Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 10
EKKI er allt sem sýnist á Alþingi þessa dagana, í það minnsta ekki á þessari ljósmynd. Engu er líkara en Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra hafi ákveðið að stinga upp í Össur Skarphéðinsson, þingmann Samfylkingarinnar, í bókstaflegri merkingu. Þá má allt eins halda að Guðni sé að hagræða gleraugunum á nefi þingmannsins, enda hagræðing vinsælt orð á þingi og gjörð í íslensku samfélagi. Hvort það bar á góma í ræðu Össurar um túnfiskveiðar sem hann var að flytja skal ósagt látið. En það er sjónarhorn ljósmynd- arans sem hefur gert það að verk- um að Guðni sýnist nærgöngull við Össur. Á því augnabliki sem mynd- in náðist var ráðherrann einfald- lega að biðja þingforseta, Guðmund Árna Stefánsson, að fá að veita and- svar við ræðu Össurar. Morgunblaðið/Kristinn Beðið um andsvar FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að Alþingi kjósi níu manna þing- nefnd til að rannsaka umsvif fyrir- tækisins deCODE Genetics Inc. og aðstoðarmanna þess í íslensku fjár- málakerfi. Í upphafi greinargerðar með tillög- unni segir: „Þeir viðskiptahættir sem viðhafðir voru við sölu hlutabréfa í de- CODE á Íslandi virðast hafa verið með þeim hætti að ítarleg rannsókn sé nauðsynleg, ekki síst hvaða ábyrgð íslensk stjórnvöld kunna að bera í því sambandi.“ Síðan segir: „Með ótrúlegum blekkingum tókst starfsmönnum ým- issa fjármálafyrirtækja að selja fjöl- mörgum Íslendingum bréf í deCODE sem verðlítil hafa reynst og standa kaupendur nú frammi fyrir gjald- þroti. Slíkar aðferðir voru einnig stundaðar af fyrirtækjum í ríkiseign, svo sem bönkum.“ Í lok greinargerðarinnar segir að rannsóknina þurfi að framkvæma með tilliti til þess einnig hvort íslensk stjórnvöld verði kölluð til fjárhags- legrar ábyrgðar á viðskiptunum. Umsvif deCODE verði rann- sökuð ALÞINGI heimilaði í gær Íslandi að gerast aðili að alþjóðasamningi um verndun túnfiska í Atlantshafi sem gerður var í Ríó de Janeiró 14. maí 1966. Þings- ályktunartillaga þessa efnis var samþykkt síðdegis í gær. „Umræddur samningur sem nefndur hefur verið Atlantshafstúnfiskveiðisamningurinn tekur til verndunar um 30 tegunda túnfisks og annarra áþekkra fisktegunda í Atlantshafi og aðliggjandi innhöfum með sjálfbæra hámarksnýtingu stofna þessara tegunda að markmiði,“ sagði Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra þegar hann mælti fyrir þingsályktunartillögunni í gær. Guðni greindi ítarlega frá túnfiskveiðisamningn- um og sagði að í kjölfar samþykktar hans hefði ver- ið stofnað sérstakt ráð, Alþjóðaráð um verndun tún- fiska í Atlantshafi, sem oftast er nefnt Atlantshafs- túnfiskveiðiráðið. „Ráðinu er ætlað að vinna að markmiðum samningsins. Aðilar að samningnum eru alls 32, en þar á meðal er Evrópusambandið fyr- ir hönd sinna aðildarríkja. Skrifstofa ráðsins er í Madríd.