Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 62
VEGNA framfara hefur hlutfall
heilbrigðisþjónustu af vergri
landsframleiðslu alls staðar í heim-
inum farið vaxandi á undanförnum
árum og er því ekki einangrað fyr-
irbæri hér á landi. Munu útgjöld
til þessa málaflokks aukast gríð-
arlega ef ekki verður gripið í
taumana og aðhald aukið. Þegar
um er að ræða 20% af útgjöldum
ríkissjóðs er ljóst að aðgerðir eru
löngu tímabærar.
Allt fyrir alla?
Á Íslandi og á Norðurlöndunum
öllum hefur því lengi verið haldið
fram að heilbrigðisþjónustan sé
ókeypis, að allir eigi að fá alla
þjónustu fyrir ekki neitt. Á sama
tíma er kvartað undan of háum
sköttum. Fullljóst er því að kostn-
aðarvitund verður að aukast. Lyk-
illinn að því er skilvirk kostnaðar-
greining.
Einhvers konar forgangsröðun
verður að hafa af hálfu þeirra sem
um sameiginlega sjóði okkar halda
og bera ábyrgð á útgjöldunum. Í
því samhengi er nauðsynlegt að
kanna hagkvæmni ýmissa rekstr-
arforma, svo sem þjónustusamn-
inga, einkareksturs og annarra
hugsanlegra rekstrarforma. Fyrir
liggur þó að auðvitað ber okkur að
sinna öllum brýnum verkefnum
strax.
Lögin um heilbrigðisþjónustu
eiga fyrst og fremst að tryggja að
ákveðin þjónusta og gæði séu fyrir
hendi en ekki binda í tíma og rúmi
mönnunarmunstur einstakra stofn-
ana sem ekki eru í takti við þær
framfarir og breytingar sem orðið
hafa og munu verða. Nauðsynlegt
er að tryggja að þeir sem fara með
stjórn þessara mála beri bæði fjár-
hagslega og stjórnunarlega
ábyrgð.
Að undanförnu hefur skortur á
heimilislæknaþjónustu komist í há-
mæli og verið rætt um kjör heim-
ilislækna. Að mínu mati hafa fast-
launasamningar þeirra ekki skilað
árangri. Þegar unnið er eftir af-
kastakerfi er slíkt yfirleitt hvati til
þjónustuaukningar og hagræðing-
ar í kerfinu.
Í þessu tilliti tel ég rétt að
leggja áherslu á að sérfræðilækn-
isþjónusta utan sjúkrahúsa er í
dag hið eina form heilbrigðisþjón-
ustunnar þar sem hver aðgerð,
hver skoðun, nál og stunga, hefur
verið metin til fjár og kostnaðar-
greind að fullu. Þar með eru ít-
arlegustu upplýsingar um heild-
arkostnað vegna meðferðar
sjúklinga fyrir hendi. Ég tel því
afar nauðsynlegt að kostnaðar-
greining á þjónustu heimilislækna
verði færð til sama horfs og gildir
meðal sérfræðilækna.
Ekki er unnt að greiða allt fyrir
alla. En með þessu móti er unnt að
halda kostnaðargreiningu og
kostnaðarvitund í heilbrigðisþjón-
ustu, bæði hjá veitendum og hjá
neytendum.
Heilbrigðisþjónusta til framtíðar
Eftir Láru Margréti
Ragnarsdóttur
Höfundur er alþingismaður og
sækist eftir 5. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
„Einhvers
konar for-
gangsröðun
verður að
hafa af hálfu
þeirra sem um sameig-
inlega sjóði okkar halda
og bera ábyrgð á út-
gjöldunum.“
UMRÆÐAN
62 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ er prófkjör Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík framundan. Mik-
ilvægt er að listar flokksins í
Reykjavíkurkjördæmunum tveimur
verði skipaðir mál-
efnalegum og
drengilegum stjórn-
málamönnum sem
eru til forystu falln-
ir.
Birgir Ármanns-
son aðstoð-
arframkvæmdastjóri Verslunarráðs
er afar vel til þess fallinn að taka
sæti á þingi og vinna þar að mál-
efnum Sjálfstæðisflokksins. Þrátt
fyrir að vera aðeins rúmlega þrítug-
ur að aldri hefur hann mikla reynslu
af stjórnmálum og hefur þegar verið
öflugur málsvari fyrir flokkinn auk
þess að gegna ábyrgðarstörfum fyr-
ir unga sjálfstæðismenn og sitja um
árabil í miðstjórn flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf nýja
menn á Alþingi en hann þarf jafn-
framt menn sem er treystandi til að
halda vel á málum með vönduðum og
traustum málflutningi. Birgir er ein-
mitt slíkur maður. Veitum honum
brautargengi og kjósum hann í
sjötta sæti listans.
