Morgunblaðið - 17.09.2002, Side 24

Morgunblaðið - 17.09.2002, Side 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÖRG E. Sondermann heldur áfram að flytja orgelverk Bachs í Breið- holtskirkju eftir sumarhlé og verða fyrstu tónleikarn- ir í kvöld, þriðju- dagskvöld, kl. 20:30. Þessir tón- leikar eru þeir tuttugustu og þriðju af tuttugu og sex í þessari tónleikaröð sem hófst fyrir rúm- um tveimur ár- um. Flutt verður m.a. Prelúdía og fúga í es-moll, Fant- asía um sálmalag, Canzona í d-moll, Tríó í g-dúr og Toccata og fúga í d- moll. Jörg E. Sondermann er organisti í Hveragerðis- og Kotstrandarsókn- um. Aðgangseyrir, 900 kr., rennur sem fyrr til Hjálparstarfs kirkjunn- ar. Bach í Breið- holtskirkju Jörg E. Sondermann Í GREIN sem Georg Brandes skrifaði um skáldverk „Ernst Ahlgren“ (sem var dulnefni Viktoríu Benedictsson) og birtist í danska dagblaðinu Politiken 19. des. 1887 segir hann m.a. um skáldsöguna Peningar (Pengar, 1885): „Peningar er þó nokkuð hugrökk bók, en hún endar með uppgjöri, og það hafa nú verið svo mörg uppgjör á milli konu og karlmanns í bókmenntunum, að við þolum ekki fleiri.“ Svo mörg voru þau orð og í ljósi þeirra er það einkar skemmtilegt að leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar sem snýst um sam- band hins danska bókmenntajöfurs og sænsku skáldkonunnar lýsir ekki síst „uppgjörinu“ á milli þeirra. Örlög Viktoríu Benedictsson (1850–1888) og samband hennar við Georg Brandes (1842–1927) eru á margan hátt lýsandi fyrir stöðu kvenrithöfunda á nítjándu öld (og reyndar langt fram á þá tuttugustu) þegar kynferði kvenna setti þeim óþolandi skorður bæði í einkalífi og á þjóðfélagslegum vettvangi. Saga Viktoríu er langt frá því að vera einsdæmi: Viktoría Bruzelius fædd- ist og ólst upp á Skáni og þráði að flytjast til Stokkhólms og mennta sig í listum við akademíuna. Faðir hennar var því andvígur og í þeirri trú að hún væri að sleppa undan valdi hans og á leiðinni í frelsið gift- ist hún, rúmlega tvítug, ekkjumanni, Kristian Benedictsson póstmeistara, sem var tæplega þrjátíu árum eldri en hún. Hún gekk fimm börnum hans í móður stað, eignaðist sjálf tvær dætur en missti aðra þeirra – og varð þess fljótlega áskynja að lít- ið rúm var fyrir hið langþráða frelsi í hjónabandinu. Rúmlega þrítug þurfti Viktoría að gangast undir uppskurði vegna meiðsla í hné og beinhimnubólgu og lagði þessi krankleiki hana í rúmið um tveggja ára skeið, auk þess sem hann olli henni varanlegri helti og þjáningum. Lán í óláni var að með rúmlegunni var Viktoría leyst undan krefjandi húsmóðurskyldum sínum og gat snúið sér að aðaláhugamáli sínu, lestri og skriftum. Hún skrifaði smá- sögur sem hún birti í blöðum og tímaritum og 1884 kom út fyrsta bók hennar, smásagnasafnið Frá Skáni. Ári síðar kom skáldsagan Peningar og 1887 önnur skáldsaga, Frú Mar- ianne. Báðar fjalla þær á gagnrýn- inn hátt um stöðu konunnar innan hjónabandsins og þann árekstur drauma og veruleika sem ungar kon- ur upplifðu þegar í höfn hjónabands- ins var komið. Árið 1887 sendi Vikt- oría einnig frá sér annað smásagnasafn og auk sagnanna liggja eftir hana leikrit. En það eru hins vegar dagbækur Viktoríu, sem gefnar voru út að henni látinni undir titlinum Stóra bókin, sem í dag þykir hvað mestur fengurinn í, ekki síst vegna þess að þar lýsir hún af hrein- skilni sálarstríði sínu og togstreitu sem um síðir reyndist henni um megn að höndla, svo og sambandi sínu við Georg Brandes. Viktoría tók sitt eigið líf í hótelherbergi í Kaup- mannahöfn 22. júlí 1888. Viktoría Benedictsson las heims- bókmenntir af mikilli ástríðu og hún fylgdist vel með í norrænum