“ Frá árinu 1995 hefur Ísland haft áheyrnaraðild að Atlantshafstúnfiskveiðiráðinu. „Áheyrnaraðild fylgir málfrelsi á fundum ráðsins og við vinnu nefnda sem settar eru á laggirnar á þess vegum,“ sagði ráðherra. „Á vettvangi ráðsins hefur Ísland ítrekað lýst óánægju með núverandi skiptingu veiðiheimilda, sem eingöngu byggist á veiðireynslu og gefur Íslandi þannig engan veiðirétt. Ísland hef- ur lagt áherslu á að tekið verði tillit til réttar strand- ríkja við úthlutun aflaheimilda. Þetta sjónarmið Ís- lendinga nýtur nú vaxandi hljómgrunns innan ráðsins og nýverið komst sérstakur vinnuhópur ráðsins að þeirri niðurstöðu að m.a. skuli tekið tillit til réttinda og hagsmuna strandríkja við úthlutun veiðiheimilda. Nú þegar þessi vinnuhópur hefur lokið verki sínu er ljóst að innan ráðsins mun koma til endurúthlutunar aflaheimilda. Ætli Íslendingar að stunda túnfiskveiðar í framtíðinni er mikilvægt að Ísland sé fullgildur aðili að ráðinu þegar við- ræður um endurúthlutun eiga sér stað. Þær við- ræður munu hefjast formlega á ársfundi ráðsins 28. október til 4. nóvember 2002,“ sagði ráðherra. Árs- fundur ráðsins hófst með öðrum orðum í fyrradag. Málsmeðferð gagnrýnd Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar- innar, gagnrýndi það hve seint umrædd þingsálykt- unartillaga væri fram komin á Alþingi. Spurði hann ráðherra hvort ekki hefði átt að leggja fram tillög- una fyrr, þar sem ársfundurinn hefði hafist 28. október sl. Landbúnaðarráðherra svaraði því til að það væri mjög mikilvægt að Íslendingar gerðust aðilar að samningnum á meðan fyrrgreindur fund- ur stæði yfir. „Auðvitað hefði þurft að mæla fyrir þessu máli fyrr en það hefur verið þinghlé í heila viku,“ út- skýrði hann. Hann sagði brýnt að Íslendingar gengju í ráðið á meðan fundurinn stæði yfir þannig að þeir gætu komið með yfirlýsingu um það á fund- inum. „Þess vegna vona ég að Alþingi skilji þessa stöðu og afgreiði málið fljótt.“ Tillagan var eins og áður sagði samþykkt á Alþingi síðdegis. Ísland orðið aðili að samn- ingi um verndun túnfiska ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum at- kvæðagreiðslum verða eftir- farandi mál á dagskrá: 1. Hjúkrunarrými í Reykjavík. 2. Lyfjaávísanir lækna. 3. Reglugerð um landlæknis- embættið. 4. Daggjöld dvalar- og hjúkr- unarheimila. 5. Hjúkrunarrými á Vífils- staðaspítala. 6. Löggæslumál í Rangár- vallasýslu. GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt sex öðrum samflokks- mönnum sínum lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd er hafi það hlutverk að kanna stöðu hjóna og sambúðar- fólks sem hafa börn á framfæri sínu með tilliti til skatta, almanna- trygginga og félagslegrar aðstoðar og bera hana saman við stöðu ein- stæðra foreldra. „Nefndin kanni hvort brögð séu að því að fólk skilji eða slíti sambúð til mála- mynda í því skyni að njóta fjár- hagslegs hagræðis í kerfinu,“ segir í tillögugreininni. „Nefndin kanni einnig hvernig styrkja megi stöðu hjóna og sambúðarfólks í fram- angreindu tilliti.“ Í greinargerð tillögunnar er hins vegar tekið fram að hugsanlegar aðgerðir megi ekki á neinn hátt rýra núverandi kjör einstæðra for- eldra. Í upphafi greinargerðar til- lögunnar segir m.a. að hjúskapur eða sambúð feli í sér fjárhagslegt hagræði, ekki síst fyrir barnafólk. „Hagræðið felst m.a. í því að auð- veldara er fyrir tvo einstaklinga að halda heimili, þ.e. borga af hús- næði, kaupa inn o.s.frv. Um þetta er ekki deilt og hefur verið um það almenn samstaða að styrkja beri einstæða foreldra sem ekki njóta þessa hagræðis og hafa bæði rík- isvaldið og sveitarfélög gripið til ýmissa ráðstafana í því skyni. Má þar nefna hærri barnabætur, upp- bætur á meðlagsgreiðslur, hærri húsaleigubætur, hærri námslán, lægri leikskólagjöld o.fl. Hér er ekki gerður ágreiningur um þessar ráðstafanir enda gegna þær mik- ilvægu hlutverki við að jafna lífs- kjör hér á landi.