Morgunblaðið - 17.09.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.09.2002, Qupperneq 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Charlotta MaríaHjaltadóttir fædd- ist í Reykjavík 24. ágúst 1932. Hún lést á heimili sínu á Seltjarn- arnesi miðvikudaginn 11. september. For- eldrar hennar voru hjónin Hjalti Jónsson verksmiðjustjóri, f. í Reykjavík 30. ágúst 1903, d. 18. mars 1971, og Jóhanna G. Bald- vinsdóttir húsmóðir, f. í Stykkishólmi 19. nóvember 1911. Bræður Charlottu Maríu eru: Haf- steinn, f. 1935, Haukur, f. 1940, og Jón, f. 1941. Foreldrar Hjalta voru Þórunn Einarsdóttir frá Skólabæn- um í Reykjavík og Jón Guðmunds- son sjómaður frá Ánanaustum. For- Ferðaskrifstofu ríkisins. Hún var starfsmaður utanríkisráðuneytis- ins í þrjátíu ár og var meðal annars sendiráðsfulltrúi í Kaupmanna- höfn, New York, París og Bonn en síðustu árin starfaði hún í Reykja- vík. Hinn 30. júní 1996 var hún skip- uð deildarstjóri. Eftir að Charlotta María hætti störfum hjá ráðuneyt- inu réðst hún sem einkaritari bisk- ups kaþólskra á Íslandi Herra Gisj- en. Charlotta María var mikil tungu- málakona og gerði sér far um að ná góðum tökum á málum þeirra þjóða þar sem hún starfaði. Hún fékkst nokkuð við þýðingar og þýddi með- al annars á íslensku þýskan bóka- flokk um matreiðslu en hún var annáluð hannyrða- og matreiðslu- kona. Charlotta María var sannur náttúruunnandi og var mörg sumur á yngri árum ráðskona jarðfræð- inga í rannsóknarleiðöngrum á há- lendi Íslands. Sálumessa Charlottu Maríu verð- ur í Landakotskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eldrar Jóhönnu voru Lilja Guðmundsdóttir frá Stykkishólmi og Baldvin Gústafsson sjó- maður frá Ártúnum í Rangárþingi. Charlotta María ólst upp í for- eldrahúsum í Vestur- bænum í Reykjavík, Bræðraborgarstíg 23a og gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla. Hún lauk B.A. námi í stjórn- málafræði og enskum bókmenntum frá Ford- ham háskólanum í New York 1985. Eiginmaður Charlottu Maríu var Björn Arnfinnsson, þau slitu samvistum. Charlotta María var í mörg ár starfsmaður Olíufélagsins og um árabil fulltrúi og leiðsögumaður hjá Mágkona mín, Charlotta María Hjaltadóttir, lést á heimili sínu hinn 11. september sl. Mín fyrstu kynni af Charlottu voru á Bræðraborgarstíg 23a, hjá Jóhönnu og Hjalta, er ég var gestkomandi á heimili þeirra. Á þessum tíma vann Charlotta hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og varð ein af þeim sem þá lögðu grunninn að hin- um mjög svo umsvifamikla ferðaþjón- ustuiðnaði. Þessi atvinna hentaði Charlottu mjög vel vegna þess að hún var ein- stakur náttúruunnandi sem þekkti landið sitt mjög vel og ekki síður vegna einstakrar tungumálakunn- áttu. Charlotta réðst árið 1972 til utan- ríkisráðuneytisins og var eftir það við störf bæði heima og erlendis, þar sem hún dvaldi um árabil. Meðan Charlotta dvaldi í New York heimsótti ég hana ásamt dóttur minni og nutum við hennar rómuðu gestrisni í nokkra daga. Meðan á dvölinni stóð bauð hún okkur í hádeg- ismat á frábærum veitingastað sem heitir Tavern on the Green og er í norðurhluta Central Park. Veitingahúsið stendur í fögru um- hverfi og er við höfðum dvalið þar um stund gekk í salinn stórstjarna óperu- söngsins, hr. Luciano Pavarotti, og settist við borð nálægt okkur. Ekki er að leyna að báðar fengum við smáskjálfta í hnén en ákváðum þó að nú væri rétta tækifærið að fá eig- inhandaráritun listamannsins. Hvorug okkar treysti sér til þess að standa upp og var því Charlotta dóttir mín og nafna hennar send af stað til þess að óska eiginhandaráritunar. Hún fékk þessa áritun: „Love al- ways“, L. Pavarotti. Við fengum hans blíðasta bros og vorum við sammála um að þetta hefði sett punktinn yfir annars ágætan dag. Svona óvæntum ævintýrum gat maður oft átt von á með Charlottu. Á