Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLASÓKN 17 og 18 ára ung- menna á Íslandi er áberandi minni en meðal jafnaldra þeirra á öðrum Norðurlöndum, samkvæmt saman- burði OECD. Er hlutfall íslenskra unglinga í þessum árgöngum sem stunda skólanám einnig undir með- altali allra OECD-ríkjanna. Við 19 ára aldur snýst þetta hins vegar við en þá fækkar mjög þeim ungmennum á Norðurlöndunum sem sækja skóla og eru ívið fleiri ís- lensk ungmenni við nám reiknað sem hlutfall af þessum aldurshópi. Á öðrum Norðurlöndum hafa nemend- ur að jafnaði lokið prófum í fram- haldsskólum við 19 ára aldur og brautskráðst en íslenskir nemendur ljúka yfirleitt ekki stúdetnsprófi fyrr en á tuttugasta aldursári. 77% 17 ára unglinga sækja skóla á Íslandi Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær kemur fram á nýju yf- irliti Hagstofu Íslands yfir skóla- sókn ungmenna hér á landi haustið 2001 að hlutfall þeirra sem stunda nám er talsvert mismunandi eftir landssvæðum. Skólasókn eftir að skyldunámi lýkur á landinu öllu fer minnkandi með hækkandi aldri og við 17 ára aldur eru 80% við nám, 70% 18 ára ungmenna sækja skóla, 64% 19 ára ungmenna og 48% í 20 ára aldurshópnum eru við nám. Í skýrslu sem gefin hefur verið út á vegum OECD, Education at a Glance 2001, er að finna upplýsingar um skólasókn ungmenna í öllum að- ildarlöndunum eins og hún var á skólaárinu 1998–1999. Skv. yfirliti skýrslunnar var skólasókn 16 ára ungmenna á Íslandi 90% en 93% í Danmörku, 94% í Finnlandi og Nor- egi og 97% í Svíþjóð. Skólasókn 16 ára ungmenna í öllum OECD-lönd- unum var að meðaltali 89%. Við 17 ára aldur dregur verulega úr skólasókn íslenskra ungmenna í samanburði við nágrannaþjóðirnar en 77% íslenskra ungmenna í þess- um aldurshópi eru við nám, 82% í Danmörku, 93% í Noregi, 96% í Finnlandi og 97% í Svíþjóð. Meðaltal þessa aldurshóps sem sækir skóla innan allra OECD-ríkjanna er 81%. Töluverður munur er einnig á skólasókn 18 ára hópsins en skv. yf- irliti OECD eru 67% 18 ára ung- menna á Íslandi við nám, en 76% danskra ungmenna, 85% finnskra, 87% norskra og 95% sænskra ung- menna í sama aldurshópi stunda nám. Skólasókn íslensku nemanna í þessum aldurshópi er einnig undir meðaltali OECD-landanna sem er 68%. Við 19 ára aldur dregur aftur á móti úr skólasókn unglinga í sam- anburðarlöndunum en 64% þessa aldurshóps sækja skóla hér á landi eða hlutfallslega fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Í Danmörku stunda 58% 19 ára ungmenna nám, 56% í Noregi, og 46% í Finnlandi og Svíþjóð. Meðaltalið innan OECD fyrir þennan aldurshóp er 54%. Skólasókn undir 90% í níu löndum við lok skyldunáms Fram kemur í skýrslu OECD að skyldunámi í aðildarlöndunum lýkur yfirleitt við 15–17 ára aldur. Vakin er athygli á því að í níu aðildarlönd- um OECD er skólasókn ungmenna komin niður fyrir 90% í árgangi strax eftir að skyldunámi lýkur, þ.e. í Belgíu, Þýskalandi, Íslandi, Mexíkó, Hollandi, Nýja-Sjálandi, Spáni, Tyrklandi og Bandaríkjun- um. Tekið er fram að líklegasta skýringin á þessu í Belgíu, Þýska- landi, Hollandi og Bandaríkjunum sé sú að skyldunámi í þessum lönd- um lýkur ekki fyrr en við 17 og 18 ára aldur. Aftur á móti er bent á að í 14 OECD-löndum halda nær öll ung- menni áfram námi í eitt ár eða leng- ur eftir að skyldunámi er lokið. Þannig eru yfir 93% allra 17 ára ungmenna í Finnlandi, Kóreu