Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 33 KÖNNUN Samfylkingarinnar um afstöðu flokksmanna til Evrópusam- bandsins er greinilega að verða meiriháttar klúður. Það sem átti að verða tímamótaæfing í lýðræðisleg- um stjórnarháttum er orðið að óskiljanlegu fyrirbæri sem ekkert leiðir í ljós nema vandræðagang. Í fyrsta lagi er spurningin þannig orðuð að hana má túlka á marga mis- munandi vegu. Það hefur reyndar reynslan þegar sýnt okkur. Flokks- menn greinir á um sjálfa spurn- inguna, hvað þá annað. Höfðu menn þó heilt ár til þess að hugsa sig um og orða spurninguna svo vel væri. Nú er sýnt að allur sá tími dugði mönnum ekki. Í öðru lagi er ljóst að við undirbún- inginn var einkum lögð áhersla á sjónarmið þeirra sem vilja ESB-að- ild. Hinir voru hornrekur. Þetta hef- ur líka komið fram í máli flokks- manna. Í þriðja lagi blasir nú við að tveir af hverjum þremur flokksmönnum hundsuðu könnunina. Er nú svo komið að þeir sem gleggst mega vita telja úrslitin ekki einu sinni tölfræði- lega marktæk. Þannig er nú ljóst að einvörðungu um það bil fjórðungur flokksmanna Samfylkingarinnar jánkar hinni undarlegu spurningu. Hinir ansa henni ekki eða eru henni mótdrægir. Þá vaknar spurningin óhjákvæmi- lega. Er það þessi fjórðungur sem mun ráða kúrsinum á Evrópusam- bandssiglingu Samfylkingarinnar, eða verður tillit tekið til hinna? Ræður minnihlut- inn stefnunni? Eftir Einar K. Guðfinnsson „Er það þessi fjórð- ungur sem mun ráða kúrsinum á Evrópusambandssigl- ingu Samfylkingarinnar, eða verður tillit tekið til hinna?“ Höfundur situr í utanríkismálanefnd Alþingis og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi. Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. FYRIR nokkrum árum hélt ég því fram að sterk útgerðarfyrir- tæki með mikla kvótaeign myndu verða einskonar „Byggðastofnanir“ framtíðarinnar. Þau réðu hvort kvótinn væri eða færi. Jafnvel hvort staður lifði eða dæi. Það stóð ekki á viðbrögðum þeirra sem bera ábyrgð á afleiðingum kvótakerfis- ins. Það væri sko tryggt með há- markseignarhaldsákvæði í lögum að slíkt gæti ekki gerst. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í síðustu viku í þingmannaheimsókn á Suðurnes. Við þingmennirnir í Reykjanes- kjördæmi höfum fylgst vel með uppbyggingunni í kraftmiklum sjávarbyggðunum suður með sjó. Áræði og trú á framtíðina var þar ríkjandi og gott að finna æðaslátt fiskveiðisamfélagsins í heimsókn- um okkar. Höfn, betri höfn var við- kvæðið. Stækka, dýpka, breyta. Stórfelldra aðgerða var þörf til að gera stærstu og best búnu fiski- skipunum kleift að koma inn til löndunar í heimahöfn. Ábyrgðarleysi kvótaeigenda Í Sandgerði var ráðist í umfangs- miklar hafnarframkvæmdir. Yfir 11 þúsund þorskígildistonn voru á staðnum og athafnalíf var öflugt. Nú eru 90% af kvótanum farin. Það eru 1.100 tonn eftir í bænum. Gjörbreyting í atvinnuháttum er að ganga yfir. Enn á ný er kvótinn farinn úr metnaðarfullu sjávar- plássi án þess að nokkur fengi að gert. Hvernig á að vera unnt að skipu- leggja og fjárfesta til framtíðar við svona aðstæður? Hvaða staða er þetta fyrir sveitarstjórn sem stofn- að hefur til stórfelldra skulda til að skapa viðunandi aðstæður til sjó- sóknar? Hvernig er hægt að bjóða sjómönnum