meðan hún dvaldi við störf í New York vann hún það þrekvirki að ljúka BA-prófi í stjórnmálafræðum og enskum bókmenntum við Fordham University meðfram vinnu sinni, gestakomum og matarboðum og að kynna borgina gestum sínum. Charlotta var stórbrotinn persónu- leiki og var mjög margt til lista lagt. Einn af mörgum hæfileikum henn- ar var meistarafærni í matargerð sem ásamt frábærri tungumálakunnáttu gerði henni kleift að þýða á íslensku matreiðslubækur með eftirtektar- verðum árangri. Heimsborgarann Charlottu Maríu Hjaltadóttur kveð ég með virðingu og þökk og votta öllum sem syrgja inni- lega samúð. Drottinn veiti henni náð og láti hið eilífa ljós lýsa henni. Þórdís. Í dag er kvödd hinstu kveðju föð- ursystir mín Charlotta María. Á slíkri kveðjustund er manni gjarnt að láta hugann reika til baka og rifja upp minningar frá liðnum samverustund- um. Þær fyrstu þegar við systkinin heimsóttum Charlottu Maríu, eða Sissý eins og hún var kölluð af fjöl- skyldu og vinum, og Björn eiginmann hennar í Hlégerði í Kópavogi. Þetta voru góðar stundir með þeim hjónum og var oft glatt á hjalla. Sissý sem var mikil hannyrðakona skipulagði fönd- ur, leiki og fleira fyrir okkur frænd- systkinin og toppurinn var ef við fengum að gista. Margar voru ferð- irnar um Ísland sem við fórum með Sissý og voru þetta oft og tíðum gönguferðir en hún var mikill göngu- garpur og útivistarkona. Við vorum ekki gömul systkinin þegar Sissý fór með okkur í fjallgöngu á Esju og var það mikið ævintýri. Sérstaklega er mér minnisstæð ferð sem hún bauð móður sinni og mér, litlu frænku sinni, á þjóðhátíð á Þingvöllum 1974. Þar nutum við okkar þrjár kynslóðir saman í veðurblíðunni og áttum ynd- islegan dag. Þegar Charlotta fór að starfa hjá Ferðaskrifstofu Íslands skipulagði hún og fór í margar ferðir með útlend- inga um Ísland. Meðal annars tók hún að sér að skipuleggja ferð fyrir fátæk börn á vegum Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna hingað til lands. Okkur frændsystkinunum var einnig boðið með og þar kom bersýnilega í ljós hvað henni fórst vel úr hendi að skipu- leggja skemmtilegar uppákomur, all- ir krakkarnir ljómuðu af gleði og við frændsystkinin vorum að springa af monti að eiga svona skemmtilega frænku. Það voru líka mörg jólaboðin á ,,Bræðró“ þar sem Sissý stjórnaði leikjum og alltaf var góðgæti í poka handa krökkunum. Sissý kallaði sig oft í gamni ,,Citiz- en of the world“ og hún var líka sann- kallaður heimsborgari. Eftir að hún hóf störf hjá Utanríkisþjónustunni gat hún látið drauma sína um að búa erlendis og ferðast rætast. Ennfrem- ur lauk hún BA-prófi í stjórnmála- fræði og enskum bókmenntum frá Fordham-háskólanum í New York. Heimili hennar stóð ætíð opið ætt- ingjum og vinum og þeir alltaf vel- komnir í heimsókn. Ég var svo heppin að eyða stund- um með Sissý þegar hún bjó í París og ég dvaldi þar um tíma. Við fórum margar skemmtilegar ferðir um borgina og lentum í ýmsu. Við borð- uðum á mismunandi stöðum og fórum oft í hlutverk matargagnrýnenda og reyndum að greina hráefni og bragð hinna ýmsu rétta og þar stóðu Sissý fáir á sporði enda hafði hún einstakan áhuga á matargerð og töfraði fram yndislega og oft framandi rétti. Enn- fremur minnist ég ljúfra stunda þar sem við sátum við stóra gluggann í stofunni hjá henni á Rue Bonaparte, virtum fyrir okkur mannlífið og með- tókum franska menningu, hlustuðum á klassíska tónlist og sötruðum franskt rauðvín. Það var alltaf gaman að hitta Sissý og ekki síst að fá hana í heimsókn. Það fylgdi henni alltaf ferskur blær. Hún var vel að sér í mörgu, lét sér fátt óviðkomandi og sagði óhikað mein- ingu sína. Sissý var líka á stundum að stinga að manni góðum ráðum um ýmislegt, allt frá matargerð upp í kaup á tölvuforritum. Síðustu árin átti Sissý við nokkra vanheilsu að stríða en bar sig