Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 25 NÝLEGA hafði Sverrir Storm- sker útvarpsviðtal við Sigurð A. Magnússon rithöfund. Þar fór Sigurður hinum verstu orðum um Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem hann taldi hér öllu ráða. Við- talið vakti mikla athygli. Í frétt- um Stöðvar tvö nokkru síðar við- urkenndi Sigurður að hafa verið undir áhrifum áfengis, þegar við- talið var tekið, og þess vegna orð- ið sér til skammar. Hefði Sverrir haft með sér flösku í viðtalið og hann sopið ótæpilega á. En Sig- urður sagði meira. Hann gaf í skyn, að Davíð hefði gert Sverri út með flöskuna, svo að Sigurður myndi verða sér til skammar. Þetta væri með öðrum orðum allt Davíð að kenna! Þjóðin hló. En það er allt annað en hlægilegt, að Hallgrímur Helgason rithöfundur og Össur Skarphéðinsson alþingismaður feta nú í fótspor Sigurðar A. Hall- grímur lætur að því liggja í Morg- unblaðinu 13. september, að lög- reglurannsókn á Baugi sé runnin undan rifjum Davíðs. En á hún ekki upptök sín í ásökunum fyrr- verandi viðskiptavinar Baugs í Bandaríkjunum? Og er ekki rétt að spara stóru orðin, þangað til niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir? Össur fullyrðir í Dagblaðinu 14. september, að menntamálaráðherra hafi leyst Þorfinn Ómarsson frá störfum tímabundið í Kvikmyndasjóði, af því að hann hafi ekki farið að vilja Davíðs um styrkúthlutanir. En var Þorfinnur ekki leystur frá störfum tímabundið vegna margra ára bókhaldsóreiðu, sem ríkisendurskoðun kvartaði undan í skýrslu? Og er ekki rétt að bíða niðurstöðu nefndar, sem er að fara yfir mál hans? Hallgrímur talar í grein sinni um hina „bláu hönd“, sem haldi nú um valdatauma. Þetta minnir reyndar á það, að Jónas Jónsson frá Hriflu skrifaði grein í Tímann um hina „svörtu hönd“ íhaldsins vorið 1929. Hélt ég, að Hallgrím- ur kysi sér sálufélag við aðra en Jónas frá Hriflu. En þeir Össur virðast halda, þar eð Davíð hefur samið nokkur leikrit um dagana, að þeir séu staddir inni í miðju leikriti, þar sem hann sé höfund- ur og leikstjóri. Svo er ekki. Lífið er ekki leikrit. Við erum á Íslandi á því herrans ári 2002 og flest allsgáð, hvorki ölvuð af orðum né flöskum úr hendi Stormskers. Hér er meiri velsæld en nokkru sinni fyrr, aukið réttaröryggi, opnara og frjálsara hagkerfi. Davíð Oddsson hefur unnið skipu- lega að því að minnka eigin völd í ellefu ár, setja ríkisvaldinu rammari skorður, veita einstak- lingum meira svigrúm. Það er ekki honum að kenna, ef einhverj- um andstæðingum hans (raun- verulegum eða ímynduðum) hefur orðið eitthvað á, heldur þeim sjálfum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Handapat Hallgríms og Össurar Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði. SÚ þróun hefur átt sér stað á þessu ári að meðalverð fasteigna hefur lækkað, þ.e. að eftirspurn eftir með- alstórum fasteignum á verðbilinu 12 til 13 milljónir hefur aukist á kostað stærri fast- eigna. Þar sem með- alverð í fasteignavið- skiptum hefur lækkað á árinu mætti í fljótu bragði áætla að ásókn í húsbréfalán hafi minnkað. Því er þó öðru nær og stefnir í metútgáfu húsbréfa á árinu. Hvað veldur þessu misvægi? Svarið liggur í samspili nokk- urra þátta. Á síðasta ári var svig- rúm fólks til að fá húsbréf rýmkað til muna. Húsbréfalán geta numið allt að 65% af kaupverði íbúðar eða 70% þegar um er að ræða fyrstu íbúð kaupanda. Í dag getur upphæðin numið allt að 8 millj- ónum króna til kaupa á notuðu húsnæði. Ef