Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 13
HITABLÁSARAR
Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070
STJÖRNUBÍÓ er brátt lítið annað
en minning ein eins og þessi mynd
ber með sér en að undanförnu
hefur verið unnið við að rífa það.
Þær eru líklega ófáar minning-
arnar sem bíógestir hafa úr sölum
þessa gamla húss enda hafa kvik-
myndir verið sýndar þar í rúma
hálfa öld.
Þrjár húseignir á þessu svæði,
Laugavegur 86b, 92 og 94, verða
rifnar auk þess sem húsið við
Laugaveg 86 verður flutt en til
stendur að gera bílastæði á lóð
húsanna fyrir jólavertíðina í des-
ember.
Í framtíðinni eru svo uppi hug-
myndir um að gera bílakjallara
og hugsanlega tengja hann við
þjónustu- og verslunarhúsnæði á
lóðinni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Stjörnu-
bíó minn-
ing ein
Miðborg
STUTTMYNDAHÁTÍÐ verður
haldin í Háteigsskóla í dag þar
sem fjöldinn allur af glænýjum
stuttmyndum verður frumsýndur.
Myndirnar eru allar unnar í sam-
vinnu norskra og íslenskra skóla-
krakka sem eiga það sameiginlegt
að vera í 10. bekk grunnskóla.
Skólarnir sem taka þátt í verk-
efninu eru Háteigsskóli, Rétt-
arholtsskóli og Ringstabekk-skóli í
Bærum í Noregi en krakkar þaðan
eru nú staddir hér á landi til að
vinna að framleiðslu myndanna í
samvinnu við íslenska jafnaldra
sinna.
Meðal þeirra sem hafa tekið þátt
í verkefninu eru Hauður Freyja
Ólafsdóttir úr Háteigsskóla, Katr-
ín Ingibergsdóttir úr Réttarholts-
skóla og Bendik Iversen úr
Ringstabekk–skóla. Þau upplýsa
blaðamann um að frumkvæðið að
verkefninu hafi komið frá Norð-
mönnunum sem hugðu á námsferð.
Þvoðu bíla og seldu vöfflur
„Kennarinn okkar vildi að við
myndum fara í ferð innan Noregs
en þá ákváðum við að hafa at-
kvæðagreiðslu í bekknum og allir
vildu fara til útlanda,“ segir Ben-
dik. „Ég held að Ísland hafi orðið
fyrir valinu vegna þess að enginn
hafði komið til landsins og fólki
fannst spennandi að fara til ein-
hvers óþekkts lands og kynnast
því betur.“
Ferðina fjármögnuðu þau síðan
að miklu leyti sjálf. „Við bara unn-
um – þvoðum bíla, seldum vöfflur,
vorum barnapíur og gerðum allt
mögulegt. Svo fengum við styrk
frá sveitarfélaginu okkar til að
fara.“ Gistingin er síðan ókeypis
því hluti norsku krakkanna býr
inni á heimilium þeirra íslensku en
aðrir gista í félagsmiðstöðvum
hverfanna tveggja.
Stuttmyndagerðin hefur farið
þannig fram að krökkunum var
skipt upp í litla hópa sem hver um
sig vann að gerð einnar stutt-
myndar og var gætt að því að
fulltrúar beggja landa væru í
hverjum hópi. Hóparnir hafa séð
um allt frá handritsgerð, kvik-
myndatöku, leik, leikstjórn og
búninga að klippingu og lokafrá-
gangi og segja krakkarnir að það
hafi vissulega verið lærdómsríkt.
Enda er þetta í fyrsta sinn sem
þeir koma nálægt stuttmyndagerð
að undanskilinni Hauði sem segist
eitthvað hafa fiktað við slíkt í fé-
lagi við vini sína. „En þetta er
fyrsta alvöru myndin og við þurft-
um virkilega að leggja eitthvað á
okkur til að gera hana. Svo sýnd-
um við kennurunum hana sem síð-
an bentu okkur á hvað mætti bæta
og gáfu okkur góð ráð. En að
mestu leyti gerum við þetta ein og
allar hugmyndirnar að myndunum
eru okkar.“
Garðálfar í ævintýrum
Í ljós kemur að undirbúning-
urinn hefur staðið yfir í þó nokk-
urn tíma þó að norsku krakkarnir
hafi ekki komið fyrr en síðastlið-
inn sunnudag og öll tökuvinna og
klipping hafi farið fram í þessari
viku. Og það hefur ekki vantað
hugmyndir þegar verið var að
ákveða viðfangsefnin. „Okkar
mynd er um garðálfa sem lenda í
alls kyns ævintýrum,“ segir Katr-
ín. „Hún var tekin í Elliðaárdal og
við leikum þetta allt sjálf. Við er-
um bara með húfur sem tákna að
þetta séu garðálfar.“ Bendik, sem
vinnur að sömu mynd, tekur undir
þetta og upplýsir að hann sé einn
af leikurunum.
