Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÆSTKOMANDI þriðjudag mun líknarfélagið Skjöldur verða með opið hús á Skólavörðustíg 30 í tengslum við fyrirhugaða opnun „Sober-house“-áfangaheimilisins, 1. desember nk. Áfangaheimilið byggir á 12 spora kerfi AA- samtakanna og er ætlað þeim sem vilja sigrast á áfengis- og vímuefna- fíkn. Í húsinu verður rými fyrir 18 vistmenn auk íbúða fyrir starfs- menn. Heimilismenn hafa aðgang að lækni og geðlækni en húsið er að mestu rekið af utanaðkomandi að- ilum, AA-mönnum og konum. Áfangaheimilið byggir á starf- semi Pathfinders Recovery Sober- house samtakanna sem stofnuð voru í Bandaríkjunum árið 1950. Í tilkynningu frá líknarfélaginu Skildi segir að grundvallarhug- myndin að baki starfinu sé sú að óvirkir alkóhólistar og fíklar að- stoði áfengis- og vímuefnaneyt- endur við að hætta neyslu. Lögð er áhersla á að vinna 12 reynsluspor um leið og líkamlegu jafnvægi er náð og hefur starfsemi Sober-house skilað góðum árangri erlendis en hér sé um nýtt meðferðarúrræði að ræða á Íslandi. Þá segir enn fremur um starf- semi Sober-house: „Það er áfangastaður alkóhólista og fíkla og heimili þeirra um níu mánaða skeið á leið til bata og virkrar þátttöku þeirra í þjóðfélag- inu. Það er staðsett í hjarta borgar en ekki utan alfaraleiðar. Það er bæði ætlað fólki sem eru langt gengnir alkóhólistar og fíklar og hefur ekki tekist að ná valdi á sjúk- dómi sínum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og sjúkrahúsinnlagnir og einnig þeim sem eru að hefja göngu sína í 12 spora samtökunum. Mark- miðið er að sjá þessu fólki fyrir um- hverfi þar sem þeir fá stuðning til að tileinka sér 12 spora prógramm- ið og læra að fylgja meginreglum þess í lífi sínu og starfi í félagsskap annarra á sömu braut.“ Í stjórn 12 spora húss Sober- house eru: Guðjón Egill Guð- jónsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Haraldur G. Óskarsson, Margrét Frímannsdóttir, Benedikta Ketils- dóttir, Magnús Skúlason og Fritz M. Jörgensen auk 5 aðila sem sitja í varastjórn. 12 spora hús, Sober-house, á Skólavörðustíg 30 opnað 1. desember nk. Áfangaheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur Morgunblaðið/RAX Hluti af stjórn 12 spora húss, Sober-house, læknar, o.fl . Frá vinstri: Fritz M. Jörgensson meðstjórnandi, Einar Ax- elsson, læknir hjá SÁÁ, Óskar Hallgrímsson, aðstoðarmaður hjá Sober-house, Haraldur G. Óskarsson ritari, Bene- dikta Ketilsdóttir meðstjórnandi, Magnús Skúlason, yfirlæknir á Sogni og meðstjórnandi, Margrét Frímanns- dóttir, alþingismaður og meðstjórnandi, og Guðjón Egill Guðjónsson, formaður stjórnar. lagna til þingsályktunar, sem liggi fyrir Alþingi og hann og Jón Bjarnason séu flutningsmenn að. Önnur tillagan er um úttekt á framtíðarhlutverki Sementsverksmiðjunnar við förgun spilliefna og hin um úttekt stjórnvalda á því með hvaða hætti skuli bregðast við, stundi Aalborg Portland Ís- landi hf. undirboð á íslenska markaðnum. Fulltrúar Aalborg Portland, Akraneskaupstað- ar, Verkalýðsfélags Akraness, starfsmannafélags Semetsverksmiðjunnar, stjórnar verksmiðjunn- ar, Samkeppnisstofnunar, Samtaka iðnaðarins og fleiri sóttu fund iðnaðarnefndar. Árni Steinar „ÉG lít svo á að ríkisstjórnin þurfi að taka ákvörð- un um þessi mál á allra næstu vikum,“ segir Árni Steinar Jóhannesson, þingmaður og fulltrúi Vinstri-grænna í iðnaðarnefnd, um stöðu Sem- entsverksmiðjunnar á Akranesi, en að beiðni hans var í fyrradag haldinn aukafundur hjá nefndinni til að ræða samkeppnisstöðu Sements- verksmiðjunnar og það framtíðarhlutverk sem hún gæti haft varðandi förgun orkuríkra úr- gangsefna. Árni Steinar Jóhannesson segir að aðgerða sé þörf í máli verksmiðjunnar og vísar til tveggja til- segir að menn hafi skipst á skoðunum og upplýst nefndina en engin niðurstaða sem slík hafi hafi fengist. Hins vegar sé ljóst að ríkisstjórnin verði að bregðast fljótt við. Bæjarráð Akraness samþykkti ályktun um Sementsverksmiðjuna á fundi sínum í fyrradag þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld, ríkisstjórn og Alþingi „að grípa nú þegar til nauðsynlegra að- gerða og gera hinum danska sementsframleið- anda ljóst að tilraunum hans til yfirtöku á sem- entsmarkaðnum á Íslandi verði mætt af fullri hörku á meðan hann stundi óeðlilegt undirboð“. Staða Sementsverksmiðj- unnar rædd á aukafundi ÍSLENSKA landsliðið í matreiðslu hafnaði í níunda sæti á heimsmeist- aramóti matreiðslumanna sem lauk í vikunni í Lúxemborg. Íslendingar fengu silfurverðlaun fyrir heita rétti og bronsverðlaun fyrir kalda rétti. Sé eingöngu litið til heitu réttanna lentu Íslendingar í sjötta sæti. Nokkrar þjóðir hljóta gull-, silfur- og bronsverðlaun í hvorum flokki en að lokum eru það heildarstig sem ráða úrslitum. Svíar höfnuðu í fyrsta sæti, Svisslendingar í öðru og Singa- púrmenn í því þriðja. Á mótinu kepptu alls rúmlega 700 mat- reiðslumenn frá 34 löndum. Að sögn Sturlu Birgissonar lands- liðsþjálfara hafa Íslendingar unnið sér þátttökurétt í meistarakeppni matreiðslumanna sem fram fer í Basel í Sviss í mars á næsta ári. Þá mun landsliðið keppa á Ólympíu- leikum matreiðslumanna sem haldn- ir verða í Erfuhrt í Þýskalandi árið 2004. Heimsmeistaramót matreiðslumanna í Lúxemborg Ísland í níunda sæti Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hluti af kalda borði íslenska landsliðsins: hrásíld með kartöflum. Geisjan sem prýðir borðið er úr sykri. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í fyrradag karlmann á sextugsaldri í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa þrívegis gerst sekur um líkamsrárás gegn öðrum karlmanni og brot gegn vopnalögum. Fyrst réðst ákærði á manninn í júlí árið 2000 og tók hann kverkataki. Mánuði síðar réðst hann aftur á manninn og tveimur vikum síðar ók ákærði á hann. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákærði sé að skilja við konu sína sem hefur rekið nudd- stofu en sá sem varð fyrir árásunum var um tíma samstarfsmaður hennar á stofunni. Eftir að hjónin slitu sam- vistir varð konan fyrir verulegu ónæði af völdum ákærða og hefur verið sett nálgunarbann á hann. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Málið sótti Sigríður Jós- efsdóttir, saksóknari hjá ríkissak- sóknara. Verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. Réðst á mann og ók á hann HÆSTIRÉTTUR þyngdi í fyrradag refsingu héraðsdóms yfir karlmanni á fertugsaldri og dæmdi hann í 10 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og manni sem var gestkomandi á heimili hennar. Einnig var maður- inn sakfelldur fyrir tvö húsbrot og eignaspjöll í tvö skipti. Hann hafði áður verið sakfelldur fyrir líkams- árás og var litið til þess við ákvörðun refsingar. Líkamsárásirnar þóttu hrottaleg- ar og án nokkurs tilefnis, en þær voru framdar í beinu framhaldi þess að maðurinn réðst í heimildarleysi- inn í íbúð konunnar, í fyrra skiptið í júlí 2001 að næturlagi, en það síðara í desember sama árs og var hann þá í félagi við annan mann. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í 6 mánaða fangelsi og til að greiða konunni 125 þúsund krónur í skaðabætur. Hæsti- réttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um bætur. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Gunn- laugur Claessen og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. Málið sótti Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. 10 mánaða fangelsi fyrir hrottalegar líkamsárásir REBEKKA Valsdóttir lífefnafræð- ingur ver doktorsritgerð sína „The role of small G proteins in cell org- anization“ í dag, laugardag 23. nóv- ember. Doktorsvörnin, sem er við raunvísindadeild, fer fram í hátíðar- sal Háskóla Íslands hefst kl. 10. And- mælendur eru dr. Michael Bornens, CNRS, París og dr. Bruno Goud, CNRS, París. Hörður Filippusson prófessor, deildarforseti raunvís- indadeildar, stýrir athöfninni. Ritgerðin í heild fjallar um svo- kallaða G-hvata og hlutverk þeirra í starfsemi frumna. Hún tekur einnig á tveimur ólíkum ferlum innan frum- unnar. Rebekka útskrifaðist af náttúru- fræðibraut Menntaskólans við Sund árið 1994. Í október 1997 lauk hún BS-prófi í lífefnafræði við Háskóla Íslands. Frá 1997 til 1998 vann hún á rannsóknastofu Jóns Braga Bjarna- sonar, prófessors á Raunvísinda- stofnun Háskóla Íslands. Frá 1998 þar til í febrúar árið 2001 vann Re- bekka að doktorsverkefni hjá dr. Tommy Nilsson, EMBL, Heidelberg í Þýskalandi og frá febrúar 2001 hef- ur hún unnið að doktorsverkefninu hjá dr. Eric Karsenti, EMBL, Heid- elberg í Þýskalandi. Doktorsvörn í Háskóla Íslands ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ STJÓRN Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands gagnrýnir harðlega þá ákvörð- un borgarráðs að hækka leikskóla- gjöld um 8% frá og með næstu áramótum. Í ályktun sem stjórnin hefur samþykkt segir ljóst að breyt- ingin komi illa við marga, svo sem námsmenn, en hækkanir á gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur taki einnig til barna þeirra. „Hækkun leikskólagjaldanna er sögð gefa Leikskólum Reykjavíkur 50 milljónir króna í auknar árstekj- ur. Furðulegt verður að teljast að hækka þurfi leikskólagjöldin svo mikið og svo skömmu eftir síðustu hækkanir,“ segir í ályktuninni. Skv. gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur hækkar námsmannagjald vegna 8 klukkustunda vistunar á leikskóla úr 18.900 kr. í 20.400 kr. um næstu ára- mót og námsmannagjald fyrir 4 stunda vistun úr 9.200 kr. í 9.900 kr. Stúdentar gagn- rýna hækkun leikskólagjalda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.