og starfsfólki í sjávar- útvegi upp á þetta öryggisleysi? Þegar búið var að safna mestu af kvótanum á Ísafirði á Guðbjörgina, flaggskip Vestfirðinga, var hún seld en því lofað að hún yrði gerð út áfram frá Ísafirði. Innan tveggja ára var skipið farið til Þýskalands og kvótinn í annan landshluta. Áður fyrr kom maður í manns stað. Nú er það gjörbreytt. Ef skip er selt fer kvótinn með og annar getur ekki tekið upp þráðinn nema kaupa bæði skip og kvóta. Þjóðareignin Samfylkingin hefur þá afdrátt- arlausu skoðun að á tilteknu árabili eigi að innkalla allan kvótann og eftir því sem veiðiheimildir inn- heimtist bjóða þær upp til ákveðins tíma í senn. Þetta er eina leiðin til að eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fái yfir henni yfirráð á ný. Auð- lindanefndin svokallaða lagði til að ákvæði um þjóðareign á auðlindinni yrði fest í stjórnarskrá. Í svari við fyrirspurn minni á Alþingi sl vetur sagði forsætisráðherra að stjórn- skipunartillögur byggðar á niður- stöðum auðlindanefndarinnar yrðu unnar í sumar og lagðar fram á haustþingi. Ekkert bólar á þeim ennþá en eftir þeim mun verða kallað. Stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindinni verður að koma til. Þegar kvótinn fer Eftir Rannveigu Guðmundsdóttur Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. „Ekkert ból- ar á tillögu um að ákvæði um þjóðareign á auðlindinni verði fest í stjórnarskrá.“ Í FORSÆTISRÁÐHERRATÍÐ Davíðs Oddssonar hefur náðst já- kvæður árangur á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Það á þó engan veginn við um heilbrigðiskerfið. Megin- stefna ríkisstjórna þetta tímabil í málefnum heilbrigðisþjónustu hef- ur verið að halda aukningu útgjalda í skefjum og viðhalda óbreyttu fjár- mögnunarkerfi. Ekki hefur þjón- ustan verið löguð að breyttum þörf- um landsmanna og á stundum virðist sem ráðamenn hafi litlar áhyggjur af því hvort þjónustan sé fullnægjandi fyrir þá sem telja verður að eigi fullan rétt til hennar. Afleiðing stjórnarstefnu En hverjar eru þá afleiðingar þessarar stefnu? Heilsugæsla er í uppnámi. Fjöldi lækna hefur sagt upp störfum og tugþúsundir lands- manna munu ekki eiga eðlilegan aðgang að þessari mikilvægu þjón- ustu. Flestar sjúkrastofnanir landsins eru reknar með miklum halla en það hefur auðvitað mjög truflandi áhrif á starfsemi þeirra. Mikill skortur er á hjúkrunarrými fyrir aldraða og biðlisti langur. Lokun á öldrunardeild á Landakoti er einhver vanhugsaðasta ákvörðun sem tekin hefur verið í heilbrigð- iskerfinu í manna minnum. Yfir eitt hundrað aldraðir liggja á bráða- deildum við óheppilegar aðstæður og mun meiri kostnað en ef viðeig- andi pláss væru fyrir hendi. Biðlisti eftir liðskiptaaðgerðum er 18–20 mánuðir og of langur fyrir margar aðrar aðgerðir. Það má því segja að stefna þessara ríkisstjórna hefur einkennst af niðurskurði, löngum biðlistum og því ófullnægjandi þjónustu. Réttindi sjúklinga Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samninga Tryggingastofnunar vegna sérfræðilækna er greint frá ríkum rétti sjúklinga til heilbrigð- isþjónustu. Vitnað er í 76. grein stjórnarskrárinnar frá 1944, 1. grein laga um heilbrigðisþjónustu frá 1990 og 3. grein laga um rétt- indi sjúklinga frá 1997. Síðan segir í skýrslunni: „Þrátt fyrir framan- greind ákvæði um hinn ríka rétt sjúklinga til heilbrigðisþjónustu er ljóst að hún takmarkast m.a. af því fé sem til hennar er veitt.