Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sverrir Bjarna-son, læknir, fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1931. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 7. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Bjarni Ragnar Árna- son, verkamaður í Reykjavík, f. 26. nóv. 1894, og Magnea Guðrún Einarsdóttir, f. 22. júní 1900. Þau eru bæði látin. Bræð- ur Sverris eru: 1) Jó- hann Einar, kona hans er Una Aradóttir, börn þeirra Helgi, Magnea og Einar. 2) Árni Kristinn (látinn), ekkja hans er Björg Jak- obsdóttir, börn þeirra Bjarni, Jak- ob og Kristinn. 3) Gunnar Magnús, börn hans Arna Björk og Bjarni. Sverrir kvæntist 26. des. 1965 Þuríði Eggertsdóttur meinatækni, f. 29. nóv. 1938. Foreldrar hennar voru Eggert Samúelsson, verslun- armaður á Ísafirði, síðar í Reykja- vík, og kona hans Guðrún Örnólfs- dóttir. Þau eru bæði látin. Börn Sverris og Þuríðar eru 1) Eggert málari, f. 19. júlí 1966, dóttir hans er Sigríður Sólveig. 2) Magnea æskulýðsfulltrúi, f. 2. apríl 1971. 3) Guðrún lögfræðingur, f. 17. okt. 1973. Sambýlis- maður hennar er Jónas B. Hauksson lífefnafræðingur. Sverrir ólst upp við Nýlendugötuna í vesturbæ Reykjavík- ur, varð stúdent frá MR og lauk kandi- datsprófi frá lækna- deild Háskóla Ís- lands vorið 1961. Gegndi næstu árin tímabundnum lækn- isstörfum á nokkrum stöðum inn- anlands, lengst sem aðstoðarlækn- ir á barnadeild Landspítalans. Fór síðan til Danmerkur og var í fjög- ur ár við nám í barnageðlækning- um í Psykiatrisk Børnehospital í Risskov á Jótlandi. Eftir það kom hann heim og varð sérfræðingur í barnageðlækningum á Landspít- alanum og stundaði störf sín á barnageðdeildinni við Dalbraut í Reykjavík allt frá opnun hennar árið 1971 þar til árið 1995 að hann lét af starfi vegna heilsubrests. Útför Sverris verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Vinum og kunningjum Sverris Bjarnasonar kom andlát hans ekki í opna skjöldu. Hann var búinn að eiga lengi í veikindum og við fórum nærri um að ekki ætti hann von á mikilli heilsubót. En hann bar sig alltaf vel, var jafnan með spaugsyrði á vörum og sagðist vera hressari. Það villti okkur oft sýn. En nú er hann allur. Tvívegis gekkst Sverrir undir hjartaaðgerð, í fyrra skiptið árið 1988, hið síðara 1996, þá nýhættur störfum. Þá þegar lá í loftinu að meira yrði ekki hægt að gera og hann var mjög þakklátur fyrir árin, sem fylgdu. Öll fjölskyldan naut þessa tímabils, hann átti líka margar góðar stundir með öðrum góðum vinum. Og það var alltaf létt yfir fólkinu og notalegt að koma í heimsókn. Sverrir hafði sína sérstöku kímni, sem hann var ekki spar á og honum lá gott orð til allra. Hann henti gaman að mörgu, þegar hann var í essinu sínu, en reyndar var ekki alltaf auðvelt að átta sig á því hvað var gáski og græsku- laust gaman og hvar örlítil alvara lá að baki spauginu. En jafnan var hon- um sérlega annt um að stjórnmála- mennirnir væru klárir á því hvað sneri upp og hvað niður í tilverunni, minna máli skipti þótt aðrir væru í einhverjum vafa. Mágur minn, Sverrir Bjarnason, var á réttri hillu í lífinu. Hann naut sín í faginu, var einstaklega umhyggju- og hjálpsamur, vildi hvers manns vanda leysa og gekk að því öruggur og hiklaus. Þegar eitthvað bjátaði á varðandi heilsufarið hjá kunningjun- um hringdu þeir gjarna í hann og ým- ist leitaðist hann við að leysa vandann sjálfur, eða koma þeim óbeðinn í sam- band við aðra, sem hann taldi betur búna til að fást við það, sem um var að ræða. Hann var á sama hátt góður ná- granni, sem margir leituðu til, og þetta eðlislæga hlýja viðmót