Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 2

Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skotar sigurstranglegri að mati Arnars Gunnlaugssonar / C4 Auðun Helgason losnar frá Lokeren í Belgíu / C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Hin mörgu hlutverk hanskanna/B1  Matargerð af íslenskum meiði/B2  Hönnun í hávegum/B4  Norð-enska?/B6  Menn í svörtu/B7  Auðlesið efni/B8 Sérblöð í dag UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ braut ekki gegn jafnréttislögum þegar Jóhann R. Benediktsson var skipaður sýslumaður á Keflavíkur- flugvelli að mati meirihluta Hæsta- réttar. Þar með sneri rétturinn við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt ríkið til að greiða Kol- brúnu Sævarsdóttur 2,3 milljónir í skaðabætur. Tveir af fimm dómurum Hæsta- réttar töldu að Kolbrún hefði verið a.m.k. jafnhæf Jóhanni til að gegna starfinu og taldi að með hliðsjón af því að aðeins ein kona var í hópi 27 sýslumanna á þessum tíma, hafi ráðuneytinu borið að skipa Kol- brúnu sýslumann. Kolbrún sótti um embætti sýslumanns ásamt sex öðr- um körlum en utanríkisráðherra skipaði Jóhann í embættið 1. apríl árið 1999. Kærunefnd jafnréttis- mála komst að sömu niðurstöðu og minnihluti Hæstaréttar, þ.e. að Kol- brún væri a.m.k. jafnhæf í emb- ættið. Þegar ekki náðust sáttir stefndi Kolbrún ríkinu til greiðslu skaðabóta. Byggði hún kröfuna að- allega á því að hún hefði að baki mun meiri menntun og fjölþættari starfsreynslu en Jóhann. Reynsla vó þyngra en menntun Af hálfu ráðuneytisins var bent á sérstöðu embættisins á Keflavíkur- flugvelli sem fælist m.a. í miklum samskiptum við varnarliðið auk þess sem sýslumaður þyrfti að hafa yfirumsjón með framkvæmd Schengen-samningsins. Reynsla Jó- hanns af samningaviðræðum um Schengen-samninginn og áralangt starf í utanríkisþjónustunni gerðu hann hæfari til starfsins. Meirihluti Hæstaréttar féllst á að færð hefðu verið gild rök fyrir sérstöðu emb- ættisins sem hlyti að skipta miklu máli við skipan sýslumanns. Drjúg reynsla hans í alþjóðasamskiptum var talin til þess fallin að treysta hæfni hans til að takast á við meg- inviðfangsefni embættisins. Þegar allt var virt var talið réttmætt að starfsreynsla Jóhanns vægi þyngra en Kolbrúnar. Málskostnaður var felldur niður. Meirihlutann skipuðu Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Pét- ur Kr. Hafstein en Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari og Björn Þ. Guðmundsson prófessor skiluðu sératkvæði. Skarphéðinn Thorlacius hrl. flutti málið fyrir rík- ið en Gylfi Thorlacius hrl. var lög- maður Kolbrúnar. Ekki brotið gegn lögum með skipun sýslumanns ÞRJÁTÍU manna hópur grunn- skólabarna í 9. bekk Langholtsskóla, sem tepptist í Húsadal í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Krossá, braust út úr einangruninni í gær- kvöld þegar sjatnaði í ánni. Þegar til stóð að fara heim í gær var Krossá orðin ófær og komst hópurinn því hvergi. Að sögn Guðbjargar Jóhannsdótt- ur, skálavarðar í Þórsmörk, gekk ökuferðin yfir ána vel. Úrhelli var í Þórsmörk í fyrrinótt en rétt fyrir há- degi í gær stytti upp. Þegar Guðbjörg reyndi að fara yf- ir Krossá í gærmorgun á vörubíl varð hún frá að hverfa þar sem braut upp á framrúðuna sem er í tæplega tveggja metra hæð. Einangrun 9. bekkinga rofin í Þórsmörk AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi samþykkti í gærkvöld tillögu stjórnar um uppstillingu við val á frambjóðendum á lista fyrir komandi alþingiskosningar. Jafn- framt var kjörnefnd falið að skila sínum tillögum um skipan á listann 30. nóvember nk. Fram fór leynileg atkvæða- greiðsla á fundinum um tillöguna og var hún samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða, að sögn Ásgerðar Halldórsdóttur, for- manns stjórnar kjördæmisráðsins. Hún segir að helstu rök stjórn- arinnar fyrir tillögunni um upp- stillingu á framboðslistann hafi byggst á því að kjördæmið hafi