keypt er íbúð fyrir um það bil 12 milljónir fæst því há- markshúsbréfalán. Það er afar eft- irsóknarvert fyrir marga, því lán- þegi fær lán á hagstæðari kjörum í skjóli ríkisábyrgðar en ella og einnig eru í mörgum tilvikum greiddar vaxtabætur með slíkum lánum. Aðeins hluti lánsins er þannig í raun greiddur til baka af lántakanda en ríkið tekur á sig kostnað í skjóli hagstæðra lána- kjara, undir eðlilegum ávöxtunar- kröfum, og vaxtabóta. Í nýlegum pistli Samtaka atvinnulífsins eru rök leidd að því að ríkið niður- greiði um fjórðung lána vegna ofangreindra þátta. Með því að kaupa á þessu verði fá húskaup- endur hámarkslán Íbúðarlánasjóðs með minnsta mögu- lega framlagi þeirra sjálfra til húsnæðis- kaupanna og fá þann- ig í kringum 15-20% af fasteignakaupum sínum niðurgreidd af ríkinu í gegnum vaxtabætur og ríkis- ábyrgð. Það er því eðlilegt að fasteignir á því verðbili séu eftir- sóknarverðar. Góðar líkur eru jafnvel á því að þessi þróun sé vendipunktur þess að raunhækkun fasteigna á árinu sé umfram al- menna verðlagsþróun. Umhverfi lánastofnana í landi vaxtabóta Það eru ekki aðeins húsbréfalán- tökur sem hafa aukist verulega á undanförnum misserum. Lífeyris- sjóðslán hafa einnig aukist tölu- vert og eru þau almennt tryggð með fasteignaveði, enda eru fast- eignakaup megintilgangur slíkra lána. Það er þó ekki þar með sagt að slík lán séu endilega til að fjár- magna kaup á húsnæði, heldur eru þau oft notuð til að fjármagna neyslu. Vaxtabætur – úrbætur Már Wolfgang Mixa Fjármál Aukning húsbréfaút- lána, segir Már Wolfgang Mixa, hefur átt mikinn þátt í að viðhalda þenslu undanfarin ár. Höfundur er fjármálafræðingur. Aðrar helstu lánveitingar eru lán fjármálastofnana til fyrirtækja og til einstaklinga. Einstaklingar taka oftast slík lán til að fjár- magna neyslu og eru oftast með slakari ábyrgð heldur en húsbréfa- lán og lífeyrissjóðslán. Þrátt fyrir að vaxtamunur fjármálastofnana (munur á innláns- og útlánsvöxt- um) hafi minnkað ört undanfarin ár hafa heyrst kvartanir vegna ok- urvaxta fjármálageirans sem á að vera að sliga bæði fyrirtæki og heimili. Málið er þó ekki alveg svo ein- falt. Augljóst er að aukning húsbréfaútlána hefur átt mikinn þátt í að viðhalda þenslu undanfar- in ár. Þetta hefur gert stýrivexti Seðlabankans að hluta til árang- urslausa. Hækkandi stýrivextir bitnuðu fyrst og fremst á fyrir- tækjum sem ekki eiga aðgang að niðurgreiddum lánum og einstak- lingum sem þurfa frekari lán vegna neyslu. Það hlýtur að vera eðlilegt í umhverfi vanskila að fjármálastofnanir fari fram á hærri vexti af útlánum í því vaxta- og afskriftaumhverfi sem þær starfa í. Fjármálastofnanir þurfa hærri vexti til að vega upp á móti kostnaði vegna aukinna vanskila. Slíkt ástand getur verið viðloðandi á meðan hvatning til skuldasöfn- unar kemur niður á kostum eigna- myndunar. Úrbætur, ekki vaxtabætur Þegar skuldir heimila á Íslandi, einhver hin skuldsettustu í heimi, eru óðfluga farnar að nálgast ráð- stöfunartekjur til tveggja ára verður að auka hvatningu til að- halds. Þær hugmyndafræðilegu forsendur sem vaxtabótakerfið byggist á eru vissulega verðugar, tryggja þarf öllu fólki aðgang að húsnæði sem telst uppfylla lág- markskröfur. Úrbætur á kerfinu eru hins vegar orðnar nauðsyn- legar ef sporna á við þeirri öf- gaþróun sem vaxtabætur eru hluti af. Úrbætur geta verið margskon- ar. Ein tillaga er að lækka há- markslán vegna fasteignakaupa. Slík lán væru styrkt með ríkis- ábyrgð