“ Í greinargerðinni segir að því hafi verið haldið fram að fólk skilji eða slíti sambúð til málamynda beinlínis með það að markmiði að fá þær bætur og njóta þess hag- ræðis sem einstæðir foreldrar hafa notið. Því er hins vegar bætt við að slíkir málamyndaskilnaðir, eins og það er kallað, eða sambúðarslit, sé ólöglegt athæfi búi fólk eftir sem áður saman og þiggi bætur sem ætlaðar eru einstæðum for- eldrum. „Eftirlit með því hvort fólk býr saman eða ekki er hins vegar mjög erfitt og hefur ekki verið reynt nema að takmörkuðu leyti.“ Verst er þó að mati flutn- ingsmanna að í kerfinu skuli vera innbyggðir hvatar til að slíta hjónabandi eða sambúð, hvatar sem hafa jafnframt þau áhrif að draga úr áhuga fólks á því að stofna til hjúskapar eða hefja sam- búð. „Slíkt getur aðeins haft óheppileg áhrif,“ segir ennfremur. Kannað hvort fólk skilur til málamynda FJÓRIR varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í síðustu viku. Þar með eru sex varaþingmenn á Alþingi. Þeir sem sæti tóku á Alþingi í síð- ustu viku eru: Adolf H. Berndsen, en hann tók sæti Sigríðar Ingvarsdótt- ur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Helga Guðrún Jónasdóttir, en hún tók sæti Árna R. Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi. Örlygur Hnefill Jónsson en hann tók sæti Svanfríðar Jónas- dóttur, þingmanns Samfylkingarinn- ar í Norðurlandskjördæmi eystra og Soffía Gísladóttir en hún tók sæti Halldórs Blöndals, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Aðrir varaþingmenn á Alþingi eru Jónas Hallgrímsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins á Austurlandi og Ólafía Ingólfsdóttir, varaþing- maður Framsóknarflokksins á Suð- urlandi. Sex vara- þingmenn á Alþingi GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um að dómsmálaráðherra verði falið að skipa nefnd er kanni hvort rétt sé að tryggja með lögum rétt hjóna til hlutdeildar í lífeyrisrétti maka við skilnað. Með tillögunni er jafnframt lagt til að nefndin skili skýrslu um málið til Alþingis fyrir 1. desember 2003. Meðflutningsmenn eru 5 þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Í greinargerð tillögunnar er greint frá því að samkvæmt 102. gr. hjú- skaparlaga geti maki krafist þess við skipti að áunnin lífeyrisréttindi hans komi ekki til skipta við skilnað. Með því séu lífeyrisréttindi tengd þeirri persónu sem aflað hefur tekna og greitt af þeim iðgjald. Flutningsmenn velta því hins vegar fyrir sér hvort ekki væri eðlilegra að litið væri á öfl- un lífeyrisréttinda sem eignamyndun er aðilar hafi stuðlað að með ákveð- inni verkaskiptingu. Síðan segja flutningsmenn: „Það er mat flutn- ingsmanna að ekki sé nægjanlegt að sá sem t.d. hefur sinnt heimili og börnum meginhluta starfsævi sinnar verði að eiga það undir góðvild maka síns við skilnað hvort hann fái hlut- deild í þeirri eignamyndum sem orðið hefur til og felst í lífeyrisréttindum makans. Það er jafnframt ófullnægj- andi að mati flutningsmanna að maki sem telur á sér brotið þurfi að ráðast í kostnaðarsöm málaferli til að sækja réttindi sem hann hefur átt þátt í að mynda.“ Kanni rétt hjóna til hlutdeildar í lífeyrisrétti ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.