Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 34
NEYTENDUR
34 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RÚMLEGA 93% munur er á hæsta
og lægsta verði á súpukjöti í 1. flokki,
samkvæmt nýrri verðkönnun Neyt-
endasamtakanna. Könnunin var gerð
á frosnu og ófrosnu kjöti hinn 18.
nóvember síðastliðinn, bæði á Akur-
eyri og í Reykjavík, að því er segir á
heimasíðu samtakanna, www.ns.is.
Kjötinu var skipt í fjóra flokka, svo-
kallaðan úrvalsflokk, blandað-
óflokkað, fyrsta flokk og annan flokk
og var verðmunurinn innbyrðis 8,4%,
84,9%, 93,9% og 71,6%. Kjötið var frá
sex framleiðendum og segja Neyt-
endasamtökin ekki hafa verið sjáan-
legan mun á gæðum.
Hæsta verð á súpukjöti var á kjöti
úr úrvalsflokki og kostaði það 1.299
krónur kílóið í Samkaupum í Hafn-
arfirði, þar sem því var pakkað í
plastbakka. Sama verð var í Úrvali á
Akureyri, þar sem neytandinn valdi
bita úr kjötborðinu og var kjötið frá
Norðlenska/Goða í báðum tilvikum.
Ódýrasta kjötið í þeim flokki var
einnig selt í Samkaupum í Hafnar-
firði, ófrosið, og kostaði 1.198 krónur
kílóið.
Lægsta verð á súpukjöti í könn-
uninni var í Europris þar sem kíló af
2. flokks kjöti frá Ferskum afurðum
kostaði 229 krónur, samkvæmt upp-
lýsingum Neytendasamtakanna. Að-
eins tvær verslanir seldu kjöt úr 2.
flokki og kostaði kílóið af slíku kjöti
frá Kjötvinnslu KS 393 krónur í Bón-
usi.
Sama verslun,
mismunandi verð?
Ódýrasta kjöt í 1. flokki var í versl-
un Bónuss á Akureyri, einnig frá
Kjötvinnslu KS. Kjöt í sama flokki
frá Kjötvinnslu KS kostaði hins veg-
ar 499 krónur í Bónusi í Kópavogi.
Var það frosið í báðum tilvikum.
Dýrasta kjötið í fyrsta flokki var
frá Kjarnafæði og kostaði 725 krónur
kílóið í 10–11 á Akureyri og í Hafn-
arfirði. Í flokknum blandað-óflokkað
var dýrasta og ódýrasta kjötið selt í
Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, hið
dýrasta á 736 krónur kílóið og hið
ódýrasta 398 krónur. Var hvort
tveggja frá Fjallalambi.
Kjöt í úrvalsflokki var einnig nefnt
sérvalið, eðalkjöt eða valið kjöt og
var einkum um að ræða framhryggj-
arbita og bógbita. Í flokknum bland-
að-óflokkað var um að ræða bestu
bita úr 1. og 2. flokki. Sáust þar feitir
bitar sem ekki hefðu verið valdir í 1.
flokk. Í 1. flokki voru engir hæklar
eða hálsbitar og ekki mjög feitir bit-
ar. Kjöt í 2. flokki var einungis í
tveimur verslunum og er ekki að
finna nánari lýsingar á því á heima-
síðu NS.
„Eftir daginn var samdóma álit
okkar að kjöt sem neytendum er boð-
ið upp á í kjötsúpuna er fallegt og
ákaflega girnilegt og eru engar und-
antekningar þar á. Blæbrigðamunur
er á 2. flokki og öðrum flokkum en
bitarnir ekki verri á afgerandi hátt,“
segja Neytendasamtökin að síðustu.
Neytendasamtökin kvörtuðu undan
ókræsilegu súpukjöti frá Kjöt-
vinnslu KS á dögunum, sem hér sést.
Í nýjustu könnun Neytendasamtak-
anna virðist hins vegar ekkert slíkt
kjöt á boðstólum í verslunum.
