Morgunblaðið - 17.09.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.09.2002, Qupperneq 23
EIN þeirra ágætu kvikmynda sem ratað hafa hingað til lands undir merkjum spænskrar kvikmyndahá- tíðar er hin ljúfa argentíska gaman- mynd Gifstu mér loksins, eða El hijo de la novia. Myndin hefur hlotið við- urkenningar víða, og var m.a. til- nefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2002. Hér segir frá veitingahússeigand- anum Ricardo Darin sem nýlega kominn á fimmtugsaldur hefur for- gangsraðað hlutunum í lífinu dálítið ranglega líkt og svo margir. Einkum er það fjölskyldan sem fær að sitja á hakanum meðan æ erfiðara reynist að ná endum saman í hinum um- fangsmikla veitingahússrekstri. En svo fer að Darin þarf að horfast í augu við veikindi móður sinnar og tilfinningalegar þarfir dóttur sinnar, ekki síst eftir að pabbi Darins neitar að halda áfram á sömu braut og verið hefur. Persónusafnið sem fram kem- ur í myndinni nægir eitt til að halda áhorfendum uppi á tárvotum hlátri, svo kostuleg eru samskiptin. Hin til- finningalega saga sem liggur undir niðri gefur myndinni síðan innileika og dýpt, sem nær líklega hámarki í því óvenjulega brúðkaupi sem efnt er til í sögulok. Þetta er kvikmynd sem hæfir öllum áhorfendahópum og er óhætt að mæla með. Perla frá Argentínu SPÆNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Regnboginn Leikstjóri: Juan José Campanella. Aðal- hlutverk: Richardo Rarín, Héctor Alterio, Norma Aleandro, Natalia Verbeke, Eduardo Blanco. 123 mín. Argentínsk/ spænsk, 2002. GIFSTU MÉR LOKSINS (EL HIJO DE LA NOVIA)  Heiða Jóhannsdóttir Gifstu mér loksins: Þetta er kvikmynd sem hæfir öllum áhorfendahópum. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 23 Gott fyrirtæki - góð kjör Höfum til sölu góða sólbaðsstofu með 12 bekkjum og 8 sturtum. Gott húsnæði fylgir á besta stað í borginni, góð starfsaðstaða og skrifstofa með öllum búnaði. Glæsileg og þekkt stofa. Fæst á mjög góðu verði og á kjörum sem flestir ráða við. Jafnvel á sjálfskuldarábyrgðarbréfum með góðum fasteignamönnum á. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma.             lái öðrum frekt“ við 3 textaerindi úr samnefndu ljóði Rósu Guðmunds- dóttur verði metið sem sjálfstæð tón- smíð. Þótt þessi niðurstaða hafi verið og sé enn umdeild, m.a. meðal tónhöf- unda sem aðild eiga að STEFI, var skráningu lagsins strax breytt í sam- ræmi við hana í verkaskrá samtak- anna. Af hálfu þeirra hefur upp frá því verið litið svo á að Jón sé höf- undur umrædds lags að 10/12 hlut- um. Í kjölfarið var tilkynning þess efnis send systursamtökum STEFs erlendis. Það, sem gerst hafði áður en þessi niðurstaða lá fyrir, var að margir höfðu notað umrætt lag eins og um þjóðlag væri að ræða. Meðal þeirra voru þau Björk Guðmundsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson og Stefán S. Stefánsson, sem öll eiga aðild að STEFi, svo og franska tónskáldið Henrik Zazou sem er félagi í syst- ursamtökum STEFs í Frakklandi. Þetta var mjög eðlilegt, enda lágu sem fyrr segir engar upplýsingar fyrir um það á þeim tíma að hér væri um að ræða höfundarverk Jóns Ás- geirssonar. Í bréfi Jóns til fram- kvæmdastjóra STEFs frá 15. júní 1997 segir hann orðrétt: „Svo er mál með vexti, að Björk Guðmundsdóttir bað mig leyfis (munnlega) að nota út- setningu mína á Vísum Vatnsenda- Rósu og veitti ég henni það góðfús- lega.