sem tryggði lægri vaxta- byrði. Til að fólk lendi ekki í að lánin aukist vegna verðbólgu væri hægt að hafa þau óverðtryggð og miðuð við stýrivexti Seðlabankans. Slík lán bæru þó ekki vaxtabætur en greiðslubyrðin gæti verið tekju- tengd svipað og hjá LÍN. Föst lág- marksgreiðsla væri árlega og af- borganir tengdar tekjum. Þannig gætu þeir einstaklingar sem minna mega sín haldið sínu húsaskjóli þótt illa ári. Þeim sem kjósa að kaupa dýrara húsnæði er það vissulega í lófa lagið, en ríkið er ekki að niðurgreiða fyrir slík fríð- indi. Með slíku fyrirkomulagi geta allir komið yfir sig þaki og sam- hliða því hverfur hvatinn til auk- innar skuldsetningar. Slíkt leiðir til hjöðnunar þenslu sem minnkar verðbólguþrýsting og veitir Seðla- bankanum aukið svigrúm til frek- ari vaxtalækkana. Ekki er hægt að býsnast yfir háu vaxtastigi á sama tíma og vaxtabótakerfið, sem stuðlar að skuldasöfnun, þenslu og háu vaxta- stigi, er varið með kjafti og klóm. Háa vexti innan bankakerfisins verður að setja í stærra samhengi vaxtaumhverfis á Íslandi. Ekki er hægt að slíta vexti úr samhengi við þau neikvæðu áhrif sem vaxtabóta- kerfið hefur á vexti í landinu. Svo lengi sem vaxtabótakerfið heldur áfram í núverandi mynd minnkar svigrúm til vaxtalækkana og verð- bólga verður hærri en ella. Það er þörf á endurskoðun vaxtabótakerfisins. Velta þarf fyrir sér úrbótum sem þjóna svipuðum hugmyndafræðilegum tilgangi vaxtabótakerfisins en hvetja að sama skapi til aðhalds og minnk- andi skuldsetningar heimilanna. ÞEGAR Óliver Twist og félagar hans voru svangir var Ólív- er att fram fyrir herra Bumble, sem var yfirmaður munað- arleysingjahælisins. Þá upphófst reki- stefna herranna og Ólíver var vísað ann- að. Þegar LSH bendir á tilvistarkreppu sína og fjárþröng á 21. öld með þeim eina hætti sem eftir er tekið (með niðurskurði læknisþjónustu) hróp- ar herra Bumble upp að þetta sé högg fyrir neðan beltisstað. Hann álasar framkvæmdastjórn sjúkrahússins sem á þess engan kost að sníða þjónustu LSH að eftirspurn, getur ekki ráðið starfsfólk, og getur ekki greitt reikninga. Þegar upp er staðið er þjónustan skert þrátt fyrir allt en kemur ekki fram í fjölmiðlum. Landspítali fær ekki tekjur af lækningum Vandamál LSH er fjármögnun- arkerfi og rekstrarfyrirkomulag sjúkrahússins. Engir peningar fylgja sjúklingunum og því verður uppbygging starfsemi ekki í sam- ræmi við þjónustuþörfina. Það er tryggingaraðilinn, ríkissjóður, sem rekur sjúkrahúsið og stjórnar- nefndin gætir hagsmuna ríkissjóðs en ekki sjúklinganna eða starfsem- innar. Fjárveitingarnar mótast af forgangsröðun þingmanna á skattfé almennings. Ekkert skattfé er eyrnamerkt til sjúkra- trygginga. Forgangsverkefni þeirra sem deila út almannafé fara ekki endilega saman við heildar- hagsmuni borgaranna eins og dæmin sanna. Þar sem fram- kvæmdastjórn sjúkrahússins er ráðin af greiðendum þjónustunnar á hún erfitt með að beita sér af fullum þunga í þágu læknisþjón- ustunnar. Hagsmunir fara ekki saman og framkvæmdastjórn spít- alans er óhjákvæmilega króuð af úti í horni. Föst fjárveiting hvetur ekki til þjónustu Ástandinu á LSH má líkja við rekstur flugfélags sem fær það verkefni að fljúga flugvél daglega til Lundúna hvað sem tautar og raular. Fyrir þetta verkefni fær flugfélagið frá eiganda sínum fast gjald og ekki er greitt sérstaklega fyrir hvern farþega. Aukinn far- þegafjöldi leiðir ekki til aukinna tekna og þegar kostnaður eykst umfram hina föstu