Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðmundur H.Þorbjörnsson
fæddist í Reykjavík
22. október 1922.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 9. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Þorbjörn
Halldórsson og
Helga Helgadóttir.
Þau bjuggu í Mela-
sveit og síðar í
Reykjavík. Systkini
Guðmundar voru
Ólafur Halldór,
Torfi, Helgi Kristinn, Hólmfríður
Jóhanna og Guðlaugur Oddur.
Þau eru öll látin, en Guðmundur
var yngstur þeirra systkina.
Guðmundur kvæntist árið 1966
eftirlifandi eiginkonu sinni, Ruth
Pálsdóttur húsmóður í Reykjavík,
og gekk fjórum börnum hennar í
föðurstað. Foreldrar Ruthar voru
fulltrúi, gift Vilhjálmi Fenger
framkvæmdastjóra. Þeirra börn
eru Björg, laganemi, en sambýlis-
maður hennar er Jón Sigurðsson,
viðskiptafræðingur og eiga þau
nýfæddan son óskírðan, og Ari
markaðsfulltrúi en sambýliskona
hans er Helga Lilja Gunnarsdótt-
ir viðskiptafræðinemi. 4) Brynja
Vermundsdóttir leikskólakenn-
ari, gift Loga Úlfarssyni fram-
kvæmdastjóra. Þeirra synir eru
Bjarki, viðskiptafræðingur en
sambýliskona hans er Hildur
Imma Jónsdóttir viðskiptafræði-
nemi, Breki framhaldsskólanemi
og Boði grunnskólanemi.
Fyrstu ár starfsævi sinnar
stundaði Guðmundur almenn
verkamannastörf í Reykjavík. Ár-
ið 1954 hóf hann svo nám í hús-
gagnabólstrun og lauk sveins-
prófi í þeirri grein árið 1959 hjá
Helga Sigurðssyni meistara í
greininni. Guðmundur vann allar
götur síðan við iðn sína, fyrst hjá
öðrum eða í félagi við aðra en hóf
síðan sjálfstæðan rekstur sem
hann vann við til dauðadags.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Páll Einarsson og
Ingunn Guðjónsdótt-
ir. Börn Ruthar og
fósturbörn Guðmund-
ar eru: 1) Sigurbjörg
Ingunn Vermunds-
dóttir matreiðslu-
meistari, búsett í
Noregi. Sambýlis-
maður hennar er Öy-
stein Moe, kennari.
Börn hennar eru
Guðrún Ruth Eyjólfs-
dóttir, húsmóðir, gift
Lýð Guðmundssyni
forstjóra, og þeirra
sonur er Alexander,
Gestur Eyjólfsson rafvirki, og
Kristine Harr, leikskólakennari,
en sambýlismaður hennar er Ro-
bert Strømli bóndi í Noregi, og
þeirra börn eru Jonas og Signe.
2) Páll Ómar Vermundsson, bíla-
málari, ókvæntur, börn hans eru
Ruth og Ómar vefhönnuður. 3)
Kristín Vermundsdóttir, fræðslu-
Dagurinn sem Guðmundur okkar
kvaddi þennan heim var sérstaklega
sólríkur og hlýr. Haustdagur, og far-
fuglarnir að kveðja en vitneskjan um
endurfundi að vori notaleg.
Sólríkja og hlýja eru kannski ein-
mitt þau orð sem lýsa best þeim til-
finningum sem við systkinin upplifð-
um þegar Guðmundur kom inn í líf
okkar eftir að við höfðum misst föður
okkar skyndilega ung að aldri.
Og á kveðjustundu er einnig gott
að hugsa til þess að endurfundir okk-
ar verða notalegir, þegar þeim kem-
ur.
Guðmundur hafði einstakan mann
að geyma. Hann bar ekki tilfinningar
sínar á torg en hafði sérstaklega
notalega nærveru sem barnabörnin
skynjuðu einstaklega vel. Guðmund-
ur mátti ekkert aumt sjá og var fljót-
ur að rétta fram hjálparhönd, en
minna fyrir að láta aðra hafa fyrir
sér. Þrjóskur gat hann verið, sem
undirstrikaði þá staðfestu sem hann
bjó yfir, en var mjög sanngjarn.
Hann vildi hafa snyrtilegt í kringum
sig og hafði sérstaka ánægju af því
að vera vel klæddur. Ákveðin reisn
var yfir honum alla tíð sem fylgdi
honum allt þar til yfir lauk.