“ Með öðrum orðum getur ríkisstjórn á hverjum tíma með stuðningi meiri- hluta Alþingis takmarkað mjög þennan rétt með fjárlögum hvers árs. Erlendis hefur margt verið að gerast varðandi heilbrigðismál. Hvað varðar réttindi sjúklinga hef- ur Evrópudómstóllinn kveðið upp úr um að íbúar innan Evrópusam- bandsins eigi fullan rétt á heil- brigðisþjónustu án óeðlilegrar tafar og geti sótt þessa þjónustu til hvaða lands sem er innan sam- bandsins á kostnað heimalandsins. Danska ríkisstjórnin hefur skil- greint biðtímann sem tvo mánuði. Rekstur heilbrigðisþjónustu Í flestum löndum Evrópu hefur orðið grundvallarbreyting á afstöðu stjórnvalda til rekstrar þjónust- unnar. Með skilgreiningu á rétt- indum sjúklinga er mönnum ljóst að biðlistar þjóna engum tilgangi og eru beinlínis óhagkvæmir. Markmiðið er að veita öllum þjón- ustu og finna til þess ódýrustu leið- irnar. Skipulagi hefur verið breytt og nýjar fjármögnunarleiðir sem byggjast á afkastatengdum fjár- framlögum teknar upp. Það gerir aftur kröfu um nákvæma greiningu á kostnaði og þar með aukinn skiln- ing á eðli málsins. Skilgreiningu á gæðum hefur verið breytt þannig að sjúklingar eiga að fá þá þjónustu sem þeir þurfa fyrir sem minnstan tilkostnað. Hvað er að gerast hér á landi? Hliðstæð þróun hefur ekki átt sér stað á Íslandi. Við búum við úr- eltan hugsunarhátt stjórnmála- manna, úrelt skipulag og úrelt fjár- mögnunarkerfi. Föst fjárlög hafa verið lögð niður í öllum nágranna- löndum okkar. Niðurskurður og biðlistar eru tákn þessa kerfis og ríkisstjórnir undanfarins áratugar bera ábyrgðina. Almenningur á Íslandi á ekki að sætta sig við þetta ástand. Það kostar ekki mikla fjármuni að eyða biðlistum og koma rekstri þjón- ustustofnana í eðlilegt horf í sam- ræmi við það sem hefur gerst í ná- grannalöndum okkar. Ýmsar framkvæmdir á vegum þess opin- bera verða einfaldlega að bíða á meðan. Er til of mikils mælst að menn hugleiði hvort hluti af hagn- aði af sölu ríkisbanka verði notaður í þágu sjúklinga til að stytta bið þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu? Fjárlagaumræða stendur yfir og í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er enn farið fram á niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana. Prófkjör og kosningar eru fram- undan. Væntanlegir kjósendur verða að fá skýr svör frá frambjóð- endum um afstöðu þeirra til heil- brigðisþjónustu. Ríkisstjórn og heilbrigðiskerfið Eftir Ólaf Örn Arnarson „Ekki hefur þjónustan verið löguð að breyttum þörfum landsmanna og á stundum virðist sem ráðamenn hafi litlar áhyggjur af því hvort þjónustan sé fullnægjandi.