Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 15 Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað N O N N I O G M A N N I | Y D D A / si a. is N M 0 7 6 4 7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni HEIÐARSKÓLI í Keflavík gerðist í haust, fyrstur skóla á Íslandi, að- ili að samstarfsverkefninu Rain- bow, sem er margþætt samskipta- verkefni sem miðar að því að efla færni í enskri tungu. Einu sinni í viku setjast nemendur í 10. bekk fyrir framan tölvurnar í tölvuveri skólans og rabba við nemendur í Hollandi í gegnum Netið. Að sögn Ragnheiðar Ragnarsdóttur ensku- kennara eru nemendurnir mjög spenntir yfir þessu verkefni, enda gefist þeim kostur á að nota ensk- una á annan hátt en áður hefur tíðkast í enskukennslu og verkefn- ið sé því góð viðbót við hefðbundn- ar kennsluaðferðir. Rainbow var upphaflega sam- starfsverkefni verkmenntaskól- anna Friese Poort í Hollandi og Malgomaj-skólans í Svíþjóð og er hannað af tveimur kennurum frá hvorum skóla, þeim Sjoukje Pieb- enga, sem hefur yfirumsjón með verkefninu og Hans Tegnander. Verkefnið var í upphafi hugsað sem góður kostur fyrir þá nem- endur sem hugðust ljúka sínum starfsréttindum erlendis. Með því að komast í samband við nemendur í viðkomandi landi gætu þau verið búin að afla sér þekkingar á landi og þjóð, ásamt því að kynna sig og sitt heimaland. Öll samskipti nem- enda fara fram á ensku, enda hefur verkefnið verið fellt inn í ensku- kennslu þátttökuskólanna. Auk rabbsins þjálfar Rainbow-verkefn- ið nemendur í að nota Netið með marþættum verkefnum. Í þau þrjú ár sem verkefnið hefur verið notað hefur það gefið góða raun og hafa Norðmenn, Þjóðverjar og nú síðast Íslendingar bæst í hóp þátttöku- þjóða. Fleiri leyfi bjóða upp á víðtækari notkun Kennarar í Heiðarskóla kynnt- ust verkefninu í kynnisferð sem farin var til Hollands sl. vor og urðu strax heillaðir. Sjoukje bauð Ragnheiði Ragnarsdóttur, ensku- kennara til samstarfs, enda vantaði hollensku nemendunum erlenda nemendur til að eiga samskipti við á tíma sem þeim hentaði. Í haust hófst svo tilraun í Heiðarskóla með leyfi fyrir 5 nemendur en fljótlega mun skólinn fá 20 leyfi til viðbótar. Ekki kemur að sök þótt hollensku nemendurnir séu eldri en þeir ís- lensku, en nemendur Friese Poort eru á aldrinum 16 til 20 ára. Sjoukje kom til Íslands í byrjun október og heimsótti þá m.a. Heið- arskóla til þess að vinna með nem- endum og kennara. Megintilgang- ur ferðarinnar var þó að kynna verkefnið með það að markmiði að auka þátttöku í því. „Sjoukje kom okkur vel af stað í verkefninu, en enn sem komið er höfum við bara nota rabbhluta þess. Það liggur hins vegar fyrir að við fáum 20 leyfi til viðbótar innan fárra daga og þá geta allur bekkurinn notað verkefnið samtímis, en eins og staðan er þurfa nemendur að skiptast á,“ sagði Ragnheiður í samtali við blaðamann. Að sögn Ragnheiðar munu þau í framhaldi jafnframt fara markvisst í verk- efnahlutann, sem miðar að því að þjálfa nemendur í notkun Netsins og gera þau sjálfstæðari í notkun enskrar tungu. Ívar Rafn Þórðarson og Birkir Már Jónsson voru í hrókasamræð- um við tvo hollenska nemendur þegar blaðamaður leit við í Heið- arskóla sl. mánudag. Að þeirra mati er Rainbow-verkefnið góð við- bót við hefðbundna enskukennslu, sérstaklega væri skemmtilegt að fá tækifæri til að nota tungumálið til að eiga tjáskipti við nemendur sem eru að vinna að sömu verkefnum og þau. – Um hvað eruð þið svo að rabba? „Bara þetta venjulega, lífið og tilveruna, áhugamál og annað slíkt. Við erum mestmegnis að kynna okkur sjálf,“ sögðu