“ Þótt Jón hafi síðar haldið því fram að hann hafi einungis veitt Björk leyfi til að syngja lagið opin- berlega er mjög eðlilegt að hún, eins og aðrir þeir sem að framan eru greindir, hafi litið svo á að um væri að ræða þjóðlag, eins og það var skráð hjá STEFi á sínum tíma, sem hver og einn mætti útsetja að eigin vild, án sérstaks leyfis. Þegar einhver hefur útsett lag í þeirri trú að slíkt sé leyfilegt, en síð- ar kemur á daginn að svo er ekki, er eðlilegt að það taki nokkurn tíma að leiðrétta höfundargreiðslur aftur í tímann, ekki síst ef höfundar þeir, sem ranglega hafa fengið greitt, eru búsettir erlendis og eiga aðild að öðr- MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá stjórn STEFs: „Þar sem Jón Ásgeirsson hefur ítrekað sakað Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) um að hafa ekki gætt réttar síns sem tónskálds á síðum Morgunblaðsins sér stjórn STEFs sig knúna til þess að gera grein fyrir því máli sem Jón hefur kosið að gera að umtalsefni op- inberlega. Þetta mál er ekki nýtt af nálinni. Það hefur margoft verið rætt í stjórn STEFs og skjöl þess skipta orðið mörgum tugum. Hér á eftir verður gerð grein fyrir málinu, eins og það horfir við samtökunum: Upphafið að málinu má rekja til þess að kringum 1960 útsetti Jón Ás- geirsson, eins og hann lýsir sjálfur í viðtali við Morgunblaðið, þjóðlagið „Enginn lái öðrum frekt“ við vísur Rósu Guðmundsdóttur sem kennd var við Vatnsenda. Á nótum með þessari útsetningu Jóns er lagið nefnt „Vísur Vatnsenda-Rósu“ og hann sagður hafa raddsett það. Skömmu síðar var lag þetta skráð í verkaskrá STEFs sem þjóðlag í út- setningu Jóns. Þess má geta að á árinu 1988 voru a.m.k. fjórir aðrir tónhöfundar en Jón skráðir hjá STEFi sem höfundar eða útsetjarar að lögum með þessu sama heiti. Eins og síðar verður vikið að, voru því ekki fyrir hendi neinar upplýsingar hjá STEFi, fram til ársins 1997, sem gáfu til kynna annað en lag Jóns, „Vísur Vatnsenda-Rósu“, væri byggt á þjóðlagi og hverjum og einum frjáls not af laginu sem slíku, þ.á m. að út- setja það í annarri mynd en Jón hafði gert, án sérstaks leyfis. Haustið 1995 var umrætt lag flutt í kvikmyndinni „Tár úr steini“ sem fjallaði um ævi Jóns Leifs. Af því til- efni spruttu deilur um höfundaraðild Jóns að laginu. Leiddu þær til þess að sérfróðir trúnaðarmenn STEFs létu í ljós álit sitt á því hvernig bæri að líta á útsetningu Jóns í skilningi höfundalaga. Niðurstaða álitsgerðar þeirra, sem dagsett er 12. ágúst 1997, var eftirfarandi: „Að framan- sögðu leggjum við undirritaðir til, að tónverkið „Vísur Vatnsenda-Rósu“, þ.e. 24 takta útfærsla Jóns Ásgeirs- sonar á 8 takta þjóðlaginu „Enginn um höfundaréttarsamtökum en STEFi. Í því tilviki, sem hér er fjallað um, tók tæp fjögur ár að leið- rétta greiðslur, sem inntar höfðu verið af hendi til Henrik Zazou í Frakklandi, og koma þeim í hendur Jóns Ásgeirssonar. Á sama hátt gerði STEF reka að því, fyrir milligöngu samnorrænu samtakanna Nordisk Copyright Bureau (NCB), að hljómplötuútgef- andinn „One Little Indian“, sem hafði gefið út hljómplötur með um- ræddu lagi í flutningi Bjarkar, stæði skil á höfundaréttargreiðslum til Jóns eftir að höfundarréttur hans lá ljós fyrir. NCB rak þetta mál, fyrir hönd Jóns, og var það komið á góðan rekspöl á árinu 2000 þegar hann ákvað, án þess að ráðfæra sig við stjórn eða framkvæmdastjóra STEFs, að leita aðstoðar lögmanns í Lundúnum. Eftir á hefur Jón viljað að samtökin greiði þóknun lög- mannsins sem hann segir sjálfur að hafi numið 1,5 milljónum króna. Stjórn STEFs hefur neitað að