Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bryndís Emils-dóttir fæddist á Eskifirði 31. október 1928. Hún lést í Landspítalanum–há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut föstu- daginn 6. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Laufey Sigríður Jónatansdóttir, f. 27. júlí 1905, d. 17. júlí 1964, og Niels Peter Emil Weywadt Björnsson, f. 28. ágúst 1892, d. 7. júlí 1972, sýsluskrifari á Eskifirði, síð- ar stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík. Systkini Bryndísar eru: Ingvar Emilsson, f. 3.10. október 1926, maki: Ástríður Guðmundsdóttir, f. 23. ágúst 1926, þau búa í Mexíkó, Hulda Emilsdóttir, býr í Banda- ríkjunum, f. 25. ágúst 1930, og Björn Jónatan Emilsson, býr í Reykjavík, f. 28. maí 1934. Bryndís giftist Lýði Kristni Jónssyni bifreiðarstjóra, f. 13. Ármann og Agnar. 4) Sigrún, f. 16. mars 1953, búsett í Kaupmanna- höfn, maki Torolf Berge Hansen, f. 6. maí 1954. Börn þeirra eru Kim Kristinn og Linda. 5) Hulda, f. 19. ágúst 1954, búsett í Hafnarfirði, maki Sveinn Stefánsson, f. 19. júní 1956. Börn þeirra eru Bylgja, Birk- ir og Bjartey. 6) Jón Emil, f. 6. júlí, 1956, búsettur í Reykjavík, maki Soffía Guðbjört Ólafsdóttir, f. 13. júní 1956. Börn þeirra eru Karlotta Ósk, Kristinn, Kristín Hildur og Katrín. 7) Bryndís Kristín, f. 25. ágúst 1964, búsett í Reykjavík, maki Heiðar Friðjónsson, f. 16. desember 1964. Börn þeirra eru: Karen, Freyr, Hlín og Friðjón. Barnabörn Bryndísar og Kristins eru 25 og barnabarnabörnin 14. Tólf ára að aldri fluttist Bryndís frá Eskifirði til Reykjavíkur þar sem hún bjó síðan. Auk almennrar skólagöngu lauk hún námi við Hús- mæðraskólann í Reykjavík árið 1949. Samhliða húsmóðurstörfum vann Bryndís löngum ýmis störf utan heimilis. Lengst starfaði hún hjá Þórskaffi þar sem hún hóf störf árið 1962. Vann hún þar í um þrjá áratugi þar til fyrirtækið hætti starfsemi. Útför Bryndísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. mars 1924, d. 5. sept. 1975. Foreldrar hans voru hjónin Jón Lýðs- son, f. 12.5. 1890, d. 14.5. 1974, verkstjóri í Reykjavík, og Guðrún Gísladóttir, f. 14.5. 1898, d. 2.7. 1984. Bryndís og Kristinn eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Sigríður, búsett í Grindavík, f. 13. nóvember 1947, maki Sigurður Krist- insson, f. 21. desember 1939. Dóttir þeirra er Kristjana. Sigríður, á þrjú börn með Gylfa Pálssyni frá fyrra hjónabandi. Þau eru: Brynj- ar, Guðbjörg Ása og Ágúst Þór. 2) Valdís, f. 28. janúar 1950, búsett í Garðabæ, maki Hákon Örn Gissur- arson, f. 28. sept. 1949. Börn þeirra eru Bryndís Ragna, Íris Huld, Laufey Ír, Gissur Örn og Konný Arna. 3) Laufey Guðrún, f. 10. febrúar 1951, búsett í Reykjavík, maki Sigmar Ármannsson, f. 13. október 1950. Börn þeirra eru: Sif, Eins og fjölmargir Reykvíkingar af kynslóð Bryndísar Emilsdóttur var hún fædd á landsbyggðinni, og þar sleit hún barnsskónum. Fram undir unglingsár bjó hún á Eskifirði. Á þess- um tíma var kreppa á Íslandi, eins og raunar í fjölmörgum öðrum ríkjum. Iðulega vék Bryndís að þessum bernskuárum sínum á Eskifirði og minntist þeirra með hlýju. Móðir henn- ar, Laufey, hugsaði um börn og bú. Faðir hennar, Emil, sýsluskrifarinn með ögn af dönsku blóði í æðum, var vakinn og sofinn við að sjá fjölskyld- unni farborða. Hann hélt skepnur, m.a. gæsir, og reri snemma á morgnana út á fjörð og lagði þar netstúf sinn áður en sýslukontorinn var opnaður. Allar klær voru úti til að draga björg í bú. Allt var nýtt og matreitt, og kosturinn hinn fjölbreytilegasti. Bryndís