þeir félagar. Rabbað við nem- endur í Hollandi Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ívar Rafn Þórðarson og Birkir Már Jónsson, nemendur Heiðarskóla, á tölvurabbi við tvo hollenska nemendur í Friese Poort-skólanum í Sneek. Í baksýn sést til Guðna Kjærbo, tölvukennara skólans, en hann heldur utan um Rainbow-verkefnið, ásamt Ragnheiði Ragnarsdóttur enskukennara. Keflavík Minnast 50 ára afmælis Holtaskóla HOLTASKÓLI í Keflavík heldur upp á 50 ára afmæli sitt um þessar mundir. Afmælishátíð verður í Íþróttahúsinu við Sunnubraut næst- komandi laugardag. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því Gagnfræðaskólinn í Keflavík var stofnaður fyrir fimmtíu árum. Skól- anum var breytt í grunnskóla fyrir nokkrum árum og hlaut núverandi nafn. Er hann nú einn af fjórum lag- skiptum grunnskólum í Reykja- nesbæ, með 480 nemendur í fyrsta til tíunda bekk. Holtaskóli á sér fjölbreytta og merkilega sögu og hann hefur fóstr- að meirihluta bæjarbúa þar sem nær allir unglingar í Keflavík sóttu hann, auk margra annarra unglinga af Suðurnesjum. Þar var einnig vagga framhaldsmenntunar á svæðinu. Dagskrá afmælishátíðarinnar hefst í Íþróttahúsinu við Sunnubraut klukkan 14 á laugardag. Að henni lokinni verður boðið upp á veitingar í sal Holtaskóla. Starfsfólk skólans og nemendur láta þá ósk koma fram í fréttatilkynningu að gamlir nemend- ur og velunnarar skólans sjái sér fært að gleðjast með þeim þessa dag- stund. Keflavík Ölvaður ökumað- ur ók á EKIÐ var aftan á kyrrstæða bifreið sem var í stæði við Hafnargötu í Keflavík, á móts við skemmtistaðinn Rána, snemma á sunnudagsmorgun. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur en hann kvaðst hafa dottað undir stýri. Ökumaðurinn var ekki með bílbeltin spennt en öryggis- púðar sprungu út við ákeyrsl- una. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er talið að það hafi komið í veg fyrir að hann meiddist. Keflavík Garður og Vogar fá 18 milljónir í tekjujöfnun GERÐAHREPPUR og Vatns- leysustrandarhreppur fá liðlega 18 milljónir kr., hvort sveitarfélag, við úthlutun tekjujöfnunarframlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Hin sveitarfélögin þrjú á Suðurnesjum hafa hærri meðaltekjur og fá ekki framlag. Tekjujöfnunarframlögin renna til þeirra sveitarfélaga sem hafa lægri skatttekjur en sambærileg byggðarlög. Reykjanesbær, Grindavíkurbær og Sandgerðisbær hafa öll tekjur yfir viðmiðunar- mörkum. Raunar er Reykjanesbær alveg við þessi mörk en Sandgerð- isbær langt yfir þeim. Gerðahreppur fær 18,3 milljónir úr þessum sjóði í ár og Vatnsleysu- strandarhreppur 18,1 milljón. Í heild er úthlutað tekjujöfnun- arframlag 692 milljónir kr. og rennur til fjölda sveitarfélaga um allt land. Suðurnes ÞAÐ hefur löngum fylgt manninum að safna hlutum. Í Grindavík eru það pokémonmyndir og það má segja að krakkarnir séu gripnir æði þessa dagana í endurteknu pok- émonæði. Börnin eru öllum stundum í klappi, að skipta myndum eða kaupa myndir. Allir þeir sem áttu myndir eru búnir að draga þær fram aftur. Það er því oft mikið fjör eftir skóla á skólalóðinni eins og hjá þessum ungu mönnum sem voru í klappi þegar blaðamann bar að garði. Klapp gengur út á það að skella saman lófum með mynd í hendi og vinnur sá myndina sem lögð var undir ef hans mynd kemur upp en mynd andstæðingsins kem- ur með bakhliðina upp. Ef sama hliðin kemur upp hjá báðum er leik- urinn endurtekinn. Pokémon- æði end- urtekið Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Grindavík alltaf á föstudögum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.