Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt sjáðu sóleyjarvönd geymdu hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott barn og hljótt meðan yfir er húm situr engill við rúm sofðu vært, sofðu rótt eigðu sælustu nótt. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.) Ég vil kveðja elskulegan frænda minn, hann Ása, eins og hann var oftast kallaður innan okkar fjöl- skyldu. Við eigum svo margar góð- ar minningar um fallegan dreng sem er nú farinn frá okkur alltof fljótt, aðeins, 25 ára gamall. Þegar hann var lítill kom hann oft í heimsókn í Árbæinn með Birnu mömmu sinni og Inga Þór bróður sínum. Þá var glatt á hjalla hjá mínum börnum og bræðrunum. Ási var alltaf fjörugur krakki og til í alla leiki, það var spilaður borð- tennis í bílskúrnum, farið í fótbolta úti á velli og leikið með fjarstýrða bíla á götunni. Eitt sinn sem krakki dvaldi Ási hjá okkur þegar mamma hans fór til útlanda í nokkra daga, ég dáðist að honum, hann kvartaði ekki, bara beið rólegur eftir að mamma kæmi heim. Þó að systir mín flytti með strákana sína til Keflavíkur urðu samverustundirn- ar samt margar, það var farið á milli í afmæli, og á fermingardeg- inum hans Ása kom öll fjölskyldan saman og við áttum ánægjulegan dag og fögnuðum með Ása, sem var í fínu fötunum sínum, kátur og smáfeiminn að vanda. Svo komu unglingsárin og samverustundun- um fækkaði, en ávallt gat maður fylgst með honum í gegnum for- eldra mína, því þangað kom hann oft og bauð þeim hjálparhönd. Elsku Birna, Helgi og Ingi Þór, við Óli og börnin okkar vottum ykkur og fjölskyldum ykkar dýpstu samúð okkar. Þið hafið misst mik- ið, en tíminn læknar sárin og minn- ingin um góðan og fallegan dreng mun ávallt lifa. Guð blessi ykkur. Hrefna. Hæ Ásbjörn minn. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir að hafa komið inn í líf mitt svona sem fyrsti „alvöru“ kærasti minn. Takk fyrir tímann sem við áttum saman þrátt fyrir margt sem gekk á þessu um eina og hálfa ári okkar, þá er mikið eftirminnilegt af þeim tíma sem ég mun ekki gleyma. Eins og eitt skipti þegar við bjuggum heima hjá mér og þú varst að spila á rafmagnsgítarinn ÁSBJÖRN STEFÁN HELGASON ✝ Ásbjörn StefánHelgason fædd- ist í Reykjavík 5. ágúst 1977. Hann lést 18. október síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Birna Björnsdóttir, f. 6. ágúst 1954, og Helgi Ásgeirsson, f. 11. des. 1952. Foreldrar Birnu eru Björn Andersen, f. 15. feb. 1921, og Anna Ólafs- dóttir, f. 10. feb. 1916. Foreldrar Helga voru Sigríður Bjarnadóttir f. 27. ágúst 1916, d. 5. ágúst 1996, og Ásgeir Magnús Þorbjörnsson f. 26. maí 1912, d. í júní 2001. Bróðir Ásbjörns sam- mæðra er Ingi Þór Ólafsson, sam- býliskona hans Hildur Þórarins- dóttir, þau eiga soninn Þórarin Ólaf en fyrir átti Ingi Þór soninn Elvar Örn. Hálfsystkini Ásbjörns samfeðra eru Jón Ragnar, Bjarn- dís Hrönn og Helga María. Útför Ásbjörns verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sem pabbi átti, en hann var eiginlega bú- inn að gefa þér hann því þú kunnir á hann og varst svo góður að spila, sagði hann, og það varstu líka. Eins og flotta lagið sem þú samdir, manstu? En, já, þú varst að spila uppi í herbergi og pabbi kom að hlusta á þig og fór svo að spila með þér á kassagítar- inn og spurði þig hvað þú hétir annað en Ási. Og þú sagðir: Ás- björn! Og hann ætlaði ekki að trúa því og sagði: „Vá … , bara alvegi eins og Bubbi Morthens“. En ég vissi ekki fyrr en þá að Bubbi héti Ásbjörn eins og þú, og okkur