Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
leikur sér nokkuð að taktskiptu
tónferli en athugandi væri hvort
ekki færi betur á að t.d. endatónn-
inn í annarri tónhendingu væri
lengri. Stuttleiki hans stakk nokk-
uð í stúf við annars líðandi hrynferli
lagsins. Síðasti sálmurinn, Við lof-
gjörð, eftir meistara Hallgrím Pét-
ursson, í tónklæðnaði Snorra Sig-
fúsar Birgissonar, er ágæt tónsmíð,
þótt nokkuð væri miðhlutinn á lágu
tónsviði, er skar sig úr á móti upp-
hafinu og niðurlaginu. Hvort sem
það var val söngstjórans, eða er
samkvæmt fyrirsögn tónskáldsins,
gerðu endurtekningar sálminn
langdreginn, og voru auk þess án
nokkurra breytinga, jafnvel þótt
kvartett eða smákór setti eilítinn
litamun á flutninginn, sem í heild
var mjög góður.
Þessi sálmalög öll eru góðar og
vel hljómandi tónsmíðar, þótt und-
EIGINLEG sálmalög fyrir safn-
aðarsöng hafa ekki verið viðfangs-
efni íslenskra tónskálda svo nokkru
nemi og er það í raun miður, sem þó
gæti verið að breytast. Að búa til
einfalt, sönghæft sálmalag er ekki
auðvelt verkefni, því einfaldleiki
slíkra laga, sem þarf að aðgæta sér-
staklega, er hemill á frjálsræði í
tónvali, auk þess sem áhugavekj-
andi stefjaskipan er sérstakt
vandamál, sem auðvitað má styðja
við með fallegri raddsetningu og
hljómskipan. Þá er sá hugblær,
sem þarf að mætast í samskipan
orða og tóna, sérlega dularfullt og
vandviðráðanlegt fyrirbæri og í
þeirri leit hefur mörgum þótt órat-
vænt og því ekki náð til síns heima.
Fyrsta sálmalagið á opnunardög-
um Tónlistardaga Dómkirkjunnar
sl. laugardag er eftir Báru Gríms-
dóttur, við texta eftir skáldsnilling-
inn Einar Sigurðsson (1538–1626),
prest í Heydölum, Hver sem að
reisir hæga byggð, fallegt lag og
laglínan söngvæn. Sama má segja
um lag Hildigunnar Rúnarsdóttur,
við textann Tunga mín, vertu treg
ei á, sálm við texta eftir Pál Jónsson
(1812–1889). Jón Hlöðver Áskels-
son á þarna fallegan sálm við texta
eftir Pál Jónsson (1812–1889) sem
trúlega mun verða mjög meðfæri-
legur við trúarathafnir, sem og
sálmalög Báru og Hildigunnar. Jón
irritaður fyndi sér mest við að vera
í lögunum eftir Báru og Jón. Þá má
vel nefna það að kórinn, undir
stjórn Marteins H. Friðrikssonar,
söng mjög fallega, með sérlega
þéttum og góðum samhljómi, nema
hvað bassinn dró sig nokkuð út úr í
áðurnefndum miðhluta í lagi
Snorra, vegna lágstöðu laglínu
raddanna.
Næst á efnisskránni var Chac-
onne Páls Ísólfssonar yfir upphafs-
stef Þorlákstíða, glæsilegt orgel-
verk sem Marteinn H. Friðriksson
flutti með tilþrifum. Lokaviðfangs-
efnið var svo flutningur Hrefnu
Unnar Eggertsdóttur og Kjartans
Óskarssonar á sónötu í f-moll op.
102 nr. 1 eftir Brahms, listaverk
sem var fallega flutt, sérstaklega
fyrsti og annar þátturinn.
Með þéttum og góðum samhljómi
TÓNLIST
Dómkirkjan
Frumflutt voru fjögur nýsamin íslensk
sálmalög, Chaconne eftir Pál Ísólfsson
og Sónata fyrir klarinett og píanó í f-
moll op. 120 nr. 1 eftir Brahms. Laug-
ardagurinn 26. október.
SETNING TÓNLISTARDAGA DÓM-
KIRKJUNNAR
Jón Ásgeirsson
Jón Reykdal aðjúnkt við Kenn-
araháskóla Íslands heldur kynningu
á eigin verkum kl. 16.15. Kynningin
er á vegum Rannsóknarstofnunar
KHÍ og verður í sal 2 í nýbyggingu
Kennaraháskóla Íslands v/
Stakkahlíð.
Jón mun rekja feril sinn sem mynd-
listarmaður. Kynningin verður í
myndrænu formi þar sem sýnd
verða dæmi um grafíklist frá átt-
unda og níunda áratugnum. Bóka-
skreytingum Jóns verða gerð nokk-
ur skil en hann hefur á ferlinum gert
marga tugi bókakápa og skreytinga.