minnkað. Ekki hafi bæst nýir þingmenn eða ráðherrar í hópinn og tveir þingmenn, Kristján Pálsson og Árni Ragnar Árnason, gefi kost á sér í Suðurkjördæminu. Gefa kost á sér áfram Aðrir þingmenn kjördæmisins eru Árni Mathiesen, Gunnar Birg- isson, Sigríður Anna Þórðardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir og gefa þau öll kost á sér áfram. ,,Fyrir eru fjórir efstu þingmenn okkar, sem allir eru mjög sterkir og vinsælir í kjördæminu, og gefa þeir allir kost á sér áfram. Menn eru mjög sáttir við þá röð sem þau skipa í dag og vildu frekar með uppstillingu styrkja þann hóp sem kemur í sætin þar fyrir aftan,“ sagði hún. Samþykkt að stilla upp á fram- boðslista Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi ÁHAFNIR á þyrlum Landhelg- isgæslunnar eru þessa dagana við æfingar í notkun nætursjónauka sem taka á í notkun í næsta mán- uði. Setja þurfti búnað á þyrlurnar með sérstakri lýsingu svo hægt yrði að nota sjónaukana í nætur- flugi og er breytingunum nú lokið. Skoskur þyrluflugmaður, Peter Rainey, hefur annast þjálfun þyrlusveitarinnar í notkun sjón- aukanna undanfarna daga og er gert ráð fyrir að henni ljúki um næstu mánaðamót. Þá fara áhafn- irnar til Frakklands til æfinga í flughermi. Að því búnu verða næt- ursjónaukarnir teknir í notkun. Sigurður Ásgeirsson, þyrlu- flugmaður hjá Landhelgisgæsl- unni, segir notkun sjónaukanna mikla framför og hafa stóraukið öryggi í för með sér en mikilvægt sé að þjálfa sig vel í notkun þeirra. Í gærkvöldi voru áhafnir þyrlu- sveitarinnar að þjálfa sig í notkun sjónaukanna í flugskýli Landhelg- isgæslunnar en æfingin fólst í að hjóla á reiðhjóli í kringum keilur í svartamyrkri undir leiðsögn Pet- ers Rainey. Hafa þeir einnig próf- að sjónaukana við æfingar utan- húss eftir að myrkur er skollið á. Fyrsta kennsluflugið með sjónauk- ana verður farið á þyrlu Land- helgisgæslunnar í dag. Hér leiðbeinir Peter Rainey þjálfari Sverri Erlingssyni flug- virkja í gærkvöldi. Æfa notkun nætursjónauka Morgunblaðið/Árni Sæberg HVALIR í tuga- ef ekki hundr- aðatali á Halamiðum út af Vest- fjörðum hafa undanfarna daga verið að gæða sér á smáfiski á skyndilokuðu svæði Hafrann- sóknastofnunar. Varðskip var fyrir skömmu á Halamiðum, en á svæðinu voru átta togarar við þorsk- og ýsuveið- ar. Við mælingar varðskipsmanna kom í ljós hátt hlutfall smáþorsks í aflanum. Höfðu þeir samband við fiskifræðing á vakt hjá Hafrann- sóknastofnun og var í framhaldi af því tekin ákvörðun um skyndilok- un svæðisins. Gildir lokunin í viku og verður þróun mála könnuð í framhaldi af því. Frá þessu er greint í frétt á vef- síðu Landhelgisgæslunnar og kemur þar fram að skipstjórar á svæðinu voru nokkuð óhressir með lokunina og töldu hana óþarfa þar sem mikil hreyfing væri á fiskinum. Skilaboð til hvalanna ,,Var haft á orði að einhver þyrfti að koma þessum skila- boðum til hvalanna sem þarna vaða um sjóinn í tuga- ef ekki hundraðatali en á svæðinu er mik- ill fjöldi hnúfubaka, höfrunga og hnísa sem hafa greinilega komist í girnilegt æti. Hnúfubakur er ein- mitt þekktur fyrir að synda undir dreifðar smáfiskatorfur og reka þær saman með loftbólum og fylla síðan ginið á leiðinni upp úr sjón- um,“ segir í fréttinni. Hvalir gæða sér á smáfiski á lokuðu svæði á Halamiðum IVAN Sokolov er efstur á Mjólk- urskákmótinu á Hótel Selfossi eftir þrjár umferðir. Hann vann tékk- neska stórmeistarann Hracek með svörtu í gærkvöld og hefur þar með unnið allar skákir sínar til þessa. Næstir koma Predrag Nikolic, sem í gærkvöld gerði jafntefli við Tomas Oral, og hinn ungi Luke McShane, sem vann Stefán Krist- jánsson. Helgi Ólafsson hefur tvo vinninga en hann gerði í gærkvöld jafntefli við Braga Þorfinnsson. Þá gerðu Hannes Hlífar Stefánsson og Pavel Tregubov jafntefli eftir langa og stranga baráttu. Fjórða umferð mótsins verður tefld í dag. Sokolov efstur  Helgi sigraði/52 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.