tók snemma þátt í þessu daglega bjástri. Er ástæða til að ætla, að hún hafi á þessum árum lagt grunninn að þeirri list, sem hún kunni öðrum betur: Að gera mikið og gott úr litlu. Bryndís var dugnaðarforkur og féll aldrei starf úr hendi. Hún var afar handlagin, hafði klárlega listræna taug. Það sést af alls konar flíkum, sem hún saumaði eða prjónaði, oft eft- ir eigin hönnun, svo að gripið sé til tískuorðs. Hún var snillingur í því að töfra fram á nánast engri stundu veisluborð, er fólk bar fyrirvaralaust að garði. Þrátt fyrir afköstin og vinnusemina fylgdi henni ætíð sér- stök ró. Hún hafði góða nærveru eins og sagt er. Allir þessir kostir Bryndísar nýtt- ust henni afar vel í lífinu. Hún stóð fyrir mannmörgu heimili og kom stórum barnahópi til manns. Það tók örugglega stundum á, að fæða þann skara og klæða. Eftir að Bryndís gift- ist Kristni heitnum Jónssyni, fluttust þau í íbúð í húsi foreldra hans á Grett- isgötu 73, þar sem hún bjó síðan. Löngum var þar gestkvæmt, enda áttu margir erindi í miðbæinn. Var þá gráupplagt að heimsækja Bryndísi, þar sem alltaf beið gesta hlýtt viðmót, heitt kaffi á könnunni og meðlæti. Síðar bættust í hóp fastagesta Bryn- dísar þeir sem henni voru kærastir, uppkomin börn hennar, barnabörnin og barnabarnabörnin. Afkomendur Bryndísar voru stolt hennar. Líklega hefur henni fundist hún vera rík. Hjá stórfjölskyldu Bryndísar var hinn náttúrulegi og innsti kjarni mið- bæjarins ekki í Kvosinni. Hann var nokkru austar, allinnarlega á Grett- isgötu. Í huga þessa fólks færist hann þó senn vestur til viðtekins staðar. Bryndís Emilsdóttir er horfin á braut. Blessuð sé minning hennar. Sigmar Ármannsson. Hún systir okkar, Bryndís, var sér- stakur persónuleiki og kringum hana var alltaf þessi stóíska ró sem gerði það að verkum, að öllum leið vel í ná- vist hennar. Með þessari sömu ró horfðist hún í augu við óvænt veikindi sín og mögulegar afleiðingar þeirra, sem við nú vitum öll hverjar urðu. Allt sem hún tók sér fyrir fór hún létt með. Hún var ótrúlega handlagin og við öfunduðum hana alltaf af að hafa erft handlagnina af föðurfólkinu, sem okkur grunar nú að sé komin frá hálfsvörtum ættföður okkar, sem kom til Danmerk- ur frá Jómfrúreyjunum í fylgd með móður sinni, svartri ambátt í þjónustu danskra aðalshjóna, en sem strauk úr þrælkuninni og gerðist síðar verslunar- sjóri eftir langafa okkar N. P. E. Wey- wadt á Djúpavogi. Í barnæsku austur á Eskifirði átti hún systir okkar erfitt með að lesa. Í dag heitir þetta lesblinda og nú eru sálfræðingar og uppeldisfræðingar á hverju strái til að leysa þennan vanda. En þar sem lesblindan háði ekki öðr- um andlegum hæfileikum, t. d. reikn- ingsgáfu, var Bryndís alltaf fremst á því sviði og það var önnur ástæða fyr- ir aðdáun okkar á henni, því þótt ég, bróðir hennar, hafi seinna lokið há- skólaprófi í stærðfræði var ég í barn- æsku aðeins hálfdrættingur við hana í reikningslistinni. Hún átti því láni að fagna að eign- ast sjö börn, sex dætur og einn son. Við höfðum stundum orð á því við hana í gamni, að hún ætti nú bara að efna til prívat fegurðarsamkeppni og sú sem ynni úr hennar flokki yrði áreiðanlega kjörin Ungfrú Ísland. Er árin liðu varð Bryndís og heimili hennar á Grettisgötunni miðpunktur fjölskyldunnar og þar var börnunum, barnabörnunum og barnabarnabörn- unum alltaf tekið með opnum örmum. Þegar Bryndís varð sextug kom hún til okkar hér í Mexíkó og heilsaði fylk- isstjóra Morelos-fylkis, þar sem ég hafði lánað helgarhúsið okkar fyrir fund allra hreppsstjóra fylkisins. Þar var sjálfur fylkisstjórinn mættur og hann spurði þessa hæversku konu, hvaðan hún væri, og hún svaraði, frá Íslandi. Þá sagði hann á sinn mexí- kanska máta: „Frá Íslandi, ef allar konur eru þar jafn dásamlegar og þér, hlýtur Ísland að vera fegurst allra landa veraldar.