Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ töfraatriði. Þá komu fram ungir drengir úr Laugalæk, 8 og 9 ára gamlir, og röppuðu fyrir gesti. Að sögn Rúnars Þórs Bjarnason- ar, verkefnastjóra í félagsmiðstöð- inni Tónabæ, er þetta í fyrsta sinn sem haldin er sameiginleg opn- unarhátíð af þessu tagi og er það gert í tengslum við að ÍTR hefur FJÖLMÖRG skemmtiatriði voru á boðstólum á sameiginlegri opn- unarhátíð þriggja félagsmiðstöðva, Bústaða, Tónabæjar og Þrótt- heima, sem haldin var í fé- lagsmiðstöðinni Tónabæ í Safamýri sl. mánudag. Þetta er í fyrsta skipt- ið sem forráðamenn félagsmið- stöðvanna taka sig saman um að halda opnunarhátíð og er frekara samstarf fyrirhugað í vetur að sögn verkefnastjóra í félagsmiðstöðinni Tónabæ. Boðið var upp á tónlistaratriði, töfrabrögð og sitthvað fleira en kynnar á hátíðinni voru þeir Sveppi og Auddi, dagskrárgerðarmenn af Popp Tíví sjónvarpsstöðinni. Ung- lingunum gafst kostur á að taka þátt í ýmiss konar útileikjum en innandyra fór fram skemmtun í sal félagsmiðstöðvarinnar. Þar lék unglingarapphljómsveit úr Þrótt- heimum og boðið var upp á atriði úr leiksýningunni Fullkomið brúð- kaup, sem nokkrir framhaldsskólar úr Reykjavík hafa sett á svið í Loft- kastalanum. Bjarni töframaður heimsótti unglingana og sýndi skipt hverfinu upp í nokkra borg- arhluta. Samkvæmt nýju skipting- unni tilheyra félagsmiðstöðvarnar þrjár sama borgarhluta. Með sam- starfinu er hugmyndin að auka framboð af afþreyingu fyrir ung- lingana og bæta þjónustuna, að sögn Rúnars, og um leið samnýta starfsmenn félagsmiðstöðvanna. Sameiginleg opnunarhátíð þriggja félagsmiðstöðva Fjölmenni var á hátíðinni, en um 1.300 unglingar búa á svæðinu sem starfsemi félagsmiðstöðvanna nær yfir. Frekara samstarf ráðgert í vetur Reykjavík Morgunblaðið/Sverrir Bjarni töframaður sýndi töfraatriði og lék á gítar í Tónabæ. FRÍMÚRARASTÚKURNAR í Ljósatröð 2 í Hafnarfirði hafa farið fram á það við bæjaryfirvöld að þeim verði bætt það fjárhagstjón, sem þær urðu fyrir vegna áætlaðra fram- kvæmda við gatnamót Reykjanes- brautar og Lækjargötu. Segja stúk- urnar sig hafa í sumar orðið af leigutekjum upp á 910 þúsund krón- um vegna þessa, en hætt var við framkvæmdirnar í vor. Í bréfi stúknanna til bæjarins segir að sumarið 2001 hafi verið áætlað að framkvæmdir myndu standa frá maí til október 2002 og góðan hluta verk- tímans yrði umferð um gatnamótin beint um Ljósatröð fyrir framan frí- múrarahúsið. Því hafi verið ákveðið í samráði við Vegagerð og þáverandi bæjarstjóra að leigja ekki út húsnæði frímúrara og skyldi stúkunum bætt leigutap. Samkomulag um að leigja ekki húsnæðið Kristinn Ó. Magnússon bæjar- verkfræðingur segir að hætt hafi ver- ið við framkvæmdir við mislæg gatnamót er nýr meirihluti var myndaður í vor. „Því þurfti ekki bráðabirgðaveg framhjá frímúrara- húsinu.“ Kristinn segir að ljóst sé að greiða þurfi stúkunum skaðabætur en að málið sé nú til athugunar hjá honum. Í bréfi frímúraranna er bent á að húsnæðið hafi að jafnaði verið leigt fyrir brúðkaupsveislur á tímabilinu maí til september. Leiga á húsnæð- inu sé bókuð með miklum fyrirvara, t.d. sé þegar farið að taka niður pant- anir fyrir næsta sumar. Hafi það ver- ið samkomulag húseigenda, Vega- gerðarinnar og þáverandi bæjarstjóra að húsið skyldi ekki leigt út í sumar þar sem framkvæmdir áttu þá að standa yfir og ljóst að ekki yrði hægt að tryggja öryggi leigjenda og gesta þeirra vegna umferðarinnar. Segir í bréfinu að Vegagerðin hafi ætlað að bæta skaðann og bæjar- stjórinn hafi einnig heitið því. Varð að samkomulagi að forsvarsmenn Ljósatraðar 2 tækju saman tapaða húsaleigu og annan