Morgunblaðið - 17.09.2002, Side 48

Morgunblaðið - 17.09.2002, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 ára.  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 6. Ísl tal.  SK Radíó X Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. B.i. 12. 1/2 HI.Mbl  HK DV  Kvikmyndir.com SK.RadioX. i Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. -Kvikmynd eftir- Baltasar Kormák Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV  Rás 2 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. B. i. 12.  MBL 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5 og 7. Vit 426 Hetja framtíðarinnar er mætt í frábærri grínmynd!ÞriðjudagsTilboð kr. 400 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 432 Sýnd kl. 9. Vit 427 Mathew Perry (Friends) og Elizabeth Hurley fara á kostum í þessari sprenghlægilegu gamanmynd sem kemur verulega á óvart. Það eina sem getur leitt þau saman er HEFND Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429 Líf þitt mun aldrei verða eins!  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 435 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is „Litla bláa geimveran Stitcher skemmtilegasta persónan sem komið hefur úr smiðju Disney.“ „Frábær skemmtun fyrir börn og fullorðna.“ „Stitcher ekkert venjulegt Disneykrútt!“ ÞÞ Fréttablaðið ÞriðjudagsTilboð kr. 400  MBL PAUL McCARTNEY ætlar að gefa út Bítlalag sem hef- ur nú rykfallið í geymslu í 35 ár. Um er að ræða lagið „Carnival of Light“, 14 mínútna hljóðverk sem var fyrsta meiriháttar tilraun Bítlanna við þess lags list, en helst er hægt að líkja því við hið óræða „Revolution 9“ eftir John Lennon sem er að finna á Hvítu plötunni. Verkið var samið af McCartney er Bítlarnir voru að taka upp tímamótaverk sitt Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band árið 1967. Lagið er eðlilega innblásið af sýru- legnu andrúmslofti þeirra daga og hefur McCartney oft- ar en ekki vísað í þetta verk sem sönnun þess að fleiri Bítlar en Lennon hafi verið „flippaðir“. McCartney hyggst nota verkið sem bakgrunnstónlist fyrir „ljósmynda-kvikmynd“ sem hann er að vinna og notast hann þar við ljósmyndir eftir Lindu heitna McCartney. Um er að ræða um 4.000 mynda safn sem Linda tók af Bítlunum á árunum 1967–1970. Flestar þeirra hafa aldrei komið fyrir sjónir fólks áður. „Carnival of Light“ er að mestu ósungið, en heyra má í kirkjuorgeli, manni að skola munninn með vatni og einn- ig heyrist í Lennon þar sem hann öskrar „Barcelona“. Lagið á að hafa verið spilað einu sinni á framsækinni listahátíð sem haldin var í Lundúnum í janúar 1967. McCartney hugðist setja lagið á einn Anthology-safn- diskanna en George Harrison vildi það ekki, sagði það of „súrt“. „Ljósahátíðin“ lít- ur loks dagsins ljós Óútgefið Bítlalag / Óútgefnar Bítlamyndir Paul McCartney er súrari en margur heldur. Myndin er tekin árið 1967, eða þar um bil. SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR um geð- lækninn Frasier komust á spjöld bandarískrar sjónvarpssögu um helgina þegar þeir fengu þrenn Emmy-verðlaun á sérstakri auka- verðlaunaathöfn, kenndri við þessi nafntoguðu sjónvarpsþáttaverð- laun, sem helguð var þeim er starfa bak við tjöldin. Hafa Fraiser-þættirnir nú sam- tals fengið 30 Emmy-verðlaun frá því þeir hófu göngu sína árið 1994 og hafa engir sjónvarpsþættir feng- ið jafn mörg verðlaun. Gamla metið átti The Mary Tyler Moore Show, sem fékk 29 Emmy-verðlaun á ár- unum 1970-1977. Fraiser-þættirnir geta enn bætt