“ Í barnæsku, þá sjaldan við systk- inin brustum í grát af einhverjum ástæðum, sagði hún systir mín við mig: „En þú mátt ekki tárast, þú ert stóri bróðir okkar.“ En nú, nær sjö áratugum seinna, sem ég sit og skrifa þessar línur, leyfi ég mér í fyrsta og síðasta skiptið að óhlýðnast henni þar sem hún hvílir í Guðs friði. Ingvar Emilsson. Hvernig er hægt að lýsa persónu eins og systir mín er? Til þess þarf ég að margfletta blaðsíðunum í Íslenskri orðabók því minn orðaforði er of tak- markaður til að lýsa slíkum persónu- leika. Já, hún er. Hún er búin að af- klæðast jarðbúningnum, en ljós henn- ar og minningarnar um hana lifa! Hugsunin er orka/ljós, sem skapast af meðvitund/samvisku. Þetta ljós, ljós alheimsins, streymir í gegnum jarðbúninginn, og það er hverjum val, hvernig þetta ljós er notað. Bryndís notfærði sér ljósið. Hún virkjaði það og notaði hið virkjaða ljós til að lýsa og greiða götur annarra. Þetta ljós hennar mun skína um eilífð, þar sem hennar er þörf á jörðu og í alheim- inum. Slíkt ljós er of sterkt til að slokkna. Bryndís veitti öllum hamingju og leiðarljós öllum, sem áttu samleið með henni. Kraftur hennar og kjark- ur var óbifanlegur. Gestrisni hennar var einsdæmi og fórnfýsin engu lík. Ég hugsaði oft að slík persóna ætti að fá „orðu“ fyrir vel unnið verk. Hún átti og ól upp sjö börn og ekk- ert þeirra hefur hún átt í vandræðum með. Sama er að segja um hennar 25 barnabörn. Barnabarnabörnin 14 eru of lítil ennþá til að dæma um þeirra framtíð, en ég veit að hennar leiðar- ljós verður líka með þeim. Þvílík ham- ingja í lífinu að eiga góða foreldra. Það kemur ekkert í þeirra stað – hvorki auðæfi né útlit. Það er erfitt að skilja líkamlega brottför hennar, en ég veit að hennar var þörf á áframhaldandi brautum. Ég veit líka, að hennar ytri og innri fegurð mun lifa í meðvitund okkar allra, sem unnum henni. Þvílík ham- ingja fyrir þjóðfélagið, þegar slíku fræi er sáð! Hulda Emilsdóttir. Englar Guðs breiddu út faðm sinn þetta fallega föstudagskvöld þegar amma kvaddi þennan heim. Tár runnu niður kinnar en við vissum að hún var komin á yndislegan stað þar sem hún á eftir að vaka yfir okkur sem eftir lifum. Amma var búin að skila sínu með sóma og gott betur en það. Hún var einstök kona og tók alla sem minna máttu sín undir sinn verndarvæng. Hún var alltaf hress og kát og alltaf var jafn gott að koma til ömmu á Grettó. Jólaboðin voru ein- stök og þeim mátti enginn missa af. Kæru fjölskyldur, það hefur mynd- ast stórt skarð í líf okkar allra og ég veit í hjarta mínu að amma, eins góð- hjörtuð og hún var, mun senda okkur styrk. Ása og fjölskylda. Elsku amma. Með miklum söknuði kveðjum við þig í síðasta sinn. Með tárin í augunum hugsum við til þín, elsku besta amma. Þar sem þú varst alltaf svo hraust og ungleg var þetta það sem við áttum síst von á. Það er svo erfitt og sárt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að sjá þig hér aftur en við huggum okkur við það að við eigum óteljandi góðar minningar um þig. Þegar við hugsum til baka kemur margt upp í hugann. Það sem stendur upp úr eru jólaboðin á Grettisgötunni. Það getur enginn haldið eins frábær jólaboð og þú. Sextíu manns boðið upp á það besta sem völ er á og þú sást ein um þetta allt