Morgunblaðið - 17.09.2002, Side 30

Morgunblaðið - 17.09.2002, Side 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ M ikið hefur verið rætt um hnatt- væðingu í kjölfar atburðanna 11. september 2001 og nú ári síðar hafa sumir meira að segja talað um endalok hnatt- væðingarinnar (sjá John Gray: http://resurgence.gn.apc.org) og er þá átt við að það sé ekki lengur hægt að tala um að hið vestræna (eða ameríska) lýðræði og mark- aðskerfi sé að leggja undir sig heiminn, það séu þvert á móti og augljóslega mikil hugmynda- fræðileg átök í heiminum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem settar eru fram efasemdir um hnattvæð- inguna. Marg- oft hefur verið bent á að til- tölulega lítill hluti jarð- arbúa hafi til dæmis aðgang að tölvum og ver- aldarvefnum svokallaða sem sagð- ur er tengja saman fólk um veröld víða. Bent hefur verið á að flestir hinna sex milljarða íbúa jarðar hafa ekki einu sinni aðgang að síma og hvað þá tölvu. Og það er raunar erfitt að sjá hvernig net- og tæknivæðing heimsins á að geta gengið upp í ljósi þess að þrír milljarðar manna, eða um helm- ingur mannkyns, lifa á minna en 170 krónum á dag og 1,2 millj- arðar á minna en 85 krónum. Fá- tæktin er líka svæðisbundin, 15% Kínverja og 40% Suður- Asíumanna eru meðal hinna allra fátækustu. Hugsanlega er ekki síður hægt að tala um svæðisvæð- ingu en hnattvæðingu. Í heim- inum eru þrjú mjög sterk efna- hags- eða myntsvæði – svæði dollarans, evrunnar og jensins – og þau virðast ekkert síður stefna að aukinni einangrun en útþenslu. Þótt áhugi eða að minnsta kosti umræða um hnattvæðingu sé einna mest á þessum svæðum hef- ur það farið fram hjá þeim að þau gætu sjálf verið helsti dragbítur hennar. Í raun hefur fyrst og fremst orðið staðbundin aukning á ríki- dæmi. Útbreiðsla tölvutækninnar og hinna markaðslegu gæða, ef svo mætti kalla, haldast í hendur. Talað hefur verið um gjá (the digi- tal divide) í þessu sambandi, að það hafi myndast nánast óbrúan- legt bil á milli þeirra sem hafa orð- ið ríkir af því að hagnýta sér upp- lýsingabyltinguna og hinna sem hafa ekki haft tækifæri til þess. Sumir sjá í þessu tækifæri til sóknar. Hjálparsamtök ýmiss konar hafa unnið að því að „tengja“ einangruð svæði við upp- lýsingahraðbrautina í von um að það myndi bæta stöðu þeirra. Unnið hefur verið að slíkum verk- efnum á undanförnum misserum í Kambódíu og fleiri löndum Afríku, Alaska og Brasilíu þar sem stefnt er að því að koma 170 milljónum íbúa í netsamband. Trúin á mátt þessa miðils hefur og stundum gengið út í öfgar. Hugmyndir Nicholasar Negropontes um að það myndi leysa húsnæðis- og fjárhagsvanda íbúa fátækrahverfa í stórborgum að láta þá hafa far- tölvu lýsa kannski fyrst og fremst litlum tengslum við veruleikann. Augljóst er að draumurinn um heimsþorpið lifir enn. En hvers- lags samfélag er þetta þorp? Í fyrsta lagi er þetta ekki þorp þar sem allir íbúar heims rúmast. Í öðru lagi minnkar það ekki bara vegalengdir á milli manna heldur eykur þær einnig og einangrar jafnvel einstaklinga því þeir eyða nú sífellt meiri tíma fyrir framan tölvuskjáinn í stað þess að hittast til skrafs og ráðagerða. Sumir hafa gengið svo langt að tala um að með þessu hafi Netið í vissum skilningi gengið af raunverulegum samfélögum dauðum. Af því meðal annars leiðir að í þriðja lagi virðist Netið ekki endilega vera jafn lýð- ræðislegur vettvangur og menn héldu. Netið átti að leika lykilhlutverk í því að gera