Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SVO er að sjá sem brottvikning Jó- hanns Einvarðssonar, fyrrverandi bæjarstjóra og alþingismanns, úr starfi sjúkrahúsráðsmanns í Kefla- vík geti orðið sú sprengja, sem kos- ið verður um í næstu kosningum, en ekki hugsanleg innganga Íslendinga í Efnahagsbandalag Evrópu eins og Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur vonað og undirbúið. Í fréttum hefur verið talað um hugmyndaleg- an ágreining Jóhanns við ráðuneyt- isstjórann í heilbrigðisráðuneytinu. Vitað er að Jóhann lagði höfuð- áherslu á, að nýbyggð D-álma við sjúkrahúsið í Keflavík yrði öll tekin í notkun þegar í stað, og vitnaði þá í loforð Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi ráðherra. Sú fram- kvæmd mundi minnka hinn langa biðlista aldraðra eftir sjúkrahúsvist á Suðurnesjum til muna. Um síð- ustu áramót voru um 70 á slíkum lista en þegar þetta er skrifað er hann kominn í 85 nöfn, þar af eru 30–40 í brýnni þörf. Einn af læknum stofnunarinnar viðraði nýlega allt önnur sjónarmið í grein í Víkur- fréttum. Í stað þess að ræða neyð aldraðra vill Konráð gera spítalann að tískufyrirbrigði fyrir ríkt fólk, ekki síst útlendinga. Á þann veg tel- ur hann að hægt sé að snúa halla- rekstri í gróða og hækka þar með laun starfsfólks. Enginn mér vitan- lega hefur tekið undir hin annarlegu viðhorf læknisins nema hinn við- felldni nýkjörni bæjarstjóri okkar, Árni Sigfússon. Hins vegar hygg ég, að Finnbogi Björnsson, stjórnandi elliheimilanna Garðvangs í Garði og Hlévangs í Keflavík, hafi andað létt- ar við brottrekstur Jóhanns. Í fund- argerð þjónustuhóps aldraða á Suð- urnesjum frá því í vetur var nefnilega bókun um að fagleg vinnu- brögð væru nauðsynleg við innlagn- ir á vistunarstofnanir svæðisins. Þessi bókun var gerð eftir mikið og hart stríð við Finnboga og ráðskonu hans og þess óskað að heilbrigð- isráðuneytið tilnefndi mann sem færi með endanlegt innlagningar- vald. Stjórn aldraðra á Suðurnesjum hefur vegna þessara atburða óskað eftir viðtali við ráðherra. Nú erum við komnir að kjarna málsins. Heil- brigðiskerfi okkar hefur lengi verið þyrnir í augum sanntrúaðra mark- aðshyggjumanna. Flest sem heitir húmanismi eða mannúð er eitur í þeirra beinum. Aldraðir og öryrkjar eru nokkurs konar skítugir Palest- ínumenn í augum hins djúpvitra Davíðs og þar af leiðandi ekki á vet- ur setjandi í hinu nýja þjóðfélagi frjálshyggjunnar. Það er vel, að al- þingiskosningar í vor snúist um þessi mál. HILMAR JÓNSSON, rithöfundur og formaður eldri borgara á Suðurnesjum. Stórárás á heilbrigðiskerfið Frá Hilmari Jónssyni: BORGARSTJÓRI gerði sér lítið fyrir um daginn og sýndi vinsælasta þingmanni alþýðunnar, Jóhönnu Sigurðardóttur, þá lítilsvirðingu að lýsa yfir stuðningi við félaga sinn úr Kvennalistanum. Þetta frumhlaup hennar verður Samfylkingunni ekki til framdráttar, enda fyrir neðan all- ar hellur að foringi sundri í stað þess að sameina. Jóhanna Sigurðardóttir er ötulasti talsmaður láglaunafólks, aldraðra og öryrkja. Hún er nánast eini þingmaðurinn sem þorir að fletta ofan af fjármálaóreiðu, svikum og prettum hvort sem í hlut eiga op- inberir aðilar eða aðrir. Hún er um- fram alla þingmenn Samfylkingar sú sem þjóðin treystir. Af félögum sín- um á þingi er hún með mest fylgi og margfalt á við flesta. Fylgismenn Bryndísar Hlöðversdóttur hafa komið því svo fyrir að einungis flokksbundnir fái að kjósa í próf- kjöri, en ef aðeins þeir kysu Sam- fylkinguna yrði hún atkvæðalítil. Ég skora á jafnaðarmenn að fylkja sér um Jóhönnu því án hennar væri jafnaðarflokkurinn ekki trúverðug- ur. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt Bryndísi taka upp hanskann fyrir láglaunastéttirnar, hvað þá aldraða og öryrkja, enda ESB henni meira hugleikið. Áróður félaga minna í Samfylkingunni fyrir inn- göngu Íslands í ESB er varasamur. Ágætir ungkratar þekkja ekki ok og ófrelsi undir erlendu valdi og berjast því glámskyggnir fyrir að kynnast því. Alþýðan veit að ungmennin vilja vel og eru dugleg í sakleysi sínu og barnalegri trúgirni. Aðeins sjávar- auðlindir okkar eru fyrirstaða fyrir inngöngu í ESB að mati margra. En það er mikið fleira varhugavert. Í ESB er herskylda og enginn Íslend- ingur vill börnum sínum slíkt, en undan því yrði ekki komist. ESB- löndin eiga í vandræðum með of- framleiðslu matvara á meðan hung- ur hrjáir milljónir í öðrum löndum. Það er ekki gæfulegt að bindast þjóðabandalagi sem er svo ranglátt að kvarta yfir að hafa of mikið af því sem aðra sárvantar til að deyja ekki úr hungri. Vegna uppgjafar Sam- fylkingarinnar í Kárahnjúkamálinu munu komandi kynslóðir skipa henni á bekk með umhverfissóðun- um. Nú er svo komið að landið og komandi kynslóðir eiga allt undir að framsýnu fólki eins og Hildi Rúnu Hauksdóttur og öðrum umhverfis- vinum takist að vekja þjóðina til vit- undar um hættuna. Fólksins við minnisvarða Jóns forseta munu óbornar kynslóðir minnast með að- dáun og virðingu. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Ekki Samfylkingu til framdráttar Frá Alberti Jensen:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.