fjárveitingu, t.d. vegna of margra farþega eða launahækkana, er eina leið flug- félagsins til þess að ná endum saman sú að fækka sætum (far- þegum) í flugvélinni. Það sjá allir að afkoma þessa flugfélags er best ef farþegarnir eru fáir eða engir því þá er hægt að spara verulegan launakostnað sem annars stafaði af flugþjónum og flugfreyjum. Af- koman er best ef bara eru flug- stjórar frammi í eða ef flugvélum er lagt. Þetta dæmi er því miður rekstur LSH í hnotskurn í núverandi fjár- mögnunarkerfi og rekstrarfyrir- komulagi. Best er að reka sjúkra- húsið tómt því spítalinn tapar á því að taka að sér sjúklinga. LSH hef- ur engan sveigjanleika til þess að móta sig eftir eftirspurn vegna forsjárhyggju þings og fram- kvæmdavalds. Með núverandi kerfi fastra fjárveitinga borgar sig ekki að lækna fólk á legudeildum eða á göngudeildum LSH, hvorki fyrir lækna né fyrir sjúkrahúsið. Afleiðingin er sú að stór hluti lækning- anna er að flytjast burt af sjúkrahúsinu (þangað sem greitt er fyrir þær). Ýmsar lækningar eru einfald- lega illmögulegar, t.d. stærri aðgerðir af bið- listum. Þetta hljómar eins og öfugmæli en er því miður satt. Auðvitað sjá næst- um því allir, að sé að- almarkmið bráða- sjúkrahúsanna það að veita sjúkum læknis- hjálp þá verður sjúkratryggingakerfi Íslendinga að greiða spítalanum fyrir hvert læknisverk með bein- um hætti, þ.e. að tengja saman greiðslur og verk. Það er ekki gert í dag. Fastar greiðslur geta verið verkletjandi en viðvikagreiðslur eru verkhvetjandi og hvetja til hagræðingar. Breyta þarf sjúkra- húsinu í sjálfseignarstofnun með stjórnarnefnd athafnamanna sem hefur hag þjónustunnar að leið- arljósi. Þá mun framkvæmda- stjórnin geta beitt sér. Síðan verð- ur sjúkrahúsið að tryggja það, að læknar sjúkrahússins (a.m.k. sjúkrahúslæknar í fullu starfi) meti aðstöðu sína þar og launakjör þannig, að þeir sjái ávinning af því að sinna sjúklingum sínum á sjúkrahúsinu, þ.e. á göngudeildum þess jafnt sem legudeildum. Þann- ig myndi skapast eðlilegri fjár- hagslegur grundvöllur fyrir sjúkrahúsið. Þannig yrði starfsem- in í samræmi við eftirspurn eftir lækningum. Og þannig myndi skapast grundvöllur fyrir kennslu og þjálfun heilbrigðisstétta sem er nauðsynlegur þjóðinni til framtíð- ar. Uppskurður á LSH en ekki niðurskurður Borgar núverandi fjármögnun- araðferð sjúkrahúsa og heilsu- gæslu sig fyrir heilbrigðiskerfið þegar til lengri tíma er litið? Að- ferð sem tekur ekkert mið af nú- tímarekstri? Er ekki eðlilegt að sú spurning vakni í kjölfar umræð- unnar um heilabilaða á Landakoti hvort kerfið sjálft sé ekki orðið gamalt og frosið í forsjárhyggju sem þorir ekki að taka neitt mið af hinni ósýnilegu hendi markaðar- ins? Mitt læknisráð er uppskurður á rekstrarfyrirkomulagi LSH með þjónustuna að markmiði. Í því felst myndun sjálfseignarstofnun- ar sem verði stjórnunarlega og rekstrarlega aðskilin frá herra Bumble og fái greitt fyrir unnin verk. Herra Bumble fái hins vegar það verkefni að tryggja fjárhags- legan grundvöll almannatrygg- ingakerfisins sem flestir Íslend- ingar vilja standa vörð um. Páll Torfi Önundarson Höfundur er forstöðuyfirlæknir blóðmeinafræðideildar LSH og dós- ent við læknadeild Háskóla Íslands. Rekstrarvandi Með núverandi kerfi fastra fjárveitinga, segir Páll Torfi Önundarson, borgar sig ekki að lækna fólk á legudeildum eða á göngudeildum LSH. Er herra Bumble frosinn í forsjár- hyggjunni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.