Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 41 ÍSLENDINGAR sigruðu Para- gvæ í þriðju umferð í opnum flokki á ólympíumótinu í skák í Bled. Lið Paragvæ er í 62. sæti í styrk- leikaröðinni á mótinu, en Íslend- ingar í 43. sæti. Hannes Hlífar Stefánsson vann eina stórmeistar- ann í liði Paragvæ af öryggi og Helgi Ólafsson sigraði einnig í sinni fyrstu skák á mótinu eftir töluverðar sviptingar. Stefán komst ekkert áfram gegn and- stæðingi sínum, sem tefldi stíft upp á jafntefli. Helgi Áss Grét- arsson lenti í þröngri stöðu og missti af leið sem hefði getað jafn- að taflið. Honum tókst ekki að losna úr klemmunni og andstæð- ingurinn tefldi í lokin af miklu ör- yggi. Þröstur Þórhallsson og Jón Garðar Viðarsson hvíldu að þessu sinni. 1. Hannes Hlífar – Z.F. Ocampos (2.504 SM) 1–0 2. Helgi Áss – Jose F. Cubas (2.430 FM) 0–1 3. Helgi Ólafsson – E. Peralta (2.355 FM) 1–0 4. Stefán Kristjánss. – J.S. Harrison (2.311 FM) ½–½ Íslenska kvennaliðið mætti skáksveit Filippseyja sem er í 40. sæti á styrkleikalistanum, en Ís- land er þar í 75. sæti. Það var því ljóst að á brattann yrði að sækja. Aldís Rún Lárusdóttir sigraði and- stæðing sinn af öryggi, en Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir lenti í heiftarlegu tímahraki og tapaði. Harpa Ingólfsdóttir lék af sér í byrjuninni og átti enga möguleika á að flækja taflið eftir það. Úrslitin urðu því 2–1 Filippseyingum í vil. Þetta eru vissulega viðunandi úr- slit gegn svo sterkri sveit og kvennaliðið hefur staðið sig mjög vel það sem af er mótinu. 1. Lilja – Arianne Caoili (2.309) 0–1 2. Harpa – Beverly Mendoza (2.132) 0–1 3. Aldís Rún – Ann Cruz Kathryn 1–0 Þær Arianne og Beverly eru báðar alþjóðlegir meistarar kvenna. Helstu úrslit á efstu borðum í þriðju umferð urðu þessi: Rússland – Indland 3–1 Kúba – Búlgaría 2½–1½ Pólland – Króatía 3–1 Georgía – Grikkland 3–1 Armenía – Kanada 3½–½ Kazakstan – Bandaríkin 2½–1½ Júgóslavía – Indónesía 3–1 Bosnía/Herz. – Argentína 2½–1½ Slóvenía – Singapúr 3–1 Kína – Slóvenía-C 4–0 Danir unnu einn sinn besta sig- ur á ólympíuskákmóti í langan tíma þegar þeir lögðu Ísrael í þriðju umferð 2½–1½, en Ísrael er með fjórða sterkasta liðið á mótinu. Hægt var að fylgjast með bein- um útsendingum skáka þriðju um- ferðar, eftir að tæknileg vandamál höfðu komið í veg fyrir það í fyrstu tveimur umferðunum. Hins vegar gerist það enn á ný að skipuleggjendur vanmeta gjörsam- lega vinsældir skákarinnar og þrátt fyrir öflugan tölvubúnað réð hann engan veginn við það álag sem skapaðist. Því hefur vefsíða mótsins legið niðri drjúgan hluta mótsins og verið afskaplega hæg- virk þegar hún hefur verið í gangi. Heimsmeistaramót öldunga Sex umferðum er nú lokið á Heimsmeistaramóti öldunga í Þýskalandi. Ingvar Ásmundsson gerði jafntefli við svissneska skák- manninn Peter Hohler (2.210) í sjöttu umferð og er með 4½ vinn- ing í 13.–29. sæti. Þýski stórmeist- arinn Wolfgang Unzicker (2.432) heldur forystunni á mótinu og er með 5½ vinning. Ingvar hafnaði í 24.–32. sæti á hraðskákmóti kepp- enda sem haldið var um helgina. Heimsmeistari öldunga í hraðskák varð lettneski alþjóðlegi meistar- inn Josef Petkevitch (2.439). Hrókurinn hættur í Bikarmóti ÍAV Íslandsmeistarar Hróksins hafa tilkynnt að þeir séu hættir í Bik- armóti ÍAV, en þeir áttu að mæta A-sveit Taflfélags Reykjavíkur í átta-liða úrslitum á mánudags- kvöld. Viðureignin var á Lengj- unni. Samkvæmt yfirlýsingu frá Hróknum ákvað félagið að draga sig út úr bikarmótinu vegna kæru sem skipuleggjandi þess, Taflfélag Garðabæjar, lagði fram vegna liðs- uppstillingar Hróksins í öðru móti, Íslandsmóti skákfélaga. Kjartan Maack efstur á U-2000-mótinu Kjartan Maack náði forystunni af Stefáni Frey Guðmundssyni á U-2000-mótinu eftir sigur í inn- byrðis viðureign þeirra. Kjartan er einn efstur á mótinu með 4½ vinn- ing. Helstu úrslit 5. umferðar: Kjartan Maack – Stefán F. Guðmundss. 