Það er ekki auðvelt að gerast þátt-
takandi í lífi móður með fjögur ung
börn og takast eins vel til og Guð-
mundi. Hann var okkur systkinunum
afar traustur og sannur alla tíð og
fundum við ávallt fyrir þeirri miklu
umhyggju sem hann bar fyrir okkur.
Hann var mömmu yndislegur eigin-
maður og einkenndist samband
þeirra af ást, gagnkvæmri virðingu
og vináttu sem veitti okkur syskinun-
um mikið öryggi alla tíð.
Á erfiðum stundum var gott að
eiga skjól hjá Guðmundi því alltaf gaf
hann sér tíma til að hlusta og leiða
okkur að jákvæðum lausnum enda
var hann mjög jákvæður maður.
Margar ánægjulegar samveru-
stundir áttum við, ýmist við spila-
mennsku, notalegar samræður eða á
ferðalögum innanlands og utan. Guð-
mundur fylgdist vel með því sem
hvert okkar var að sýsla hverju sinni,
og var það honum mikið hjartans mál
að okkur gengi vel í lífinu.
Elsku Guðmundur. Við þökkum
þér fyrir allt sem þú kenndir okkur
og gafst, og ekki síður fyrir að vera
sá sem þú varst. Söknuður okkar er
mikill, en þú verður stór hluti af okk-
ur þar til við hittumst á ný. Guð
geymi þig og varðveiti.
Brynja, Kristín, Páll
og Sigurbjörg.
Það er ótrúlegt hvernig fallegur
og bjartur dagur, fullur vonar og
nýrra verkefna getur skyndilega
tekið þeim breytingum að fegurðin
hverfur allt í einu vegna áfalls og
sorgar sem steypist yfir eins og
óveðursský á himni. Maður missir
einhvern neista og það er eins og
eitthvað deyi inni í manni. Þannig
leið mér mánudagsmorguninn 9.
september sl. Tengdafaðir minn,
Guðmundur H. Þorbjörnsson, lést
þennan morgun.
Genginn er maður sem mér þótti
alveg ótrúlega vænt um, einstakur
maður sem aldrei mátti vamm sitt
vita. Ég kynntist honum sem ung-
lingur þegar dóttir hans varð kær-
astan mín. Í þrjátíu ár höfum við ver-
ið samferðamenn og minningarnar
hrannast upp eins og ætíð er nákom-
inn ættingi kveður þetta líf. Efst í
huga er þakklæti fyrir svo ótal
margt. Stuðning á erfiðum tímum og
þátttöku í sigurstundum. Umhyggju
fyrir okkur Brynju og strákunum og
foreldrum mínum, sem átti sér engin
takmörk. Áhuga á daglegum verk-
efnum mínum sem alltaf hafði for-
gang þegar við hittumst.
Guðmundur hafði ríka réttlætis-
kennd og mátti ekkert aumt sjá og
vildi helst styðja alla sem áttu um
sárt að binda. Það er minnisstætt,
þegar ég færði fyrir hann bókhaldið
einu sinni á ári, að þar voru allir gíró-
seðlarnir og happdrættismiðarnir
frá líknarsamtökunum sem flestir
henda, en hann greiddi eins og um
opinber gjöld væri að ræða. Það er
einnig minnisstætt að alltaf skilaði
Alþýðublaðið sér í gegnum blaðalúg-
una, jafnvel þótt blaðið væri undir
það síðasta svo lítið að brjóta mætti
það saman og koma fyrir í eldspýtu-
stokki. Hann var jafnaðarmaður og
stoltur af því, og blaðið skyldi keypt
meðan það kæmi út. Sannfæringin
var alveg skýr. Alþýðuflokkurinn var
uppspretta alls þess sem best var á
Íslandi. Í seinni tíð var það Samfylk-
ingin. Bíddu bara, þetta kemur allt
saman hægt og rólega.
Það er víst að Guðmundur H. Þor-
björnsson var einstakur maður.
Aldrei heyrði ég hann hallmæla
nokkrum manni allan þann tíma sem
ég þekkti hann, og við spjölluðum oft
mikið saman. Hann leit alltaf á
björtu hliðarnar og reyndi að draga
fram það jákvæða í öllum aðstæðum.
Jafnvel þeir sem úthrópaðir voru í
fjölmiðlum áttu þar hauk í horni. All-
ir áttu sér málstað sem taka þurfti
tillit til þegar spilin voru lögð á borð-
ið.
