Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skotar sigurstranglegri að mati Arnars Gunnlaugssonar / C4 Auðun Helgason losnar frá Lokeren í Belgíu / C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Hin mörgu hlutverk hanskanna/B1  Matargerð af íslenskum meiði/B2  Hönnun í hávegum/B4  Norð-enska?/B6  Menn í svörtu/B7  Auðlesið efni/B8 Sérblöð í dag UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ braut ekki gegn jafnréttislögum þegar Jóhann R. Benediktsson var skipaður sýslumaður á Keflavíkur- flugvelli að mati meirihluta Hæsta- réttar. Þar með sneri rétturinn við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt ríkið til að greiða Kol- brúnu Sævarsdóttur 2,3 milljónir í skaðabætur. Tveir af fimm dómurum Hæsta- réttar töldu að Kolbrún hefði verið a.m.k. jafnhæf Jóhanni til að gegna starfinu og taldi að með hliðsjón af því að aðeins ein kona var í hópi 27 sýslumanna á þessum tíma, hafi ráðuneytinu borið að skipa Kol- brúnu sýslumann. Kolbrún sótti um embætti sýslumanns ásamt sex öðr- um körlum en utanríkisráðherra skipaði Jóhann í embættið 1. apríl árið 1999. Kærunefnd jafnréttis- mála komst að sömu niðurstöðu og minnihluti Hæstaréttar, þ.e. að Kol- brún væri a.m.k. jafnhæf í emb- ættið. Þegar ekki náðust sáttir stefndi Kolbrún ríkinu til greiðslu skaðabóta. Byggði hún kröfuna að- allega á því að hún hefði að baki mun meiri menntun og fjölþættari starfsreynslu en Jóhann. Reynsla vó þyngra en menntun Af hálfu ráðuneytisins var bent á sérstöðu embættisins á Keflavíkur- flugvelli sem fælist m.a. í miklum samskiptum við varnarliðið auk þess sem sýslumaður þyrfti að hafa yfirumsjón með framkvæmd Schengen-samningsins. Reynsla Jó- hanns af samningaviðræðum um Schengen-samninginn og áralangt starf í utanríkisþjónustunni gerðu hann hæfari til starfsins. Meirihluti Hæstaréttar féllst á að færð hefðu verið gild rök fyrir sérstöðu emb- ættisins sem hlyti að skipta miklu máli við skipan sýslumanns. Drjúg reynsla hans í alþjóðasamskiptum var talin til þess fallin að treysta hæfni hans til að takast á við meg- inviðfangsefni embættisins. Þegar allt var virt var talið réttmætt að starfsreynsla Jóhanns vægi þyngra en Kolbrúnar. Málskostnaður var felldur niður. Meirihlutann skipuðu Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Pét- ur Kr. Hafstein en Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari og Björn Þ. Guðmundsson prófessor skiluðu sératkvæði. Skarphéðinn Thorlacius hrl. flutti málið fyrir rík- ið en Gylfi Thorlacius hrl. var lög- maður Kolbrúnar. Ekki brotið gegn lögum með skipun sýslumanns ÞRJÁTÍU manna hópur grunn- skólabarna í 9. bekk Langholtsskóla, sem tepptist í Húsadal í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Krossá, braust út úr einangruninni í gær- kvöld þegar sjatnaði í ánni. Þegar til stóð að fara heim í gær var Krossá orðin ófær og komst hópurinn því hvergi. Að sögn Guðbjargar Jóhannsdótt- ur, skálavarðar í Þórsmörk, gekk ökuferðin yfir ána vel. Úrhelli var í Þórsmörk í fyrrinótt en rétt fyrir há- degi í gær stytti upp. Þegar Guðbjörg reyndi að fara yf- ir Krossá í gærmorgun á vörubíl varð hún frá að hverfa þar sem braut upp á framrúðuna sem er í tæplega tveggja metra hæð. Einangrun 9. bekkinga rofin í Þórsmörk AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi samþykkti í gærkvöld tillögu stjórnar um uppstillingu við val á frambjóðendum á lista fyrir komandi alþingiskosningar. Jafn- framt var kjörnefnd falið að skila sínum tillögum um skipan á listann 30. nóvember nk. Fram fór leynileg atkvæða- greiðsla á fundinum um tillöguna og var hún samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða, að sögn Ásgerðar Halldórsdóttur, for- manns stjórnar kjördæmisráðsins. Hún segir að helstu rök stjórn- arinnar fyrir tillögunni um upp- stillingu á framboðslistann hafi byggst á því að kjördæmið hafi minnkað. Ekki hafi bæst nýir