Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 15 VINNA við nýjan brimvarnargarð á Húsavík, svokallaðan Bökugarð, er nú á lokasprettinum og garðurinn óðum að taka á sig endanlega mynd. Að sögn Reinhards Reynissonar bæjarstjóra hefur verkið gengið vel en er þó nokkuð á eftir upphaflegri verkáætlun en verklok eru áætluð í októbermánuði. Það skýrist annars vegar af magnaukningu efnis í garð- inum og svo aukaverka sem verktak- inn, Ístak hf., hefur tekið að sér á verktímanum. Bökugarðurinn, sem hannaður er af Siglingastofnun, er ein stærsta framkvæmd á núgildandi hafnar- áætlun og kostar tæpan hálfan millj- arð króna. Garðurinn er tæpir fimm hundruð metrar að lengd og í hann fara um 300 þúsund rúmmetrar af efni sem kom úr tveimur námum í nágrenni Húsavíkur. Á höfðanum ofan við brimvarnar- garðinn nýja komu Húsavíkurbær og Ístak hf. upp skilti með upplýs- ingum um framkvæmdina. Þar segir m.a að garðurinn sé af svokallaðri bermugerð, hann einkennist af til- tölulega þykku grjóti til að verjast öldunni. Mikilvægur þáttur í gerð garðanna er að hæfilega mikið hol- rými sé í grjótvörninni utan á garð- inum. Á þann hátt gleypir grjótvörn- in ölduna þegar hún gengur inn í mannvirkið í stað þess að öll orkan leysist úr læðingi yst á grjótkápunni. Garðar af þessari gerð hafa reynst vel hér á landi og eru margir, nægir þar að nefna t.d grjótvörnina utan á Norðurgarðinum hér á Húsavík, ytri garðinn á Þórshöfn og garðana á Dalvík og Bolungarvík. Húsvíkingar vilja ekki láta staðar numið þótt brimvarnargarðurinn sé kominn upp, Reinhard segir að frá upphafi þessara framkvæmda hafi tilgangurinn verið að opna höfnina fyrir stærri skipum. „Þar koma bæði til hagsmunir okkar vegna almennra vöruflutninga, ný verkefni eins og t.d kísilduftverksmiðjan í Mývatnssveit sem kemur til með að skapa mikla flutninga og svo aðstöðu fyrir stærri skemmtiferðaskip að ógleymdum stærri fiskiskipum. Þessi markmið nást ekki nema með byggingu stál- þils með steyptu dekki innan á Böku- garðinn en gert er ráð fyrir að hann verði 150 metra langur,“ sagði Rein- hard. Hefur þegar sannað gildi sitt Af öðrum framkvæmdum við höfnina í sumar, að undanskildu venjubundnu viðhaldi, er það að segja að ráðist var í uppfyllingar sunnan Suðurgarðs. „Við vorum annars vegar að ljúka stækkun lóða GPG ehf. og hinsvegar búa til lóð undir byggingu væntanlegrar Glúkósamínverksmiðju. Í þetta fóru tæpir 20 þúsund rúmmetrar af kjarna og grjótvörn og heildarflat- armál þessara framkvæmda var um 3.500 fermetrar,“ sagði bæjarstjóri að lokum. Hinn nýi brimvarnargarður hefur nú þegar sannað gildi sitt, í norðvest- anskotinu í byrjun september var fjöldi skipa í höfninni. Stefán Stef- ánsson hafnarvörður sagði t.d að stórt rækjuskip hafi legið við norð- urgarðinn í sambærilegu veðri í vet- ur sem leið. Þá hafi skipið sífellt ver- ið að slíta af sér landfestar en nú hafi það varla hreyfst við bryggjuna því- lík breyting væri orðin á höfninni til batnaðar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Eins og sést á þessari mynd er Bökugarðurinn engin smásmíði og liggur hann utan við Norðurgarðinn. Brimvarnargarður- inn að verða tilbúinn Húsavík FYRSTA safn í Höfðabrekku- afrétti var smalað í blíðskap- arveðri. Smalarnir leggja af stað snemma morguns og ganga allan daginn, ekið er á bílum inn að Mýrdalsjökli og hluti af smölunum þarf að ganga yfir jökul. Margar leiðirnar sem farnar eru í smalamennskunni eru erfiðar yf- irferðar enda er landslagið óvenju hrikalegt og skorið af djúpum gilj- um. Til að vera stöðugri í erfiðu landinu eru smalarnir með fjalla- stangir sem eru sérsmíðuð sköft með broddi á endanum. Mörgum sem eru að fara í fyrsta sinn finnst hálfbjánalegt að bera þessi prik með sér en um leið og menn hafa vanist þeim verða þau ómissandi. Útsýnið í afréttinum er óviðjafn- anlegt og þó að menn séu ákafir að ná heim kindunum sínum er ekki hægt annað en að stoppa öðru hverju til að dást að landinu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson F.v. Gunnar Valgeirsson, bóndi Norður Fossi, Ingvar Þórisson kvik- myndatökumaður og Ragnar Indriðason bóndi. Skimað eftir kindum Fagridalur RÖÐ myndlistarsýninga heldur áfram á sjúkrahúsinu og heilsu- gæslustöðinni á Akranesi í tilefni 50 ára afmælis stofnunarinnar. Nú sýnir Skagamaðurinn Björn Lúð- víksson verk sín í anddyrinu. Björn er fæddur árið 1960 á Akranesi og alinn þar upp. Hann er að mestu sjálfmenntaður en hefur sótt myndlistarnámskeið hjá Hrönn Eggertsdóttur og Bjarna Þór Bjarnasyni. Björn hefur haldið tvær einkasýningar, árið 1993 hélt hann sýningu á Hótel Djúpavík á Ströndum (Kvennabragginn) og ár- ið 1995 í Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Akranesi. Auk þess að hafa tekið þátt í samsýningum hef- ur Björn sent inn myndir á mynd- listarvefsíður tónlistarmannsins Davids Bowie, www.davidbowie- .com, og nokkrar af myndum hans hafa verið valdar Mynd vikunnar þar af meðlimum netsins. Á sýningunni á SHA kennir ým- issa grasa en þar er um að ræða 17 verk, unnin með olíulitum, past- ellitum og blýanti, bæði gömul verk og ný. Yfirlitssýn- ing í and- dyri SHA Akranes Ljósmynd/Jón Á. Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.