Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 18
LEIÐTOGAFUNDUR NATO Í PRAG
18 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0
G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a
Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun
getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar
ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á
skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir.
Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto›
vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best.
F T
T
E
R F E T
O
T P
E
O
P
E Sér›u atvinnutæki›
sem flig langar í?
FYRSTI utanríkisráðherrafundur
hins nýja samstarfsráðs NATO og
Rússlands var haldinn í Prag í gær í
tengslum við leiðtogafund banda-
lagsins. Efst á baugi voru gíslamálið
í Moskvu og baráttan gegn hryðju-
verkum. NATO-ríkin fullvissuðu
auk þess Rússa um að ákvörðunum
leiðtogafundarins í Prag, sem m.a.
samþykkti stækkun bandalagsins
„væri ekki beint gegn öryggishags-
munum Rússlands eða nokkurs
annars samstarfsríkis,“ eins og það
er orðað í yfirlýsingu fundarins.
Stendur undir
væntingum og gott betur
George Robertson, framkvæmda-
stjóri NATO, lýsti mikilli ánægju
með fundinn og sagði hann hafa
staðfest að hið nýja samstarf Rúss-
lands og NATO, sem samkomulag
náðist um á utanríkisráðherrafund-
inum í Reykjavík í vor, „stendur
undir væntingum og gott betur“.
Hann sagði að þá hefðu margir haft
efasemdir um að samstarfið myndi
skila árangri, en nú hefði komið á
daginn að ýmsum samstarfsverk-
efnum hefði þegar skilað vel áleiðis.
Meðal þess, sem fram kom á ráð-
herrafundinum, var að árangur
hefði náðst á sviði samstarfs um
friðargæzlu á Balkanskaga og í bar-
áttunni gegn hryðjuverkum og út-
breiðslu gereyðingarvopna. Þá hefði
sameiginleg almannavarnaæfing
NATO og Rússlands í september
skilað árangri og hafin væri vinna
við sameiginlega áætlun á sviði eld-
flaugavarna, þar sem m.a. væri
stefnt að því að samhæfa vopnakerfi
NATO og Rússlands.
Um málefni Tétsníu sagði Ro-
bertson að sterk samstaða hefði
verið með Rússum vegna gíslamáls-
ins í Moskvu og hefðu allir ráð-
herrar NATO-ríkjanna lýst and-
styggð sinni og hryllingi vegna
árásar hryðjuverkamanna á
óbreytta borgara. Hins vegar væru
NATO-ríkin þeirrar skoðunar að
finna yrði pólitíska lausn á Tétsníu-
deilunni.
Rússland ekki
lengur andstæðingur
Ígor Ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði á fundi með blaða-
mönnum að sú „umbreyting“ á her-
málastefnu NATO, sem ákveðin
hefði verið á leiðtogafundi banda-
lagsins, væri fagnaðarefni og yki
möguleika á enn nánara samstarfi
bandalagsins og Rússlands.
Rússneskur fréttamaður spurði
Ívanov hvort Rússar hygðust bregð-
ast við því, t.d. með því að færa til
hersveitir, að landamæri NATO
myndu senn færast alla leið upp að
„Leníngrad“ – sem nú heitir Sankti
Pétursborg. Ívanov svaraði því til
að Rússar myndu skoða vandlega
allar ákvarðanir, sem teknar hefðu
verið á leiðtogafundinum, m.a. ræð-
ur og yfirlýsingar einstakra leiðtoga
og bregðast við í framhaldinu.
„Í þessum yfirlýsingum var lögð
áherzla á að NATO lítur nú ekki á
Rússland sem andstæðing heldur
sem samstarfsríki og að í samein-
ingu standi Rússland og bandalagið
frammi fyrir nýjum ógnum og við-
fangsefnum,“ sagði Ívanov. „Jafn-
framt var lögð áherzla á að NATO
þyrfti að beina hernaðarstefnu sinni
í nýjan farveg, hverfa frá kald-
astríðshugsunarhætti og horfast í
augu við nýjar ógnir og verkefni nú-
tímans. Við lítum svo á að þessari
umbreytingu NATO beri að fagna
og líta á hana í almennu samhengi
alþjóðlegrar viðleitni til að tryggja
aukinn stöðugleika og öryggi í
heiminum.“
Ívanov sagði að hvað stækkun
NATO varðaði, hefði Rússland ætíð
verið þeirrar skoðunar að „vélræn“
stækkun bandalagsins, án breytinga
á hernaðaráætlunum bandalagsins,
væri ekki í samræmi við hugmyndir
um öryggi og samstarf á alþjóða-
vettvangi. „En ef þessari umbreyt-
ingu, sem nú hefur verið tilkynnt,
verður raunverulega hrint í fram-
kvæmd, ef raunveruleg skref verða
tekin til að tryggja nýjan stöðug-
leika og samstarf um að mæta nýj-
um ógnum nútímans, sömu ógnum
og Rússland horfist í augu við, þá
eru möguleikar á að samstarfið milli
NATO og Rússlands muni áfram
vaxa.“
Lettar virði
réttindi minnihluta
Ívanov lagði áherzlu á að NATO
stæði við alla samninga sína við
Rússland, og það ætti líka við um
nýju aðildarríkin. Hann nefndi sér-
staklega CFE-samninginn um tak-
mörkun hefðbundins herafla í Evr-
ópu, en ýmis Austur-Evrópuríki
hafa ekki staðfest samninginn.