saman. Það var ekki bara verið að bjóða gestunum upp á kalkún, ó nei. Hvað ef einhver væri nú ekki hrifinn af kalkún? Þá var boðið upp á til dæmis hangikjöt, svínakótilettur, franskar kartöflur, sykraðar kartöflur og svo uppstúf fyrir þá sem vilja og auðvitað var það heimatilbúinn ís með öllu tilheyrandi í eftirrétt. Þetta var hátindur hátíð- anna – jólaboðin hjá þér. Annað sem kemur sterkt upp í hugann er hversu harðdugleg þú varst alla ævi. Þú vildir aldrei láta hafa fyrir þér þannig að þú tókst strætó eða fórst fótgangandi hvort sem var til vinnu eða annað. Þú hafðir unun af því að ferðast og naust þess að heimsækja systur þína í Bandaríkjunum og dóttur þína í Dan- mörku. Á lífsleiðinni eignaðist þú sjö börn, 25 barnabörn og fjórtán barnabarna- börn. Þrátt fyrir allan þennan fjölda gleymdist aldrei neinn. Þú mættir í öll afmæli sem þú mögulega gast og það fengu allir sína jólagjöf ár hvert. Þú ert gjafmildasta kona sem við höfum kynnst. Þegar maður heyrði af því að þú hefðir veikst trúði maður því varla enda varst þú ekki vön að leggjast í rúmið. Því héldum við að þetta myndi líða fljótt hjá en í staðinn greindist þú með sjúkdóm sem tók þig frá okkur á skömmum tíma. Þetta er enn eins og vondur draumur sem við bíðum eftir að vakna upp af. Það er þó gott að vita af því að þú sért búin að hitta afa aftur eftir 27 ára aðskilnað. Elsku amma, við erum ákaflega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Sofðu rótt, elsku amma, við munum aldrei gleyma þér. Bryndís Ragna, Íris Huld, Laufey Ýr, Gissur Örn og Konný Arna. Undarlega matarlykt lagði frá eld- húsinu. Þrjú matvönd barnabörn hímdu fyrir utan. „Amma, hvað ætlar þú eiginlega að hafa í matinn?“ spurðu þau efablandinni röddu. Sennilega hefði engum öðrum en ömmu Bryndísi, eða ömmu á Grettó eins og við kölluðum hana, tekist að fá okkur óþekktarormana til að bragða plokkfiskinn sem við höfum ætíð fúls- að við. Svo mikil var þó virðing ömmu að ekki kom annað til greina en að hlýða. Við vissum að enginn komst upp með neitt múður við hana ömmu. Hún var okkur sterk fyrirmynd og með dugnaði hennar og atorku fylgd- umst við með aðdáun. Amma á Grettó var mikill skörung- ur. Í kringum hana var aldrei logn- molla og aldrei sást hún aðgerðarlaus. Hún var einkar myndarleg í höndun- um og prjónaði reglulega handa okk- ur vettlinga, húfur, trefla og ullar- peysur eða hvað það var sem okkur vantaði hverju sinni. Og auðvitað var afraksturinn mun glæsilegri en hefð- um við einfaldlega farið og keypt flík- urnar. Dugnaði ömmu er vel lýst í hnot- skurn með árlegri stórveislu sem eng- inn vildi missa af. Jólaboðin hennar ömmu voru óviðjafnanleg. Árlega á jóla- dag streymdu prúðbúnir ættingjar að Grettisgötu 73. Fullorðna fólkið keppt- ist við að ná bestu sætunum. Það kom sér makindalega fyrir í stofunni og upp- hófust líflegar umræður. Yngri kynslóð- irnar fylltu öll herbergi og ganga. Mikil gleði ríkti meðal barnanna sem hlupu um í algleymi jólanna. Þarna var ávallt kátt á hjalla. Yfir 50 svangir ættingjar sem allir biðu eftir að amma segði „gjör- ið þið svo vel“ fylltu íbúðina. Þegar amma gaf græna ljósið var stokkið á fætur og flykkst inn í borðstofu. Þar blasti við sjón sem framkallaði ávallt vatn í munninn. Ein og óstudd útbjó amma gómsætasta jólahlaðborð sem um getur. Hangikjöt, svínakjöt, kalk- únn, lax, salöt og sósur, brúnaðar kart- öflur, franskar kartöflur, gular og græn- ar baunir, heimabakað brauð og svo mætti lengi telja. Allir gátu fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Í