þótti það svo fyndið, því þú hélst svo rosalega mikið upp á Bubba. Þá man ég hvað þú varst ánægður, gleðin skein alveg af þér. Já, Ási, það var gott að sjá þig brosa og sjá þig líka með glottið þitt sem þú varst svo oft með. Alltaf þegar ég heyri í Bubba Morthens, minnir hann mig á þig og mun ávallt gera. Svo man ég líka eftir því þegar ég var að fá að koma með þér í „skúr- inn“ hjá afa þínum og ömmu. T.d. þegar þú varst að gera við „Toyot- una hvítu“ fyrst að skipta um vatnskassann og svo seinna að laga bremsurnar og ég fékk að hjálpa með að stíga á bremsurnar til að ná bremsuvökvanum af, það fannst mér líka gaman og að fá að koma með þangað, því þar er allt af öllu og alltaf þegar við komum kom Bjössi afi þinn að fylgjast með og hjálpa og við töluðum um hvað hann væri mikil dúlla. Ég man líka eftir hálsmeninu sem þú gafst mér í jólagjöf og fékkst álit hjá Guð- rúnu fyrrverandi kærustu þinni hvort það væri ekki flott handa mér. Takk fyrir það og ég mun allt- af geyma það í minningu um þig. Og margar aðrar góðar og slæmar stundir en í rauninni lít ég á þær allar sem góðar, því ef það væri ekki neitt slæmt þá væri ekki hægt að dæma hvað væri gott. Svo uxum við hvort í sína áttina, en ég er feg- in að við gátum verið vinir eftir það. Og takk aftur fyrir tímann sem ég fékk að eyða með þér, ég hef fengið að læra mikið af honum og met hann mikils. Og þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. En nú ertu farinn af jörðinni og kom- inn á betri stað, þar sem lífið er ekki barátta! Og líður nú mun bet- ur, er ég viss um. Og nú færðu að hitta þá sem þú misstir á þinni lífs- leið, og færð að passa og vernda Birnu móður þína og fjölskyldu þína og vera hjá öllum sem þér þykir vænt um. Elsku Ásbjörn, ég bið þig bara velkominn til englanna í Guðsríki. Sjáumst seinna og hittumst í draumum á meðan. Guð geymi þig og Drottinn varðveiti sálu þína. Elsku Birna og fjölskylda og aðrir ástvinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja ykkur og vernda í sorginni. Ásbjörn, ég kveð þig með þessari bæn: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Þín alltaf vinkona Birgitta Ben. Stórt skarð hefur myndast í hjarta mínu og allt í einu er eins og ég geti ekki andað. Þú svona ungur og hrifinn burtu langt fyrir aldur fram. En vegir guðs eru órannsak- anlegir, það er víst satt. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þær hrúgast upp í höfðinu þegar ég hugsa til þín, en kem ekki upp orði af sorg. Síðast þegar ég sá þig vorum við á kaffihúsi, þú varst frekar dapur UMRÆÐAN ÞAÐ er alveg ljóst að sá mæli- kvarði sem við höfum á gæði þing- manna ef svo má að orði komast hlýt- ur að vera sá fjöldi mála sem þeir flytja, efnisinnihald málanna og hvernig þeir fylgja málum eftir bæði þegar þeir eru í stjórn og stjórn- arandstöðu. Í mínum huga er enginn vafi á því að Jóhanna Sig- urðardóttir stendur öllum þingmönn- um framar þegar þessum mælikvörð- um er brugðið á háttvirta þingmenn. Hún nær árangri hvort sem hún er ráðherra í ríkisstjórn eða meðal leið- toga stjórnarandstöðunnar þar sem hún er númer eitt í aðhaldi sama á hverju gengur. Fram hefur komið að á yfirstandandi þingi hefur hún flutt um 30 þingmál, frumvörp og tillögur. Jóhanna vinnur fyrir allan almenn- ing. Hér eru nokkur dæmi um slík mál sem hún flytur eða er fyrsti flutn- ingsmaður að og snerta alla þjóð- félagshópa: Um skattfrelsi lág- tekjufólks, um könnun á umfangi fátæktar, um lögfræðiaðstoð fyrir efnalítið fólk, um