og hjálp- semi fór lækninum vel, fólki þótti vænt um hann. Og hann hafði einstakt lag á börn- um enda þar á heimavelli – að vinna með börnum og fyrir börn. Það var oft gaman að fylgjast með hvernig hann að því er virtist ómeðvitað talaði við börn og lét vel að þeim með því lát- bragði og tungutaki, sem hæfði þroskastiginu hverju sinni. Þau hændust fljótt að honum og hlökkuðu til að hitta hann aftur. Í fáeinum minningarorðum verður lífshlaup Sverris Bjarnasonar ekki rakið, heldur aðeins minnst nokkurra þátta. Hann var einn af þessum traustu stólpum, sem samfélagsheild- inni eru hvað mikilvægastir jafnt í lífi hversdagsins sem hinni stöðugu sókn á framfarabraut. Hann sinnti sínu starfi af natni, þolinmæði og þraut- seigju, sem geðlæknirinn þarf að búa yfir í vandasömu hlutverki. Fjölskyldan var samhent, Sverrir og Þurý unnu allt saman og með börnunum voru þau ein heild í hlýlegu andrúmslofti heimilisins. Jafnvel svo, að vantaði einhvern í hópinn var spurt: Hvar er hann – eða hún? Það var svo sjálfsagt að þau væru öll sam- an. Söknuðurinn er nú mikill, en þau eru líka mjög þakklát fyrir öll árin og samverustundirnar, sem ljóma í minningunni. Við hjónin vottum Þurý, börnunum og sambýlismanni dóttur dýpstu samúð – og litlu Sigríði Sólveigu, sem misst hefur mikinn afa. Haraldur J. Hamar. Við systkinin viljum minnast föð- urbróður okkar með nokkrum orðum. Sverrir var mikill og góður frændi. Það var ánægjuleg æska sem við átt- um í fjölskylduhúsinu á Hjarðarhag- anum. Afi og amma og Sverrir á efri hæðinni, annar föðurbróðir á þeirri efstu og ömmusystir í kjallaranum. Við þvældumst á milli hæða og hlut- um mikla athygli og elsku alls staðar. Ekki átti Sverrir sístan þátt í því, enda alveg einstaklega barnelskur. Hann bauð okkur í ýmsar ævintýra- ferðir á Land Rovernum. Stundum var Robbinn fullur af frændsystkin- um, en stundum voru farnar lúxus- ferðir og aðeins einn farþegi með í för og manni fannst maður alveg sérstak- ur. Nærvera Sverris var lífleg, notaleg og hlý. Við skiptum hann öll máli. Þannig hefur það verið alla tíð, hann bar mikla umhyggju fyrir fólkinu sínu. Hann fylgdist með hvað var að gerast hjá okkur öllum í námi og störfum. Þegar við hittumst voru mál- in rædd fram og til baka, líflegar um- ræður, stundum skiptar skoðanir en alltaf skemmtileg og gefandi sam- skipti. Sverrir var ekki bara góður frændi, hann var líka læknir og hann var læknirinn okkar. Hann lét heilsu- far okkar og fjölskyldu okkar sig varða og var ávallt reiðubúinn til að- stoðar að fyrra bragði eða þegar til hans var leitað. Fyrir það viljum við öll þakka af einlægni. Við systkinin og fjölskyldur send- um Þurý, Eggerti, Möggu, Gunnu, Jónasi og Siggu litlu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góð- an Guð að vaka yfir ykkur og styrkja hvert og eitt. Með þessum fáu orðum kveðjum við þótt sárt sé, en minninguna um Sverri Bjarnason munum við geyma með okkur um ókomin ár. Hvíl í friði elsku frændi. Helgi Örn, Magnea og Einar Jóhannsbörn. „Sverrir frændi“ Hann gekk aldrei undir öðru nafni en þessu, hann Sverrir Bjarnason sem kvaddi þenn- an heim allt of snemma. Ekkert nema góðar minningar tengjast þessum góða frænda sem var alltaf tilbúinn að hjálpa hvenær sem var og á hvaða tímum sólarhringsins sem var. Það var ósjaldan að hringt var í hann þeg- ar eitthvert af krökkunum var með einhvern krankleika og ekki stóð á því að hann kæmi og kíkti á ungann, gerði ráðstafanir eða bara róaði stressaða foreldra. Það er alltaf ógleymanleg stund þegar hann hitti litla frændur og frænkur í fyrsta sinn. Hann