fyrirheit hins frjálsa markaðar að veruleika, markaður- inn átti með öðrum orðum að lúta vilja fólksins og verða þannig að skýrri birtingarmynd lýðræðis með því að allur almenningur fengi greiðan aðgang að þeim sem tækju ákvarðanir. Netið átti þann- ig að má burt bilið milli hárra og lágra og gera alla jafna og virka. Útbreiðsla tækninnar er hins veg- ar ekki næg til þess að slíkir draumar geti ræst. Að auki virðist nákvæmlega sama togstreitan einkenna samskipti „framleið- enda“ og „neytenda“ á Netinu og í „veruleikanum“; framleiðandinn beitir kröftum sínum til að koma vöru sinni á framfæri og neytand- inn þarf á öllum sínum kröftum að halda til að velja og hafna eða hreinlega verjast upplýsingaflóð- inu, frumkvæði hans er með öðr- um orðum ákaflega lítið, hann er áfram fyrst og fremst viðtakandi. Þetta endurspeglast ekki síst í gríðarlega umfangsmikilli starf- semi alþjóðlegra miðlunarfyr- irtækja á borð við Disney/ABC og AOL-Time Warner. Þau starfa á yfirþjóðlegu sviði sem gerir það að verkum að ríkisstjórnir og hvað þá almenningur koma lítið við þeirra sögu nema sem neytendur. Ef eitthvað virðast hin stóru miðl- unarfyrirtæki frekar miða að eins- leitni en fjölbreytni, einræði en lýðræði. Eitt á yfir alla að ganga og þótt það kunni að hljóma eins og einhvers konar lýðvæðing þá tekur hún ekki tillit til þarfa og langana einstaklinganna sem upp- haflega var talinn helsti kostur net- og markaðsvæðingarinnar. Marshall McLuhan var bjart- sýnn á heimsþorpið, sem hann boðaði í bók sinni The Gutenberg Galaxy í byrjun sjöunda áratug- arins, og taldi að það myndi ekki aðeins færa fólk nær hvert öðru heldur og endurvekja ættflokka- samfélagið sem byggðist á nánu samráði um það hvernig hlutunum skyldi háttað. Þessi sýn virðist ekki hafa orðið að veruleika. En McLuhan sagði líka að hinar raf- væddu upplýsingabrautir væru framlenging á taugakerfi manns- ins sem yrði til þess að allt okkar innra líf ætti eftir að flæða um þessar brautir. Í vestrænum sam- félögum hefur þessi spádómur sannarlega ræst. Lok hnatt- væðingar? Eitt á yfir alla að ganga og þótt það kunni að hljóma eins og einhvers konar lýðvæðing þá tekur hún ekki tillit til þarfa og langana einstaklinganna sem upphaflega var talinn helsti kostur net- og markaðsvæðingarinnar. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason trhostur@mbl.is LÍKT og síðastliðin ár verður í Hafnarfirði haldin sérstök umferð- arvika dagana 16. til 22. september næstkom- andi. Umferðarvikan hefur verið haldin í samstarfi við skóla og lögreglu og hefur hún mælst vel fyrir. Undanfarin fjögur ár hefur umhverfisstjóri Evrópusambandsins efnt til bíllauss dags og verður svo einnig í ár. Í ár stendur Evrópusam- bandið fyrir umferðar- viku þessa sömu daga, það er 16. til 22. sept- ember, og hefur umhverfisráðherra skrifað undir formlega þátttöku Ís- lendinga. Sveitarfélögum gefst tæki- færi til að draga fram þá þætti í um- hverfinu sem skipta máli. Ákveðin hefur verið dagskrá um- ferðarvikunnar þannig að 16. sept- ember verður tileinkaður almenn- ingssamgöngum, 18. september verður tileinkaður hjólreiðum, 20. september verður tileinkaður gang- andi vegfarendum og 22. september verður bíllaus dagur. Þessa daga sem umferðarvikan stendur mun lögreglan fara í alla grunnskóla í Hafnarfirði og ræða umferðarmálin við skólabörnin. Mjög mikilvægt er að börnin læri frá fyrstu tíð hvernig ber að haga sér í umferðinni. Lögregla, skólayfirvöld