Guðmundur var góður fagmaður í
sínu fagi og lagði sig allan fram við að
gera sem best, þegar hann tók að sér
að klæða og bólstra margan dýrgrip-
inn sem viðskiptavinum hans þótti
afskaplega vænt um. Hann var stétt
sinni til sóma og þeir voru margir
sem þótti gott að koma til hans á
verkstæðið að fá góð ráð varðandi
ýmis verkefni sem þurfti að leysa.
Þau ráð voru alltaf sönn og gefin af
heilum hug, jafnvel þótt hann missti
af verkefnum fyrir vikið.
Guðmundur var vel kvæntur mað-
ur og hann vissi af því. Þau hjónin
voru miklir vinir og umhyggja hans
fyrir eiginkonu sinni var með þeim
hætti að eftir var tekið. Þau hjónin
voru af þeirri kynslóð fólks þar sem
verkaskiptingin innan heimilisins
var þannig að konan sá um heimilis-
störfin en karlmaðurinn um störfin
utan heimilisins. Þannig var það hins
vegar ekki í Stangarholtinu. Guð-
mundur gekk ekkert síður í þvotta,
hreingerningar og matseld heldur en
frúin á bænum. Og á heimilum okkar
tengdasonanna gekk heimilisbylt-
ingin umtalaða yfir þannig að í stað
þess að vitna í umræður í tímaritum
og almannaróm sögðu dæturnar ein-
faldlega: Gerðu bara eins og hann
fóstri minn og þá verð ég ánægð.
Þeir eru margir sem eiga eftir að
sakna þessa heiðursmanns. Fjöl-
skyldan öll á um sárt að binda en eft-
ir stendur minningin um einstakan
mann, sem við munum öll geyma í
hjörtum okkar um ókomin ár.
Megi góður Guð styrkja fjölskyld-
una alla á erfiðri stund.
Logi Úlfarsson.
Við fyrstu kynni okkar hjónanna
af Guðmundi fundum við, að þarna
fór góður og áreiðanlegur maður,
hann hafði þægilega nærveru, hæg-
látur, skapgóður, traustur eins og
klettur. Og með Rut systur minni og
Guðmundi áttum við ótal ánægjuleg-
ar stundir, m.a. innan Oddfellowregl-
unnar, stundir sem ég þá og nú er
ævinlega þakklát fyrir.
Þegar Ingi minn féll frá reyndust
Rut og Guðmundur mér vel eins og
svo margir ættingjar og vinir. Seinna
þegar ég seldi íbúðina mína og keypti
aðra en vantaði húsnæði í fimm mán-
uði buðu Rut og Guðmundur mér að
búa hjá sér í Stangarholtinu þennan
tíma og gerðu sitt heimili að mínu.
Ekkert þótti þeim sjálfsagðara. Ég
var kölluð „heimasætan“ af því að ég
bjó á „meyjarloftinu“, í einu af ris-
herbergjunum í íbúðinni sem hafa
hýst svo marga ættingja í gegnum
tíðina, m.a. börn og barnabörn þeirra
hjóna. Það var líka yndislegt að sjá
hvernig afabörnin hændust að þess-
um hógværa manni og þau vildu svo
gjarnan leggja honum lið við hús-
gagnabólstrunina og þá njóta fé-
lagsskapar hans. Hjálpsemina sáu
þau í fari hans.
Þegar Guðmundur varð sjötugur
fórum við nokkur saman til Banda-
ríkjanna, þar sem við heimsóttum
m.a. Guðrúnu systur og eiginmann
hennar Árna. Þetta var ein af þeim
ánægjulegu stundum sem ég áður
nefndi. Í næsta mánuði, þegar Guð-
mundur yrði áttræður, ætluðum við
að fara með vinum okkar til Portú-
gals og halda ærlega afmælisferð.
Félagslíf vinahóps okkar verður nú
fátæklegra.
Öllum vinum Guðmundar mágs
míns og vandamönnum sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Guðbjörg Pálsdóttir.
Ég og afi minn áttum margar góð-
ar stundir saman. Þegar ég bjó í
Njarðvík fannst mér mjög gaman að
koma í Stangó og vera í skúrnum hjá
afa. Þvo bílinn, slá grasið, spúla inn-
keyrsluna eða bara dunda mér í
skúrnum. Alltaf mátti ég gera allt og
aldrei bannaði hann mér neitt.
