Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á LEIÐTOGAFUNDISameinuðu þjóðanna umsjálfbæra þróun semhaldinn var í Jóhannes- arborg í Suður-Afríku komu fram áhyggjur af því að þau háleitu markmið sem sett voru í fram- kvæmdaáætlun fundarins um að fækka þeim sem búa við fátækt um helming fyrir árið 2015, fækka þeim sem ekki hafa aðgang að drykkjar- vatni og þeim sem ekki búa við við- unandi hreinlætisaðstæður, næðust ekki í Afríku vegna þess hvað al- næmi herjar á íbúa álfunnar af miklum þunga. Þessar áhyggjur eru ekki að ástæðulausu því ástand- ið í mörgum löndum sunnanverðar Afríku er hrikalegt og fer nær alls staðar versnandi. Sumir hafa geng- ið svo langt að segja að svarti kyn- stofninn sé í hættu. Talið er að um 40 milljónir manna í heiminum öllum séu nú smitaðir af HIV-veirunni, en yfir 25 milljónir af öllum þeim sem eru smitaðir búa í Afríku. Yfir 10 milljónir barna í sunnanverðri Afríku hafa misst annað eða báða foreldra sína úr al- næmi og búist er við að þessi tala verði komin upp fyrir 20 milljónir árið 2010. Meðalaldur íbúanna er kominn niður í 47 ár Opinberar tölur um tíðni alnæmis í Afríku eru dálítið á reiki og margir telja að útbreiðsla sjúkdómsins sé mun meiri en opinberar tölur herma. Samkvæmt tölum Samein- uðu þjóðanna er ástandið verst í Botswana, Zimbabwe, Lesotho, Swazilandi, Namibíu, Zambíu og S- Afríku. Í öllum þessum löndum er yfir 20% íbúa á aldrinum 15-49 ára HIV-jákvæðir. Á einstökum svæð- um er yfir helmingur íbúanna smit- aður. Rannsókn sem gerð var í Zimbabwe leiddi í ljós að á sumum svæðum í landinu var hlutfall smit- aðra 26-71%. Um 86% gleðikvenna í höfuðborginni, Harare, var smitað- ur af HIV. Meðalaldur íbúa í sunnanverðri Afríku hefur lækkað mikið á síðustu árum. Hann er núna um 47 ár, en talið er að hann væri 62 ár ef al- næmi væri ekki til staðar í álfunni. Í Botswana, þar sem ástandið er lík- lega einna verst, eru lífslíkur núna svipaðar og þær voru í kringum 1950 eða um 36 ár. Árið 2001 létust um 360 þúsund manns úr alnæmi í Suður-Afríku og um 200 þúsund í Zimbabwe, en í Zimbabwe búa tæplega 12 milljónir manna. Fáfræði og ábyrgðarleysi í kynlífi á stóran þátt í mikilli útbreiðslu al- næmis í Afríku. Milljónir manna vita ekki hvernig sjúkdómurinn smitast. Þessi fáfræði ásamt al- mennt veikri stöðu kvenna á stóran þátt í því að stúlkur sem ekki þekkja smitleiðir sjúkdómsins eru í mun meiri hættu að smitast en drengir. Á sumum svæðum Afríku eru stúlkur í 5-6 sinnum meiri hættu á að fá sjúkdóminn en dreng- ir. Dregur úr skólagöngu barna Alnæmisfaraldurinn í Afríku hef- ur víðtæk áhrif á samfélögin. Til dæmis hefur víða dregið úr skóla- göngu barna. Mörg börn sem misst hafa annað eða báða foreldra sína neyðast til að hætta í skóla og fara að vinna. Sum þessara barna standa fyrir heimilum eftir að foreldrarnir eru fallnir frá. Áhugi barna á skóla- göngu minnkar einnig þegar stuðn- ingur frá foreldrum er ekki lengur fyrir hendi. Dæmi eru um það í sumum ríkjum Afríku að 20-36% færri börn sæki núna skóla en var fyrir nokkrum árum. Verst kemur þetta niður á stúlkum en skóla- ganga þeirra er almennt minni en drengja. Sjúkdómurinn reynir ein ið á skólakerfið en árle margir kennarar úr alnæ dæmi má nefna að á fyrstu uðum ársins 1998 létust 1.2 arar úr alnæmi í Zambíu helmingi meira en árið á mörgum löndum Afríku d lega fleiri kennarar en út eru. Ekki þarf að hafa mörg hvaða áhrif það hefur á fra Afríkuríkjum þegar dr skólagöngu. Þetta gerir lík una gegn alnæmi að nok erfiðari því að víða hefur v mikil áhersla á að fræða ne skólum um alnæmi og hver er að verjast því. Dregur úr hagvex af völdum alnæm Alnæmi hefur víðtæk efnahagslíf Afríku. Hag þeim löndum sunnanverðr þar sem mest er um alnæm talsvert minni vegna áhr dómsins. Því hefur verið hagvöxtur í S-Afríku, lang ríki