“ Höfundur er læknir. SVO bregðast krosstré sem önnur tré, hljóðar máltækið. Líklegt má telja að orðtakið hafi sótt að formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar Stein- grímur Ari Arason sagði sig úr Einkavæðingarnefnd með þeim orð- um að hann hefði aldrei kynnzt öðr- um eins vinnubrögðum. Og forsætisráðherra hafði engar vöflur á en vísaði afsagnarbréfi Stein- gríms Ara til ríkisendurskoðunar til umsagnar. Það hefði hann ekki gert ef hann hefði ekki góða reynslu af Renda og vinnubrögðum hans í þágu yfirboðaranna. Enda brást Renda ekki bogalistin og kvað ekkert athugavert við störf Einkavæðingarnefndar. Til þess að verða ekki að algjöru gjalti ýrði hann með athugasemdum, sem voru svo veigalitlar að forsætisráðherra kvaðst mundu taka þær til greina. Alla nema eina, sem kom að vísu Einkavæðingarnefnd og ráðherra- nefndinni ekkert við, eins og Rendi þjónkunarlega tekur fram og for- maður Sjálfstæðisflokksins hnykkir á. Það var salan á hlut Landsbankans í Vátryggingafélagi Íslands. Um hana sáu framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins og framsóknarmað- urinn Helgi horski, formaður og varaformaður bankaráðs Lands- bankans. Vitaskuld án vitundar flokksfor- ingjanna, sem saklausir og óafvitandi um viðskiptin strituðu við, ásamt Einkavæðingarnefnd, að selja hlut- inn allt öðrum. Til þess nú að mýkja framtak framkvæmdastjóra Flokksins, segir formaðurinn í viðtali við Morgun- blaðið 12. okt. að það ,,hafi verið betra fyrir bankann að gera hreint fyrir þessum dyrum áður en til sölu kom“. Þetta skilur enginn nema Kjartan framkvæmdastjóri og líklega ekki öðrum ætlað. Málið minnir óneitanlega á mann við Djúp vestur, sem seldi vélbát sinn. En í millitíðinni, áður en hann afhenti kaupandanum bátinn, seldi hann öðrum vélina úr honum. En Steingrímur Ari er staffírugur sem aldrei fyrr og gerir ekki mikið með skýrslu Renda. Segist standa við öll sín orð í málinu, og endurtekur að hann hafi aldrei kynnzt öðrum eins málatilbúnaði. Og krosstrén halda áfram að bregðast. Í Morgunblaðinu 12. okt. sl. segir Steingrímur Ari svo: ,,Skýrsla Ríkisendurskoðunar er innlegg í þetta mál en hún segir auð- vitað ekki alla söguna heldur einung- is hluta hennar. Hún hlýtur hins veg- ar að vekja ýmsar spurningar en það er kannski annarra að meta hvort það er ástæða til þess að fá svör við þeim spurningum og þá hvenær.“ Steingrímur leggur áherzlu á að þetta sé vitaskuld viðkvæmt mál og skýrslan komi fram á viðkvæmum tíma. „Ég stend auðvitað frammi fyr- ir því að þurfa að skýra hvað mér gekk til með þeim stóru orðum sem ég viðhafði í úrsagnarbréfinu. Ég stend við þau en stend jafnframt frammi fyrir því að hafa ekki komið skilmerkilega á framfæri því sem í reynd hefur rekið mig áfram í þessu máli.“ Hvers skyldi vera að vænta? Það skyldi þó ekki koma á daginn að Steingrími Ara hafi verið nóg boð- ið þegar þau runnu upp fyrir honum viðskiptin sem ríkisstjórnarflokkarn- ir hugðust reka sín í milli í einkavæð- ingu bankanna? Að rótgróni sjálf- stæðisflokksmaðurinn Steingrímur Ari hafi ekki staðizt mátið lengur, þegar á daginn kom, að Búnaðar- bankinn skyldi afhentur Framsókn- arflokknum með manni og mús? Hann hafi séð ljósið og fundið smjör- þefinn af málinu við sölu eignarhlutar Landsbankans í VÍS, bak luktum dyrum að næturlagi? Þegar og ef Steingrímur Ari segir alla söguna er hætt við að brakið í krosstrénu þegar það brotnar alveg láti óþarflega hátt í eyrum Æðsta- ráðs. Krosstréð Eftir Sverri Hermannsson „Þegar og ef Steingrímur Ari segir alla söguna er hætt við að brakið í krosstrénu þeg- ar það brotnar alveg láti óþarflega hátt í eyrum Æðstaráðs.“ Höfundur er alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.