ávallt vel og hélt fullu starfsþreki til hins síðasta. Við systkinin, Jóhann, Margrét Sif, Hafsteinn Freyr, og fjölskyldur okk- ar kveðjum frænku okkar með sökn- uði og þakklæti fyrir góð kynni og vottum ættingjum hennar og vinum samúð. Blessuð sé minning hennar. Margrét Sif Hafsteinsdóttir. Ellefti september rann upp – dag- urinn sem við öll vissum að myndi minna okkur á hina hryllilegu atburði sem gerst höfðu í Bandaríkjunum fyr- ir réttu ári. Við bjuggum okkur undir að upplifa sorgina, reiðina og skelf- inguna á nýjan leik með því að fylgj- ast með fréttaflutningi sjónvarps- stöðvanna frá minningarathöfnum í Washington, New York og Pennsylv- ania. Um miðjan þennan morgun fékk ég svo þær fréttir að vinkona mín til hartnær 30 ára, hún Charlotta, væri látin og um leið tók sorgin á sig raun- verulega og persónulegri mynd. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan ég heimsótti hana í húsið henn- ar, Steinnes við Melabrautina á Sel- tjarnarnesi. Hún var glöð og ánægð og ég hafði á orði hvað hún liti vel út. Við sátum saman góða stund og spjölluðum um heima og geima eins og við vorum vanar. Hún hafði átt sjö- tugsafmæli tveimur dögum fyrr, hafði nýverið látið af störfum í utanríkis- ráðuneytinu sem sendiráðsfulltrúi eftir nærri 30 ára starfsferil. Hún leit framtíðina björtum augum, hafði m.a.s. hafið nýtt starf, sem skrifstofu- stjóri hjá kaþólska biskupnum á Landakoti, starf sem hún hafði mikla ánægju af og vonaðist til að starfa við í nokkur góð ár. Auk þess hafði hún á prjónunum ýmis spennandi þýðingar- verkefni. Það var full ástæða til að samgleðjast henni með þessi tímamót í lífi hennar. Hún sagði mér líka að hún væri að ráðgera ferð til Kaup- mannahafnar að ári, í heimsókn til fósturdóttur sinnar, Lís Sveinbjörns- dóttur sem þar býr, þar myndu þær halda upp á afmæli Lís og henni reiknaðist til að það myndi bera upp á sama tíma og opnun íslenska sendi- ráðsins í Kaupmannahöfn í nýju hús- næði við Norðurbryggju er ráðgerð. En í íslenska sendiráðinu í Kaup- mannahöfn hafði Charlotta starfað í nokkur ár fyrir margt löngu og þaðan átti hún góðar minningar. Hún flutti til New York frá Kaup- mannahöfn árið 1980 og starfaði þar í um fimm ár. Á þessum tíma tók hún sig til og innritaðist í Fordham Uni- versity og lauk þaðan BA-prófi í stjórnmálafræði og enskum bók- menntum í kvöldskóla með fullu starfi við fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Það þarf ekki lítinn dugn- að til slíks, en hún fór létt með það eins og allt sem hún einsetti sér. Eftir fimm ára dvöl í New York, árið 1985, kom hún heim til starfa í utanríkis- ráðuneytinu þar til hún fór utan til að starfa við sendiráðið í París árið 1989. Þaðan lá leiðin til sendiráðsins í Bonn uns hún kom alkomin heim árið 1995. Eftir það vann hún í utanríkisráðu- neytinu til starfsloka, nú um síðustu mánaðamót. Charlottu var margt til lista lagt, hún var bráðvel gefin, vel lesin, minn- isgóð með afbrigðum og kunni betur en flestir að koma fyrir sig orði. Gat verið meinhæðin í meira lagi, sérstak- lega þegar í hlut áttu þeir sem áttu ekki upp á pallborðið hjá henni í það og það skiptið. Hún var ágætis tungu- málamanneskja, vann reyndar við þýðingar í frístundum sínum síðustu árin. Listakokkur var hún og saumaði bæði og prjónaði fallegar flíkur á sig og aðra. Allt lék í höndum hennar. Hún bjó yfir mikilli reisn og eftir henni var tekið hvar sem hún kom. Um leið og hún tók til máls barst röddin hennar um allt og fólk lagði við hlustir. Hláturinn hennar var engu líkur – dimmur og klingjandi í senn. Hún var manneskja sem einkenndist af sterkum persónuleika og það sóp- aði að henni. Hún hefði náð langt sem leikkona hefði hún lagt leiklist fyrir sig. Hún fór reyndar með hlutverk í kvikmyndinni „101 Reykjavík“ og nokkrum sjónvarpsauglýsingum nú á