Síðasta skiptið sem ég fór til afa á
spítalann sagði ég við mömmu að ég
væri svo þyrstur, þá var afi minn
fljótur að segja: „Er ekki einhver aur
hér í skúffunni?“ Þetta var dæmigert
fyrir hann. Hann vildi alltaf að manni
liði vel. Ég var svo heppinn að fá að
ferðast með afa bæði til Spánar og
Flórída og fannst mér gott að hafa
hann með mér. Við fórum í mínígolf
og áttum okkar stundir á ísbörunum,
hann var svo góður við mig. Þegar ég
átti heima hjá honum í smátíma sá
hann til þess að það væri alltaf eitt-
hvað til í ísskápnum sem mér þótti
gott, en eitt af því sem við áttum
sameiginlegt var, að við vorum báðir
miklir sælkerar. Afi minn er besti
maður sem ég hef kynnst.
Elsku besti afi minn. Þú veist að
mér þykir rosalega vænt um þig og
ég á eftir að sakna þín mikið, við
sjáumst seinna.
Ég fel þér þessa bæn:
Ó, Jesú, bróðir besti,
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína,
á barnæskuna mína.
(P. Jónsson.)
Þinn besti vinur,
Boði Logason.
Hvað er það sem afi getur ekki
gert? Það var þetta sem hann Guð-
mundur afi sagði alltaf við mig þegar
hann hafði leyst verkefnin sem ég
lagði fyrir hann þegar eitthvað þurfti
að lagfæra. Hann var handlaginn
með ólíkindum, það var sama hvort
það var viðgerð á kassabílnum mín-
um eða nesti í skólann, alltaf reddaði
hann hlutunum, svona var hann afi
minn. Ég var nefnilega svo heppinn
að kynnast honum afa mjög vel, við
bjuggum hjá þeim í Stangarholtinu
áður en við fluttumst suður með sjó
og síðan var ég líka mikið hjá þeim
fyrsta árið mitt í Verzló. Ég ólst mik-
ið upp á verkstæðinu hjá afa, þar var
þægilegt að vera og alltaf fann hann
eitthvað fyrir mann að gera. Ég var
vanur að koma til hans þar og borða
matarkex og drekka te með engum
sykri og engri mjólk.
Það virðist líka vera sem allir kett-
ir í póstnúmeri 105 hafi elt mig á
röndum þegar ég var úti að leika
mér, en ég var með kattarhræðslu á
háu stigi og kom ávallt hlaupandi inn
til afa þegar ég varð hræddur. Afi
var nú fljótur að redda því og var
ávallt kominn með vatnsslönguna á
loft þegar hann heyrði öskrin í mér.
Ég fékk líka mitt fyrsta hjól þegar ég
bjó í Stangó og í portinu hjá afa lærði
ég að hjóla. Ég held að afi sé einn
besti maður sem ég hef kynnst og sá
heiðarleiki og sú góðmennska sem
einkenndu hann er eitthvað sem ég
hef reynt að tileinka mér. Guðmund-
ur afi vildi alltaf fá fréttir af manni
þegar eitthvað var að gerast, og það
var alveg sama hversu illa manni
gekk, hann gerði alltaf gott úr öllu.
Ég var mikið hjá þeim fyrsta árið
mitt í Verzló og var afi vanur að
keyra mig í skólann klukkan átta á
morgnana en áður en hann gerði það
var hann búinn að sjóða hafragraut
og taka til lýsið. Hann reyndi líka alla
tíð að pína ofan í mig fiski, sem ég er
ekkert sérstaklega mikið fyrir. Ég
spurði hann þegar ég kom upp á spít-
ala um daginn hvort hann væri ekki
búinn að borða einhvern fisk í dag.
Þá svaraði hann mér að hann væri
bara svo slappur að hann gæti ekkert
borðað en bauðst til þess að geyma
fyrir mig úr mötuneytinu ef ég vildi
taka með mér heim. Svona var hann
afi minn.
Afi var einn af þessum mönnum
sem þér getur ekki líkað illa við.
Hann sagði kannski ekkert of mikið
en það var alveg ofboðslega gott að
vera hjá honum og hlýjan frá honum
er eitthvað sem ég mun aldrei
gleyma. Hann var góður við alla og
þá sérstaklega ömmu sem var hon-
um sem gimsteinn. Svona var hann
afi minn.
Afi fann sér alltaf eitthvað að gera
og öll mín jól höfum við feðgarnir far-
ið með honum í kirkjugarðinn á að-
fangadag, hann hefur þá alltaf verið
tilbúinn með fallega krossa sem hann
er búinn að dunda sér við að setja
saman. Það er alveg á hreinu að ég
mun halda áfram að fara í garðinn til
hans afa á jólunum, en nú er það ég
sem þarf að sjá um að skreyta kross-
ana.