Í svari við spurningu frá lettn-
eskum fréttamanni sagði Ívanov
sem svo að samband Rússlands og
Lettlands yrði að byggjast á gagn-
kvæmri virðingu. Hann lagði hins
vegar áherzlu á réttindi rússneska
minnihlutans í landinu og sagði að
þar sem Lettland væri nú á leiðinni
bæði í NATO og Evrópusambandið
yrðu menn að vona að þarlend
stjórnvöld myndu taka undir sjón-
armið beggja þeirra bandalaga um
vernd réttinda þjóðarbrota.
Rússar fagna „um-
breytingu“ NATO
Prag. Morgunblaðið.
Reuters
Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, og Joschka Fischer, starfs-
bróðir hans frá Þýskalandi, á utanríkisráðherrafundinum í Prag í gær.
’ Við lítum svo á aðþessari umbreytingu
NATO beri að fagna
og líta á hana í al-
mennu samhengi al-
þjóðlegrar viðleitni
til að tryggja aukinn
stöðugleika og ör-
yggi í heiminum. ‘
LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu,
fékk kuldalegar móttökur í Prag í
gær þegar hann mætti til leiðtoga-
fundar Evró-Atlantshafsráðsins,
samkundu NATO-ríkjanna nítján og
27 samstarfsríkja þeirra í Evrópu og
Mið-Asíu. Jafnt tékknesk yfirvöld
sem forystumenn NATO höfðu gefið
skýrt til kynna að Kútsjma væri
óvelkominn á fundinn vegna
meintra tengsla hans við vopnasölu
til Íraks.
Einhverjum snillingi hjá NATO
hugkvæmdist hvernig gera mætti
Kútsjma að hornkerlingu á leiðtoga-
fundinum. Í stað þess að raða aðild-
arríkjunum upp í stafrófsröð eftir
ensku heiti þeirra – þar sem t.d.
Bretland og Bandaríkin hefðu lent á
eftir Úkraínu í stafrófinu – var
ákveðið að raða í stafrófsröð eftir
heitum ríkjanna á frönsku. Þannig
lenti Úkraína aftast í stafrófinu og
Kútsjma þar með úti á enda við
fundarborðið.
Berlusconi býður heim
Ekki var þó einhugur um að ein-
angra Kútsjma. Silvio Berlusconi,
forsætisráðherra Ítalíu, lék einleik
og bauð Kútsjma til fundar á Ítalíu í
næstu viku til að ræða hugmyndir
Úkraínumanna um NATO-aðild.
Berlusconi lét svo um mælt að Úkra-
ína væri mikilvægt land og yrði að
vera í góðum tengslum við NATO.
Sú skoðun var reyndar ítrekuð
síðar um daginn, á fundi utanrík-
isráðherra NATO-ríkjanna með ut-
anríkisráðherra Úkraínu. Þar lögðu
NATO-ríkin áherzlu á mikilvægi
góðra tengsla við Úkraínu, en um
leið voru Úkraínumenn húðskamm-
aðir fyrir tengslin við Írak. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins gekk Jack Straw,
utanríkisráðherra Bretlands, eink-
um hart fram.
Á fundi Evró-Atlantshafsráðsins
var ákveðið að auka samstarf NATO
við ríkin, sem um ræðir, ekki sízt á
sviði baráttunnar gegn hryðjuverk-
um. Rætt var um að þau samstarfs-
ríki, sem hefðu til þess vilja og getu,
myndu leggja eitthvað af mörkum til
aðgerða á vegum NATO. „Við erum
að mynda eitt stærsta bandalag í
heimi gegn þeirra, sem vilja sá fræj-
um ótta í hjörtum landa okkar,“
sagði George Robertson, fram-
kvæmdastjóri NATO, á blaðamanna-
fundi undir lok leiðtogafundarins.
Þeim blaðamannafundi lauk með
óvæntum hætti þegar tveir rúss-
neskir fylgismenn flokks þjóðern-
issinnaðra bolsévika, sem höfðu villt
á sér heimildir og þóttust vera
blaðamenn, fleygðu tómötum að Ro-
bertson og hrópuðu að NATO væri
„verra en Gestapo“. Öryggisverðir
slógu í skyndi skjaldborg um Ro-
bertson lávarð og sneru óróaseggina
niður, en af framkvæmdastjóranum
datt hvorki né draup.
Kútsjma settur
aftast í stafrófið
Prag. Morgunblaðið.
Reuters
Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, á
fundi Evró-Atlantshafsráðsins.
Ljósmynd/NATO
George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, Davíð Oddsson forsætisráð-
herra og Vaclav Havel, forseti Tékklands, á leiðtogafundinum í Prag.