síðustu árum. Hún var vinsæll veislu- gestur og kunni vel að samfagna. Í minni fjölskyldu var hún sjálfsagður gestur þegar haldið var upp á tíma- mót, eins og stúdentspróf Árna sonar míns, sem hún hafði þekkt frá því hann var smábarn. Á gamlárskvöld var það fastur siður að hún kom til okkar í Espigerðið og hélt upp á ára- mótin með okkur, börnum okkar og barnabörnum, þar sem hún var eins og ein af fjölskyldunni. Hún átti fjöldann allan af góðum vinum sem vildu allt fyrir hana gera og studdu hana með ráðum og dáð. En Charlotta átti sér líka óvæginn óvin sem lék vin- konu mína grátt og enginn mannlegur máttur gat þar rönd við reist. Nú er hún farin þessi stórbrotna kona og það er með mikilli eftirsjá sem ég kveð hana. Ég á sannarlega eftir að sakna hennar og okkar skemmtilegu, næstum daglegu samtala. Við Tómas þökkum henni öll góðu, gömlu árin sem við áttum saman, bæði í New York og hér heima og sendum aldraðri móður hennar, bræðrum, bræðra- börnum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hjördís Gunnarsdóttir. Í nokkur ár áttum við Charlotta María Hjaltadóttir, sendiráðsfulltrúi, samleið í utanríkisþjónustunni. Hún kom til starfa á nýstofnaðri auðlinda- og umhverfisskrifstofu í utanríkis- ráðuneytinu árið 1998. Þá átti Charl- otta að baki langan feril í utanríkis- þjónustunni og hafði auk starfa í ráðuneytinu verið í sendiráðum og hjá fastanefndum Íslands austan hafs og vestan. Við áttum einstaklega gott og ánægjulegt samstarf á auðlindaskrif- stofunni þau ár sem undirritaður var þar í forsvari. Charlotta er í dag kvödd hinstu kveðju, en andlát hennar kom okkur samstarfsmönnum og vinum hennar í opna skjöldu, eins og ævinlega þegar lífsþráðurinn rofnar skyndilega og fyrirvaralaust. Það er ekki langt síðan við áttum tal saman. Þá lék hún á als oddi. Sá loks til lands og bata eftir axlarmeiðsl og handleggsbrot fyrir meira en tveimur árum. Starfslok í ráðuneytinu voru af- ráðin, en nýtt starf var á næsta leiti, því hún hafði verið beðin að takast á hendur ábyrgðarstarf fyrir kaþólska söfnuðinn á Íslandi. Það leyndi sér ekki að hún hlakkaði til að takast á við ný og krefjandi verkefni. Charlotta María Hjaltadóttir var heimsborgari,- „kosmópólítan“, ef nokkur var það. Ekki veit ég með vissu hve mörg tungumál hún talaði sem innfædd, en þau voru ófá. Á það minntust erlendir viðmælendur mín- um stundum eftir hringingar og símtöl við hana. Er hún frönsk? Er hún dönsk? var stundum spurt. Nei, hún var íslensk – rammíslensk. Unni ís- lensku máli og var einstaklega mál- hög, snjall og snöggur þýðandi með ríka máltilfinningu. Víðlesin í heims- bókmenntunum og mikill myndlistar- unnandi. Ekki var heldur komið að tómum kofanum þegar rætt var um tónlist. Það lýsir henni einkar vel að hún var áskrifandi að vönduðu bresku tónlistartímariti og að því lesnu fór það ekki í ruslakörfuna eða upp í hillu. Nei, það var sent tónlistarskóla á landsbyggðinni, sem ekki hafði mikil fjárráð og var þar örugglega vel þegið. Það var gaman að rökræða við Charl- ottu. Hún var ákveðin í skoðunum og hafði ríka kímnigáfu. Það sópaði að henni. Við Eygló vottum aðstandendum hennar samúð. Charlotta María Hjaltadóttir var eftirminnileg og ein- stök kona. Minningin um hana mun lengi lifa í hugum samferðamanna. Eiður Guðnason. „Ragnheiður mín.“ – Þessi orð Charlottu hljóma enn fyrir eyrum mér. Fyrir um fjórum árum lágu leiðir okkar fyrst saman er ég hóf störf í ut- anríkisráðuneytinu. Það var reisn yfir Charlottu og ég áttaði mig strax á því að þar var stórlynd kona á ferð sem ekki væri allra. Betra væri að halda sig til hlés því tíma tæki að ávinna sér traust hennar. Það reyndist rétt. Er það hafði hins vegar tekist átti hún í manni hvert bein og fyrr en varði var CHARLOTTA MARÍA HJALTADÓTTIR Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.