Allt að 93%
verðmunur á
súpukjöti
RAFTÆKJAVERSLUNIN Expert
verður opnuð í dag klukkan 10 í
Skútuvogi 2. Fram kemur í til-
kynningu frá versluninni að í Ex-
pert verði að finna ýmsar nýj-
ungar sem ekki hafi þekkst í
stærri raftækjaverslunum hér, svo
sem innréttingadeild þar sem
hægt er að sjá hvernig heim-
ilistæki líta út þegar heim er kom-
ið, stórt hljóðherbergi þar sem
hægt er að kanna hljómgæði í
vönduðum hljómtækjum, við-
gerðaþjónusta í sama húsi og
verslun og aðstaða til þess að tylla
sér niður og kíkja í tímarit og
skoða bækur, svo eitthvað sé nefnt.
Fyrirtækið er í eigu Expert Norge
ASA sem starfrækir rúmlega 380
verslanir á Norðurlöndum.
Ný raftækjaverslun
YFIRFERÐ á verðkönnun Baugs í
eigin verslunum og sambærilegum
búðum í Noregi og Danmörku hefur
leitt í ljós nokkrar bagalegar villur,
bæði til hækkunar og lækkunar á
verði. Verðkönnunin var birt á neyt-
endasíðu Morgunblaðsins síðastlið-
inn þriðjudag.
Verð á sveppum, sem sagðir voru
kosta 157 krónur kílóið í Bónusi, án
virðisaukaskatts, átti til að mynda
að vera 482 krónur án virðisauka-
skatts. Verð sem birt var í töflu með
fréttinni átti við 250 g öskju. Gul-
rætur í Bónusi áttu ennfremur að
kosta 174 krónur með vsk., ekki 122
krónur.
Kartöflur voru sagðar kosta 122
krónur án vsk. Rétt verð er 52 krón-
ur, umrætt verð átti við 2 kílóa poka,
svo dæmi séu nefnd. Frávikin frá
réttu verði sem til urðu við fram-
kvæmd og útreikninga leiddu meðal
annars til þess að meðalverð á mat-
arkörfu í Bónusi var ekki rétt. Í frétt
Morgunblaðsins sagði meðal annars
að verð í Bónusi væri að jafnaði 16%
hærra en í Netto í Danmörku. Að
teknu tilliti til allra leiðréttinga á
verði vöruliða í könnuninni, er mun-
ur á verði heildarkörfu Bónuss og
Netto óverulegur, eða 0,02%, miðað
við verð með virðisaukaskatti.
Ef miðað er við verð án virðis-
aukaskatts er verð á heildarmatar-
körfunni tæpum 9% hærra í Bónusi
en Netto í Danmörku. Ástæðan er
mismunandi virðisaukaskattspró-
senta, sem yfirleitt er 14% hérlendis
en 25% í Danmörku.
Þá skal bent á að verð í töflunni
sem birtist á neytendasíðu á þriðju-
daginn var er án virðisaukaskatts,
sem valdið hefur misskilningi. Loks
skal tekið fram að verðkönnunin var
gerð 6. nóvember ytra en 15. nóv-
ember í verslunum á Íslandi, sem
einnig leiddi til misræmis. Lesendur
eru beðnir afsökunar á rangfærslum
í könnuninni.
Athugasemd vegna
verðkönnunar
KOMNAR
eru á markað
fiskibollur í
neytendaum-
búðum frá
Grími kokki í
Vestmannaeyjum. Fiskibollurnar
eru fulleldaðar og þær þarf því ein-
ungis að hita á pönnu, í ofni eða ör-
bylgjuofni í þrjár mínútur. Fram-
leiðandi er Karató í Vestmanna-
eyjum og eru bollurnar til sölu í
öllum helstu stórmörkuðum, að því
er fram kemur í tilkynningu.