Hauður segir myndina sem hún
vinnur að ekki eins jákvæða.
„Þetta er um stelpu sem er að fara
til vinkonu sinnar um kvöld og það
er einhver morðingi sem hleypur á
eftir henni allan tímann. Þannig
að þetta er svona spennumynd.“
Krakkarnir eru sammála um að
þetta verkefni hafi kveikt hjá þeim
löngun til að halda slíku áfram og
segja hlæjandi að lokum að hver
viti nema þau verði kvikmynda-
gerðarmenn þegar þau eru orðin
stór.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Katrín Ingibergsdóttir úr Réttarholtsskóla, Hauður Freyja Ólafsdóttir úr Háteigsskóla og Bendik Ivarsen frá
Noregi eru sammála um að stuttmyndagerðin hafi verið ákaflega lærdómsrík.
Íslenskir og norskir krakkar í stuttmyndagerð
„Fyrsta alvöru myndin“
Reykjavík
BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ und-
irbúa nú útboð fyrir íþróttahús í Hofs-
staðamýri en ráðgert er að fram-
kvæmdir hefjist í mars á næsta ári.
Fjárhagsáætlun vegna hússins hljóð-
ar upp á rúmar 500 milljónir króna.
Að sögn Gunnars Einarssonar, for-
stöðumanns fræðslu- og menningar-
sviðs Garðabæjar, hefur húsið verið
minnkað frá því sem upphaflega var
áætlað þar sem kostnaður vegna slíks
húss þótti of mikill. Var í fyrstu drög-
um gert ráð fyrir tveimur handbolta-
völlum og hefði kostnaður þá orðið
um 700 milljónir króna.
„Eftir að þær tölur birtust var sett-
ur á laggirnar starfshópur sem fór of-
an í allar forsendur fyrir húsinu og
niðurstaðan var að ráðast í minna hús.
Það, auk ýmissa annarra breytinga,
gerir það að verkum að kostnaðurinn
verður rétt rúmlega 500 milljónir.“
Í húsinu verður einn löglegur
keppnisvöllur í handbolta. „Svo er
hægt að skipta honum niður og búa til
tvo löglega körfuboltavelli eða vera
með kennslu í tveimur sölum,“ segir
Gunnar en að auki er í húsinu gert ráð
fyrir sundlaug sem yrði 10 x 16,7
metrar að stærð.
„Þetta þýðir að það er hægt að vera
með allt að þrjá bekki í kennslu í einu,
þ.e. einn í sundlauginni og svo sinn í
hvorum salnum.“ Að auki verða bún-
ingsklefar, þreksalur, geymsla og að-
staða fyrir tómstundaheimili Hofs-
staðaskóla og félagsstarf.
Í notkun frá morgni
til miðnættis
Gunnar segir íþróttahúsið hugsað
sem kennsluhúsnæði fyrir Hofsstaða-
skóla og Fjölbrautaskólann í Garða-
bæ. Þá segir hann að húsið muni nýt-
ast fyrir íþróttafélag bæjarins,
Stjörnuna. „Það má segja að þetta sé
nánast 100 prósent aukning á þeirra
æfingaaðstöðu. Við höfum þurft að
leigja tíma, t.d. fyrir handboltaiðk-
endur, í öðru sveitarfélagi en það
breytist með tilkomu þessa húss.
Markmiðið er að hafa húsið í notkun
frá átta á morgnana til klukkan tólf á
kvöldin því húsið er allt of mikil fjár-
festing til að láta það standa autt.“
Að sögn Gunnars er verið að und-
irbúa útboð fyrir húsið. „Við sjáum
fyrir okkur að framkvæmdir gætu
hafist þarna í mars á næsta ári og
áætlunin er að taka húsið í notkun
haustið 2004 sem passar vel við upp-
haf skóla og íþróttastarfseminnar.“
Handboltavöllur, sund-
laug og þreksalur
Garðabær
Útboð fyrir íþróttahús í Hofsstaða-
mýri í undirbúningi hjá bænum