Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 38
LISTIR
38 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
um; annað að þegar knattspyrnumað-
ur sparkar bolta í mark, tæki það
alltof langan tíma ef ákvörðunin
skyldi heilans. Hitt að detti einhver af
reiðhjóli bregður hann ósjálfrátt
höndum fram fyrir sig til að vernda
höfuðið, eldsnöggt og áður en tími
vinnst til að hugleiða málið! Leirlista-
konan heldur áfram: Listsögufræð-
ingar og listheimspekingar geta skrif-
að langa bálka um áhugaverðar
hugmyndir, en ef líkaminn er ekki
með í leiknum verður margur iðulega
fyrir vonbrigðum þegar hann sér hlut-
ina sem fjallað er um. Það er löng leið
frá góðri hugmynd til hins líkamlega
og efnislega raunveruleika. Í góðu
handverki býr drjúgur forði af líkam-
legri reynslu, sem getur verið ómeð-
vituð en stendur fullkomlega fyrir
sínu í notkun. Ennfremur getur að
lesa í skrifum trúarsögufræðingsins
Vilhelms Grönbechs; að náttúruvís-
indin og skynsemisstefnan höfðu í för
með sér að lífstréð var rifið upp og
mælt í rúmmetrum. Beri orðið tré á
góma, sjá menn fyrir sér rótina, stofn-
inn, greinarnar og krónuna, síður
hlass af flötum borðum nema svo vilji
til að viðkomandi vinni í timburversl-
un! Hinn heimsþekkti arkitekt Anton-
io Gaudi, sem var einn af brautryðj-
endum módernismans, var mjög
upptekinn af hugmyndum enska rit-
höfundarins John Ruskins, sem hafði
mikil áhrif á listskynjun og listskiln-
ing Evrópubúa. Ruskin telst faðir list-
handverksins, hann vildi varðveita
handverkið þrátt fyrir alla kosti og yf-
irburði iðnvæðingarinnar, og í því
skyni stofnaði hann félag um list og
handverk (The Arts and Crafts Move-
ment). Í verkum Gaudis býr mikil út-
geislan yndis og gleði yfir því sem fær
á sig form handa á milli, það slær sér-
hvern mann um leið og hann stígur
inn fyrir þröskuld húsa hans, því það
eru ekki einvörðungu framhliðarnar
sem áhersla er lögð á; dyramottan,
póstkassinn, lyftan, dyraskiltin, öll
samanlögð smáatriði þjóna heildinni.
Eru til vitnis um nautnina að baki
þess að móta og búa til hluti í kringum
hvunndag mannsins. Loks nefnir Úr-
súla Munch Petersen, að nú séu í
gangi viðræður um að flytja kennslu í
leir- og glerlist til Kolding og Born-
holm, en þótt Bornhom sé ekki eyði-
eyja einangrist menntunarumhverfið,
það verði slitið úr tengslum við heild-
ina.
Nú geta menn sagt að þetta sé í
samræmi við nýjar áherslur og nýjar
þarfir og skoðanamynstur ungu kyn-
slóðarinnar, en sá framsláttur virðist
öðru fremur komin frá fræðingum og
fræðsluyfirvöldum. Það skýtur nefni-
lega skökku við að ferskar fréttir
herma, að um leið og þetta barst út fór
ungt áhugafólk frá öllum hornum
Danaveldis að storma skólann í Born-
holm með umsóknum um skólavist!
Náttúran verður ekki barin út með
lurk, hún leitar jafnan út um síðir.
EITT af því sem ég hef lengi fylgst
grannt með, er döngun og framgang-
ur hönnunar á Íslandi, einkum þeirrar
hliðar hennar sem snýr að lifandi
handverki. Hönnun er víðfeðmt hug-
tak, skarar jafnt stórframkvændir er
varða húsagerðarlist og skipulags-
framkvæmdir sem mótun hinna
smæstu hluta og allt þar á milli. Þetta
lék í höndum meistara endurreisnar,
gerir ennþá í einstaka tilviki á tímum
sérhæfninnar, einkum hvað snertir
arkitekta og hönnuði, sem móta allt
smátt og stórt á sinu sviði.
Hér koma ósjálfrátt upp í hugann
hinn hollenski Henri van de Velde
(1863–1848) helstur fræðikenninga-
smiður æskustílsins, lagði einnig
grunn að, Bauhaus Weimar, og notaði
starfsheitið arkitekt, þótt hann væri
einnig málari og mótandi húsgagna.
Jafnframt hinn franski Philipe
Starck, sem nefnir sig hönnuð, en hef-
ur þó teiknað fræga skýjakljúfa og
húsaklasa í Japan og víðar sem mikla
athygli hafa vakið. Sömuleiðis allt
laust og fast í þeim, allt niður í krana
og klósettsetur, ef ekki tannstöngla.
Sem fyrr segir, lifum við á tímum sér-
hæfninnar og um leið miðstýringar í
þeim efnum, þannig er það lenska í
listaháskólum nútímans að ryðja
handverkinu út af borðinu til hags fyr-
ir hreina hugmyndafræði. Fag- og
iðnaðarmaðurinn á að sjá um hitt, þ.e.