Í dag kveð ég afa minn sem hefur
verið í kringum mig allt mitt líf. Ég
hef alltaf getað leitað til hans og
hann hefur alltaf verið tilbúinn að
hjálpa mér með hvað sem er. Það
hafa verið forréttindi að fá að verja
svo miklum tíma með jafn yndisleg-
um manni og afi var. Ég mun ávallt
hugsa til hans með hlýju og þakka
honum fyrir allt sem hann hefur
kennt mér. Ég hugsa til baka og þá
átta ég mig á því hvað hann skipti
mig í raun miklu máli. Hann var van-
ur að redda hlutunum og spurði mig
alltaf hvað það nú væri sem afi gæti
ekki gert. Ég sagði alltaf að hann
gæti ekki verið í marki, þá hló hann
og klappaði mér á kollinn.
Ég ætla að kveðja afa minn með
sömu orðum og hann kvaddi mig með
þegar ég kyssti hann uppi á spítala
um daginn, sem eru nokkuð lýsandi
fyrir hann. Hann var nefnilega alltaf
að hugsa um fólkið í kringum sig, það
var aldrei neitt að hjá honum. Svona
var hann afi minn.
Farðu varlega og láttu þér líða vel.
Breki Logason.
Guðmundur afi var besti maður
sem ég hef nokkru sinni þekkt. Ég
bjó mikið hjá honum og Ruth ömmu í
Stangarholtinu, bæði þegar ég var
yngri og líka þegar ég var í mennta-
skóla og háskóla. Alltaf vildi afi allt
fyrir mig gera og það var nánast
sama hvað ég bað um, það var aldrei
neitt mál. Hann keyrði mig t.d. oft í
skólann bæði í grunnskóla, mennta-
skóla og jafnvel nokkrum sinnum
þegar ég var í háskóla. Alltaf vaknaði
hann með mér og við fengum okkur
morgunmat saman, hafragrautur var
uppáhaldið okkar.
Ég man þegar við gerðum upp
herbergið í kjallaranum „saman“, til
þess að ég gæti verið þar. Herbergið
var í slæmu ástandi þegar við byrj-
uðum en afi gat gert allt sem þurfti
til að gera þetta heimilislegt. Hann
setti upp hillur, tengdi fyrir rafmagni
og sjónvarpi og teppalagði meira að
segja líka. Ég átti að mála og var víst
eitthvað latur við það, en þegar ég
kom einn daginn og ætlaði að klára
að mála þá var afi bara búinn að því
og geymslan sem var skítug og ryk-
ug þegar við byrjuðum var orðin að
mjög fínu og notalegu herbergi.
Þarna bjó ég samanlagt í um fjögur
ár og Imma kærastan mín í tæp tvö
ár með mér. Hún var auðvitað boðin
velkomin og afi og hún urðu miklir
vinir.
Afi var alltaf mjög áhugasamur
um allt sem ég var að gera, hann
spurði mig reglulega hvernig gengi í
skólanum og þegar sumarið fór að
nálgast fór hann að forvitnast um
það hvernig gengi að fá vinnu. Hann
var alltaf mjög ánægður þegar ég svo
fékk eitthvað að gera.
Eitt atriði finnst mér líka lýsa afa
mjög vel. Ég var nefnilega vanur að
elda handa okkur þremur, mér, afa
og ömmu, svona einu sinni í viku eða
svo og ósjaldan eldaði ég pasta. Ég
veit að afa fannst pastað ekkert voða-
lega gott en alltaf át hann smá, því
hann vildi ekki móðga mig. Hann
laumaðist svo seinna um kvöldið og
fékk sér graut til að seðja hungrið.
Afi var líka hörkutól og það var
sama hversu slappur hann var, alltaf
gat hann aðstoðað mann við nánast
hvað sem var og aldrei kvartaði hann
yfir slappleika. Þegar ég sá hann í
síðasta skiptið á spítalanum þá sagði
hann við mig og Immu að nú færi að
koma að því að hann færi að fara
heim því hann væri nú allur að hress-
ast. Hann talaði m.a. um það að hann
hlakkaði til að fara í útskriftina hjá
Immu. Við afi áttum margar góðar
stundir saman, við spiluðum, settum
eitt sinn niður kartöflur og þrættum
jafnvel stundum um pólitík, við vor-
um mjög góðir vinir.
Elsku afi minn, ég kveð þig nú
með söknuði og eitt veit ég, þegar ég
verð gamall þá vil ég verða eins góð-
ur afi og þú varst.
Þinn vinur,
Bjarki.
GUÐMUNDUR H.
ÞORBJÖRNSSON
Fleiri minningargreinar um Guð-
mund H. Þorbjörnsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.