Veitum Birgi
brautargengi
Bragi Björnsson, héraðsdómslögmaður,
skrifar:
MIKIÐ einvala lið býður sig fram
í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna í
Reykjavík, sem fram fer dagana 22.
og 23. nóvember nk. Sérstakt
ánægjuefni er,
hversu mikil sú
breidd er, sem hópur
frambjóðenda
spannar, eða allt frá
ungu hugsjónafólki,
að Davíði Oddssyni,
formanni Sjálfstæð-
isflokksins. Þessi breidd er forsenda
þess að prófkjörið þjóni þeim mik-
ilvæga tilgangi sínum, að mynda
sterkan og samstilltan framboðslista
sjálfstæðismanna í báðum Reykja-
víkurkjördæmum fyrir alþingiskosn-
ingarnar í vor. Framundan er hörð
og snörp kosningabarátta og treysti
ég engum betur til að leiða þann slag
en Geir H. Haarde, varaformanni
Sjálfstæðisflokksins og fjár-
málaráðherra, ásamt Sólveigu Pét-
ursdóttur, dómsmálaráðherra, undir
forystu eins mikilhæfasta stjórn-
málaleiðtoga þjóðarinnar, Davíðs
Oddssonar. Geir á að baki afar far-
sælan feril sem fjármálaráðherra og
Sólveig hefur svo sannarlega staðið
undir væntingum sem þróttmikill og
áræðinn stjórnmálamaður í forystu-
sveit Sjálfstæðisflokksins.
Fylkjum liði
um ráðherra
Reykvíkinga
Margrét Theodórsdóttir skólastjóri skrifar:
FORMAÐUR Sambands ungra
sjálfstæðismanna, Ingvi Hrafn Ósk-
arsson, er í hópi öflugra frambjóð-
enda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Ingvi er
lögfræðingur og
starfar nú sem að-
stoðarmaður dóms-
og kirkjumálaráð-
herra. Honum er
hvarvetna treyst til
forystustarfa. Hann
var formaður Vöku, formaður Heim-
dallar og kjörinn formaður SUS í
fyrra. Við kynntumst í stjórn Heim-
dallar árið 1997. Hreifst ég þar af
dugnaði hans og hugmyndaauðgi við
að koma baráttumálum okkar á fram-
færi. Ingvi hefur ávallt verið ötull
talsmaður frelsisins og minni ríkisaf-
skipta. Hann er fylginn sér og fastur
fyrir í skoðunum en þó laus við allar
öfgar. Hann er vel liðinn og nýtur
virðingar út fyrir raðir sjálfstæð-
ismanna. Hefur hann ávallt reynst
góður félagi og ráðvandur þegar á
reynir. Það væri fengur fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að hafa Ingva í þing-
flokknum ásamt öðru ungu fólki.
Hann sækist eftir 8. sæti og hvet ég
þátttakendur til að styðja hann.
Ingva Hrafn
í 8. sætið
Magnús Þór Gylfason, formaður
Heimdallar, skrifar:
BJÖRN Bjarnason, alþingismaður
og borgarfulltrúi, sækist eftir 3. sæti í
prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykja-
vík sem nú stendur
yfir. Allir sem kynnst
hafa Birni vita
hversu hæfi-
leikaríkur og dugleg-
ur stjórnmálamaður
hann er. Enda nýtur
Björn mikils og
breiðs stuðnings flokksmanna, jafnt
eldri sem yngri.
Rétt eins og það er nauðsynlegt
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa
þaulreynda stjórnmálamenn eins og
Björn í forystu, þarf einnig að huga
að eðlilegri endurnýjun. Vinur minn,
Sigurður Kári, sækist eftir 7. sæti.
Siggi Kári er baráttujaxl sem lætur
engan vaða yfir sig. Hann berst af
krafti fyrir lækkun skatta, auknu per-
sónufrelsi og afnámi viðskiptahafta.
Veitum Birni Bjarnasyni og Sig-
urði Kára Kristjánssyni glæsilega
kosningu.