útfærsluna. En hér kemur stefnumót-
unin að ofan og ekki allir sáttir við þá
þróun eins og Sören Staunsager Lar-
sen glergerðarmaður í Bergvík benti
á í athyglisverðri grein í Lesbók fyrir
allnokkru. Einn virtasti leirlistamað-
ur Danmerkur Ursula Munch-Peter-
sen sem sæti á í stjórn Dansks hand-
iðnaðar (Danish Crafts) tekur í sama
streng og bætir um betur í neðan-
málsgrein í Politiken 19. nóvember,
þó ekkert samband á milli. Vísar einn-
ig til tengsla handverks og listiðnaðar
við móðurmálið, sem á við allar grein-
ar skapandi athafna. Upprunalega
nefndist athöfnin handverk, síðan list-
iðnaður og loks brúkslist, en nú er
þetta allt komið undir einn hatt; De-
sign. Um leið og handverk og listiðn-
aður eru horfin úr málinu er sjálft
handverkið gert útlægt sem námsfag í
listaháskólum. Alveg rétt, listhugtak-
ið er æðra stig handverks samkvæmt
kenningu endurreisnar, um leið jafn-
gildi vísinda, þó naumast í þeim skiln-
ingi að tilfinningin fyrir efninu á milli
handanna, skynræn mótun og næmi
yrðu um leið hinu óæðra. Á tímum
endurreisnar var lifandi handverk
margfalt nálægara og áþreifanlega en
í dag, dæmið líkast til öðruvísi hugsað.
Tapist þessi beina skynjun hlýtur af-
leiðingin að verða eitthvað í líkingu við
tómar frjóhirslur, því hvorki tæknin
né tölvan tímga sér á sama hátt og
maðurinn og náttúrusköpin, hér engin
kynfæri, brumknappar né frjókorn.
Úrsúla Munch Petersen bendir
réttilega á að hugmyndin sé höfuðsins
en handverkið líkamans, vísar um leið
til þess að hinn nafnkenndi vísinda-
blaðamaður og rithöfundur Tor
Nörretranders, segir kroppinn klók-
ari höfðinu og styður með tveim dæm-
Kannski má segja að ofanskráðar
tilvitnanir í neðanmálsgrein erlendrar
leirlistakonu sé undarleg rýni um frá-
bæra sýningu félagsskaparins, Hand-
verk og hönnun, í Sverrissal Hafnar-
borgarinnar, sem á köflum lætur
hjartað hoppa upp í háls. Því er til að
svara að hún er í samræmi við tímana
er kerfið hefur sett handverkið til
hliðar, mikið til rutt út af borðinu í
Listaháskóla Íslands. Illu heilli að því
er virðist einnig Design háskólanum í
Kaupmannahöfn, sem er stórum al-
varlegra mál þar sem Danir hafa af
mikilli og frjósamri erfðavenju að
ausa, sem um langan aldur hefur mal-
að þjóðinni gull.
Hérlendis skiptir öllu að lyft sé
undir þann árangur sem náðst hefur
fyrir áhuga og ósérhlífni einstakra,
ennfremur að myndarlega sé komið
til móts við hinn mikla áhuga ungs
fólks fyrir handverki og hönnun. Hvet
alla sem vettlingi mega valda að fjöl-
menna á þessa yndisþokkafullu sýn-
ingu og tek með virktum ofan fyrir
listafólkinu og félagsskapnum Hand-
verk og hönnun.
Handverk/Hönnun
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Frá hinni glæsilegu sýningu Handverks og hönnunar í Sverrissal
Hafnarborgar.
LIST OG HÖNNUN
HAFNARBORG/ SVERRISSALUR
Opið alla daga frá 11–17. Lokað þriðju-
daga Til 25. nóvember. Aðgangur 300
krónur. Sýningarskrá 500 krónur.
SPOR SÝNING HANDVERKS OG
HÖNNUNAR
Bragi Ásgeirsson
NÝTT gallerí hefur verið opnað í
Álafosshverfi Mosfellsbæjar. Um-
sjónarkona gallerísins er Hildur
Margrétardóttir listakona og eins og
oft er með slíka starfsemi á Íslandi
þá er hún gerð af hugsjón og í sjálf-
boðavinnu. Sýningarsalurinn er 120
fermetrar og nefnist „Undirheimar“
sem á vel við í íslenskum myndlist-
arheimi þar sem ekki skiptir máli
hvort maður heitir Hildur Mar-
grétardóttir, Magnús Pálsson eða
Birgir Andrésson og hefur nýlega
lokið listnámi, stofnað Nýlistadeild-
ina í Myndlista- og handíðaskólanum
eða verið fulltrúi Íslands á Feneyja-
tvíæringnum. Allir eru jafn „un-
derground“.
