Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 73
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 73 Bridsfélag Hreppamanna Spilafélagar í Bridsfélagi Hreppa- manna hittast á þriðjudagskvöldum í hinum ágæta Huppusal í Félags- heimilinu á Flúðum og taka slaginn undir öruggri spilastjórn Karls Gunnlaugssonar. Nú er nýlega lokið keppni í einmenningskeppni. Í fimm efstu sætunum urðu; Gunnar Marteinsson 157 Sigurður Sigmundsson 156 Þórdís Bj. – Ari Einarss. – Bjarni H Ansnes 156 Guðmundur Böðvarsson 155 Jóhannes Sigmundsson 152 Bridsfélag Kópavogs Nú er einu keppniskvöldi ólokið í Barómetrnum og línur farnar að skýrast. Staðan fyrir lokasprettinn: Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðars. 143 Eggert Bergsson – Unnar Atli Guðm. 114 Sigurður Sigurjónss. – Ragnar Björnss. 111 Magnús Aspelund – Steingrímur Jónass. 84 Hæsta skor sl. fimmtudag: Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson 74 Sigurður Sigurjónsson – Ragnar Björnss. 50 Birgir Örn Steingr. – Bernódus Kristinss. 37 Arngunnur Jónsd. – Harpa Fold Ingólfsd. 29 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 18. nóv. 2002, 26 pör. Meðalskor 216 stig Árangur N-S Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 264 Óskar Karlsson – Guðlaugur Nielsen 252 Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóferss.238 Árangur A-V Kristján Ólafsson – Ólafur Gíslason 287 Gunnar Hersir – Hannes Ingibergsson 258 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 250 Tvímenningskeppni spiluð fimm- tud. 21. nóvember, 22 pör. Meðal- skor 216 stig. Árangur N-S Gunnar Hersir – Ólafur Ingvarsson 230 Björn E. Pétursson – Hilmar Ólafsson 227 Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóferss.226 Árangur A-V Eysteinn Einarsson – Kristján Ólafsson 264 Magnús Oddsson – Magnús Halldórsson 250 Óskar Karlsson – Guðlaugur Nielsen 235 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Frá keppni hjá Bridsfélagi Hrunamanna. Ari Einarsson og Viðar Gunn- geirsson spila gegn Margréti Runólfsdóttur og Karli Gunnlaugssyni. MEÐ hópi héðan að heiman á veg- um Sunnu, undir fararstjórn sr. Franks M. Halldórssonar, var ég staddur í Austur-Jerúsalem daginn sem sexdaga stríðið brast á. Vik- urnar á undan hafði hópurinn verið á ferð í löndunum umhverfin Ísr- ael; Líbanon, Sýrlandi, Egypta- landi og Jórdaníu. Við flugum frá Kairó til Amman í Jórdaníu og ók- um þaðan samdægurs yfir Jórd- andalinn til Jerúsalem. Er við nálguðumst ána Jórdan í dalnum, þá varð bifreið okkar að nema staðar, því mikil breiða skriðdreka Jórdana var þar á ferð. Þeir drek- ar voru sagðir ættaðir frá ná- grannalandi. Þetta kom okkur víst ekki á óvart, því við höfðum séð margvíslegan viðbúnað hernaðar á ferð okkar um löndin ofangreindu. Áður en þessi hópur hélt að heim- an, sögðu fjölmiðlar frá því að Nasser hinn egypski hefði látið loka fyrir siglingar skipa Ísraels um Rauðahafið til og frá hafnar- borg þeirra við Aqabaha-flóann. Mikil spenna virtist því þarna af þessari ástæðu. Ég fór því á fund Guðna í Sunnu og spurði hvort hættandi væri á að senda ferða- mennahóp héðan til þessara svæða í slíku óvissuástandi. Hann gerði frekar lítið úr og taldi titringinn mestan í fjölmiðlunum. Hópurinn hélt því fljúgandi af stað með milli- lendingu í Róm og þaðan til Aþenu í Grikklandi, sem skoðuð var í tvo til þrjá daga áður en haldið var áfram með flugvél til Beirut í Líb- anon. Þeir sem þar tóku við okkur voru undrandi yfir komu okkar, því aðrir hópar höfðu afboðað komu sína. Ánægjulegt var að skoða glæsiborgina Beirut, sem bar frönsk einkenni, eftir yfirráðatíma- bil Frakka. Einnig var gaman og fróðlega að aka um þetta sögu- fræga land og allt til Damaskus í Sýrlandi og skoða staðina, sem kenndir eru við Sál frá Tarsus (Pál postula), sem Postulasagan N.T. greinir svo glöggt frá. Og meiri háttar var að ferðast um hið forn- fræga Egyptaland, skoða þar m.a. píramídana miklu og fljúga allt til Luxor við Fljótið mikla, langt inni í landinu, og sjá þar m.a. hinar fornu grafir Faraóanna. En nú var sjálf- ur Nasser þarna allsráðandi