og Japan enn við nám eftir að skyldu- námi lýkur og í Svíþjóð sækja 95% allra 18 ára ungmenna enn skóla en það er mesta skólasókn í þessum ár- gangi í öllum aðildarlöndum OECD. Samanburðartölur yfir skólasókn á Norðurlöndunum breytast nokkuð þegar komið er fram yfir tvítugt. Skv. yfirliti OECD leggur álíka stórt hlutfall fólks á aldrinum 20–29 ára stund á nám á Íslandi, í Danmörku og Noregi (28,8% á Íslandi, 28,7% í Danmörku og 27,5% í Noregi). Skólasókn í sama aldurshópi, 20–29 ára, er hins vegar nokkru meiri í Sví- þjóð eða 33,7% og Finnlandi er hlut- fallið hæst eða 36,1%, skv. yfirliti í skýrslu OECD. Þarf ekki að vera sérstakt áhyggjuefni Að sögn Jóns Torfa Jónassonar, prófessors við Háskóla Íslands, eru skýringar á minni skólasókn 17 og 18 ára ungmenna hér á landi senni- lega fyrst og fremst þær að upp- bygging framhaldsskólanámsins hér er frábrugðin skólakerfum á Norð- urlöndunum, þar sem stúdentar út- skrifast seinna hér. Að mati hans þarf þetta ekki að vera sérstakt áhyggjuefni þar sem ljóst er að flest- ir sem hverfa frá námi á þessum aldri eru við störf úti á atvinnumark- aðinum og reynslan sýni stór hluti þessa hóps komi aftur til að náms síðar, og þá jafnvel betur undirbú- inn. Í Svíþjóð sé námsmönnum t.d. beint í framhaldsskóla strax að loknu skyldunámi en stór hluti þeirra hverfi svo frá námi og jafnvel hafireynst erfitt að fá þá aftur til náms á háskólastigið. Jón Torfi telur ástæðu til að ætla að virkni fram- haldsskólakerfisins hér standi skóla- kerfum nágrannalandanna síst að baki þegar til lengri tíma er litið. ,,Við ljúkum námi seinna en við ljúk- um því og þegar upp er staðið þá ljúka jafnvel fleiri námi hér en í hin- um löndunum. Auk þess er skólinn hér víðfeðmari og býður upp á meira val,“ segir hann. OECD gerir samanburð á menntakerfum og námi ungmenna í aðildarlöndum samtakanna Skólasókn 17–18 ára minni hér en í nágrannalöndum                                             ! " HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti í gær ræðu í almennu umræðunni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Gerði hann þar m.a. að umtalsefni baráttuna gegn hryðjuverkum, viðbrögð Íraksstjórnar við ályktunum SÞ og þá stöðu sem upp er komin eftir tilboð Íraka um að leyfa vopnaeftirlit. „ … Í gær (í fyrradag) gerði Íraksstjórn Sameinuðu þjóðunum grein fyrir því að Írak hefði ákveðið að eiga fullt samstarf við SÞ og heimila vopnaeftirlitsmönnum skilyrð- islausan aðgang að landinu. Þetta er vissu- lega jákvætt skref en gjörðir verða þó að fylgja orðum,“ sagði utanríkisráðherra. Halldór Ásgrímsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að málefni Íraks hefðu verið mikið til umfjöllunar á þingi SÞ. Hann sagði að á þinginu hefði myndast mjög mikil samstaða um að þrýsta á Íraka að fara að ályktunum SÞ. Halldór sagði ennfremur að þótt Írakar hefðu samþykkt að hleypa vopnaeftirlitsmönnum inn í land- ið, án skilyrða, óttuðust menn að Írakar ættu samt eftir að setja skilyrði. „Menn óttast einnig að Írakar muni reyna að fela vopn sín, enda er vitað að þeir hafa gert það. Þannig er öllu sem Írakar segja tekið með fyrirvara,“ útskýrir Halldór. Hann segir ennfremur að í öryggisráði SÞ sé verið að semja ályktun, sem heimili hugs- anlegar aðgerðir gegn Írökum, virði þeir ekki þær ályktanir SÞ sem þeir séu skuld- bundnir til að fara eftir. Segist