Jón hefur lagt höfuðáherslu á mál-
verkið sl. tuttugu ár. Sýnd verða
dæmi með rómantískri skírskotun til
málverka dagsins í dag. Jón mun
sýna ferli nokkurra málverka og
spyr: „Er mynd nokkurn tíma full-
gerð?“
Goethe-Zentrum á Laugavegi 18
Þýska kvikmyndin „Tatort: Die
Kampagne“ frá 1994 verður sýnd kl.
20.30. Myndin tekur 90 mín. í flutn-
ingi og er textinn á ensku. Leikstjóri
er Thomas Bohn. „Tatort“ er ein
elsta og vinsælasta sakamálasyrpan
í þýsku sjónvarpi. Mike týnist á leið-
inni í skólann og lík hans finnst
skömmu seinna fyrir tilviljun. Móðir
Mikes vill komast á slóð morðingj-
ans með eigin leitarherferð.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Undraland minn-
inganna er eftir
Astrid Lindgren í
þýðingu Höllu
Kjartansdóttur.
Astrid Lindgren
segir hér ást-
arsögu foreldra
sinna. Þau sáust
fyrst á barnsaldri
og liðu hvort öðru aldrei úr minni eftir
það. Um árabil horfðust þau þögul og
feimin í augu en að lokum tók Samuel
August af skarið og ávarpaði Hönnu
frá Hult. Astrid skrifar hér einnig um
uppvöxt sinn í Smálöndum í upphafi
síðustu aldar, bækurnar sem hún las
í æsku og fyrstu sporin á rithöfund-
arbrautinni.
Silja Aðalsteinsdóttir ritar eftirmála
um ævi og störf Astridar Lindgren.
Útgefandi er Mál og menning. Bók-
in er 117 bls., prentuð í Prentsmiðj-
unni Odda.
Kápu hannaði Björg Vilhjálmsdóttir.
Verð: 3.490 kr.
Endurminningar
DRAUMATÓNAR flautunemand-
ans er yfirskrift fyrstu kenn-
aratónleika Tónlistarskóla Kópa-
vogs og verða þeir í salnum í kvöld
kl. 20. Í ár er 40. afmælisár Tónlist-
arskóla Kópavogs. Þar flytja Guð-
rún S. Birgisdóttir flautuleikari og
Peter Máté píanóleikari Sónötur
eftir Hindemith og Martinu, Ung-
verska þjóðlagasvítu eftir Bartók,
auk verka eftir Frank Martin og
Enescu.
Guðrún og Peter héldu fyrst sam-
an tónleika í Norræna húsinu árið
1995. Síðan hafa þau leikið saman á
fjölmörgum tónleikum hér heima
og erlendis. Árið 1997 gáfu þau út
diskinn Fantasie hjá Japis. Hvort
um sig eru þau virk í margskonar
samspili og tónlistarstörfum. Guð-
rún hefur kennt flautuleik við Tón-
listarskóla Kópavogs síðan haustið
1982.
Morgunblaðið/Kristinn
Peter Máté og Guðrún Birgisdóttir.
Draumatónar
á kennara-
tónleikum
LISTRÆNN stjórnandi Drill Hall-
listamiðstöðvarinnar í London,
Julie Parker, var stödd hér á
landi á dögunum í þeim erindum
að semja við Felix Bergsson um
að semja leikverk byggt á sög-
unni um Grýlu og jólasveinana.
Það er leikhópurinn Á senunni
sem stendur að baki þessu verk-
efni en auk Felix er Kolbrún
Halldórsdóttir leikstjóri annar
höfundur verksins.
Julie Parker sagði í samtali við
Morgunblaðið að upphaf þessa
samstarfs mætti rekja til þess er
Á senunni sýndi enska útgáfu
verksins Hinn fullkomni jafningi í
Drill Hall fyrir tæpum tveimur
árum. „Það var frábær sýning og
okkur langaði öll til að eiga frek-
ara samstarf og nú stefnir í að
það verði að veruleika með sýn-
ingunni Greela and the Julelads,
sem Felix og Kolbrún ætla að
semja fyrir okkur.“
Julie segir að stefnt sé að
frumsýningu hinn 12. desember
og fyrirhugaðar eru þrjár sýn-
ingar. „Við stefnum hins vegar
að því að taka upp sýningar aftur
að ári og ætlum þá að skipu-
leggja leikferð um England svo
segja má að sýningarnar núna
verði eins konar prufusýningar.“
Drill Hall-listamiðstöðin er vel
þekkt í leikhús- og listalífi Lund-
únaborgar. Þar eru tveir leik-
hússalir auk fjölmargra æfinga-
og fyrirlestrarsala. „Eins og
nafnið bendir til er þetta gömul
æfingamiðstöð fyrir herinn.
Þarna hefur BBC fast aðsetur og
tekur upp vikulega grínþætti. Við
erum einnig með umfangsmikla
dagskrá alls kyns námskeiða og
sýninga en leggjum jafnframt
mikla áherslu á leiksýningar og
þá sérstaklega sýningar þar sem
listgreinarnar renna saman, eins
og fjöllistasýningar, þar sem
myndlist, leiklist og tónlist njóta
sín. Við höfum einnig gert nokk-
uð af því að panta verk og Grýla
og jólasveinarnir eru gott dæmi
um það. Við höfum hins vegar
ekki á að skipa neinum föstum
leikhópi og kaupum sýningar af
leikhópum auk þess að leigja sal-
ina út fyrir einstakar sýningar,“
segir Julie að lokum.