aðgerðir til hags- bóta fyrir neytendur gagnvart þeim sem innheimta skuldir, um afnám verðtryggingar á fjárskuldbind- ingum, skattaendurgreiðslu vegna vaxtagreiðslna af námslánum, um að ótekjutengdar barnabætur greiðist til 16 ára aldurs barna, lífeyrishlunn- indi fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði, um greiðsluaðlögun fyrir fólk sem lendir í gjaldþrotum og greiðsluerf- iðleikum, afnám skattlagningar á meðlagsgreiðslur, þátttöku í gler- augnakostnaði barna yngri en 18 ára, um aðgerðir til að jafna stöðu og um jafnan rétt karla og kvenna, hækkun lífeyrisgreiðslna til samræmis við launavísitölu og margt fleira. Þarf frekari vitna við? Kjósum Jó- hönnu í 2. sæti – forystusæti í próf- kjöri Samfylkingarinnar 9. nóv- ember. Jóhanna nær árangri Guðmundur Sigurgeirsson hönnuður skrifar: Í FLOKKSVALI Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi gefst okkur tækifæri á að virkja krafta nýrrar kynslóðar. Björgvin G. Sigurðsson gefur kost á sér í flokksvalinu og skora ég á Samfylkingarfólk í kjör- dæminu að veita honum braut- argengi. Hann er kraftmikill bar- áttumaður með hjartað á réttum stað. Öflugur jafn- aðarmaður sem berst fyrir hagsmunum allra þeirra sem þurfa á skjóli að halda í tilverunni, róttækri menntasókn og þróttmiklu atvinnulífi, svo eitthvað sé nefnt. Hver kynslóð ber með sér nýja strauma og nýjan hugsunarhátt. Því er mikilvægt að Alþingi endurspegli samsetningu þjóðfélagsins. Þar eiga bæði ungir og gamlir að eiga sína full- trúa. Svo er ekki nú. Við þurfum öfl- ugt baráttufólk af öllum kynslóðum til að stjórna landinu. Ungan mann á Alþingi – kjósum Björgvin í flokksvalinu 9. nóvember í Suðurkjördæmi. Björgvin er baráttumaður Sandra Guðmundsdóttir háskólanemi skrifar: JÓHANNA Sigurðardóttir hefur nú í upphafi þings lagt fram all- mörg frumvörp og tillögur, þarf ekki annað en að líta yfir listann til að gera sér grein fyrir því hvorum megin þessi kona hefur tekið sér stöðu í baráttunni milli sérhags- muna og almanna- hagsmuna. Má þar t.d. nefna tillögu um könnun á umfangi fátæktar og lög- fræðiaðstoð við efnalítið fólk, svo og frumvarp um skatt- frelsi lágtekjufólks. Reyndar hlýtur það að teljast hreint makalaust og ríkisstjórninni til háðungar að frumvarp um skatt- frelsi fólks sem þarf að láta sér nægja t.d. elli- eða örorkulífeyri skuli ekki vera löngu afgreitt mál. Þarf greinilega nýja ríkisstjórn til að sjá um að svo sjálfsagðir hlutir verði að veruleika. Ég vil áfram hafa þingmann, sem hvikar aldrei frá sannfæringu sinni og þorir að hafa skoðun og spyrja óþægilegra spurninga, hversu óvinsælt sem það nú er hjá núverandi stjórnvöld- um. Ég kýs því Jóhönnu Sigurð- ardóttur til að leiða annað Reykja- víkurkjördæmanna 9. nóvember nk. og skora á aðra að gera slíkt hið sama. Baráttukonan Jóhanna Sigurðardóttir Guðrún Árnadóttir skrifar: UNDANFARIN ár hefur safnast upp mikill og alvarlegur vandi í hús- næðismálum ungs fólks. Nýbygging- ar smáíbúða eru nánast engar, fram- boð af leiguhúsnæði lítið og oft býsna bágborið. Fyrir utan að vera á okur- verði. Kostirnir eru oft engir aðrir en að kaupa of stórt og dýrt húsnæði eða þá að hírast í lélegu leiguhúsnæði fyr- ir hátt verð. Ef aðgengi ungs fólks að veði í eignum annarra, foreldra eða skyldmenna, er ekki til staðar þá eru kostirnir ekki aðrir en að flæmast á milli misvondra leiguíbúða á þeim vanþróaða markaði sem íslenski leigumarkaðurinn er. Það er ekki boðlegt að einu valkostirnir við að koma sér upp þaki