1–0 Árni Þorvaldss. – Guðni S. Péturss. ½–½ Rúnar Gunnarss. – Daníel Péturss. 0–1 Ægir Ó. Hallgrímss. – Rafn Jónss. 0–1 Hjörtur Jóhannss. – Óskar Haraldss. ½–½ Staðan eftir 5 umferðir: 1. Kjartan Maack 4½ v. 2.–6. Stefán Freyr Guðmundsson, Guðni Stefán Pétursson, Árni Þorvaldsson, Daníel Pétursson, Rafn Jónsson 4 v. 7.–8. Kristján Halldórsson, Þorsteinn Magnússon 3½ v. 9.–19. Rúnar Gunnarsson, Ægir Óskar Hallgrímsson, Óskar Haraldsson, Hjörtur Jóhannsson, Arnbjörn Barbato, Helgi Hauksson, Sigurjón Friðþjófsson, Páll Sigurðsson, Andrés Kolbeinsson, Kristján Þór Sverrisson, Grímur Daníelsson 3v. 20.–24. Þórarinn Björnsson, Sigurður Sverrisson, Atli Freyr Kristjánsson, Að- alsteinn Thorarensen, Víðir Petersen 2½ v. o.s.frv. Íslendingar sigruðu Paragvæ Daði Örn Jónsson SKÁK Bled, Slóvenía 35. ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ 25. okt. til 10. nóv. 2002 Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Fræðsla: Andleg vanlíðan eftir fæðingu. María Guðna- dóttir hjúkrunarfræðingur. Samveru- stund fyrir 6–8 ára börn kl. 15 í kórkjall- ara. 910 klúbburinn kl. 16. 112 klúbburinn kl. 17.30. Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð með orelleik og sálmasöng. Allir vel- komnir. Kl. 12.30 súpa og brauð í safn- aðarheimilinu (kr. 300). Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri borgara. Söngur, spjall, föndur og tekið í spil. Kaffiveitingar. Kl. 17–18.10 Krúttakórinn, 4–7 ára. Kl. 17–18.30 Ævintýraklúbburinn, 7–9 ára starf. Kl. 18–18.15 kvöldbænir í kirkj- unni. Kl. 18.15–19 trú og líf. Prestar kirkjunnar bjóða upp á umræður og fræðslu um ýmis trúaratriði sem vakna hjá þátttakendum og hafa einnig stutt innlegg um trúmál. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 14.10. Leikir, söngvar, bibl- íusaga, bænir, djús og kex. TTT-fundur (10–12 ára) kl. 16.15. Menntaskóla- nemarnir Andri og Þorkell leiða starfið ásamt hópi sjálfboðaliða. Fermingartími kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20 (8. bekkur). (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárus- dóttir. Kirkjustarf fyrir 7 ára börn kl. 14.30. Sögur, leikir, föndur og fleira. Op- ið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Biblíu- fræðsla kl. 17. Farið verður í sálma Dav- íðs. Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há- degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrir- bænir og íhugun. Kl. 13–15 opið hús. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomn- ir. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30–18.30, KFUM fyrir drengi 9–12 ára í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. TTT fyrir börn 10–12 ára í Rimaskóla kl. 18.30–19.30. Æskulýðs- félag fyrir unglinga í 8. bekk í Engjaskóla kl. 20–22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10– 12. Opið hús kl. 12. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17. Tólf spora námskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf með 10– 12 ára börnum TTT á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjart- anlega velkomnir. Tekið á móti fyrir- bænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðsfundur fyrir ung- linga 14–15 ára kl. 20. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna, kl. 10–12. Heitt á könn- unni. Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar sam- verustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Erlendur sjá um akstur á undan og eftir. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hitt- umst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Bóka- kynning. Í tilefni af áttræðisafmæli sr. Jörg Zink verður bókakynning í safnaðar- heimilinu í kvöld kl. 20. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.20 TTT – yngri hópur. Söngvadagur. Kirkjustarf 9–10 ára. Kl. 17.30 TTT – eldri hópur. Söngvadagur. Kirkjustarf 11–12 ára. Sr. Þorvaldur og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús í KFUM&K. Hulda Líney Magnúsdóttir og leiðtogarnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Umsjón Ólafur Oddur Jónsson. Æfing Kórs Keflavíkur- kirkju frá kl. 19–22.30. Stjórnandi Ester Ólafsdóttir. Njarðvíkurkirkja. Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu í dag, miðvikudag, kl. 10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petr- ínu Sigurðardóttur. Sóknarprestur. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiks- molar og vitnisburðir. Allt ungt fólk vel- komið. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir börnin. Fundur í Æsku- lýðsfélagi Akureyrarkirkju, yngri deild, kl. 20 í Safnaðarheimili. Biblíulestur kl. 20.30. Í fangelsi í Róm. Post. 28:11– 31. Sr. Guðmundur Guðmundsson hér- aðsprestur. Sjálfshjálparhópur foreldra kl. 20.30. Safnaðarstarf KYNNINGARFUNDUR verður í Bústaðakirkju á morgun, fimmtu- daginn 31. október, kl. 20. Í vetur verður boðið upp á tólf spora hópastarf í Bústaðakirkju. Fundir verða öll fimmtudagskvöld eða í 30 vikur alls. Starfið fer fram í litlum hópum, svokölluðum fjölskylduhópum, sem í eru 5–7 manns, í flestum tilfellum kynskiptir hópar. Fyrstu 3–4 fund- irnir eru öllum opnir en frá og með fjórða fundi, sem áætlaður er 21. nóvember, verður hópunum lokað. Í fjölskylduhópnum deilir fólk reynslu sinni, styrk og von hvert með öðru og myndar þannig vin- áttu- og trúnaðartengsl. Tólf spora vinnan er skemmti- legt en á stundum erfitt ferðalag, sem er fyrir alla, sem í einlægni vilja vinna með sínar tilfinningar. Ferðalagið skapar öruggan grundvöll til að eignast betri líð- an, gleði og meiri lífsfyllingu. Ferðalagið er byggt á leiðsögn kristinnar trúar. Þátttaka er ókeypis og í boði kirkjunnar að öðru leyti en því að kaupa þarf bókina, eins og að framan greinir, og leggja lítilsháttar í kaffisjóð vikulega. Unnið er eftir vinnubókinni Tólf sporin – andlegt ferðalag en hún fæst í Kirkjuhúsinu og í stærri bókaverslunum. Einnig er hún seld í kirkjunni á fyrstu fund- unum. Með því að velja Tólf spora ferðalagið er valin leið sem áður hefur verið stikuð af öðru fólki. Þetta er góð aðferð, sem hjálpar okkur að enduruppgötva og dýpka andlega þáttinn í okkur sjálfum. Allir eru velkomnir og nánari upplýsingar er að finna á heima- síðu Bústaðakirkju, kirkja.is. Pálmi Matthíasson. Áhrif atvinnu- missis á líðan fólks MIÐVIKUDAGINN 30. október kl. 13.30 stendur kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu fyrir fræðslu- og um- ræðufundi í Hallgrímskirkju um at- vinnumissi og áhrif hans á líðan fólks og hvernig skynsamlegt er að bregðast við. Allir sem eiga erindi eru velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og með- læti. Tólf sporin – andlegt ferðalag Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.