Halldór eiga von á því að samstaða eigi eftir að nást um ályktunina í öryggisráðinu. Ísland aðstoði við sjálfbæra þróun Halldór gerði sjálfbæra þróun, einnig að umtalsefni á allsherjarþinginu í gær, og bauð fram aðstoð Íslendinga við að aðstoða þróunarríki við sjálfbæra nýtingu sjáv- arauðlinda. Hann minntist þess ennfremur að 20 ár væru brátt liðin frá samþykkt Hafréttarsáttmála SÞ, sem væri einn af merkustu áföngum í starfi samtakanna. Þá fjallaði ráðherra um þörf þess að styrkja og endurbæta innviði SÞ, einkanlega ör- yggisráðið. Halldór Ásgrímsson fór í móttöku til George W. Bush Bandaríkjaforseta og eig- inkonu hans, Lauru Bush, fyrir helgi. Hall- dór segist í samtali við Morgunblaðið hafa skipst á nokkrum orðum við Bandaríkja- forseta. „Hann spurði um Ísland og sagðist meta mikils vináttu þjóðanna. Hann spurði einnig hvort það væru nokkur sérstök vandamál okkar í milli sem ég tel ekki vera,“ segir Halldór og kveðst hafa verið mjög ánægður með þessi orðaskipti við Bush Bandaríkjaforseta. Halldór Ásgrímsson átti einnig fund með Elísabetu Jones, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Halldór segir að á þeim fundi hafi Íraksmálið m.a. borið á góma sem og alþjóðasakamáladómstólinn. Þá var að sögn Halldórs rætt um varnarmál hér á landi. Spurður að því hvar þau mál væru á vegi stödd segir Halldór að um næstu mán- aðamót muni sú breyting eiga sér stað að yfirstjórn varnarliðsins verður flutt frá Bandaríkjunum til Þýskalands. „Þau mál ganga öll samkvæmt áætlun og ekkert nema gott um það að segja. Þau umskipti munu ekki leiða til neinna teljandi breyt- inga á flugvellinum.“ Flugmálastjórn til Pristina Halldór segist einnig hafa rætt við Jones um bókun varðandi framkvæmd varn- arsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna, en sú bókun rann út í apríl á síðasta ári. Hall- dór sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um það hvenær formlegar við- ræður hæfust um þau mál. „Við teljum að það liggi í sjálfu sér ekki mjög mikið á því að hefja slíkar viðræður. Aðalatriðið sé að átta sig á því hvað fram- undan er. Framkvæmd þessara mála hefur gengið prýðilega þrátt fyrir að bókunin hafi runnið út í apríl á sl. ári. Við erum þeirrar skoðunar að það sýni að það sé ekki heppilegt að vera með slíkar dagsetn- ingar; að það sé betra að hafa slíka samn- inga óbundna, það sé alltaf hægt að taka þá upp ef eitthvað sérstakt gerist.“ Halldór segir að hann hafi á fundi sínum við Jones einnig rætt um friðargæslumál, en ákveðið hefur verið í samráði við Atl- antshafsbandalagið að íslenskir flug- umferðarstjórar fari til Pristina til að taka við flugumferðarstjórn í Kosovo. „Við höf- um fengið beiðni um að taka við yfirstjórn flugvallarins og erum að leita leiða til að verða við þeirri beiðni,“ útskýrir Halldór. „Það er alveg ljóst að okkar bandamenn í Atlantshafsbandalaginu meta það mjög mikils ef við getum leyst þessi mál á Pristina-flugvelli. Að öðrum kosti hefur verið útlit fyrir að honum verði lokað.“ Halldór segir að fulltrúar utanríkisráðu- neytisins og íslensku flugmálastjórnarinnar séu nú í Kosovo til að fara yfir þessi mál. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær AP Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþing SÞ. Öllu sem Írakar segja er tekið með fyrirvara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.