fall- ast á það, enda geta einstakir rétt- hafar ekki skuldbundið samtökin fjárhagslega án samráðs við stjórn eða framkvæmdastjóra þeirra. Ástæðan er einnig sú að samtökin hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa straum af slíkum kostnaði og jafnframt bendir allt til þess að náðst hefði að fá höfundaréttargjöldin greidd fyrir tilstilli NCB og systur- samtaka þeirra í Bretlandi, MCPS, án afskipta lögmanns Jóns. Þess má geta að STEF hefur staðið straum af lögmannskostnaði Jóns hér á landi og jafnframt boðist til þess að greiða hluta af ofangreindum lögmann- skostnaði hans erlendis. Eins og áður segir, hefur verið fjallað um mál þetta í stjórn STEFs allar götur frá 1995. Allir formenn, varaformenn og aðrir þeir, sem setið hafa í stjórn samtakanna á þeim sjö árum sem síðan eru liðin, hafa verið samstiga í allri meðferð málsins, enda hefur hún í hvívetna verið í samræmi við lög og samþykktir STEFs. Óhætt er að fullyrða að fáir tón- höfundar, sem aðild eiga að STEFi, hafi notið eins mikillar þjónustu af hálfu samtakanna á síðari árum og Jón Ásgeirsson. Þótt hann hafi lýst yfir afsögn sinni úr samtökunum í byrjun þessa árs hefur hann engu að síður leitað aðstoðar þeirra eftir það, nú síðast við gerð samnings um samningu tónlistar við kvikmyndina „Hafið“. Þess vegna eru ásakanir Jóns í garð samtakanna mjög ómak- legar, svo að ekki sé dýpra í árinni tekið. Jón Ásgeirsson hefur m.a. sakað STEF um að vilja ekki höfða mál fyr- ir dómstólunum til þess að leita rétt- ar hans. Því er til að svara að sam- tökin hafa fremur kosið að ná fram rétti einstakra rétthafa með sam- komulagi, án málaferla, sé þess nokkur kostur. Þetta á ekki síst við þegar ágreiningur kemur upp milli þeirra tónhöfunda sem aðild eiga að samtökunum. Frá þessari stefnu munu samtökin ekki hvika, hvað sem líður óánægju einstakra höfunda. Höfundarréttur að þjóðlögum hef- ur verið og er mjög umdeildur, þar sem þjóðlög eru í raun réttri eign þjóðar. Séu tónverk byggð á þjóðlög- um eða stefjum úr þeim, t.d. þegar þjóðlög hafa verið notuð sem grunn- efniviður í stærri verk, hefur höfund- arréttur viðkomandi tónskálda að sjálfsögðu verið viðurkenndur. Í því tilviki, sem að ofan greinir, er aðeins um að ræða millikafla sem Jón Ás- geirsson hefur samið við þjóðlag og síðan skeytt laginu, svo breyttu, við þekkta þjóðvísu. Því eru menn eðli- lega ekki á eitt sáttir um höfundarað- ild Jóns að þessu lagi í heild sinni. Af því tilefni hefur stjórn STEFs ákveðið að fá innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði listsköpunar og höfundaréttar til að þess fjalla al- mennt um höfundarrétt að íslensk- um þjóðararfi, m.a. til þess að sam- ræma mat á höfundaraðild að þjóðlögum og öðrum listaverkum sem byggð eru á þjóðlegum arfi. Samkvæmt framansögðu sést að STEF hefur í hvívetna staðið vörð um höfundarrétt Jóns Ásgeirssonar að fyrrgreindu lagi, þ.á m. hafa sam- tökin staðið honum skil á öllum höf- undaréttargreiðslum sem þeim hafa borist vegna nota á laginu. Sér stjórn STEFs því ekki ástæðu til að fjalla frekar um þetta mál á opinberum vettvangi.