og fleiri aðilar hafa þar unnið mjög mikið forvarnarstarf. Foreldrar þurfa einnig að fræða börnin um hætturnar sem geta verið fyrir hendi í umferðinni og hvernig á að fara eftir umferðarreglum. Á síðustu árum hafa sveitarfélögin bætt göngu- og hjólreiða- stíga. Óskir íbúa um gott aðgengi aukast stöðugt og eru af hinu góða. Við skipulag og hönnun á nýjum hverf- um eru göngu- og hjól- reiðastígar skipulagðir og lagðir samhliða gatnagerð og uppbygg- ingu hverfanna. Mikið hefur áunnist á þessu sviði á síðustu árum. En ávallt er hægt að bæta ár- angurinn. Mörg verkefni bíða í eldri hverf- um, þar sem ansi oft er erfitt að leysa aðgengi gangandi og hjólandi veg- farenda. En með stöðluðum lausnum og aðgerðum hefur þar verið gert mikið átak. Mikilvægt er í þeim framkvæmdum að tengja stígakerfin í eldri hverfum við þau nýju, svo úr verði heildstætt „umferðarnet“ göngu- og hjólreiðastíga. Eitt verkefni hefur þó ekki tekist nægilega vel að margra mati. Það er að tengja saman stígakerfi sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu. Þar er víða erfitt og hættulegt að komast á milli. Margoft hefur þó komið í ljós að vilji sveitarfélaganna er fyrir hendi, en framkvæmdir hafa þó látið bíða eftir sér. Annað sem mikilvægt er og við þurfum að taka okkur verulega á er að við framkvæmdir á gatnamann- virkjum gleymist of oft að huga að gangandi og hjólandi umferð um vinnusvæðið. Ávallt eru gerðar ráð- stafanir til þess að akandi umferð gangi vel fyrir sig á verksvæðunum, en ógerningur og jafnvel hættulegt er fyrir aðra umferð að fara þar um. Á þessu sviði verðum við að bæta okkur mikið. Hafnarfjarðarbær hvetur alla bæjarbúa til að taka þátt í umferð- arvikunni 16. til 22. september. Und- anfarin ár hefur verið haldin minn- ingarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa. Í ár verður hún hald- in í Víðistaðakirkju hinn 18. septem- ber kl. 20:00. Að lokinni minningar- athöfn í kirkjunni verður kertum fleytt á tjörninni á Víðistaðatúni. Umferðarvikan 2002 og bíl- laus dagur í Hafnarfirði 2002 Gísli Ó. Valdimarsson Umferðarvika Hafnarfjarðarbær hvetur alla bæjarbúa til þess, segir Gísli Ó. Valdimarsson, að taka þátt í umferðarvikunni 16. til 22. september. Höfundur er formaður undirbún- ingshóps umferðarmála Skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar. Á ÞESSUM sein- ustu og verstu tímum er ekki í tísku lengur að tala um fé- lagshyggju eða kenna sig við slík sjónarmið. Stjórnmálin eiga ekki lengur að snúast um hinar klassísku and- stæður frjálshyggju og félagshyggju. Hins vegar er óljóst um hvað pólitíkin á að snúast þá. Eru and- stæðurnar í íslenskum stjórnmálum núna hófsamir og róttækir frjálshyggjumenn? Víst er að „frelsi einstaklingsins“ er tískuorð í stjórnmálum um þessar mundir. Það er víst ekki til neitt samfélag, heldur einungis einstaklingar og fjölskyldur. En er þetta svona í raun? Eru einstaklingar virkilegar óháðir hver öðrum? Nei, þeir eru það ekki. Enginn einstaklingur væri til án annarra einstaklinga. Og einstaklingar og fjölskyldur geta ekki gert neitt án annarra einstaklinga nema í sam- félögum sem búa við hreinrækt- aðan sjálfsþurftabúskap. Ýmiskon- ar tengsl eru á milli einstaklinga og þau tengsl mynda samfélagið. Að horfast í augu við þetta er fé- lagshyggja. Félagshyggjumenn vilja líka horfast í augu við það, að velferð einstaklings tengist því hver staða hans er gagnvart öðr- um einstaklingum. Er hann jafn þeim eða settur