Björn Bjarnason
í 3. sæti og Sig-
urð Kára í 7. sæti.
Hafsteinn Þór Hauksson, 1. varaformaður
SUS, skrifar:
GRUNDVÖLLUR raunverulegs
lýðræðis er virðing og umhyggja fyr-
ir einstaklingum og viðurkenning á
því að einstaklingar hafa ólíkar þarf-
ir og hæfileika sem þeir verða að
hafa svigrúm til að sinna og þroska.
Ég legg áherslu á mikilvægi virkrar
þátttöku sem flestra í umræðum og
töku ákvarðana um sameiginlega
hagsmuni okkar þegnanna. Einstak-
lingurinn ber vitanlega ábyrgð á
gjörðum sínum en hafa verður í huga
að aldrei verður horft fram hjá þörf-
um annarra þegar ákvarðanir eru
teknar um eigin hag. Þeir sem gegna
opinberum ábyrgðarstörfum verða
að bera fulla lýðræðislega ábyrgð á
ákvörðunum sínum og athöfnum. Þá
hef ég alla tíð barist fyrir því að kyn-
ferði og félagslegar aðstæður útiloki
ekki einstaklinga frá virkri þátttöku
í lýðræðislegri stefnumótun eða
dragi úr möguleikum þeirra til að
geta náð árangri á þeim sviðum sem
þeir vilja hasla sér völl.
Ég er fylgjandi því að gæta fyllsta
sparnaðar í rekstri ríkisins. Skatt-
heimta má aldrei vera svo há að hún
dragi úr frumkvæði fólks eða vilja til
að leggja sitt af mörkum. Skatt-
tekjur standa hins vegar undir sam-
félagsþjónustunni og samstaða ríkir
um að við réttum hvert öðru hjálp-
arhönd á erfiðum tímum. Í gegnum
samtrygginguna höfum við Íslend-
ingar t.d. byggt upp fjölbreytt heil-
brigðis- og menntakerfi sem og mik-
ilvægt öryggisnet í löggæslu og
samgöngum. Allir þessir þættir
treysta lýðræðislegan og efnahags-
legan grundvöll samfélagsins. Engu
að síður er nauðsynlegt að vera stöð-
ugt vakandi fyrir nýjum leiðum til að
nýta sem best þá fjármuni sem varið
er til samfélagslegrar þjónustu.
Ég hef alltaf verið talsmaður frels-
is í viðskiptum og lagt áherslu á mik-
ilvægi öflugrar samkeppni. Ísland er
smáríki sem á efnahagslega velferð
sína undir skynsamlegri stjórn efna-
hagsmála og líflegum viðskiptum.
Ég tel að náið samráð við hagsmuna-
aðila og frelsi í alþjóðaviðskiptum
treysti efnahagslegan stöðugleika.
Fiskveiðar hafa lengi verið undir-
staða hagsældar Íslendinga og verða
það áfram. En á síðustu árum hefur
útflutningur á öðrum vörum s.s. áli,
hátæknivörum og þjónustu orðið sí-
fellt mikilvægari tekjulind. Erlendar
fjárfestingar eru mikilvæg forsenda
uppbyggingar íslensks atvinnulífs.
Efnahagsleg framþróun Íslands er
þó ekki síst háð áframhaldandi upp-
byggingu íslenska menntakerfisins
og kröftugri innlendri rannsóknar-
og þróunarstarfsemi.
Ég vil bjóða fram krafta mína í
þágu framsækinnar uppbyggingar
íslensks þjóðfélags.
Sjálfstæði, frelsi, framtak
Eftir Stefaníu
Óskarsdóttur
Höfundur sækist eftir 6. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
„Efnahags-
leg framþró-
un Íslands
er ekki síst
háð áfram-
haldandi uppbyggingu
menntakerfisins og
kröftugri rannsóknar-
og þróunarstarfsemi.“
ENN er enn séð fyrir endann á
afleiðingum skipskaða undan norð-
anverðri strönd Spánar þar sem
olíuflutningaskipið Prestige sökk.
Enn eru 70.000 tonn af olíu í skip-
inu, en 6.000 tonn af olíu fóru í
hafið.