Fyrsta sýningin í Undirheimum
heitir „Í sjöunda himni“ og er sam-
sýning á verkum sjö listakvenna,
þeirra Ásdísar Arnardóttur, Huldu
Vilhjálmsdóttur, Hildar Margrétar-
dóttur, Körlu Daggar Karlsdóttur,
Hjördísar Brynju, Sólrúnu Trausta
Auðunsdóttur og Lónu Daggar
Christensen, en þær sýna verk unnin
á pappír með vatnsleysanlegum lit-
um. Ásdís sýnir 4 gvassmyndir sem
hún vinnur upp úr fjölskyldualbúmi
sínu þar sem daufir litir kunna að
vísa til dofnandi minninga. Hulda
Vilhjálmsdóttir sýnir 16 myndir sem
hún kallar „Heilagar verur“ og líkj-
ast helst „stúdíum“ eftir fornu hella-
málverki, skúlptúr eftir Giacometti
og/eða fígúrum í málverki eftir AR
Penck. Verk Hildar Margrétardótt-
ur byggjast á einfaldri uppröðun á
ferningsforminu. Hildur skopast svo
að formfræðinni með titlum sem
gefa m.a. til kynna að hér sé um hí-
býli eða blokkir að ræða. Verkin „Út-
streymi“ eftir Körlu Dögg eru einnig
formfræðilegs eðlis, en birtast mér
einnig sem einfaldar náttúrumyndir
þar sem jörð og loft sameinast í
gegnsæjum rákum. Hjördís Brynja
vinnur eftir antrópósófískri lita- og
formfræði, en þau fræði gegndu lyk-
ilhlutverki í árdaga abstraktsins.
Myndrænt séð hafa litlar sem engar
breytingar orðið á antrópósófíu í
myndlist, en hugmyndirnar, sem
byggjast á kenningum Rudolf Stein-
er, eru enn góðar og gildar, ekki síst
hvað kennslu og uppeldisfræði varð-
ar, sem hann byggir á listrænni
sköpun en ekki kerfislegri innprent-
un eins og er í skólakerfi nútímans.
Sólrún Trausta sýnir 6 myndir sem
mynda eina heild. Hún málar áhöld
sem hún svo tekur úr samhengi með
því að gefa þeim heiti eins og „Serða-
munstur“, „Veldispungur“ og
„Ámælispjatla“. Lóna Dögg sýnir 3
óhlutbundnar myndir unnar með
vatnslitum, sandi og gostöflum.
Myndirnar eru í stærri kantinum,
miðað við það sem gengur og gerist í
vatnslitamyndum og virka vel sem
þrenning.
„Í sjöunda himni“ er í sjálfu sér
ágætis tilraun til að sýna mismun-
andi aðferðir við heldur takmarkað
efni, þ.e. vatnslit. Hæfileikaríkir ein-
staklingar eru á meðal sýnenda og
einstakar myndir eru til vitnis um
það, en samt gengur sýningin ekki
fyllilega upp. Uppsetningin er
óvönduð, kannski til að viðhalda neð-
anjarðarstemmningu, myndirnar
verða lítilfjörlegar í hráu rýminu og
sýningin í heild sinni því fremur
veikburða.
Neðanjarðarstemmning
MYNDLIST
Gallerí Undirheimar
Sýningin stendur til 24. nóvember og er
opin frá 12–17 alla daga nema miðviku-
daga.
VATNSLITAMYNDIR
SJÖ LISTAKONUR
Vatnslitamyndir án titils eftir Lónu Dögg Christensen.
Jón B.K. Ransu
SÝNING á mynd-
skreytingum úr
nýútkomnum
barnabókum verð-
ur opnuð í Gerðu-
bergi í dag kl. 13.
Sýningin sam-
anstendur af
myndum úr flest-
um þeim íslensku
barnabókum sem
komið hafa út á
árinu. Sýndar
verða myndir úr
nær fjörutíu bók-
um eftir tuttugu
og tvo mynd-
skreyta þ. á m.
Sigrúnu Eldjárn,
Brian Pilkington,
Ólaf Gunnar Guð-
laugsson og Ás-
laugu Jónsdóttur.
Á sýningunni gefst
börnum kostur á
að velja þá mynd-
skreytingu sem
þeim þykir best.
Sýningin er unn-
in í samvinnu við Fyrirmynd, Fé-
lag íslenskra myndskreyta, og
stendur til 6. janúar.
Þá verður hinn árlegi Barna-
dagur kl. 13.30–16 með yfirskrift-
inni Viltu lesa fyrir mig? Rithöf-
undarnir sem lesa úr bókum
sínum eru Guðrún Helgadóttir,
Öðruvísi dagar; Halldór Bald-
ursson, Sögurnar um Evu Klöru;
Iðunn Steinsdóttir, Snuðra og
Tuðra í jólabakstri; Kristín Helga
Gunnarsdóttir, Gallsteinn afa
Gissa; Kristín Steinsdóttir, Engill
í vesturbænum; Ólafur Gunnar
Guðlaugsson, Drekasögur; Sigrún
Eldjárn, Draugasúpan og Þor-
valdur Þorsteinsson, Blíðfinnur
og svörtu teningarnir.
Kuggur og Málfríður bregða
sér úr bók og kynna dagskrána,
syngja og sprella með gestum og
gangandi. Aðgangur er ókeypis.
Barnadagur í Gerðubergi
Ein teikninganna í Gerðubergi.