yfir höfuðið séu að fara með fé foreldranna í þá rúllettu sem húsnæðiskaup geta verið. Átak í byggingu smáíbúða Undirritaður hefur á síðustu vikum kynnt tillögur að byggingu smáíbúða fyrir ungt fólk, m.a. í grein í Mbl. 11. október og á vef mínum, bjorgvin.is. Viðbrögðin við tillögunum eru slík að ég er sannfærðari um það en nokkru sinni fyrr að húsnæðisvandi ungs fólks er alvarlegt samfélagsmein. Uppbygging íbúða fyrir ungt fólk á að vera eitt af forgangsmálum stjórn- málanna á næstu árum. Stjórnvöld hafa brugðist í þessum efnum. Um leið og stigið var á sprotana í þekking- ariðnaðinum, og þar með atvinnu- tækifæri unga fólksins, með vondri og frumstæðri hagstjórn þá er skollaeyr- um skellt við húsnæðisvandanum. Að mínu mati á að stofna sérstök húsnæðisfélög til að ráðast í átak í uppbyggingu smáíbúða fyrir ungt fólk með þátttöku félagasamtaka, rík- is, fyrirtækja og sveitarfélaga. Smá- íbúðirnar sem byggðar yrðu á vegum húsnæðisfélaganna eiga að vera til leigu á félagslegum markaði eða eign- ar. Stofnun slíkra húsnæðisfélaga og markviss bygging smáíbúða, eftir að hafa skilgreint þörfina vandlega út um allt land, væri stór áfangi í átt til lífskjarajöfnunar og félagslegs rétt- lætis á Íslandi. Húsnæðisvandi ungs fólks Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. „Uppbygging íbúða fyrir ungt fólk á að vera eitt af forgangs- málum stjórnmálanna á næstu árum.“ ER maður lítur á lífið í kringum sig og veltir fyrir sér hvers vegna er öll þess eiturlyfjaneysla hjá æskufólki. Þá spyr maður sig, hvað er hægt að gera best í for- varnarstarfi? Það er sorglegt að sjá hversu margt ungt fólk fellur fyrir þeim vágesti sem eiturlyf eru. Við verðum að gera eitthvað raunhæft í þessum málum og hvað er það helst sem gera þarf? Að mínu mati þarf að stórefla allt íþrótta- og æskulýðsstarf. Það þarf og verður að veita meira fjár- magni til íþrótta- og æskulýðs- starfsemi, bæði hjá ríki og sveit- arfélögum. Við vitum að flest íþróttafélög berjast við allmikinn og í sumum tilfellum mikinn skuldabagga, vegna þess að þau hafa reist sér hurðarás um öxl. Stórir kostnaðarliðir eru t.d. ferðakostnaður íþróttahópa, er ekki rétt að athuga að ríkið komi þar inn í, ég tel það nauðsynlegt. Ríkið verður að koma með eitt- hvað úr sínum sameiginlega sjóði í þennan ferðakostnað. Eftir því sem ég best veit hefur það tíðkast í mörg ár erlendis að ódýrara sé fyrir íþróttahópa að ferðast en aðra. Kostnaður við rekstur íþróttamannvirkja þarf að komast á raunhæfara plan, nú laun þjálf- ara og leiðbeinenda þarf að styrkja á svipaðan hátt og Hafn- arfjarðarbær byrjaði á nú í haust. Að mínu mati er það aðeins byrjunin að greiða eða styrkja þátttöku barna að 10 ára aldri. Þessi aldur hlýtur að hækka er fram líða stundir og reynsla kemst á þessa framkvæmd. Allt er þetta til að styrkja og efla íþrótta- og æskulýðsstarfsemi öllum aðilum til hagsbóta. Um leið að auka þátttöku æskunnar í heil- brigðara starfi og minnka líkur á því að æska þessa lands lendi í þeim vágesti sem eiturlyf eru. Ef ég fæ til þess styrk í flokks- vali Samfylkingar í Suðvesturkjör- dæmi, mun ég stuðla eftir öllum tiltækum leiðum að því að ofan- greind markmið munu nást. Íþrótta- og æsku- lýðsstarfsemi, vímuvarnir Eftir Jón Kr. Óskarsson Höfundur er þátttakandi í flokksvali Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. „Það þarf og verður að veita meira fjármagn til íþrótta- og æskulýðsstarfsemi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.