Morgunblaðið - 17.09.2002, Side 47

Morgunblaðið - 17.09.2002, Side 47
ÍSLENSKUR grafískur hönnuður, Daði Einarsson, hlaut á sunnudags- kvöldið Emmy-verðlaunin sem yf- irkvikari og einnig fyrir framúrskar- andi og sérstakar sjónbrellur í stuttum sjónvarpsþáttaröðum. Átta aðrir menn voru auk Daða tilnefndir til verðlaunanna fyrir sjónvarps- myndaröðina Dinotopiu. Þættirnir eru gerðir eftir sam- nefndum bókum James Gurney og var verkefni Daða í þáttunum þrí- víddarkvikun, en það er nýyrði yfir enska hugtakið „3D animation“. Hans hlutverk var bæði að stýra hópi kvikara og taka þátt í gerð kostn- aðaráætlunar. Þegar Morgunblaðið setti sig í samband við Daða var hann til- tölulega nývaknaður, en hann dvaldi á hóteli í Los Angeles á meðan verð- launahátíðin stóð yfir. En lundin var engu að síður létt eins og gefur að skilja. „Þetta var alveg rosalegt stuð,“ segir hann um hátíðina. Þannig er mál með vexti að um tvær verðlauna- afhendingar er að ræða; önnur þeirra lýtur að listrænni og sköp- unarlegri hlið sjónvarpsefnis, ein- hvers konar „á bak við tjöldin“ verð- laun en það var sú hátíð sem Daði var viðstaddur. Seinni hátíðin, sem snýr að framhlið þáttanna; leikurum, leikkonum o.s.frv. fer fram á næstu helgi. „Ég átti ekki von á því að þetta yrði þó svona glysgjarnt,“ segir Daði. „Við komum þarna á eðalvagni; það var rauður dregill, tugir ljós- myndara og slatti af kunnuglegum andlitum.“ Daði segir að athöfnin hafi verið löng, um 4 tímar og hans hópur hafi verið tiltölulega seint á dagskránni. „Tilfinningin var mjög furðuleg er við vorum lesnir upp. Þetta var nefnilega afar spennandi þar sem fjórir aðrir hópar voru að keppa við okkur. En maður stóð þarna upp, faðmaði kærustuna og myndavél- arnar fóru á fullt. Það var skrýtið að standa upp á sviði og horfa framan í Tom Hanks, sem sat á fremsta bekk en hann var helsti keppinautur okkar (sem framleiðandi Band of Brothers).“ Daði hlær við er hann er spurður hvort hann hafi nokkuð flutt þakk- arræðu. „Þetta er níu manna hópur og það er annar í forsvari,“ útskýrir hann. Daði er óviss um hvaða þýðingu þetta muni hafa. „Þau eru aðallega óbein. Þetta kemur sér auðvitað vel ef maður fer að sækja um vinnu ein- hvers staðar annars staðar – gott að hafa þetta á ferilskránni. Þá er þetta góð auglýsing fyrir fyrirtækið (Framestore-CFC) og svo er bara gaman að eiga styttuna!“ Daði og félagar hafa nú lokið vinnu við næstu Harry Potter-mynd og hann segir óráðið hvað sé fram- undan. Það komi bara í ljós hvaða til- boð liggja á borðinu þegar þeir verði komnir aftur til London. Dinotopia segir frá tveimur strákum, sem lenda á týndri eyju þar sem menn og risaeðlur búa saman. Framleiðslukostnaður myndarinnar er hundrað milljónir Bandaríkjadala. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir Daði Einarsson, nýbakaður Emmy-verðlaunahafi. Atriði úr Dinotopiu. „Gaman að eiga styttuna!“ TENGLAR ..................................................... Farið á eftirfarandi slóð til að sjá nafn Daða: http://www.em- mys.com/primetime/2002/cats/ sve.html Íslendingur hlýtur Emmy-verðlaun MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 47 Sýnd kl. 6. með ísl. tali. Yfir 20.000 MANNS  HL Mbl www.regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 11. B.i. 14. Tvær vikur á toppnum í USA! Sannsöguleg stórmynd framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni. Ingvar Sigurðsson fer á kostum í magnaðri mynd sem þú mátt ekki missa af!  