tók þá sitt sérstaka „Sverris tékk“ á barninu, kitlaði það undir ilj- arnar, strauk því um höfuðið og smellti fingrum við eyrun svona til að tékka á því allra nauðsynlegasta og hvort öll viðbrögð væri í lagi. Hann kom oft í heimsókn til okkar á Laug- arnesveginn og var þá annað hvort með Þurý sína upp á arminn eða beið hjá okkur á meðan Þurý var að klára vinnuna. Þetta voru alltaf sérstaklega ánægjulegar heimsóknir og gott að setjast við eldhúsborðið yfir kaffibolla og léttu spjalli. Sverrir var mjög frændrækinn og tók upp á því með dyggri stoð Þurýar að bjóða frændum og frænkum til sín í sumarbústaðinn til að grilla og, það sem mikilvægara var, að tryggja fjölskylduböndin. Þetta var orðið eitthvað sem allir voru farnir að hlakka til á hverju sumri. Við hittum einn frændann á kvöld- göngu fyrir nokkrum dögum og barst talið ósjálfrátt að Sverri og Þurý og þótti okkur miður að eitthvað hafði klikkað með frændmótið þetta sumar. Ekki grunaði okkur þá að aðeins 3 dögum seinna yrði Sverrir farinn að hitta aðra frændur og frænkur en þau sem eru enn hér í þessu jarðlífi. Það eiga eflaust margar minningar eftir að vakna á næstu dögum. Enginn hringir t.d. og segir: Nú er ný flensa á leiðinni, hvað á ég að sprauta marga hjá ykkur núna? Sverri hefði ekki líkað að við værum sorgmædd hans vegna, hann hefði frekar sagt við okkur: Fáið ykkur nú gott vískíglas og skálið fyrir mér. Við eigum samt öll eftir að sakna Sverris sárlega og munum minnast hans með hlýju og söknuði. Elsku Þurý, Eggert, Magga, Gunna, Jónas og Sigga. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hjörtur, Guðrún Jóna og krakkarnir. Þegar við kveðjum Sverri frænda okkar og vin með sorg í hjarta er þakklæti okkur efst í huga. Ekki einungis fyrir alla hjálpina þegar veikindi komu upp, jafnt að nóttu sem degi, heldur einnig fyrir þá umhyggju sem hann sýndi okkur og öllum sem í kringum hann voru og þurftu á aðstoð að halda. Þeir eru ófá- ir einstaklingar sem Sverrir hefur hlúð að með verkum og orðum sínum og létt undir með á erfiðum og óbæri- legum stundum. Það var ómetanlegt að hafa frænda hjá okkur og mömmu þegar pabbi glímdi við sín erfiðu veik- indi. Fyrstu minningarnar um Sverri eru af frændanum sem alltaf kom síð- astur í fjölskylduboðin og afmælin. Hann átti tækið í brjóstvasanum sem pípti á hann jafnt á jólum sem pásk- um og þá varð hann að fara í símann og svo var hann farinn en oft kom hann aftur eins og ekkert hefði í skor- ist. Já, þær voru oft langar vaktirnir á þeim árum en Sverrir var ósérhlífinn og lagði hart að sér til að lina þján- ingar annara sama hvort þær voru líkamlegar eða andlegar. Sverrir var vel greindur, glaðlynd- ur og hress að eðlisfari, hafði ríka kímnigáfu og það fylgdi honum alltaf góður andi. Hann hafði sérstakan frá- sagnarstíl, greip gjarnan til orða er maður heyrði sjaldan annars og var þá oft gaman að hlusta á frænda láta gamminn geisa. Þær eru ófáar minn- ingarnar frá samverustundunum, sama hvort var í Urðarstekknum eða Blikahólunum, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Þegar litið er til baka er þakklætið til Sverris ekki síð- ur fyrir það sem hann gaf fjölskyld- unni á þessum stundum. Sverrir var mikill gæfumaður í einkalífinu og samheldni fjölskyld- unnar mikil. Hjá Þurý og börnum sín- um, Eggerti, Magneu og Guðrúnu, leið honum best. Þeim bjó hann fal- legt heimili og gaf börnum sínum gott uppeldi sem þau munu búa að alla ævi. Það var eins og endurblik minn- inganna frá því hann var með börnin sín í Urðarstekknum að sjá hann með afabarnið hana Siggu sína í fanginu. Veikindi