Skýrar reglur um
siglingaleiðir
Árið 1997 var samþykkt á Al-
þingi þingsályktunartillaga sem ég
flutti um skipan nefndar til að
setja reglur um skip sem sigla
með hættulegan varning innan lög-
sögu Íslands. Þar segir að mótaðar
verði skýrar reglur um tilkynn-
ingaskyldu og afmörkun siglinga-
leiða olíuskipa og annarra skipa
sem sigla með hættulegan varning
inn í íslenska efnahagslögsögu,
m.a. heimildir til tafarlausrar
stöðvunar ef vart verður meng-
unar. Reglurnar nái einnig til olíu-
skipa í siglingum milli hafna hér á
landi. Ennfremur verði sett skýr
ákvæði er banna öllum skipun los-
un á sjóballest nema í ákveðinni,
tiltekinni fjarlægð frá landi (eða á
ákveðnu dýpi). Jafnframt verði
mótaðar reglur um hvaða ráðu-
neyti og stjórnsýslustofnanir fari
með forræði um allar aðgerðir sem
grípa þarf til þegar mengunarslys
verða á sjó eða við strendur lands-
ins.
Hvers vegna þessar reglur?
Með lögum nr. 14/1979 var rík-
isstjórninni veitt heimild til að
staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá
alþjóðasamninga um varnir gegn
mengun sjávar af völdum olíu.
Þeir samningar mæla annars veg-
ar fyrir um íhlutun strandríkis á
úthafinu þegar óhöpp verða sem
valda eða geta valdið olíumengun
og hins vegar um ábyrgð á tjóni af
völdum olíumengunar. Þá eru
einnig í gildi lög nr. 32/1986, um
varnir gegn mengun sjávar. Fram-
angreind lög og samningar veita
strandríkjum þó ekki rétt til að
gera neinar ráðstafanir er tak-
markað geta umferð olíuskipa og
annarra skipa sem sigla með
hættulegan varning um efnahags-
lögsögu þeirra. Hvert ríki getur þó
sett lög þar um.
Fjölmörg strandríki hafa sett
reglur um losun á sjóballest til að
koma í veg fyrir mengun sjávar og
vernda lífríkið. Mikið er í húfi fyr-
ir Íslendinga í þessum efnum eins
og áður segir og rétt að hafa í
huga að mistök í þessum efnum
geta vissulega valdið miklum
skaða. Alvarleg mengunarslys hér
á landi hafa sem betur fer ekki
orðið. Full ástæða er þó til ýtrustu
varkárni í því efni, sbr. fjölmörg
mengunarslys af völdum skipstapa
olíuskipa.
Nefndin var skipuð og lauk
störfum að því er ég best veit fyrir
tæpum tveim árum, en hefur ekki
enn skilað af sér. Það er hrikalegt
til þess að vita að enn skuli ekki
hafa verið mótaðar reglur sem lúta
að siglingum þessara skipa svo
mjög sem Íslendingar byggja af-
komu sína á nýtingu auðlindar
hafsins umhverfis Ísland.
Umhverfisslys við Íslands-
strendur vegna skipskaða?
Eftir Guðmund
Hallvarðsson
Höfundur er þingmaður Reykvík-
inga og gefur kost á sér í 5. sætið í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
„Mikið er í
húfi fyrir Ís-
lendinga í
þessum
efnum.“
MÉR er það mikið ánægjuefni að
mæla með því við kjósendur í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík nú um helgina að þeir tryggi
Stefaníu Ósk-
arsdóttur, varaþing-
manni og stjórn-
málafræðingi, góða
kosningu í öruggt
þingsæti. Stefanía
sækist eftir sjötta
sætinu.
Ég hef þekkt Stefaníu um árabil
og veit að hún er víðsýn og vönduð
og hefur þann bakgrunn sem nýtast
mun henni og Sjálfstæðisflokknum
vel í störfum á Alþingi. Einnig er
ekki vafi á að með kjöri hennar er
listi flokksins færður nær miðjunni
og honum gefin aukin breidd. Auk
starfa að jafnréttismálum hefur
Stefanía lagt áherslu á öflugt
menntakerfi, en einkum hefur mér
fallið vel sú áhersla hennar að al-
þingismenn líti fyrst og fremst á sig
sem ábyrga gæslumenn almanna-
hagsmuna sem setji hag neytenda
og skattgreiðenda í öndvegi og
standi vörð um athafnafrelsi ein-
staklinganna. Kjósum Stefaníu í
sjötta sætið.
Stefanía
breikkar hópinn
Lilja Hilmarsdóttir leiðsögumaður skrifar: