Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ PLATA þessi er afrakstur þriggja ára samstarfs söngkonunnar bráð- ungu, Þórunnar Antoníu, og föður hennar, Magnúsar Þórs Sigmundsson- ar, sem er lands- þekktur sem einn okkar besti laga- smiður. Hann legg- ur til lög og texta og feðginin fá til liðs við sig einvalalið hljóðfæraleikara. Ung og metnaðar- full tónlistarkona getur varla fengið næringarríkara veganesti eða traust- ari grunn, en hún kemur líka inn með ferska og tilfinningaríka túlkun og getur verið sátt með „útskriftarverk- efni“ sitt, eins og það er kallað á um- slaginu. Lögin á plötunni eru flest rólegar ballöður og ástarsöngvar í léttpopp- uðum, hefðbundnum stíl með gamal- kunnugri hljóðfæraskipan: trommur, bassi og gítar í forgrunni með píanó- nótum og strengjum hér og hvar. Lögin hneigjast til að vera byggð upp í kringum stór og dramatísk viðlög sem reyna á flytjandann og Þórunn Antonía stendur undir því, hefur fal- lega og umfram allt tilfinningaríka rödd. Upphafslagið, „I really wanna know“ er létt og grípandi lag og trommuleikur Birgis Baldurssonar er skemmtilega breiður og afslappaður og reyndar er allur hljóðfæraleikur- inn þægilega náttúrulegur og dálítið „fuzzy“ – það er nettur hippaandi yfir þessu. Eitt besta lag plötunnar er „Play me“, klassísk ballaða sem manni finnst eiginlega ótrúlegt að ekki sé búið að semja áður, svo eðli- lega raðast nóturnar saman í einlæga og fallega laglínu. Þórunn Antonía syngur lagið blíðlega og lágvært og glittir í barnslegan tón inn á milli sem er mjög sjarmerandi – vonandi slípast þetta ekki af henni þótt röddin eigi eftir að þroskast og mótast meir. Tit- illagið „Those little things“ hefur yfir sér þjóðlagaanda eða ævintýrablæ, viðlagið tárbólgið og treginn undir- liggjandi, og Þórunn Antonía túlkar átökin sannfærandi. Þessi laglína hljómar lengi í kollinum eftir að disk- urinn hefur tekið enda. Fiðla og slæd- gítar í ljúfu dægurflugunni „Claim on your heart“ gefur því lagi kántríblæ sem hæfir vel blíðri og angurværri röddinni. Lögin eru alls 12 á disknum og fara að hljóma nokkuð einsleit eftir því sem á líður og ef til vill mætti óska eft- ir frumlegri smíðum, en kostirnir eru fleiri en hitt. Með þetta próf upp á vasann ættu allir möguleikar að standa Þórunni Antoníu opnir og þeg- ar síðast fréttist var stúlkan búin að skrifa undir þriggja platna útgáfu- samning við breskt útgáfufyrirtæki. Þessir litlu hlutir eiga greinilega eftir að vaxa. Tónlist Útskrifuð Þórunn Antonía Those little things 1001 nótt Þórunn Antonía syngur en lög og textar eru eftir Magnús Þór Sigmundsson, (nema Drift Away e. Dobie Gray). Ýmsir hljóðfæraleikarar koma við sögu, Magn- ús Þór á kassagítar og einnig á raf- magnsgítar ásamt Eðvarði Lárussyni og Guðmundi Péturssyni, Jakob Frímann Magnússon o.fl. á hljómborð, Birgir Bald- ursson á trommur, Friðrik Sturluson og Jakob Magnússon á bassa auk strengja- leikara. Stjórn upptöku: Magnús Þór. Hljóðblöndun: Ken Thomas. Steinunn Haraldsdóttir Það er nóg að gera hjá Þórunni Ant- oníu því hún hefur, ásamt nýrri hljóm- sveit, gert þriggja platna samning við BMG og er með sólóplötu á leiðinni. SKRÁR yfir útgefna íslenska tón- list eru brotakenndar og getur verið snúið að komast að því hvað hver hefur gefið út og hvenær. Í gær kom aftur á móti út á marg- miðlunardiski Íslensk hljóm- plötuskrá, sem er uppfletti- og skráningarforrit með gagnagrunni er geymir skráningu á íslenskum hljómplötum frá því fyrsta hljóm- platan kom á markað 1907 og til ársins 2002. Verkið er unnið af þeim Bárði Erni Bárðarsyni Scheving og Hjálmari Snorrasyni og styrkt af menntamálaráðuneyt- inu og Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Bárður hefur unnið verkið að mestu og var upphafsmaður þess. Hann segir kveikju þess hafa verið er hann vann skrár fyrir Silju Aðalsteinsdóttur í bókina Bubbi 1990. „Eftir útgáfu hennar komu ýmsir til mín og spurðu hvort ég ætti slíka útgáfulista eða skrár yfir aðra íslenska tónlist eða tónlistarmenn. Svo var þó ekki, en hugmyndin fæddist og 1992 byrj- aði ég á skránni, fyrst með það í huga að setja saman einfalda upp- flettibók með lista yfir plötuheiti og flytjendur ásamt útgefendum og útgáfunúmerum og vann það í hjáverkum. Um síðustu áramót tók ég svo ákvörðun um að ljúka við verkið,“ segir Bárður, en með skránni fylgir ýmislegt sem teng- ist íslenskri útgáfu, þar á meðal saga nokkurra stæstu útgáfufyr- irtækjanna eftir Jónatan Garð- arsson. Mismikið er skráð um hverja plötu, bæði vegna þess að heim- ildir eru mistraustar, en einnig segir Bárður að tíma- og fjár- skortur hafi háð. Útgáfan núna sé ekki síst til þess ætluð að fá fram viðbrögðum manna og at- hugasemdum um það sem betur megi fara svo hægt sé að miða verkinu áfram. Í skránni eru inn- skráningarmöguleikar gagna þrí- skiptir: Grunnupplýsingarnar; þ.e. plötuheiti og flytjandi, útgáfu- skráning; þ.e. nafn útgefenda, út- gáfunúmer útgáfuformat og út- gáfuár, og lagaskráning; þ.e. lagaheiti, tími lags, flytjandi lags, höfundur lags og höfundur texta. Á eftir nöfnum og heitum er svo hægt að setja inn athugasemdir, texta lagsins og ISRC-lykil. Í skránni nú eru taldar 5.000 út- gáfur og 46.000 lög. Bárður segist ekki halda því fram að skráin sé tæmandi og erfitt reyndar að gera tæmandi skrá á þessu sviði. Reynt hafi verið að skrá sem flestar op- inberar útgáfur, en að hluta var unnið eftir skrá Landbókasafnsins – Háskólasafns yfir plötur frá 1979. „Framan af var þar þó að- eins að finna hluta þeirra platna sem komu út. Eldri gögn voru skráð eftir plötunum sjálfum og bók sem Jón R. Kristjánsson tók saman 1955, en auk þess fékk ég skrár frá Trausta Jónssyni sem er kunnur plötugrúskari og veit mik- ið um gamlar útgáfu. Einnig eru til útgáfulistar frá útgefendum á sínum tíma, eins og Fálkanum og Íslenskum tónum. Þá reyndist Videósafnarinn í Ingólfsstrætinu mér vel og ég var í nokkuð góðu sambandi við Eið Arnarsson út- gáfustjóra hjá Skífunni,“ segir Bárður og bætir við að einhvers staðar verði að setja mörkin um hvað fari inn í skrá sem þessa. „Sennilega er því ekki mikið af einkaútgáfum í þessari skrá þar sem aðgengi að þeim er takmark- að.“ Bárður skráir allar vínylplötur, geisladiska og nokkuð af kass- ettum. „Sett var sú regla að skrá ekki kassettur nema þær hafi ekki komið út í öðru formi og þá að þær hafi verið settar í almenna sölu. Til dæmis eru stóru bílakas- setturnar sem SG hljómplötur gáfu út skráðar þarna og Lysti- snekkjan Gloria sem Grammið gaf út. Sú plata virðist yfirleitt gleym- ast á listum yfir verk Bjarkar Guðmundsdóttur, en á henni les hún nokkur eigin ljóð. Hinsvegar var kassettusafni Dr. Gunna sleppt enda einhver óheyrilegur fjöldi sem aldrei fór í almenna dreif- ingu, heldur eftir því sem ég komst næst aðeins gerð örfá ein- tök að sumum þeirra og alveg nið- ur í að aðeins var gert eitt ein- tak.“ Skrá yfir íslenskar hljóm- plötur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Vit 461 Stundum er það sem að þú leitar að.. þar sem þú skildir það eftir. Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem hefur fengið frábærar viðtökur og er nú þegar orðin vinsælasta mynd Reese Witherspoon frá upphafi vestanhafs. 1/2 KRINGLA  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Vit 468 E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd kl. 10.20. 8 Eddu verðlaun Sýnd kl. 4. B.i. 12.Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8, 10 og POWERSÝNING kl. 23.15. Yfir 51.000 áhorfendur Sýnd kl. 3.30, 5.45 með enskum texta 8 og 10.10. B.i. 12. Sýnd kl. 1.50. Sýnd kl. 1.45.  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV WITH ENGLIS H SUBTIT LES AT 5.4 5  HL. MBL  SK RadíóX  HK DV Sýnd kl. 8. Ísl. texti. B.i. 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.