fjárhagsskaða. Af ofangreindum ástæðum hafi húsið ekki verið í útleigu síðastliðið sumar, með tveimur undantekning- um þegar þar voru haldnar erfis- drykkjur. Er heildartap vegna leigu- missisins metið 910 þúsund krónur. Þá er bent á að fresta varð frágangi við lóð og anddyri hússins vegna framkvæmdanna. Frímúrarar krefj- ast skaðabóta Framkvæmdum við gatnamót aflýst en leigutap var óhjákvæmilegt Hafnarfjörður BORGARÁÐ hefur samþykkt nýj- an stofnsamning og samþykkt í tengslum við breytingar á rekstr- arformi Vélamiðstöðvarinnar sem samþykktar voru í borgarráði í lok desember á síðasta ári. Vélamiðstöðinni hefur nú verið breytt í einkahlutafélag og eins og til stóð hófst rekstur fyrirtækisins sem ehf. 1. júlí sl. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks óskuðu bókað að, að gefnu tilefni, væri nauðsyn að árétta að „tafarlaust verði mótaðar reglur um innkaup á vegum fyrirtækja og byggðarsamlaga í eigu eða með að- ild Reykjavíkurborgar. Jafnframt er nauðsynlegt að móta með skýr- um hætti hvort Vélamiðstöð ehf. skuli keppa um verkefni á almenn- um markaði.“ Tillagna að vænta í þessum mánuði Í bókun fulltrúa Reykjavíkurlist- ans kemur fram að á vegum borg- arstjóra hafi að undanförnu verið að störfum nefnd til að móta stefnu í innkaupa- og útboðsmálum borg- arinnar, stofnana hennar og fyrir- tækja. „Tilgangurinn með þeirri stefnu- mörkun er að tryggja gegnsæi og skýrar reglur óháð rekstrarformi,“ segir í bókuninni. Þá segir þar að þess sé að vænta að tillögur nefnd- arinnar liggi fyrir í þessum mánuði. Reglur verði mótaðar um innkaup fyrirtækja Reykjavík ÍBÚAÞING verður haldið 16. nóvember nk. á Seltjarnar- nesi í því markmiði að hlýða á og vinna úr skoðunum og hugmyndum bæjarbúa í skipulagsmálum, umhverfis- málum, útivistar- og menn- ingarmálum og fjölskyldumál- um. Var tillaga um þetta samþykkt á fundi bæjar- stjórnar í síðustu viku. Skipu- lagsnefnd var falið að annast framkvæmd íbúaþingsins í samvinnu við ráðgjafa fyrir- tækisins Alta ehf. Í greinargerð Ingu Her- steinsdóttur, formanns skipu- lagsnefndar, er lagði fram til- löguna, segir að fyrir síðustu kosningar hafi komið í ljós skiptar skoðanir meðal bæj- arbúa um ýmsa þætti er lúta að aðal- og deiliskipulagi Sel- tjarnarness. Skiptar skoðanir meðal bæjarbúa um ýmsa þætti „Til að undirbyggja ákvarð- anir um ofangreinda þætti með opinskáum og lýðræðis- legum hætti er fyrirhugað að halda íbúaþing í haust með aðferðafræði sem kallast sam- ráðsskipulag í samvinnu við ráðgjafa Alta ehf. Þessi að- ferð þykir hafa reynst vel bæði hérlendis og erlendis við úrlausn slíkra mála. Samhliða skipulagsmálum nýtist slíkt þing vel til upplýsingaöflunar á öðrum sviðum. Samráðsskipulag glæðir áhuga íbúa á málefnum bæj- arfélagsins um leið og hún er lýðræðisleg leið til að ná sem viðtækastri sátt meðal íbúa um framtíðarskipulag Sel- tjarnarness,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Íbúaþing hafa verið haldin í Vesturbæ Reykjavíkur og á Kjalarnesi. Þykir árangur þeirra hafa verið góður. Til stendur að halda íbúaþing í Garðabæ á næstunni. Íbúaþing haldið í nóvember Seltjarnarnes Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár Hagkaup Brimborg Reykjav ík Br imborg Akureyr i br imborg. is Það er margt sem kemur á óvart Fáðu meira en áður - fyrir minna en áður. Komdu. Kauptu nýjan Ford Fiesta. er dæmi um meiri bíl. Leðurklætt stýri Fiesta Ford sendir frá sér tákn um nýjan staðal - nú í hönnun smábíla: Stærri og betur búinn Ford Fiesta! Glæsilegur Fiesta skartar því allra besta frá verðlaunabílunum Focus og Mondeo. Keyrðu hann...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.