álfunnar, verði 17% næsta áratug en hann hefð Afríka er þjök völdum alnæ Um 40 milljónir manna eru smitaðar af HIV-veirunni, en þar af búa um 25 milljón Afríku. Yfir 10 milljónir barna í sunnanve Afríku hafa misst annan eða báða foreldra s alnæmi. Egill Ólafsson kynnti sér þann va sem blasir við Afríku af völdum alnæmi Alnæmisfaraldurinn í Afríku reynir mikið á heilbrigðiskerfið í álfunnar, sem víðast hvar er vanþróað. Í S-Afríku hefur þess ver ist að ófrískar konur, sem eru HIV-jákvæðar, fái ókeypis lyfjam „ÞAÐ er ekkert til jafn hræðilegt og horfa upp á ættingja sinn deyja úr alnæmi. Þjáningar sjúk- lingsins eru svo óskaplegar og maður getur ekkert gert.“ Þetta segir Emma Ossa Sebusi, þrítug kona frá Jóhannesarborg í S- Afríku, en hún býr núna í Mpu- malanga-héraði þar sem mikið er um alnæmi. Hún missti bróður sinn úr alnæmi fyrir 10 mánuðum. Hann var aðeins 25 ára þegar hann dó. Georg, bróðir Emmu, greindist með alnæmi þegar hann var 19 ára. „Hann greindist með alnæmi árið 1997, en hann sagði engum frá því; ekki foreldrum sínum, mér eða systur minni. Það var svo í ágúst á síðasta ári að við átt- uðum okkur á því að eitthvað mikið var að því að hann var allt- af veikur. Þá sagði hann okkur loksins frá því að hann væri með alnæmi og að hann væri búinn að vita það í fjögur ár. Í september var hann orðinn svo veikur að hann gat ekki hreyft sig hjálparlaust. Hann var sendur á sjúkrahús en þar var ekkert hægt að gera fyrir hann. Við tókum hann því heim aftur. Hefur þú einhvern tímann horft upp á sjúkling deyja úr alnæmi?“ spyr Emma blaðamann sem svar- ar neitandi. „Það er hræðilegt. Það er ekk- ert til jafn hræðilegt og horfa upp á ættingja sinn deyja úr alnæmi. Þjáningar sjúklingsins eru svo óskaplegar og maður getu ert gert. Það eina sem við gert var að veita honum á stuðning.“ Emma sagði að bróðir s hefði verið yndisleg mann „Hann var blíður en dálíti inn. Honum gekk vel í skó var í ágætri vinnu. Eftir a veiktist breyttist hann. Vo brigðin og örvæntingin le Hræðilegt að horfa upp á sjúkling deyja úr alnæmi Morgunblaðið/Viv Emma segir að bróðir si þjáðst mikið áður en han ÚTSPIL ÍRAKA Þeirri yfirlýsingu Íraksstjórnar aðhún sé reiðubúin að fallast „skil- yrðislaust“ á að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komi aftur til Íraks ber að fagna en jafnframt taka með mikilli varúð. Því miður gefur reynsla undanfarinna ellefu ára lítið tilefni til bjartsýni. Við lok Persaflóastríðsins árið 1991 var það meginatriði vopnahléssam- komulagsins að Írökum væri óheimilt að þróa og eiga gjöreyðingarvopn og að eyða bæri þeim gjöreyðingarvopn- um, sem þegar hefðu verið smíðuð, undir alþjóðlegu eftirliti. Á árunum 1991–1998 var unnið mikið starf á vegum UNSCOM, vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar (IA- EA) við að kortleggja vopnaþróun Íraka, hafa uppi á vopnabirgðum og eyða þeim. Allt frá upphafi reyndu Írakar að tefja, trufla og hindra þetta starf. Þrátt fyrir það var miklu magni efnavopna og lífefnavopna eytt, svo og eldflaugum og búnaði til smíði kjarnorkuvopna. Árið 1998 var hins vegar svo komið að vopnaeftirlitsmönnum var ekki vært lengur í Írak. Stjórn Saddams krafðist þess að hafa áhrif á samsetn- ingu hópa vopnaeftirlitsmanna og vildi meina þeim að sinna störfum sínum á ákveðnum svæðum. Þetta ásamt öðru leiddi til að vopnaeftir- litsmennirnir yfirgáfu landið og Írak voru settir úrslitakostir. Þegar ekki var orðið við þeim hófu Bandaríkja- menn og Bretar loftárásir í desember 1998. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur enn ekki náðst samkomulag um endurkomu vopnaeftirlitsmanna, ekki síst vegna ýmissa skilyrða sem Írakar hafa sett fyrir endurkomu þeirra en einnig vegna þess að ríkin, sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði SÞ, hafa ekki verið sammála um leið- ir. Vopnaeftirlit á borð við það sem átti sér stað í Írak er flókið og vanda- samt starf ef sá sem eftirlit er haft með er staðráðinn í að leyna því sem hann er að gera. Íraksstjórn hefur nú haft á fjórða ár til að fela slóðina. Írakar hafa til þessa ekki sýnt neinn vilja til að standa við vopna- hlésskilmálana frá 1991, þrátt fyrir efnahagslegar refsiaðgerðir, sem hafa kostað landið rúma 100 milljarða dollara í töpuðum olíutekjum. Þrátt fyrir það verður að láta reyna á samningsvilja Saddams Husseins eina ferðina enn. Hins vegar er nauð- synlegt að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geri skýrar kröfur til Íraka um hvaða skilyrði þeir verða að upp- fylla hvað vopnaeftirlitið varðar. Það má ekki gerast að blekkingaleikur ár- anna 1991–1998 hefjist að nýju. VIÐHORF TIL MENNTUNAR Athyglisverðar upplýsingarbirtust í Morgunblaðinu í gærum skólasókn 16–20 ára ung- menna eftir landshlutum. Í ljós kem- ur að umtalsverður munur er á því hversu hátt hlutfall þessa aldurshóps er í skóla eftir því hvar á landinu er borið niður. Þannig sækja aðeins 80% 16 ára ungmenna á Suðurnesjum dagskóla, en landsmeðaltal er um 90%, og ef litið er á 20 ára ungmenni skera Suðurnes og Vestfirðir sig úr, þar sem undir 40% árgangsins sækja skóla en landsmeðaltalið er tæp 50%. Það er full ástæða til að rannsaka hvað liggur að baki þessum mun á milli landshluta og reyna að bregðast við þar sem staðan er verst. Það ligg- ur í augum uppi að landshluti þar sem menntunarstig verður lægra en ann- ars staðar hlýtur óhjákvæmilega að dragast aftur úr hvað alla þróun varðar. Menntun er lykillinn að líf- legu menningarlífi, góðri þjónustu, öflugri framleiðslu og lífsgæðum – hvorki einstök ríki né einstakir lands- hlutar mega við því að dragast aftur úr í hinni hörðu alþjóðlegu sam- keppni. Hugsanlega er ein skýringin á lítilli skólasókn á Vestfjörðum og Suður- nesjum að þar er undirstöðuatvinnu- greinin, sjávarútvegurinn, sterk og auðvelt fyrir ungmenni að fá vinnu við hana. Ennþá eru litlar menntun- arkröfur gerðar til stórs hluta þeirra, sem starfa við sjávarútveginn, þótt talsverð breyting hafi orðið á mennt- un stjórnenda og sérfræðinga í grein- inni. Haldgóð menntun er hins vegar undirstaða nýsköpunar, þróunar og gæða í sjávarútveginum eins og öðr- um atvinnugreinum og umhugsunar- efni fyrir forsvarsmenn sjávarút- vegsfyrirtækja hvort ein leiðin til að efla menntun í héraði er ekki einmitt að þeir geri meiri kröfur til mennt- unar starfsfólks síns. Það viðhorf til menntunar, sem Ei- ríkur Hermannsson, fræðslustjóri í Reykjanesbæ, lýsir í Morgunblaðinu í gær, er vafalaust ein ástæða þess að menntun ungmenna á stundum undir högg að sækja, ekki bara í einstökum landshlutum, heldur á Íslandi al- mennt: „Mér segir svo hugur um að ástæða þess að krakkarnir sækja svona mikið í vinnu endurspegli hugsanlega þann lífsstíl sem hér við- gengst. Við þekkjum dæmi þess að unglingar hafa skráð sig í fjölbrauta- skólann en eru jafnframt í vinnu vegna þess að þau eru að kaupa bíl eða eitthvað álíka. Þau reka sig síðan á að þau ná ekki að sinna náminu og flosna jafnvel upp úr námi.“ Það kann að vera freistandi að grípa strax þau lífsgæði, sem fólk getur veitt sér með því að byrja að vinna fljótlega að loknu grunnskóla- námi eða jafnvel strax samhliða grunnskólanum. Menntunin verður hins vegar að vera í fyrsta sæti ef fólk vill tryggja sér raunveruleg lífsgæði til framtíðar. Sá sem aflar sér ekki framhaldsmenntunar á það frekar á hættu að staðna, bæði í starfi og tekjum, en sá sem lætur skólann ganga fyrir og byrjar seinna að afla tekna. Það er ekki sízt á ábyrgð for- eldra að útskýra þessar staðreyndir fyrir börnum sínum og hvetja þau til að tryggja sér góða undirstöðu fyrir lífsbaráttuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.