Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 48
TRÚBADORKEPPNI hefst á kránni O’Briens í kvöld. Haraldur Davíðsson trúbador og Birgir Róbertsson, eigandi staðarins, eiga heiðurinn af keppninni, sem gengur undir nafninu „Óþekkti tónlist- armaðurinn“. Keppnin stendur yfir næstu daga en úrslitin fara fram mánudags- kvöldið 4. nóvember. Þátttakendur eru alls tuttugu og er um fjórðungur þeirra úr hópi kvenna. Einu þátttökuskilyrðin voru þau að keppendur gætu sungið og spilað á hljóðfæri, væru 18 ára eða eldri og hefðu ekki gefið út tónlist undir eigin nafni. „Þetta er fólk á öllum aldri, sem tekur þátt,“ segir Haraldur og bætir því við að trúbadorar þurfi að kunna þá list að höfða til margra mismunandi hópa inni á krán- um. „Þetta er hugsað sem uppreisn ein- yrkjans, upp úr skúffunni og útúr skápn- um, fá nýtt blóð í þetta,“ segir hann um tilgang keppninnar. Margir notast við gítarinn en að sögn Birgis er einnig píanó á staðnum, sem stendur ekki ónotað á meðan á keppninni stendur. „Sumir ætla að spila bæði á píanó og gítar,“ segir hann. Hver trúbador fær 20 mínútur til að sýna sig og sanna með því að spila á bilinu fjögur til fimm lög. Tveir af fimm komast áfram eftir hvert kvöld en á undan- úrslitakvöldinu á sunnudaginn keppa tíu manns, útskýra félagarnir. Tveir trúbador- ar keppa á úrslitakvöldinu og hljóta þeir báðir vinninga en í boði er m.a. ferð til Dublin og hljóðverstímar. Fimm manna dómnefnd sér um að finna hæfileikafólkið í hópnum og verður dóm- nefndin ekki endilega sú sama öll kvöldin. „Jafnvel kippum við einhverjum úr salnum með í dómnefndina svona til að gæta jafn- ræðis og hafa þetta eins sanngjarnt og hægt er,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að fulltrúi gestanna á staðnum sitji ekki endi- lega í dómnefndinni er þess gætt að taka tillit til þeirra. Atkvæði salsins gilda 30% á móti 70% hlut dómnefndar. Keppnin hefst á O’Briens milli 21 og 22 öll kvöldin og hvetur Birgir fólk til að mæta snemma, þar sem staðurinn tekur aðeins 70 manns. Aðgangseyrir er 500 krónur inná hvert kvöld en einnig er hægt að kaupa aðgangskort með afslætti, sem gildir á öll kvöldin. Trúbadorkeppni fyrir óþekkta tónlistarmenn Morgunblaðið/Kristinn Birgir Róbertsson og Haraldur Davíðsson trúbador standa fyrir keppninni. Uppreisn einyrkjans 48 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER. Sýnd kl. 7.  Kvikmyndir.com  HK DV Sýnd kl. 4.50, 8 og 10.15. Bi 12.  SV Mbl  SK RadíóX Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. 1/2 Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.45.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl.10. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Sýnd kl. 10.20. B.i. 14. Frumsýnd kl. 8.30. Hátíðarfrumsýning Takmarkað magn miða. Verð kr. 800. Yfir 40.000 áhorfendur  HJ Mbl 1/2 HK DV  SFS Kvikmyndir.is LOKSINS - LOKSINS Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 448 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is  SV. MBLDV Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Bridget Jones’s Diary.“ Gamanmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi. E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 16. Vit 453 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 460  SK RadíóX Sýnd kl. 6. Vit 435 S Ý N D Í S A L 1 SARAH Jessica Parker, aðalleikkonan í sjón- varpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur alið barn. Þetta er fyrsta barn hennar og eig- inmannsins Matthews Brodericks. Drengurinn kom í heiminn á Lenox Hill-sjúkrahúsinu í New York á mánudags- morgun. Hann hefur verið nefndur David Perkins Broderick. Parker, 37 ára, kom á sjúkrahúsið í fylgd tveggja bifreiða sem í voru öryggisverðir og hindruðu þeir ljósmyndara í að ná myndum af leikkonunni. Hún fæddi drenginn á einkastofu. Hinir nýbökuðu foreldrar hafa fengið margar árnaðar- óskir frá fjölskyldu og vinum, þar á meðal Cynthiu Nixon, sem einnig er ófrísk, en hún leikur í Beðmálum í borginni með Parker. Nixon heimsótti Parker á sjúkrahúsið síðdeg- is í gær. Bæði Parker og Broderick hafa lítið viljað tjá sig um meðgönguna. Talið er að fyrstu myndirnar af David litla muni seljast á ríflega 200.000 dollara eða 17,6 milljónir króna. Parker eignast dreng Ólétt Sarah Jessica Parker í hlutverki sínu sem rithöfund- urinn Carrie Bradshaw í nýjustu þáttaröð Beðmála í borginni. JETHRO Tull er líklega ein sér- kennilegasta rokksveit heims um leið og hún er með þeim allra þraut- seigustu. Og merkilegt nokk á hún sér auk þess bæði breiðan og trygg- an aðdáendahóp sem dreifist um all- ar álfur. Nýverið voru þrjár sígildar hljóm- plötur með sveitinni frá miðjum átt- unda áratugnum endurútgefnar. Þetta eru War Child (1974), Minstrel in the Gallery (1975) og Too Old To Rock’N’Roll (1976). Það er upp og of- an hvernig til tekst við endurútgáfur sem þessar en í þessu tilfelli hefur verið vandað sérstaklega til verka. Allar plöturnar hafa verið hljómjafn- aðar upp á nýtt á stafrænan hátt og hver þeirra inniheldur skammt af aukalögum; t.a.m. eru þau sjö á War Child. Aukalögin eru margvíslegs eðlis; hér er t.d. að finna b-hliðar, hljómleika- og útvarpsupptökur. Pakkningarnar eru líka vandaðar; innihalda áður óséðar ljósmyndir, texta og greinaskrif eftir meistarann sjálfan, hinn óstöðvandi „flautuþyr- il“ Ian Anderson. Plöturnar koma í búðir í byrjun nóvember. Fyrr á þessu ári voru fyrstu þrjár plötur Tull, This Was (1968), Stand Up (1969) og Benefit (1970), endur- útgefnar á líkan hátt, en þó með eilít- ið breyttum formerkjum. Þá gaf EMI, sem hefur eignarhald á flest- um eldri plötum Tull, aftur út hljóm- leikaplötuna Live Bursting Out (1978) og hljóðversskífurnar Storm- watch (1979), A (1980) og Under Wraps (1984) fyrir stuttu. En þær innihalda hvorki aukalög né bættan hljóm!? Svo virðist sem þessi endur- útgáfuáætlun EMI sé ekkert sér- staklega vel útreiknuð og fylgir greinilega lítilli rökvísi. Þrjár nýj- ustu endurútgáfurnar lofa þó góðu og vonandi að framhald verði á. Nóg af efni er a.m.k. til. Þrjár plötur með Jethro Tull endurútgefnar Aldrei of gamall til að rokka! Ian Anderson á kynningarmynd vegna War Child. HINN geðþekki söngvari bresku hljómsveitarinnar Pulp, Jarvis Cocker, ætlar að flytja til Frakk- lands. Hann eyddi síðustu viku í húsnæðisleit í París. Hann var þó ekki einn á ferð því með honum var ólétt eiginkona hans, franski stílist- inn og tískufrömuðurinn Camille Bidault-Waddington. Ein ástæða flutninganna er að Jarvis telur að öruggara sé að ala upp börn í Frakklandi en Bretlandi. Annað er að söngvarinn sporlétti hefur búið í London síðustu 14 árin og finnst honum kominn tími til að breyta um umhverfi. Jarvis sagði í viðtali við tímaritið Snug að hann ætti eftir að sakna bresku kráarstemningarinnar hvað mest. „Í Frakklandi er þetta öðru- vísi og þar eru kúluspilakassar á börunum, sem ég á aldrei eftir að læra á,“ sagði hann. Jarvis flytur til Frakk- lands Morgunblaðið/Sverrir Jarvis kom til Íslands í vor og þeytti skífum á Gauknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.