Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 45 ÍSLENSKIR TÓNAR Í gegnum árin hafa verið gefin út ógrynni safnplatna á Íslenskum tón- um sem saman spanna lungann af tónlistarsögu Íslands. Í ár ber fyrst að nefna umfangsmikla endurútgáfu á ferli meistara Megasar. Hljóm- plöturnar Fram og afur blindgötuna, Á bleikum náttkjólum, Drög að sjálfsmorði, Höfuðlausnir, Nú er ég klæddur og kominn á ról og Í góðri trú verða allar gefnar út á hljóm- diski ásamt safni bestu laga, sem kallast mun Englaryk. Þá ber að nefna safnplötu Halla og Ladda Roy Roggers: Vinsælustu lögin, safnplötu sem spannar 30 ára feril þessa knáa gamaneykis. Þess má og geta að þeir bræður eru með sýningu í gangi um þessar mundir í Loftkastalanum, sem tengist að sjálfsögðu efni plötunnar. Nokkrar hljómsveitir og hópar fá þá safnplötuyfirhalningu en sumar þeirra hefur til þessa aðeins verið hægt að nálgast á vínylplötum. Fer þar helst Trúbrot sem mun eiga hina við hæfi titluðu Brot af því besta og þá á hið kunna þjóðlagatríó Þrjú á palli safnplötuna Lífið er lotterí. Einnig kemur safn með skyldri sveit, Ríó tríó, sem ber hinn glettna titil Skánar varla úr þessu. Rokkarar, gamlir sem nýir fá þá sinn skammt. Það fór vart fram hjá neinum áhugamönnum um þann geira að hafnfirsku rokkhundarnir í Jet Black Joe gengu í endurnýjun lífdaganna í ár og um jólin kemur út safnplata sem m.a. mun innihalda nokkur órafmögnuð lög. GCD verða þá með safnplötu sem ber heitið Mýrdalssandur og inniheldur hún vel valda slagara frá ferli þessa hreinræktaða rokkverkefnis Bubba Morthens og Rúnars Júlíussonar. Sjötta Óskalagaplatan hoppar þá upp í hillurnar en einnig ný plata með íslenskum sönglögum, safn- plata með Guðrúnu Á. Símonar og plata með ballöðum, sungnum af Bó sjálfum, þ.e. Björgvini Halldórssyni. SKÍFAN Það er margt og mikið undir hatti Skífunnar þetta árið. Sveitir sem þreyta frumraun sína í breiðskífuút- gáfu eru Daysleeper og Írafár en einnig verða Í svörtum fötum með í slagnum, og gefa út sína aðra plötu. Þess má til gamans geta að fyrsta plata þeirra, Verkefni 1 kom út jólin 2000 og var samin og tekin upp á 12 dögum! Land og synir koma þá líka með langþráða skífu. Söngmennirnir Páll Rósinkranz og Bjarni Ara verða einnig með plötu og Selma og Hansa verða með plötu sem innihalda mun lög úr söngleikjum. Bubbi Morthens klikkar ekki frekar en fyrri daginn og gefur út nýja hljóðversskífu og sömuleiðis sveiflukóngurinn Geirmundur Val- týsson. Kaffibrúsakarlarnir snúa sömuleiðis aftur með sitt óborgan- lega grín og glens á plötu sem inni- heldur upptöku frá endurkomu- skemmtun þeirra fyrr á þessu ári. Plata með barnasöngleiknum Bene- dikt búálfi verður og gefin út á merki Skífunnar og einnig safn ís- lenskra jólalaga. DENNIS Eina plata hinnar ungæðislegu út- gáfu Dennis þetta haustið er önnur plata hinna ógurlegu XXX Rottweil- erhunda sem slógu í gegn síðasta haust með frumburði sínum, sam- nefndum sveitinni. Ekki hefur þó verið endanlega staðfest hvort plat- an kemur út fyrir jól eður ei en fari svo er réttast að spenna beltin … VITUND Sömuleiðis er eina útgáfa Vitund- ar ný skífa frá Friðriki Karlssyni og ber hún heitið Feng Zhui. POTTÞÉTT ÚTGÁFURÖÐIN Hér verða gefnar út Pottþétt 29 og 30, Pottþétt 2002, Pottþétt djass og Pottþétt ást 5. Þá kemur einnig platan Rokkland 2002, sem tekur andagift sína frá samnefndum út- varpsþáttum Ólafs Páls Gunnars- sonar á Rás 2. Rapp, rokk, rólegheit og allt þar á milli Írafár hefur verið lengi að en gefur nú út sína fyrstu breiðskífu. Morgunblaðið/Sverrir Fjöldi platna Megasar verður endurútgefinn um jólin. Morgunblaðið/Sverrir Erpur og félagar í XXX Rottweilerhundum verða með í jólaplötuflóðinu. Haustútgáfa tónlistardeildar Norðurljósa TENGLAR ..................................................... www.skifan.is Norðurljós eru með fjölda tónlistarmerkja á sínum snærum og eins og undangengin ár dembist meirihluti útgáfunnar yfir um haust og jól. Hér á eftir fer yfirlit yfir þá titla sem í boði verða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.