og undirbjó greinilega „aðgerðir“. Og upp úr sauð, eins og fyrr segir, er hópurinn okkar var staddur í hinni forn-helgu borg, Jerúsalem, 5 júní 1967. Talið var rétt að forða sér þaðan hið fyrsta og freista þess að komast af ófriðarsvæðinu með flug- vél frá Amman. Við hlið okkar hjóna í bifreiðinni sat „lókal“ leið- sögumaður, lágur og grannur arabi, sem aðstoðað hafði farar- stjóra okkar á ferðunum þarna við Botninn. Nú var hann yfirspenntur og titrandi – glaður og síendurtók: „Loksins, loksins, loksins er upp- runnin sú stund að við getum rekið alla Júðana í hafið og loks losnað við þá alla…hvern einasta.“ Ég sleppti því að tjá mig og minna hann á fyrirheitið, sem ættfaðirinn Abraham fékk forðum og frá er sagt í upphafi 12. kap. I. Móse- bókar. Ég sat bara og lét hann sjá að ég hlustaði, en undraðist og hugsaði hvort þetta væri í rauninni takmark þeirra Palestínumanna? Og Hamasmenn nútímans hafa ný- lega staðfest það með yfirlýsingum sínum skv. fréttum fjölmiðla. Ekki sluppum við í burtu þennan dag, því er við nálguðumst Amman flug- völlinn, logaði þar allt eftir átök og hervélar þutu þar yfir. Við forð- uðum okkur úr bílnum og leituðum skjóls við steinvegg við veginn. Presturinn las fyrir okkur styrkj- andi orð úr Ritningunni og síðan tókum við til við að syngja sönginn góða Linu Sandels í þýð: sr. Fr. Fr: „Enginn þarf að óttast síður, en Guðs barna skarinn fríður…“ Í því gengur framhjá foringi í jórd- anska hernum með breiða borða, lítur hvössum augum til okkar og hrópar: „Allah is god.“ Ekki trúði ég honum og eflaust enginn annar í hópnum okkar. Er herþoturnar voru horfnar og kyrrð komin á, fórum við aftur inn í farartæki okkar og ókum inn í höfuðborgina Amman og fengum þar inni á góðu hóteli…í 6 daga og nætur. Þar reyndist fyrir lítill hópur enskra ferðamanna svo og einir tveir Þjóð- verjar, líklega blaðamenn, sem færðu sig nær okkur eitt kvöldið, er við rauluðum sálm Lúters: „Vor Guð er borg á bjargi traust.“ HERMANN ÞORSTEINSSON, fv. framkvæmdastjóri. Harmleikurinn við botn Miðjarðarhafsins Frá Hermanni Þorsteinssyni: Allar nánari upplýsingar um prófkjörið, framkvæmd þess og frambjóðendur er að finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokkins www.xd.is Í hvaða kjörhverfi skal kjósa? Kjósa skal í því kjörhverfi sem viðkomandi átti lögheimili þann 30. október 2002. Hafi kjósandi flutt í kjörhverfið eftir þann tíma ber honum að staðfesta það með afriti af staðfestri aðflutningstilkynningu. 1. kjörhverfi Vestur- og Miðbæjarhverfi, Nes- og Melahverfi og Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi. Kjörstaður: Hótel Saga, Ársalur (2. hæð, gengið inn að norðanverðu). 2. kjörhverfi Hlíða- og Holtahverfi, Laugarneshverfi og Langholtshverfi. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. 3. kjörhverfi Háaleitishverfi og Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. 4. kjörhverfi Árbær, Selás og Ártúns- og Grafarholt. Kjörstaður: Hraunbær 102b. 5. kjörhverfi Hóla- og Fellahverfi, Bakka- og Stekkjahverfi, Skóga- og Seljahverfi. Kjörstaður: Mjódd, Álfabakka 14a. 6. kjörhverfi Grafarvogur. Kjörstaður: Hverafold 1-3. 7. kjörhverfi Kjalarnes. Kjörstaður: Fólkvangur, Félagsheimili Kjalnesinga. Hverjir mega kjósa? A. Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. B. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarrétt í Reykjavík við alþingiskosningarnar 10. maí 2003 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Hvernig á að kjósa? Athugið! Kjósa skal 10 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 10 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, talan 2 fyrir framan nafn þess sem menn vilja að hljóti annað sætið í prófkjörinu, talan 3 fyrir framan nafn þess sem menn vilja að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 10 frambjóðendur. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 22. og 23. nóvember 2002 Hvar og hvenær á að kjósa? Í dag, laugardaginn 23. nóvember, er kosið kl. 10.00 - 18.00 á sex stöðum í sjö kjörhverfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.