eftirrétt voru kaffi, kökur og heimalagaður ís. Allir átu á sig gat. Þessa árlegu stórveislu framkallaði amma án þess að blása úr nös. Gestagangur var ávallt mikill á Grettisgötunni. Allir vildu heimsækja ömmu. Þægilegri manneskju var vart hægt að finna. Öllum leið vel í návist hennar og öllum tók hún opnum örm- um. Þegar komið var í heimsókn til ömmu töfraði hún ávallt fram veislu. Kleinur, vöfflur, pönnukökur, lumm- ur... Allar voru þessar kræsingar bestar eins og amma framreiddi þær. Amma á Grettó var sönn amma í besta skilningi þess orðs. Hún var ættmóðir sem við erum lánsöm að hafa átt og kynnst. Hún bar ómælda umhyggju fyrir börnum sínum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Fjölskyldan var henni sem fjársjóður. Hún var okkur fyrirmynd. Þótt okkur takist ekki nema rétt að tylla tánum þar sem hún hafði hælana er kemur að mann- gæsku og dug megum við teljast vel sett. Amma á Grettó mun um aldur og ævi verða barnabörnunum 25 og barnabarnabörnunum 14 fordæmi. Orðstír hennar mun jafnframt lifa með ókomnum kynslóðum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Sif Sigmarsdóttir, Ármann Sigmarsson, Agnar Sigmarsson. Elsku amma okkar á Grettisgöt- unni er látin. Það er svo margt sem hugur okkur hylur heldur fast um mynd sem hann vill geyma. Það er svo margt sem maður ekki skilur, við minningarnar tár um hvarma streyma. (Jón Emil.) Þetta ljóð samdi sonur ömmu Bryndísar þegar kær frænka okkar lést eftir þriggja mánaða veikindi. Og núna tveim árum síðar sjáum við á eftir ömmu. Á 17. júní amaði ekkert að og þá tók hún á móti okkur með heimatilbúnum kræsingum. Já, kræs- ingum. Jólaboðin hjá ömmu voru engu lík, hlaðið borð af dýrindis mat sem enginn mátti hjálpa henni að elda. En á Grett- isgötuna mættu hennar nánustu; börn, barnabörn, tengdabörn og barna- barnabörn, tæplega 60 manns. Það má hæglega segja að börnin hafi verið mesta ríkidæmi ömmu Bryndísar. Söknuðurinn er mikill, en þegar við hugsum um ömmu á Grettó, vitum við að hún var besta amma sem hægt er að hugsa sér. Þar sem eg návist þína finn, þar á andinn heima. Gegnum heiðinn huga minn heitar bænir streyma. Svo er hann fagur, söngur þinn, að sorginni má gleyma. (Davíð Stef.) Elsku amma, þúsund þakkir fyrir allt. Bylgja, Birkir og Bjartey. Það eru ekki til nein orð sem lýsa missinum og söknuðinum sem ég finn í hjarta mínu. Að vita það að ég fæ aldrei aftur að taka utan um hana ömmu mína og segja henni að ég elski hana. Það eina sem ég get gert við tómið í hjarta mínu er að fylla það af öllum yndislegu minningunum um hana. Minningum um hlýja eldhúsið hennar þar sem alltaf var hægt að fá kóksopa og frosið brauð með sól- blóma og osti. Minningunum um öll jólaboðin með kótilettunum, dansin- um í kringum jólatréð og grýlu sem hékk alltaf á sínum stað hjá spegl- inum og allir krakkar voru hræddir við. Minningunum af hringlinu í skartgripunum hennar þegar hún gekk um og hvernig hún sagði alltaf „já, já“ þegar hlé varð á samræðum. Hún var ekki bara amma mín held- ur var hún líka vinkona mín og alltaf gat ég verið viss um að fá hreinskilið álit á áhyggjuefnum og öðru sem bar á góma í þeim ótalmörgu samræðum sem við áttum. Þegar ég sagði dóttur minni að langamma hennar væri farin til guðs þá sagði hún: „Amma er núna falleg- asti engillinn í himnaríki.“ Þessi sterka kjarnakona er farin frá okkur. Hennar er sárt saknað. Amma mín, fallegasti engillinn í himnaríki. Karlotta Ósk Jónsdóttir. BRYNDÍS EMILSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.