Kvikmyndir .com  DV Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 12 ára. Pau I El Seu Germá / Pau og Bróðir Hans. Sýnd kl. 6. Mones Como La Becky / Apar Eins og Becky. Sýnd kl. 6. Hable Con Ella / Ræddu Málin. Sýnd kl. 8. Los Amantes Del Circulo Polar / Elskhugar við heimskautsbaug Sýnd kl. 8. La Communidad / Húsfélagið. Sýnd kl. 10. En Construcción / Byggt upp á nýtt. Sýnd kl. 10. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.  Radíó X 1/2Kvikmyndir.is Tvær vikur á toppnum í USA! Ný Tegund Töffara Ben affleck Morgan Freeman 27.000 kjarnorkusprengjur Einnar er saknað  SK Radíó X  ÓHT Rás2 „Enginn ætti að missa af þessari,“ Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.10. Yfir 20.000 MANNS  HL Mbl Sýnd kl. 6. með íslensku tali. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 og B.i. 14. Skráning er í síma 565-9500 Undirstaða árangursríkrar símenntunar er góður lestrarhraði. Byrjaðu á grunninum og gerðu eftirleikinn auðveldan. Höldum hraðlestrarnámskeið í fyrirtækjum og stofnunum símenntun Næsta almenna námskeið hefst 24. september. www.h.is HRAÐLESTRARSKÓLINN BARBERSHOP, lítil og látlaus gam- anmynd með rapparanum Ice Cube í aðalhlutverki, stormaði á topp bandaríska bíótekjulistans um helgina. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um lífið á lítilli rak- arastofu í eigu Ice Cube. Reksturinn stendur höllum fæti og á endanum missir karlinn stofuna í hendur ok- urlánara. En þá fyrst kemst hann að því hversu mikils virði hann og litla stofan eru hverfinu. Myndin hefur fengið ágæta dóma gagnrýnenda, sérstaklega af gamanmynd að vera, en langflestir bíógestanna sem sóttu hana, eða 70%, voru svartir og undir 35 ára aldri að sögn talsmanns framleiðenda og kemur það lítið á óvart því Ísmolinn hefur lengi verið sjóðheitur meðal þeirra, sem og aðr- ir aðalleikarar myndarinnar, Cedric The Entertainer og rappdrottn- ingin Eve. Nú þegar er farið að und- irbúa framhaldsmynd, ekki nema von því hún er nú þegar farin að skila ríflegum hagnaði enda fram- leiðslukostnaður tiltölulega lágur. Óvæntasti smellur ársins, My Big Fat Greek Wedding, hlaut töluvert minni aðsókn en náði samt að halda öðru sætinu og er á góðri leið með að verða tekjuhæsta kvikmynd sög- unnar í Bandaríkjunum sem fram- leidd er af öðrum en stóru kvik- myndarisunum í Hollywood en þess má geta að hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru meðal aðalframleið- enda myndarinnar. One Hour Photo er sálfræðitryllir með Robin Williams í hlutverki geð- sjúks starfsmanns í framköll- unarbúð sem fer að ofsækja fjöl- skyldu nokkra sem hann framkallar fyrir. Hin nýja myndin, sem náði inn á listann yfir tíu tekjuhæstu myndir helgarinnar, var gamanmyndin Stealing Harvard með Jason Lee og Tom Green og hafa gagnrýnendur að sjálfsögðu rifið hana niður eins og annað sem Green hefur komið nálægt. Næsta föstudag verður frumsýnd nýjasta stórmynd hins indverska Shekhar Kapurs sem gerði Eliza- beth. Myndin heitir The Four Feath- ers og skartar ungstirnunum Heath Ledger, Kate Hudson og Wes Bentley í aðalhlutverkum.                                                                         !"    #    $$$  %&'( ") *   !         &+,- ++,- .,. /,0 /,+ 1,0 2,3 0,0 &,2 +,3 &+,- ++-,. 4,+ +2,& /,0 +4,. &+&,4 +/,/ +01,2 ..,+ Ice Cube á rakarastofunni með kúnna í stólnum. Sjóðandi ísmoli Barbershop á toppi bandaríska bíólistans skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.