Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isEvrópumeistararnir hófu titilvörn- ina með glæsibrag/B2 Pétur Guðmundsson hættur að þjálfa lið Þórsara/B1 4 SÍÐUR Sérblöð í dag SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær nýtt frumvarp til barnalaga. Í því er að finna mörg nýmæli, s.s. ákvæði um að móðir verði skylduð til að feðra barn sitt. Í gildandi lögum er ekki að finna ákvæði sem leggur slíka afdráttarlausa skyldu á móður. Í frumvarpinu er þó ekki gert ráð fyrir að heimild verði veitt til þess að móðir sem lætur hjá líða að feðra barn sitt verði beitt viðurlögum. „Í frumvarpinu eru m.a. ákvæði um móðerni og faðerni barna, forsjá og deilur um forsjá, foreldraskyldur, umgengnisrétt, framfærslu barna, meðlagsgreiðslur og fleira og með- ferð ágreiningsmála á þessu sviði,“ segir Sólveig Pétursdóttir. Hún seg- ir að frumvarpið sé ávöxtur endur- skoðunar þessara mála, sem hófst árið 1999, en það er samið af sifja- laganefnd. „Við samningu frum- varpsins var leitað umsagnar fjöl- margra aðila sem lýstu flestir yfir mikilli ánægju með frumvarpsdrög- in,“ útskýrir ráðherra. Hún segir að ýmsar ábendingar og athugasemdir hafi komið fram, sem tekið hafi verið tillit til við samningu frumvarpsins. „Frumvarpið felur í sér mikla rétt- arbót fyrir alla aðila,“ ítrekar hún. „Ég vonast til þess að hægt verði að leggja það fyrir Alþingi, á komandi þingi, eftir að stjórnarflokkar þing- flokkanna hafa farið yfir málið. Frumvarpið er viðamikið og þarfn- ast væntanlega góðrar skoðunar í þingnefnd. Ég vonast svo sannarlega til þess að hægt verði að ljúka af- greiðslu þess á næsta vetri.“ Skýrari reglur um forsjá barna Í frumvarpinu er m.a. lagt til að lögfest verði ákvæði um að kona, sem elur barn eftir tæknifrjóvgun, teljist móðir þess. Með því verði komið í veg fyrir hugsanlegar deilur um móðerni barns í þeim tilvikum þegar notaðar eru gjafaeggfrumur við tæknifrjóvgun. Ennfremur má í frumvarpinu finna ákvæði um rétt- arstöðu sæðisgjafa, en samkvæmt því telst maður ekki faðir barns ef hann hefur gefið sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu hans eða sambúðarkonu, svo framarlega sem tæknifrjóvgunin fer fram í sam- ræmi við ákvæði laga um tækni- frjóvgun. Í frumvarpinu er einnig leitast við að setja fram hverjar forsjárskyldur eru með fyllri og skýrari hætti en gert er í gildandi lögum. Til dæmis er lagt til að reglum varðandi forsjá stjúpforeldris og sambúðarmaka verði breytt. „Samkvæmt gildandi barnalögum öðlast stjúpforeldri eða sambúðarmaki sjálfkrafa forsjá fyrir barni maka eða sambúðarmaka síns sem hinir síðastnefndu fara með forsjá fyrir, strax við stofnun hjú- skapar þeirra eða sambúðar. Gildir þetta jafnvel þótt foreldri barnsins fari með forsjá þess ásamt hinu kyn- foreldrinu, þ.e. forsjáin sé sameig- inleg. Með þessu móti geta forsjár- menn barns orðið fjórir. Engin rök þykja vera til þess að forsjármenn barns geti orðið svo margir og er því lagt til að stjúpforeldri eða sambúð- armaki öðlist aðeins forsjá barns með foreldri þess þegar foreldrið fer eitt með forsjá,“ segir m.a. í sam- antekt dómsmálaráðuneytisins um frumvarpið. Dómstólar úrskurði um forsjá Í frumvarpinu er aukinheldur lagt til að heimild dómsmálaráðuneytis- ins til að skera úr ágreiningi um forsjá verði