sam- tímabókmenntum. Hún skrifaðist á við mörg skáld og rithöfunda, leitaði ráða hjá þeim og þráði að komast í samneyti við annað bókmenntafólk. Hún hreifst mjög af boðberum hinn- ar nýju raunsæisstefnu, t.a.m. J. P. Jacobsen og Ibsen, en mesta aðdáun hennar átti hinn frægi boðberi nýrra strauma í bókmenntum og listum, Georg Brandes. Haustið 1886 hélt Viktoría til Kaupmannahafnar til að skrifa og til þess að hlusta á fyr- irlestra Brandesar, sem hún þá hitti einnig persónulega í fyrsta sinn. Þetta haust og fram að jólum heim- sótti Georg Viktoríu oft á hótelher- bergi hennar; hún bauð honum kampavín og ávexti, þau ræddu bók- menntir og hann trúði henni fyrir áhyggjum sínum og gaf henni inn- rammaða mynd af sjálfum sér – og þegar líða fór að jólum fylgdu kossar og atlot í kjölfarið. En þegar kom að skrifum Georgs um bókmenntir hlífði hann engum. Þetta er efniviðurinn sem Ólafur Haukur vinnur með og hefur honum tekist vel að draga saman kjarnann í sambandi þessa tveggja merku ein- staklinga. Leikritið gerist allt á hót- elherbergi Viktoríu (Guðrún Gísla- dóttir) þar sem hún tekur á móti Georg (Þröstur Leó Gunnarsson) og fæst þess á milli við skriftir, auk þess sem hún kennir vinnukonu sinni, Ingeborg (Nanna Kristín Magnúsdóttir), að lesa. Það er ljóst frá upphafi að þótt Viktoría dái Georg og samvistir þeirra hefji hana „upp úr [hennar] venjulegu tilveru“ fara hugmyndir þeirra um bók- menntir og um ástina og samskipti kynjanna ekki alltaf saman. Brandes var boðberi einstaklingsfrelsis og frjálsra ásta en Viktoría var síður en svo sannfærð um að frelsi í ástum væri fólgið í óheftu kynlífi utan hjónabands. Og þrátt fyrir boðaðar skoðanir sínar – og þá staðreynd að hann hafði þýtt Kúgun kvenna eftir John Stuart Mill – var Brandes hreint ekki laus við það tvöfalda sið- gæði sem ríkti á þessum tíma varð- andi frelsi kvenna annars vegar og karla hins vegar. Hann var eðlis- hyggjumaður, trúði á ólíka eðliseig- inleika kynjanna, og fyrir eiginkonu hans giltu aðrar reglur en fyrir hann sjálfan. (Honum nægði ekki að hún skipti um eftirnafn við giftingu þeirra, heldur fann hann henni einn- ig nýtt fornafn. Hún hét Henriette, en hann gaf henni nafnið Gerda því honum fannst samsetningin Gerda og Georg Brandes flottari!) Hann áskildi sér rétt til kynferðissam- banda utan hjónabandsins en eigin- konunni lét hann í té giftingarhring sem var tvöfaldur á breidd með þeim orðum að hún þyrfti að vera „trú á við tvo“. Sú Viktoría sem Ólafur Haukur hefur skapað og Guðrún Gísladóttir túlkar af mikilli list sér glögglega í gegnum sinn Georg. Sýn hennar á hann er í senn aðdáunarfull og íron- ísk. Samtöl þeirra, sem mynda stærstan hluta verksins, bera höf- undareinkennum Ólafs Hauks gott vitni: um leið og efniviður þeirra er að mestu sóttur í dagbækur Viktoríu einkennast þau af hinni tvöföldu sýn hennar á „goðið“; hún skýtur stans- laust á hann hárbeittum athuga- semdum um leið og hún berst við eigin tilfinningar, vanmáttarkennd og þrá eftir viðurkenningu hans. Og ef til vill var það þessi síðastnefnda þrá sem varð henni að falli. Guðrún Gísladóttir fer frábærlega með þetta erfiða hlutverk og kemur sálarstríðinu og togstreitunni vel til skila. Þröstur Leó er sömuleiðis sannfærandi í hlutverki Georgs. Hann sýnir okkur mann sem er í aðra röndina fullur sjálfsöryggis og finnur fyrir valdi sínu, en í hina röndina er hann kvartsár um for- dóma og gagnrýni andstæðinga sinna, svo og njósnir konu sinnar! Og honum er einnig fullljóst að hann hefur ekki alltaf yfirhöndina í sam- skiptum sínum við Viktoríu. Hlín Agnarsdóttir leikstjóri leggur áherslu á að