Grýla og jólasveinarnir á svið
Morgunblaðið/Golli
Julie Parker, listrænn stjórnandi Drill Hall-listamiðstöðvarinnar.
Leikhópurinn Á senunni í samstarf við Drill Hall-listamiðstöðina í Lundúnum
KRISTINN G. Jóhannsson hefur um árabil sótt
yrkisefni sitt í íslenska náttúru, nánasta umhverfi
og einnig í íslenskar hannyrðir og mynstur. Hann
hefur verið ötull við sýningarhald, sérstaklega
þegar hugsað er til þess að lengst af hefur hann
fengist við myndlist sína í hjáverkum, mynd-
menntakennslu og skólastjórn. Kristinn er nú
kominn á þann aldur að hann hefur hætt þeim
störfum og getur því fyrst núna helgað sig list
sinni óskiptur. Hann er búsettur á Akureyri og
hefur verið um árabil og hefur sýnt verk sín reglu-
lega bæði norðan heiða og sunnan, síðast sýndi
hann verk sín á Listasafni Akureyrar 2001, undir
nafninu Garðljóð. Kristinn hefur ekki leitað langt
yfir skammt að viðfangsefni í verkum sínum held-
ur haft augun opin fyrir því sem er að finna í nán-
asta umhverfi, sem er ærið. Nú hefur hann farið
niður að Pollinum, þar sem ríkir „hið ólýsanlega
andvaralausa logn“ eins og listamaðurinn segir
sjálfur í fréttatilkynningu.
Í Húsi málaranna getur að líta fjölda nýrra olíu-
verka, ásamt dúkristum frá um 1980. Mynstrin
sem unnið er með í dúkristunum eru sótt á Minja-
safnið á Akureyri, í íslenska hannyrðahefð, en þar
er ríkur sjóður sem fleiri gætu sótt í. Það er vel til
fundið hjá listamanninum að sýna saman nýrri og
eldri verk, einnig vinna þau vel saman olíumál-
verkin og grafíkverkin. Náttúruna í sínum óvið-
jafnanlegu litbrigðum ber hæst í olíumyndum
Kristins sem eru afar litskrúðugar og mikið að
gerast á myndfletinum. Litirnir eru ríkir og lif-
andi, myndfletinum skipt upp með lóðréttum og
láréttum línum svo ferningar myndast með ýmiss
konar mynstri og minna stundum á vefnað og
tengjast þannig dúkristunum. Þau málverk þóttu
mér sterkust þar sem myndbyggingin er
hvað einföldust og forðast ofhlæði. Verkin
eru mjög hlaðin, líkt er að í hverju málverki
búi margar myndir, missterkar og ekki birt-
ist allt við fyrstu sýn. Þó að náttúran sé yrk-
isefnið elta myndirnar ekki fyrirmynd sína
heldur vinna frjálst með liti og form, eru að
mestu óhlutbundnar. Enda er bein speglun
eða eftirlíking ekki alltaf áhrifaríkasta leiðin
til að sýna þau hughrif og ljóðrænu tilfinn-
ingu, sem myndefnið vekur, sem hér er
sterk.
Landslagshefðin í málverkinu er nú orðin
fimm alda gömul, allan þann tíma hafa mál-
arar leitað til náttúrunnar og birt hana á
margvíslegan hátt, innan ramma landslags-
málverka birtist heimsmynd Evrópu í gegn-
um aldirnar. Á síðustu rúmum hundrað ár-
um hafa íslenskir málarar fært okkur
Íslendingum fegurð náttúrunnar á silfur-
fati. Þar sem áður var ekkert nema harð-
indin birtist sál þjóðar og ást okkar á land-
inu varð til. Íslensk birta og litirnir í náttúru
landsins eru einstakir. Ungt fólk í dag er
upp til hópa yfirlýstir náttúruverndarsinnar
og við Íslendingar byggjum gjarnan
ímynd okkar á íslenskri náttúru. Það er
óskandi að íslenskir listamenn haldi áfram
að birta okkur íslenska náttúru í verkum
sínum, hún verður aldrei úrelt, þvert á móti verður
hún stöðugt dýrmætari.
Nú þegar haustlitirnir eru óðum að hverfa
vegna kulda og veturs er upplagt að bregða sér í
haustlitaferð á Eiðistorg.
Haustlitaferð á Eiðistorg
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Hús málaranna
Til 3. nóvember, sýningin er opin fimmtudaga til sunnu-
daga frá kl. 14–18.
OLÍUMÁLVERK OG DÚKRISTUR
KRISTINN G. JÓHANNSSON
„Náttúruna í sínum óviðjafnanlegu litbrigðum ber hæst í
olíumyndum Kristins sem eru afar litskrúðugar.“