við sig blómum á þessu ári því bæði Kelsey Grammer og David Hyde Pierce, sem leika aðalhlutverkin í þáttunum, eru tilefndir til leik- araverðlauna sem verða veitt á að- alhátíð Emmy-verðlaunanna síðar í þessum mánuði. Sjónvarpsþættirnir Útfar- arstofan, eða Six Feet Under, hlutu fimm verðlaun á hátíðinni í gær en þættirnir voru tilnefndir til 23 Emmy-verðlauna í júlí. The Osbournes fengu í gær verðlaun sem besti „raunveruleika- skemmtiþátturinn“. Frasier á spjöld sögunnar Reuters Frasier er orðinn sá farsælasti í sögu Emmy-verðlaunanna. MARIE Fredriksson, söngvari sænsku hljómsveitarinnar Roxette, er með heilaæxli. Eru læknar að ráða ráðum sínum hvernig best sé að meðhöndla æxlið. Fredriksson var flutt á sjúkrahús í síðustu viku eftir að það leið yfir hana á heimili hennar í Stokkhólmi og hún rak höfuðið í vask. Við rannsókn á Karolinska-sjúkrahús- inu fannst lítið æxli í hnakkanum. Umboðsmaður Fredriksen segir að ekki liggi fyrir hvað veikindi söng- konunnar séu alvarleg. Fredriksson og Per Gessle, sem mynda Roxette, nutu mikilla vin- sælda fyrir nokkrum árum fyrir lög á borð við „Joyride“ og „The Look“. Þau höfðu áformað að gefa út nýja smáskífu 14. október og halda í hljómleikaferð um Evrópu í kjölfarið. Söngkona Roxette með heilaæxli SKOSKA myndin The Magdalene Sisters eftir leikstjórann og leik- arann Peter Mullan hlaut helstu verðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í Kanada sem lauk á sunnudaginn. Yfir 300 kvikmyndir, þar af tvær íslenskar, kepptu um þessi verðlaun. Mullan hlaut svokölluð Discov- ery-verðlaun fyrir mynd sína en þau eru ætluð leikstjórum sem hafa fram að færa sína fyrstu eða aðra mynd. Efni myndarinnar er umdeilt en hún segir frá hrotta- fenginni misnotkun sem á að hafa átt sér stað á sjöunda áratugnum á þremur ungum stúlkum á írskri stofnun sem rekin var af kaþólsku kirkjunni. Myndin hlaut á dögun- um Gullna ljónið á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum en hún hefur verið harðlega gagnrýnd af Páfa- garði og kaþólsk kirkjuyfirvöld annars staðar í heiminum, þ.m.t. í Bandaríkjunum hafa fordæmt hana fyrir að sverta orðspor kirkj- unnar. Nýsjálenska kvikmyndin Whale Rider, sem fjallar um stúlku af kynþætti maóra, fékk áhorfenda- verðlaunin. Myndir sem hlotið Sigur umdeildra mynda frá Skotlandi og Nýja-Sjálandi Reuters David Cronenberg bjóst ekki við að hann myndi falla í kramið hjá löndum sínum frekar en fyrri daginn – en annað kom á daginn. hafa þessi verðlaun, þar á meðal Amélie, Crouching Tiger, Hidden Dragon og American Beauty, hafa í kjölfarið fengið góða aðsókn í Norður-Ameríku og sumar unnið til til Óskarsverðlauna. Whale Rider fékk góðar viðtök- ur áhorfenda á sýningum í Tor- onto. Mynd Davids Cronenbergs, Spider, var valin besta kanadíska mynd hátíðarinnar og kom mörg- um á óvart því opnunarmyndin Ararat eftir Atom Egoyan hafði verið talin sigurstranglegust. Heimamaðurinn Cronenberg, sem á að baki myndir á borði við Crash, Dead Ringers og Video- drome, var enda hlessa yfir sigr- inum, en hann hefur aldrei unnið til verðlauna á hátíðinni áður. Hann sagðist vonast til þess að það hefði í för með sér að fleiri sæju myndina: „Það þarf eitthvað svona til þegar ögrandi myndir og öðruvísi eru annars vegar. Spider, sem ekki er Spiderman þarf á allri hjálp að halda.“ Íslensku kvikmyndirnar Hafið og Fálkar voru frumsýndar á há- tíðinni. Kvikmyndahátíðinni í Toronto lokið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.