Sverris bar brátt að og stríðið stóð stutt. Fáa grunaði hversu veikur hann var enda var hann óvan- ur að bera veikindi sín á torg. Við frá- fall Sverris erum við trúlega býsna mörg sem stöndum í þakkarskuld við hann fyrir allt það sem hann gerði fyrir okkur. En öll þurfum við að rækta garðinn okkur og Sverrir kenndi okkur svo margt í þeim efnum. Vonandi ber okkur gæfa til að miðla einhverju af því sem hann gaf áfram til þeirra sem standa okkur næst. Elsku Þurý, Eggert, Magga, Guð- rún, Sigga og Jónas, megi Guð veita ykkur styrk. Megi það vera huggun í sorg ykkar að minningin um Sverri mun lifa með okkur sem nutum hand- leiðslu og samfylgdar hans í gegnum árin. Lof sé þér, Guð, þín líkn ei þver, lind allrar gæsku, dýrð sé þér. Lof þér, sem veitir hjálp og hlíf, himneska svölun, eilíft líf. (Sigurbjörn Einarsson.) Jakob, Bjarni og Kristinn. Laugardaginn 7. september hringdi amma mín í okkur með þær sorglegu fréttir að Sverrir frændi væri dáinn. Fyrst neitaði ég að trúa því og geri það varla enn. Sverrir var mjög góður maður, skemmtilegur, fyndinn og einnig var hann óþrjótandi fróðleiksbrunnur. Hann var alltaf mjög hress þótt mað- ur vissi innst inni að hann var mjög veikur. Þær voru ófáar stundirnar sem við sátum og röbbuðum saman um allt sem á góma bar, fréttir, mannkyns- söguna og margt fleira. Ég mun sakna þessara stunda sem við áttum saman. Elsku Þurý, Eggi, Magga, Gunna, Jónas og Sigga. Ég votta ykkur sam- úð mína. Sverrir Örn Einarsson. Í dag kveðjum við systkinin eina af hetjunum okkar og fyrirmyndum. Sverrir hefur alltaf verið stór hluti af lífi okkar. Hvort sem við vorum stödd á Akureyri, Danmörku eða Græn- landi, alltaf fylgdist hann með okkur og alltaf gátum við leitað til hans ef eitthvað bjátaði á. Á þessari stundu streyma minning- arnar fram. Ferðirnar í Veiðivötn á follaranum, Sverrir með flugnanetið standandi við grillið. Sumarbústaður- inn sem hann var svo stoltur af. Allar heimsóknirnar á Urðarstekkinn og svo seinna í Blikahólana þar sem við og sérstaklega Eggert gátum gleymt okkur í umræðum um heimsmálin, mannkynssöguna eða bara landið okkar sem Sverrir þekkti betur en nokkur annar sem við höfum kynnst. Nafni hans spurði einu sinni hvort það gæti verið að áhuginn á landa- fræði og sögu fylgdi nafninu og hvort það gæti verið að ef hann héti eitthvað annað hefði hann ekki sama áhuga á þeim málum og raunin er. Þeirri spurningu verður ekki svarað en við vitum að Sverrir ýtti undir það að ósjálfrátt lásum við okkur til um hlut- ina og fylgdum með því sem var að gerast í heiminum. Elsku Þurý, Eggi, Magga, Gunna, Jónas og Sigga. Ykkar missir er svo mikill. En minningin um Sverri mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Inga, Eggert og Guðmundur Arnar. Fallinn er frá kær vinur og skóla- bróðir, Sverrir Bjarnason. Það er sárt að sjá á bak góðum vini, sem alla tíð hefur verið manni kær. Þó heilsa Sverris hafi um nokkurt skeið ekki verið góð, þá kemur kallið alltaf óvænt og miskunnarlaust. Fyrir nokkrum árum þurfti Sverrir að draga saman seglin vegna veikinda. Hann gerði þó aldrei mikið úr van- heilsu sinni, var alltaf hress í bragði og ávallt tilbúinn að rétta fram hjálp- arhönd. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 50 árum, er leiðir okkar lágu saman í Menntaskólanum í Reykjavík, síðar innrituðumst við báðir í læknadeild H.