“ Greinargerð frá stjórn STEFs bara ástríðufull og afbrýðisöm. Ung er hún send til Hollands að giftast Philip nokkrum aðalsmanni. Hún kvíður ferðinni og óttast að geta ekki elskað hann. En Philip reynist myndarmaður (minnti mig reyndar á Fabio!) sem strax fellur fyrir hinni ungu og fallegu spænsku prinsessu. Upphefst þar mikið og ástríðufullt samlíf þeirra hjóna. En Eva var ekki lengi í Paradís, né Philip í örmum Jóhönnu. Hann reynist óborganleg- ur kvennamaður, og Juana sem elskar hann af öllu hjarta verður sjúklega afbrýðisöm, og kannski ei- lítð móðursjúk ofan í það. Lái henni hver sem vill. Hins vegar er þessi brjálæðisstimpill notaður á móti henni til að reyna að ræna hana völdum. Þannig er þetta mynd um ástríður með bæði pólitískum og erótískum undirtóni. Hljómar spennandi. Myndin byggist á sannsögulegum atburðum og var vel sótt á Spáni í fyrra. En mér fannst þetta ekki merkileg saga. Eða kannski er hún það, handritið var bara ekki nógu gott til að vekja áhuga minn á henni. Sagan er sögð út frá drottningunni og ég hefði viljað geta lifað mig bet- ur inn í hennar kvalda sálarlíf. En frásögnin er endurtekningarsöm og frekar flöt sem verður fljótlega lei- ðigarnt og drottningin þar með. Pólitíska hliðin var ekki nógu áhuga- verð og hápunktur myndarinnar virkaði ekki. Fleiri atriði voru ekki nógu skýr, einsog hvað kom fyrir Philip og hvort dansmeyjan hefði eitthvað með örlög hans að gera. Myndin fékk spænsku Goya-verð- launin fyrir bestu leikkonuna og bestu búningana og þar verð ég að vera sammála þeirri dómnefnd. Þetta er stórmynd og ef hin hæfi- leikaríka Pilar López de Ayala hefði fengið betur skrifað hlutverk í hend- urnar hefði verið mun ánægjulegra að horfa á hana. Leikstjórn og handrit: Vicente Aranda. Aðalhlutverk: Pilar López de Ayala, Dani- ele Liotti, Manuela Arcuri, Rosana Pastor. 123 mín. Sp/Ít/Port 2001. JÓHANNA BRJÁLAÐA (JUANA LA LOCA) ÖLL þekkjum við það að spyrja okkur: Af hverju gerði ég svona en ekki hinsegin? Hvað ef ég hefði breytt öðruvísi? En fá okkar fá hins vegar tækifæri til að komast að því, eins og Victor. Hann er búinn að vera lengi hamingjusamur í sam- bandi sínu með Sylvia þegar hann lætur undan freistingunni og heldur framhjá henni með meðleikara sín- um úr leikhúsinu. Hann reynir ým- islegt til að fá Sylviu til baka, en nú er svo komið að hún ætlar að giftast öðrum. Þá gerast undarlegir hlutir í lífi Victors sem gera honum kleift að upplifa hvað hefði gerst ef hann hefði ekki haldið framhjá. Þessi fyrsta bíómynd leikstjórans er rómantísk saga sem hefur yfir sér skemmtilegan ævintýrablæ með til- vitnun í spænskar bókmenntir og súrrelískt spænskt bíó. Hún minnir jú óneitanlega á bresku myndina Sliding Doors, en gerir meira út á ör- lagatrú. Er ekki allt sem við gerum í lífinu, rétt eða rangt, í rauninni rétt því það leiðir mann akkúrat þangað sem manni er ætlað að fara? Lengi má deila. Þetta er engin stórmynd sem felur í sér sannleikann eða heimspekilegar vangaveltur um örlög sálnanna. Þetta er lítil mynd, ósköp sæt og bara fínasta skemmtun. Hún vinnur vel á og er ófyrirsjáanleg til enda- loka. Persónurnar eru látlausar, ósköp mannlegar og þannig kunnug- legar. Það hefði þó verið skemmti- legra að hafa Victor staðfastari og meiri sjarm en hann er í myndinni, líka af því að mótleikkonur hans Lena Heady og Pénelope Cruz eru vissulega heillandi, og maður verður að skilja hvað þær sjá við hann. Fín mynd fyrir þá sem langar á spænskt bíó með léttari myndum. Leikstjórn: María Ripoll. Handrit: Rafa Russo. Aðalhlutverk: Douglas Henshall, Lena Heady, Penélope Cruz og Elizabeth McGovern. Spænsk/ensk 96 mín. 1998. RIGNING Í SKÓNUM (LLUVÍA EN LOS ZAPATOS)  Hildur Loftsdóttir Hildur Loftsdóttir JÓHANNA drottning á Spáni er kölluð hin brjálaða. En í raun er hún

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.