afnumin og aðeins dóm- stólar leysi úr slíkum málum. Nú er hægt að velja á milli þess að vísa slíku máli til ráðuneytisins eða dóm- stóla. Í skýringum með frumvarpinu segir að ekki verði séð að álag muni aukast á dómstóla við þetta, þar sem forsjármál séu nú orðin mjög fá. Jafnframt er lögð til sú breyting í frumvarpinu, að dómstólum verði veitt heimild til að skera í vissum til- vikum úr um meðlag og umgengni en nú er slíkt vald eingöngu á hendi stjórnvalda. Úrskurðarvaldið er þó, skv. frumvarpinu, bundið við þau mál sem dómstólar hafa þegar til meðferðar og varða ágreining for- eldra um forsjá barns eða faðerni. Dómsmálaráðherra kynnir frumvarp um ný barnalög Móðir verði skylduð til að feðra barn sitt SAMÞYKKT var í borgarráði í gær að veita Frumkvöðlaaðstöðunni ehf. leyfi til að selja eignina Esjuberg við Þingholtsstræti 29a sem íbúðarhús. Félagið, sem er í eigu Guðjóns Más Guðjónssonar, keypti húsið af borg- inni árið 2000 með uppbyggingu frumkvöðlaseturs fyrir ungt fólk í huga. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að norski listmálarinn Odd Nerdrum hefði fest kaup á húsinu og ætlaði að búa þar ásamt fjöl- skyldu sinni meirihluta ársins. Guð- jón Már sagðist í gær ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Er Frumkvöðlaaðstaðan, sem áð- ur hét Esjuberg ehf., keypti húsið var kveðið á um það í kaupsamningi að félagið yrði að fá samþykki borg- arráðs vildi það selja húsið eða breyta notkun þess. Borgarráð hef- ur nú samþykkt það fyrir sitt leyti, en vísaði í gær erindinu til frekari meðferðar skipulags- og bygginga- sviðs. Nerdrum vill selja í Noregi Norsk dagblöð greindu frá því í gær að Odd Nerdrum ætlaði að selja einbýlishús sitt í Osló og væri sölu- verðið um 130 milljónir króna. Í ís- lenskum fjölmiðlum kom á sama tíma fram að hann hygðist setjast að á Íslandi. Netútgáfur norskra blaða greindu einnig frá þeim fréttum í gær og vitnuðu í frétt Morgunblaðs- ins þess efnis. Einkahlutafélagið Esjuberg ehf. keypti Þingholtsstræti 29a árið 2000 af Reykjavíkurborg fyrir 70 millj- ónir. Á síðasta ári var nafni félagsins breytt í Frumkvöðlaaðstaðan ehf. Morgunblaðið/Sverrir Húsið Esjuberg við Þingholtsstræti. Sala Esjubergs heimiluð Kvöðum í kaup- samningi aflétt GÖNGUBRÚ var opnuð yfir Miklubraut við Kringluna í gær en hún er þriðja göngubrúin sem opnuð er yfir Miklubraut og byggist á verðlaunatillögu úr samkeppni um göngubrú við Rauðagerði frá árinu 1996. Það voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra sem opnuðu brúna. Undirbúningur vegna hönnunar hófst í júlí 2001 og er heild- arkostnaður við smíði hennar 86 milljónir króna, þar af er hlutur Vegagerðarinnar 48 m.kr. og Reykjavíkurborgar 38 m.kr. Brúin er stálbitabrú í tveimur 27 metra höfum. Endastólpar og neðsti hluti millistöpuls eru steyptir en millistöpull er gerður úr stáli. Alls fara um 45 þúsund bílar um Miklubraut undir brúna á sól- arhring. Ný göngu- brú opnuð yfir Miklu- braut Morgunblaðið/Kristinn Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gengu yfir brúna í gær með börnum úr leikskólanum Álftaborg en viðstödd voru einnig ungmenni úr félagsmiðstöðinni Tónabæ. Í broddi fylkingar eru Hadda Margrét og Unnar Ari úr leikskólanum Álftaborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.