sýna okkur þau Viktor- íu og Georg sem andlega jafningja þótt jafnframt sé ljóst að hvað varð- ar þjóðfélagsstöðu og vald skilji þau himinn og haf. Nanna Kristín leikur Ingeborgu, vinnukonuna ungu sem dáir hús- móður sína en lítur doktorinn krít- ískum augum. Hún gaf þeim Guð- rúnu og Þresti Leó lítið eftir þótt hlutverk hennar sé eðli málsins sam- kvæmt ekki eins viðamikið og hinna tveggja. Persóna vinnukonunnar er þó afar mikilvæg í verkinu því sjón- arhorn hennar stendur kannski áhorfandanum næst, líkt og þeir sem sitja úti í sal sér hún samband þeirra Viktoríu og Georgs utan frá, reynir að meta það hlutlaust um leið og hún er að sjálfsögðu þátttakandi í því ferli sem að lokum leiðir til sjálfsvígs Viktoríu. Höfundur, leikstjóri og búninga- hönnuður gera sér allnokkurn mat úr hinu tvöfalda ídentíteti skáldkon- unnar: hún var bæði konan Viktoría Benedictsson svo og „karlmaðurinn“ Ernst Ahlgren í nafni hvers hún gaf út verk sín. Þessi tvöfalda sjálfs- mynd er endurspegluð í klæðaburði og framkomu Viktoríu og nær há- punkti í sjálfu sjálfsvíginu. Hinn táknlegi leikur gengur ágætlega upp en þó er það svo að þessi dramatíski hápunktur verksins nær ekki full- komnum slagkrafti. Senan sem fylgir í kjölfar sjálfsvígsins (hið þög- ula óp vinnukonunnar og orðræða Georgs sem ber keim af dramatískri sjálfsvorkunn) virkaði sem spennu- fall (eða anti-climax). Þessi endir er að mínu mati helsti veikleikinn á annars afar áhrifaríku leikverki. Þá bar nokkuð á hiki í textaflutningi í síðari hluta sýningarinnar, en slíkt má eflaust skrifa á reikning frum- sýningarótta og rýrir ekki gildi leik- ritsins á nokkurn hátt. Í gegnum afar smekklega leik- mynd og flotta búninga Rebekku A. Ingimundardóttur er verkinu gefin skírskotun til samtímans og reynt er að leysa það undan ákveðinni nið- urnjörvun í tíma. Það samræmist þeirri skoðun höfundar (sem komið hefur fram í viðtölum) að viðfangs- efnið eigi ekki síður við í dag en á síðari hluta nítjándu aldar, að sú togstreita og það sálarstríð sem lýst er í dagbókum Viktoríu hafi enn ver- ið til staðar í gegnum alla kvenna- bókmenntaumræðu tuttugustu ald- arinnar. Umgjörð sýningarinnar er í alla staði glæsileg, hvort sem litið er til leikmyndar, búninga, lýsingar eða tónlistar – allt ber það að sama brunni; að skapa umgjörð sem hent- ar verkinu og vísar bæði til tíma Viktoríu og Georgs og til samtímans. Viktoría og Georg er verk sem sætir tíðindum á höfundarferli Ólafs Hauks Símonarsonar, með því rær hann á ný mið svo að segja, og best gæti ég trúað að það ætti eftir að komast á fjalirnar víðar en í Þjóð- leikhúsi Íslendinga. (Heimildir: Pil Dahlerup: Det moderne gennembruds kvinder. 1. bindi (Kaupmanna- höfn: Gyldendal 1983); Guðni Rúnar Agnars- son: „Victoria Benedictsson – rithöfundur sem þjáðist fyrir að vera kona.“ (Grein í Les- bók Morgunblaðsins 20. ágúst 1988.) Leik- skrá Þjóðleikhússins. Gömul saga – og ný LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson. Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir. Leikarar: Guðrún S. Gísladóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Leikmynd og búningar: Rebekka A. Ingi- mundardóttir. Lýsing: Ásmundur Karls- son. Tónlist: Jóhann Jóhannsson. VIKTORÍA OG GEORG Soffía Auður Birgisdóttir „Guðrún Gísladóttir fer frábærlega með þetta erfiða hlutverk og kemur sálarstríðinu og togstreitunni vel til skila. Þröstur Leó er sömuleiðis sannfærandi í hlutverki Georgs,“ segir m.a. í umsögninni. Morgunblaðið/Þorkell NEIL Fazakerley, sérfræðingur við Vísindasafnið í Lundúnum (The Science Museum), heldur fyrirlestur um þróun í sýningargerð