þingmenn eða ráðherrar í hópinn og tveir þingmenn, Kristján Pálsson og Árni Ragnar Árnason, gefi kost á sér í Suðurkjördæminu. Gefa kost á sér áfram Aðrir þingmenn kjördæmisins eru Árni Mathiesen, Gunnar Birg- isson, Sigríður Anna Þórðardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir og gefa þau öll kost á sér áfram. ,,Fyrir eru fjórir efstu þingmenn okkar, sem allir eru mjög sterkir og vinsælir í kjördæminu, og gefa þeir allir kost á sér áfram. Menn eru mjög sáttir við þá röð sem þau skipa í dag og vildu frekar með uppstillingu styrkja þann hóp sem kemur í sætin þar fyrir aftan,“ sagði hún. Samþykkt að stilla upp á fram- boðslista Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi ÁHAFNIR á þyrlum Landhelg- isgæslunnar eru þessa dagana við æfingar í notkun nætursjónauka sem taka á í notkun í næsta mán- uði. Setja þurfti búnað á þyrlurnar með sérstakri lýsingu svo hægt yrði að nota sjónaukana í nætur- flugi og er breytingunum nú lokið. Skoskur þyrluflugmaður, Peter Rainey, hefur annast þjálfun þyrlusveitarinnar í notkun sjón- aukanna undanfarna daga og er gert ráð fyrir að henni ljúki um næstu mánaðamót. Þá fara áhafn- irnar til Frakklands til æfinga í flughermi. Að því búnu verða næt- ursjónaukarnir teknir í notkun. Sigurður Ásgeirsson, þyrlu- flugmaður hjá Landhelgisgæsl- unni, segir notkun sjónaukanna mikla framför og hafa stóraukið öryggi í för með sér en mikilvægt sé að þjálfa sig vel í notkun þeirra. Í gærkvöldi voru áhafnir þyrlu- sveitarinnar að þjálfa sig í notkun sjónaukanna í flugskýli Landhelg- isgæslunnar en æfingin fólst í að hjóla á reiðhjóli í kringum keilur í svartamyrkri undir leiðsögn Pet- ers Rainey. Hafa þeir einnig próf- að sjónaukana við æfingar utan- húss eftir að myrkur er skollið á. Fyrsta kennsluflugið með sjónauk- ana verður farið á þyrlu Land- helgisgæslunnar í dag. Hér leiðbeinir Peter Rainey þjálfari Sverri Erlingssyni flug- virkja í gærkvöldi. Æfa notkun nætursjónauka Morgunblaðið/Árni Sæberg HVALIR í tuga- ef ekki hundr- aðatali á Halamiðum út af Vest- fjörðum hafa undanfarna daga verið að gæða sér á smáfiski á skyndilokuðu svæði Hafrann- sóknastofnunar. Varðskip var fyrir skömmu á Halamiðum, en á svæðinu voru átta togarar við þorsk- og ýsuveið- ar. Við mælingar varðskipsmanna kom í ljós hátt hlutfall smáþorsks í aflanum. Höfðu þeir samband við fiskifræðing á vakt hjá Hafrann- sóknastofnun og var í framhaldi af því tekin ákvörðun um skyndilok- un svæðisins. Gildir lokunin í viku og verður þróun mála könnuð í framhaldi af því. Frá þessu er greint í frétt á vef- síðu Landhelgisgæslunnar og kemur þar fram að skipstjórar á svæðinu voru nokkuð óhressir með lokunina og töldu hana óþarfa þar sem mikil hreyfing væri á fiskinum. Skilaboð til hvalanna ,,Var haft á orði að einhver þyrfti að koma þessum skila- boðum til hvalanna sem þarna vaða um sjóinn í tuga- ef ekki hundraðatali en á svæðinu er mik- ill fjöldi hnúfubaka, höfrunga og hnísa sem hafa greinilega komist í girnilegt æti. Hnúfubakur er ein- mitt þekktur fyrir að synda undir dreifðar smáfiskatorfur og reka þær saman með loftbólum og fylla síðan ginið á leiðinni upp úr sjón- um,“ segir í fréttinni. Hvalir gæða sér á smáfiski á lokuðu svæði á Halamiðum IVAN Sokolov er efstur á Mjólk- urskákmótinu á Hótel Selfossi eftir þrjár umferðir. Hann vann tékk- neska stórmeistarann Hracek með svörtu í gærkvöld og hefur þar með unnið allar skákir sínar til þessa. Næstir koma Predrag Nikolic, sem í gærkvöld gerði jafntefli við Tomas Oral, og hinn ungi Luke McShane, sem vann Stefán Krist- jánsson. Helgi Ólafsson hefur tvo vinninga en hann gerði í gærkvöld jafntefli við Braga Þorfinnsson. Þá gerðu Hannes Hlífar Stefánsson og Pavel Tregubov jafntefli eftir langa og stranga baráttu. Fjórða umferð mótsins verður tefld í dag. Sokolov efstur  Helgi sigraði/52 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.