undir þá? Og er maðurinn frjáls þegar hann eða hún þarf að beygja sig fyrir öðrum, á heimili eða í starfi? Í félagshyggju felst sú hugmynd að raun- verulegt frelsi ein- staklings sé fólgið í jafnrétti hans við aðra einstaklinga. Að vel- ferð einstaklinga sé mest þar sem þeir eru jafnir, nóg til handa öllum og allir eigi tækifæri til að gera sitt besta. En það kostar átak að koma á jöfnuði og velferð allra. Sjónarmið En félagshyggjan nær ekki til eins samfélags heldur þeirra allra. Mannkynið og jörðin öll á sér sameiginleg örlög og þarf að taka á sameiginlegum vandamálum. „Alþjóðavæðingin“ sem nú á sér stað er hins vegar fyrst og fremst á einu sviði, sviði fjármagnsins. Vinnuaflið, einstaklingarnir, hefur enga möguleika á að fylgja því eft- ir. Yfirvöld gera þvert á móti sitt til að halda „óæskilegu fólki“ úti. Schengensamkomulagið er hluti af slíkri viðleitni, eins og við höf- um orðið vitni að. Ríkasti hluti heimsins, Vestur- lönd, hefur gert með sér her- og viðskiptabandalög af ýmsu tagi. NATO, WTO, IMF eru einungis hluti af þeirri flóru allri saman. Nú telja Vesturlönd sig fær um að kúga aðra heimshluta til hlýðni með her- og peningavaldi. En mun það bæta heiminn að hinir sterku þvingi aðra til að lúta vilja sínum í öllum málum, jafnvel þótt hinir sterku kunni stundum að hafa eitt- hvað til síns máls? Myndum við vilja að okkar samfélag væri þann- ig? Og ef við viljum það ekki, hvers vegna á „alþjóðasamfélagið“ að lúta öðrum reglum en önnur samfélög? Einstaklingur þarf að horfast í augu við það, að hann býr í sam- býli við aðra menn. Milli þeirra þarf að ríkja jafnrétti, eigi hvor- ugur að þurfa að lúta öðrum. Hið sama gildir um samfélög einstak- linga. Þau eru mörg og ólík. Þeir sem trúa á jöfnuð milli manna hljóta að viðurkenna að öll sam- félög í heiminum eiga að vera jöfn, viðurkenna reglur um samskipti þjóða og ekki lúta neinu stigveldi. Þessum jöfnuði er raskað, þegar hinar ríku þjóðir fara að setja hin- um fátæku úrslitakosti. Félagshyggjan En jöfnuður og félagshyggja eru gildi sem eiga víðar við en í sam- félagi manna. Menn verða að horf- ast í augu við það að þeir eru ekki einir í heiminum. Það sem gerist í umhverfi okkar hefur áhrif á vel- ferð okkar. Það verður enginn hagvöxtur í mannlegu samfélagi af því einu að peningar séu teknir af einum og færðir öðrum. Hvers konar hagvöxtur er það, sem feng- inn er með því að ganga á nátt- úruauðlindir þannig að ekki verður aftur snúið? Á hvað á að ganga þegar auðlindunum hefur verið fórnað? Það gengur ekki til lengdar að bæta hag mannfólksins með því að ganga á umhverfi okkar. Þessi sannindi blasa nú við okkur, en hvernig á að bregðast við? Um- hverfisvernd snýst ekki aðeins um náttúruperlur á fjöllum heldur um okkar nánasta umhverfi. Til þess að hætta rányrkjunni verður að breyta hugarfarinu, ekki að hugsa aðeins um atvinnuástandið eftir fimm ár eða hagvöxt næstu tíu ár. Hugsum heldur um það hvort muni skila börnum okkar betra lífi í framtíðinni, vistvænn búskapur eða rányrkja? Félagshyggja og jafnaðarstefna eiga ekki síður við í alþjóðasam- félaginu heldur en í okkar eigin samfélagi. Og þau eiga einnig við í sambýli okkar við náttúruna. Félagshyggju er þörf Sverrir Jakobsson Stjórnmál Félagshyggja og jafn- aðarstefna eiga ekki síð- ur við í alþjóðasamfélag- inu, segir Sverrir Jakobsson, heldur en í okkar eigin samfélagi. Höfundur er félagi í Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.