í Odda, stofu 101, í dag kl. 17:15. Neil hefur verið gestur Þjóðminjasafns Íslands undanfarnar vikur þar sem hann hef- ur m.a. verið ráðgefandi í undirbún- ingsvinnu vegna nýrra grunnsýn- inga sem settar verða upp í safninu að loknum endurbótum á safnhúsinu. Neil hefur sérhæft sig í hönnun sýn- inga fyrir nútímasamfélag þar sem nútímatækni og -aðferðafræði er beitt. Hann mun m.a. fjalla um gagn- virk samskipti safns og gesta. Fyrirlestur um þróun í sýningargerð SÉRSTÖK kynning verður í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í kvöld kl. 20 á nýútkominni lista- verkabók sem fjallar eingöngu um útilistaverkið Íslandsvitann eftir ítalska listamanninn Claudio Parm- iggiani. Listaverkið var reist á Hraunhól- um við Sandskeið að frumkvæði Reykjavíkurborgar þegar Reykja- vík var ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Verkið hefur vak- ið athygli langt út fyrir landstein- ana og nýlega var gefin út í Frakk- landi listaverkabók um vitann, Le phare d’Islande. Útgefandi er bóka- forlagið Société nouvelle Adam Biro og eru textar í bókinni á þrem tungumálum, ensku, frönsku og ítölsku. Bókin er prýdd fjölda ljós- mynda eftir Guðmund Ingólfsson en textahöfundar eru Ester Coen, Marco Vallora og Ólafur Gíslason. Í tilefni af útgáfu bókarinnar hef- ur Reykjavíkurborg boðið Claudio Parmiggiani til landsins, en hann gaf Reykjavíkurborg verkið á sín- um tíma. Á kynningunni mun Ólafur Gísla- son flytja erindi um Íslandsvita Parmiggiani og frumsýnt verður hér á landi 15 mínútna myndband, sem var gert um listaverkið. Mynd- efnið var tekið af Kvik hf. en mynd- in unnin og hljóðsett af frönskum kvikmyndagerðarmönnum. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðar- maður mun kynna myndbandið. Við þetta tækifæri mun sönghóp- urinn Voces Thule koma fram og flytja sönglag, sem einnig var flutt við vígslu Vitans á opnunardegi menningarársins í janúar árið 2000. Sönglag þetta, sem er gamalt og lítt þekkt verk eftir þýska heimspek- inginn Michael Maier úr kvæða- bálkinum Atalanta Fugiens frá 17. öld, tengist skilningi höfundar á merkingu Íslandsvitans. Að lokum mun Claudio Parm- iggiani sjálfur flytja stutt ávarp og svara fyrirspurnum gesta. Claudio Parmiggiani í Hafnarhúsi SEPTEMBERTÓNLEIKARÖÐ í Selfosskirkju er nú hafin og eru tón- leikarnir sem fyrr á þriðjudags- kvöldum kl. 20.30. Á tónleikunum í kvöld leikur Kjartan Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju í Kópavogi, á orgelið. Hann leikur verk þýskra, franskra og íslenskra meistara. Aðgangur er ókeypis. Leikið á orgel Selfosskirkju ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Baskerville- hundurinn eftir sir Arthur Conan Doyle er sígild myndskreytt spennusaga. Þýð- andi er Helga Soffía Ein- arsdóttir en Mark Oldroyd mynd- skreytti. Baskerville-hundurinn segir frá kunnasta rannsóknarmanni bók- menntanna, Sherlock Holmes, og ráðgátunni um hinn óhugnanlega vít- ishund sem ásækir Baskerville- ættina. Skepnan virðist hafa grandað óðalsbóndanum Karli Baskerville en er allt sem sýnist? Til þess að komast að því ferðast Sherlock Holmes og fé- lagi hans, Watson læknir, til Dartmoor þar sem ýmislegt dularfullt leynist í þokunni. Baskerville-hundurinn er í ritröðinni Sígildar sögur, þar sem sígildar bók- menntir eru gerðar aðgengilegar fyrir börn og unglinga. Í bókinni er saka- málasaga stytt og endursögð, ríku- lega myndskreytt og aukin margs kon- ar fróðleik um samtíma og sögusvið. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 64 bls., prentuð í Kína. Verð: 2.390 kr. Sígild spennu- saga ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.