Í. haustið 1952 og lásum mikið saman fyrsta veturinn, oftast á heim- ili foreldra hans á Nýlendugötu. Kynntist ég þá hans samheldinni fjöl- skyldu, foreldrum og bræðrum. Það var gott að koma á Nýlendugötuna og síðar á Hjarðarhagann, en þar reisti fjölskyldan sér hús af miklum dugn- aði. Síðar þegar Sverrir og Þurý stofnuðu eigið heimili tókst þeim að skapa þennan trausta heimilisbrag, þar sem öllum leið vel. Sverrir var gæfumaður, hann átti góða og sérstaklega samheldna fjöl- skyldu og honum farnaðist vel í starfi og leik. Lengst af starfaði hann á barnageðdeild Landspítalans á Dal- braut og var vinsæll af samstarfsfólki sínu, svo og sjúklingum. Greiðvirkni Sverris var viðbrugðið, alltaf var hægt að leita til hans með vandamál sín og nutum við og fjölskylda okkar góðs af ráðum hans. Hjálpsemi, lipurð og geðprýði voru eiginleikar sem hann átti í ríkum mæli. Þetta og létt lund öfluðu honum vinsælda hvar sem hann fór. Hann var vinur vina sinna, en fyrst og fremst var hann einstakur fjölskyldufaðir, hagur fjölskyldunnar var ætíð í fyrirrúmi. Betri eiginmað- ur, faðir og afi var áreiðanlega ekki til. Mikill er söknuður okkar, en minn- ingin um góðan dreng mun ávallt lifa. Við Ella og fjölskylda okkar vott- um Þurý, börnunum, tengdasyni, barnabarni, systkinum og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Sverris Bjarnasonar. Guðmundur Árnason. Við andlát Sverris Bjarnasonar læknis hvarflar hugur manns til löngu liðinna daga, er fundum okkar bar fyrst saman, haustið 1948, í Mennta- skólanum í Reykjavík. Þá tók stór hópur nemenda sæti í þriðja bekk, að afloknu landsprófi í öðrum skólum. Auðvitað var sá hópur kunnugastur innbyrðis, sem þegar hafði setið í fyrsta og öðrum bekk skólans, allt frá 1946, reyndar síðastur allra, en nú bættust fjölmargir við. Þótt margir væru þegar vel kunnugir jukust þó kynni okkar allra að mun þennan vet- ur. Haustið 1949 skiptum við okkur í fjóra bekki í máladeild og stærðfræði- deild. Og þar undum við í blíðu og stríðu allt fram á vor 1952, að Pálmi heitinn Hannesson rektor útskrifaði okkur sem stúdenta frá Menntaskól- anum í Reykjavík. Þá blasti framtíðin við, björt og glöð, og okkur fannst sem allir vegir væru færir. Sem þeir líka voru. Sverrir var einn þeirra, sem komu í skólann haustið 1948. Ári síðar tók hann sæti í B-bekk máladeildar og þar deildum við tuttugumenningar súru og sætu næstu þrjú árin. Þegar við heimsóttum skólann á 40 ára stúd- entsafmælinu og litum inn í gömlu VI. bekkjar stofuna okkar, við hliðina á hátíðarsalnum, vorum við furðu lostn- ir að sjá hvílík kytra hún er. En þröngt mega sáttir sitja. Þótt stund- um væri sagt, að maður þyrfti að fara fram á gang til að geta snúið sér við, hafði námið sinn gang og við tengd- umst þeim nánu vináttuböndum, sem aldrei hafa slitnað. Auðvitað vorum við eins misjafnir og við vorum marg- ir, og útúrdúrar stundum hjá sumum okkar. En Sverrir hélt alltaf sínu beina striki. Hann var þéttur á velli og þéttur í lund, hófsemdarmaður í öllum greinum, hélt fast á sínu og náði alltaf settu marki með sóma. Í hópi okkar bekkjarbræðra var hann alltaf glaður og reifur, lagði ætíð gott til mála og studdi ævinlega að friði og sáttum. Þess vegna var hann ekki að- eins vinsæll og vel látinn í okkar hópi, heldur líka meðal annarra bekkjar- systkina okkar í máladeild og stærð- fræðideild. Lyndiseinkunn hans var öll á þann veg, að gott fólk laðaðist að honum og því átti hann marga lífstíð- arvini í árganginum. Þegar stúdentsprófið var að baki innritaðist Sverrir í Háskóla Íslands. Þá stóðu mönnum aðeins hinar örfáu hefðbundnu námsgreinar til boða. Sverrir réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur skráði sig til náms í læknadeild skólans. Honum SVERRIR BJARNASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.