerðardóms Alþjóða verslunarráðsins, segir að málsmeðferð gerðardóms taki skemmri tíma en almennra dómstóla. LANDSFRAMLEIÐSLAN hér á landi varð 744 milljarðar króna á árinu 2001 samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofu Íslands. Það er tæp- lega 6 milljörðum króna lægri fjár- hæð en samkvæmt fyrri áætlunum. Þrátt fyrir lækkun landsframleiðsl- unnar í peningum talið er raunvöxt- ur hennar, þ.e hagvöxturinn, nú tal- inn nokkru meiri en í fyrri áætlunum, eða 3,6%, samanborið við 3,0% áður. Í tilkynningu frá Hagstofunni seg- ir að ástæðuna fyrir minni lands- framleiðslu en áætlað var megi rekja til minni einkaneyslu. Fjárfestingar hafi hins vegar verið nokkru meiri en áætlanir gerðu ráð fyri. Þá segir í til- kynningunni að lækkunin í fjárhæð- um eigi rót sína að rekja til breyttra uppgjörsaðferða sem nái aftur til ársins 1997. Af einstökum liðum þjóðarútgjald- anna dróst einkaneysla saman um 3,0% og fjárfestingar um 4,4% á árinu 2001. Í fyrri áætlun var gert ráð fyrir að einkaneyslan myndi dragast saman um 2,8% og fjárfest- ingar um 6%. Samneyslan óx hins vegar um 3,2% en í fyrri áætlun var gert ráð fyrir 3,0% aukningu hennar. Hagstofan segir að útflutningur og innflutningur vöru og þjónustu hafi ekki breyst í fjárhæðum á verð- lagi hvers árs frá áður birtum tölum. Aftur á móti hafi útreikningi á verð- vísitölum þessara liða verið breytt lítið eitt sem leiði til nokkru meiri hækkunar á innflutningsverði en áð- ur. Þetta hafi í för með sér að sam- dráttur innflutnings á vöru og þjón- ustu árið 2001 sé nú metinn 9% en 7,8% áður. Útflutningur vöru og þjónustu er nú talinn hafa vaxið um 7,8% en í fyrri áætlun var gert ráð fyrir 7,6% vexti. Starfsemi Þjóðhagsstofnunar var hætt í júní síðastliðnum og færðist gerð þjóðhagsreikninga og ýmis önnur verkefni þá til Hagstofunnar. Áður var nýjasta efnið um þjóðhags- reikninga að jafnaði birt í tengslum við þjóðhagsspár og þjóðhagsáætl- anir. Spárnar hafa hins vegar verið aðskildar frá þjóðhagsreikningunum og eru meðal verkefna efnahags- skrifstofu fjármálaráðuneytisins. Hagvöxtur á síðasta ári var 3,6% BORGARRÁÐ hefur staðfest reglur Reykjavíkurborgar um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja. Þá hefur ráðið einnig samþykkt sérstakan lista þar sem taldir eru upp hverjir teljast fruminnherjar hjá Reykjavíkurborg, en þá er átt við þá sem búa yfir eða hafa að jafnaði aðgang að trúnaðarupp- lýsingum vegna aðildar að stjórn, rekstri, eftirliti eða vegna ann- arra starfa á vegum borgarinnar. Á listanum eru tilgreindir allir borgarfulltrúar ásamt 17 helstu stjórnendum borgarinnar, þar með talið borgarstjóri. Einnig hefur borgarráð samþykkt að Karl Einarsson, sérfræðingur í fjármáladeild borgarinnar, sé regluvörður. Hlutverk hans er að hafa eftirlit með því innan Reykjavíkurborgar að reglunum sé framfylgt. Reglur Reykjavíkurborgar eru unnar í samræmi við tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 2/2001 um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja. Samkvæmt 1. og 2. málsgrein laga nr. 13 frá 1996 um verðbréfaviðskipti ber stjórn félags sem skráð er í kauphöll eða á skipulegum til- boðsmarkaði að setja sér reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja. Þessi skylda hvílir jafnt á útgefendum skuldabréfa og hlutabréfa, en Reykjavíkurborg er nú með fjóra skuldabréfaflokka skráða í Kaup- höll Íslands. Í greinargerð sem fjármála- deild Reykjavíkurborgar tók saman og lögð var fyrir borg- arráð er reglurnar voru teknar þar til meðferðar, segir að stefnt sé að því að með reglunum hafi fjárfestar ávallt jafnan aðgang að upplýsingum um fjárhagsstöðu og önnur þau atriði, sem áhrif kunni að hafa á markaðsverð verðbréfa Reykjavíkurborgar. Þess vegna sé mikilvægt að upp- lýsingar, sem taldar séu líklegar til að hafa áhrif á markaðsverð verðbréfa borgarinnar, séu gerð- ar opinberar um leið og þær liggja fyrir. Sé það ekki unnt sé mikilvægt að hindra að trúnaðar- upplýsingar berist óviðkomandi og yfirsýn sé yfir það hverjir búi yfir þeim. Trúnaðarupplýsingar og viðskipti innherja hjá Reykjavíkurborg Borgarráð stað- festir reglur Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Heimaskrifstofa 166.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.