Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 43 DAGBÓK TJALDIÐ er dregið frá og komið er að einræðu suðurs, sem hefur það hlutverk í leikritinu að sigla sex tíglum í örugga höfn. Fúlmennið í austur hefur dúkkað í tví- gang, en það er hlutskipti suðurs að sýna fram á að hið góða muni sigra að lokum. Norður ♠ D8765 ♥ Á942 ♦ 6532 ♣– Vestur Austur ♠ G932 ♠ Á104 ♥ 5 ♥ D876 ♦ 1087 ♦ 9 ♣DG1098 ♣Á7654 Suður ♠ K ♥ KG103 ♦ ÁKDG4 ♣K32 Spilið er framhaldsleikrit frá því í gær og fyrir þá les- endur sem nú eru að ganga í salinn skal eftirfarandi rifj- að upp: Suður spilar sex tígla og fær út einspilið í hjarta. Hann tekur slaginn heima á tíuna, tekur þrisvar tromp og spilar spaðakóngi. Austur, sá svíðingur, dúkk- ar! Sagnhafi hugsar sinn gang og spilar næst hjarta- gosa og hleypir yfir til aust- urs. En aftur dúkkar austur! Á þessum tímapunkti var tjaldið dregið fyrir í gær, en nú hefst síðari hlutinn: Sagnhafi tekur tvo slagi í viðbót á hjarta og endar í borði: Norður ♠ D876 ♥ – ♦ 6 ♣– Vestur Austur ♠ G93 ♠ Á10 ♥ – ♥ – ♦ – ♦ – ♣DG ♣Á76 Suður ♠ – ♥ – ♦ G4 ♣K32 Afköst vesturs eru þving- uð, því ef hann fækkar við sig spöðum getur sagnhafi spilað spaðadrottningu úr borði og hent laufi heima. Þá yrði austur að fría spaðann eða gefa slag á laufkóng. Eins og staðan er tromp- ar sagnhafi spaða, trompar lauf og aftur spaða. Í tveggja spila endastöðu spil- ar hann smáu laufi frá Kx. Vestur á eftir laufdrottn- ingu og einn spaða, en aust- ur Á7 í laufi. Ef vestur fær slaginn verður hann að gefa blindum á spaðadrottningu, en ef austur yfirtekur fær suður á laufkóng. Svo einfalt er það. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert fágaður í framkomu og nýtur trausts annarra. Það eru forréttindi sem þú þarft að standa vörð um. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samtal við vin getur gert þig óöruggan og óvissan í þinni sök. En þú ert ekki einn um þetta. Eina ráðið er að bíða rólegur þar til þokunni léttir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er eins og þú sért að missa tökin á verkefnum þín- um. Taktu þér hlé og skipu- leggðu málin upp á nýtt frá a til ö. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu ekki deigan síga þótt menn sýni hugmyndum þín- um takmarkaðan áhuga. Þú verður beðinn um að taka for- ystu í ákveðnu máli. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það getur oft reynzt erfitt að fá aðra á sitt band. Láttu glósur þeirra sem vind um eyru þjóta. Þú átt upphefðina skilið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú tekur að þér að leiða sam- ræður er snúast um alvarleg mál og skalt velja vandlega stað og stund. Skynsamlegast væri að segja fátt en taka þeim mun betur eftir því sem aðrir segja. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er rangt að kætast við ófarir annarra og aldrei að vita nema að þú verðir sjálfur skotspónninn áður en þú veist af. Sýndu því tillitssemi og umburðarlyndi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur lagt hart að þér til að tryggja lífsöryggi þitt og þinna. Börnin eru framtíðin. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú verður að hafa augun opin fyrir þeim möguleikum, sem felast í lífinu. Láttu engan binda þig nauðugan í hlekki vanans. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt rekast á einhver um- mæli, sem hafa mikil áhrif á þig. Það hefur mikil áhrif á ákvarðanir þínar og þar af leiðandi á alla framtíð þína. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt bágt með að einbeita þér að starfinu þar sem áhyggjur af einkamálum dreifa athyglinni. Brjóttu odd af oflæti þínu og leitaðu þér aðstoðar ef með þarf. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert upp á kant við allt og alla þessa dagana og þarft að forðast þær aðstæður sem koma þér í ham. Notaðu kvöldið til að endurnýja orku þína. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert glaður og fullur starfs- orku. En gleymdu ekki sam- verkamönnunum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÉG ÞRÁI HVÍLD Ég þrái hvíld, en hvar er hana að finna, þess hefi ég oft á liðnum árum spurt. Og þetta er svarið vildar vina minna: Þú verður þá að leita eitthvað burt. Svo spyr ég heiminn, hvert á þá að fara, því hefir enginn komið til að svara. Einn ég sit og út í myrkrið stari, því ævistarfi mínu virðist lokið; lífið blaktir líkt og blys á skari, af lífsins tré er æskubrumið fokið. Svo hver og ein, sem hefir þar að unnið, nú hvíli sig, því út er skeiðið runnið. Því þeirra vegna vannst mér leitt að skrifa, og vegna þeirra hefi ég ljóð mín kveðið. Og þeirra vegna vildi ég reyna að lifa, vegna þeirra hef ég dauðans beðið; og hnuggin tárast einhver yngismeyja, ef ég skyldi lifa það að deyja. K.N. 1. e4 c5 2. Rc3 e6 3. f4 d5 4. Bb5+ Rc6 5. Bxc6+ bxc6 6. d3 c4 7. e5 cxd3 8. cxd3 Dh4+ 9. g3 Dd8 10. Rf3 Rh6 11. O-O Be7 12. Kg2 O-O 13. Be3 c5 14. d4 Hb8 15. b3 c4 16. h3 cxb3 17. axb3 Db6 18. Hb1 Ba6 19. Hg1 Hfc8 20. Ra4 Db5 21. Rc5 Rf5 22. Bf2 Bxc5 23. dxc5 d4 24. Rxd4 Rxd4 25. Dxd4 Hd8 26. Dc3 Hd3 27. Dc1 Dc6+ 28. Kh2 Hbd8 29. Hb2 Bb7 30. b4 a6 31. Df1 h6 32. Be1 Hd1 33. De2 H8d3 34. Hd2 H3xd2 35. Bxd2 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga sem fór fram í húsakynn- um B&L. Tékkneski stórmeistarinn Jan Votava (2517) tefldi fyrir b-lið Hróksins í annarri deild, hafði svart gegn Stefáni Briem (2035). 35...Dh1+! og hvítur gafst upp enda verð- ur hann mát eftir 36. Hxh1 Hxh1#. Staða efstu liða í 4.deild er þessi: 1. Haukar 18½ vinningar af 24 mögulegum. 2. KR 18 v. 3.-5. TG-b, Laugdælir og Vestmannaeyjar-b 14 v. Potturinn og pannan í virku starfi skákdeildar KR er Kristján Stefánsson lög- maður en fyrir Íslandsmótið í ár gengu til liðs við hana m.a. Jón Torfason, Gunnar Gunnarsson og Jón G. Briem. Haukar hafa einnig á að skipa harðsnúnu liði og verður baráttan um efsta sætið á milli þessara tveggja liða í algleymingi þegar seinni hluti Íslandsmótsins fer fram. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Árnað heilla 75 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 30. október, er 75 ára Herdís Karlsdóttir, leikskólakenn- ari, Frostafold 14, Reykja- vík. Eignmaður hennar er Gunnar Sigurðsson. Í tilefni þessa taka þau á móti ætt- ingjum og vinum á heimili sínu í dag milli kl. 17 og 20. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní sl. í Riverside í Kaliforníu þau Laura Kristin Billmaier kennari og Steinn Arnar Jónsson tölvunarfræðingur. Heimili þeirra er: 10974 Rose Ave. Apt. 6, Los Angeles, CA 90034, USA. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júní sl. í Lága- fellskirkju af sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni þau Sigríður Gísladóttir og Bjarni Bogi Gunnarsson. Hlutavelta Morgunblaðið/Sverrir Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.931 kr. til styrktar söfnuninni Göngum til góðs. Þeir heita María Arnarsdóttir og Telma Svanbjörg Gylfadóttir. Á myndina vantar Borghildi Einarsdóttur. Firmakeppni hjá Munin í Sandgerði Fimmtudaginn 24. okt. byrjaði firmakeppni Bridsfélagsins Munins í Sandgerði með þátttöku níu sveita, en spilað var með hraðsveitarfyrir- komulagi, þ.e. allar – mið – allar. Úrslit urðu eftirfarandi: Í fyrsta sæti er sveit OLÍS með 484 stig Í sveitinni spiluðu: Ævar Jónasson - Jón Gíslason Traust Þórðarson - Þórir Hrafnkelsson Í öðru sæti er sveit VÍS með 465 stig Í sveitinni spiluðu: Sigfús Ingvarsson - Karl Sigurbergsson Sigurður Davíðsson - Skúli Sigurðsson Í þriðja sæti er sveit Sjóvár-Al- mennra með 451 stig Í sveitinni spiluðu: Guðjóns Svavar Jensen - Arnór Ragnarsson Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson Fimmtudaginn 31. okt. kl. 19:30, verður annað spilakvöld af þremur í firmakeppninni. Spilað verður á Mánagrund (við hesthúsin, milli Garðs, Sandgerðis og Keflavíkur), í félagsheimili brids- félaga á Suðurnesjum og hesta- manna. Það er alltaf heitt kaffi á könnunni og eru allir hvattir til að mæta, brids- spilarar sem aðrir áhugamenn og áhorfendur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 24. október sl. lauk keppni í Málarabutlernum 2002. Lokastaða efstu para varð þessi: Þröstur Árnas. – Þórður Sigurðss./Stefán Jóhannss. 132 Guðjón Einarss. – Ólafur Steinas./Vilhjálmur Þ. Pálss. 119 ristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 66 Anton Hartmannss. – Pétur Hartmannss. 39 Gunnar Þórðars. – Sigurður Vilhjálmss. 28 Garðar Garðass. – Auðunn Hermannss. 28 Eftirtalin pör skoruðu mest um kvöldið: Brynjólfur Gestss. – Guðm. Theodórss. 52 Þröstur Árnas. – Stefán Jóhannss. 50 Garðar Garðass. – Auðunn Hermannss. 31 Guðjón Einarss. – Ólafur Steinas. 26 Anton Hartmannss. – Pétur Hartmannss. 13 Næsta mót er 3 kvölda hraðsveita- keppni, sem hefst fimmtudaginn 31. október. Raðað verður í sveitir með það fyrir augum að sveitirnar verði sem jafnastar að styrkleika. Spilað er að venju í Tryggvaskála og hefst spilamennska kl. 19:30. Læknastofan er flutt í Lækningu, Lágmúla 5. Viðtalsbeiðnir daglega milli kl. 9 og 16 í síma 5 3 3 3 1 3 1 Bragi Guðmundsson læknir, sérgrein bæklunarlækningar Staður: Umsjón: Sími: Reykjavík Valhöll (virka daga kl. 9-17) 515 1700 Akranes Sigurður Sigurðsson 696 9492 Benedikt Jónmundsson 897 3043 Borgarfjörður Snorri Sigurðsson 896 1995 Borgarnes Ingi Tryggvason 860 2181 Ingibjörg Hargrave 862 1399 Hjörtur Árnason 892 1884 Snæfellsbær Helgi Kristjánsson 894 2961 Björn Arnaldsson 863-1153 Grundarfjörður Sóley Soffaníasdóttir 892 4695 Ásgeir Valdimarsson 892 9360 Stykkishólmur Gunnlaugur Árnason 894 4664 Dalasýsla Jóhann Sæmundsson 434 1272 Kristján Sæmundsson 434 1540 Tálknafjörður Jörgína Jónsdóttir 456 2538 Reykhólar Guðjón D. Gunnarsson 866 9386 Patreksfjörður Ari Hafliðason 456 1500 N-Ísafjarðarsýsla Björn Jóhannesson 456 4577 Sigríður Hrönn Elíasdóttir 456 4964 Ísafjörður Björn Jóhannesson 456 4577 Bolungarvík Björn Jóhannesson 456 4577 Strandasýsla Engilbert Ingvarsson 893 3213 V-Húnavatnssýsla Karl Sigurgeirsson 895 0039 Blönduós Sigurður Kr. Jónsson 452 4173 Ágúst Þór Bragason 899 0895 Skagaströnd Lárus Ægir Guðmundsson 892 5499 Adolf Hjörvar Berndsen 892 5089 Skagafjarðarsýsla Brynjar Pálsson (Bókabúð Brynjars) 453 5950 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þann 9. nóvember 2002 fer fram hjá eftirtöldum aðilum:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.