NÝTT
Gríms
fiskibollur
MÓAR fuglabú
hf. hafa sett á
markað þrjá
nýja rétti í
vörulínu með
fullsteikta kjúk-
linga. Um er að
ræða kjúklinga
Gordon Bleu
sem eru með
skinku og osti,
Partýbollur,
það eru litlar kjúklingakjötbollur
sem henta vel með hvaða sósu sem
er, eða sem pinnamatur eða snakk.
Kjúklinga
Gordon Bleu
NÓI Síríus hefur sett
á markað þrjár nýjar
vörutegundir. Um er
að ræða súkkulaði-
húðaðar rúsínur í 500
g öskju sem annars
vegar eru með Síríus
rjómasúkkulaði og
hins vegar með dökku Síríus Kons-
um súkkulaði. Einnig má nefna
trompbita í pokum og loks súkkulaði
fyrir sælkera, Síríus 70%. „Nafnið
vísar til þess að kakóinnihald er 70%
en í hefðbundnu súkkulaði er það
mun lægra. Þetta súkkulaði er úr
sérvöldu hráefni sem er bæði hent-
ugt til matargerðar og sem átsúkku-
laði,“ segir í tilkynningu frá fyrir-
tækinu. Síríus 70% er í 100 g plötum.
Dökkar rús-
ínur frá Nóa
MÓAR fuglabú
kynna í þriðja
lagi fullsteikt
niðurskorið
kjúklingakjöt í
strimlum sem
hentar vel í
mexíkóska rétti, salöt, með pasta, í
pítsur, samlokur, lasagne og fleira.
Fyrir eru Móar með kjúklingabollur,
kjúklinganuggets, kjúklingasnitsel og
kjúklingahamborgara. Þá má nefna
steikta vængi, „BBQ“-leggi og „Spare
ribs“. Um er að ræða fulleldaðar
vörur sem einungis þarf að hita og eru
því fljótlegar og þægilegar í meðför-
um, segir í tilkynningu frá Móum.
Kjúklinga-
strimlar
ÍSLENSKIR
tómatar verða
á boðstólum í
allan vetur og
mun þetta vera
í fyrsta skipti
sem þeir fást allan ársins hring, að
því er segir í tilkynningu frá Sölu-
félagi garðyrkjumanna. Þrjár garð-
yrkjustöðvar á Flúðum, það er Jörvi,
Melar og Friðheimar hafa ákveðið að
rækta tómatana í vetur með raflýs-
ingu, segir ennfremur, og er haft eft-
ir einum garðyrkjubændanna að
sömu gæði fáist út úr þessari ræktun
og að sumri til.
Íslenskir tóm-
atar í vetur
LISTIR
TVÆR sýningar verða opnaðar í
Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16, í
dag, laugardag, kl. 15.00. Haraldur
(Harry) Bilson opnar sína sjöundu
einkasýningu hér á landi. Þar eru ný
olíumálverk og heitir sýningin Lífs-
gleði, en nafnið valdi listamaðurinn í
tilefni þess að hann hefur náð sér
eftir erfið veikindi.
Haraldur Bilson er heims-
hornaflakkari og hefur dvalist víða
um heim við listsköpun sína. Frá
árinu 1969 hefur hann sýnt verk sín í
virtum listýningarsölum í fjölmörg-
um löndum, í nánast öllum heims-
álfum. Hann leggur þá ávallt mikla
áherslu á íslenskan uppruna sinn.
Bjartir litir, mannmergð, hestar,
fuglar, trúðar og blöðurur einkenna
myndir Bilsons á sýningunni í Fold.
Myndirnar eru málaðar á síðustu
átján mánuðum. Haraldur Bilson
segist verða fyrir áhrifum af öllum
sköpuðum hlutum á ferðum sínum
um heiminn. „Í Kína halda sumir að
ég sé kínverskur málari, í Banda-
ríkjunum halda menn að ég sé einn
af þeim, og í Frakklandi halda menn
mig franskan. Mér finnst ég heppinn
að flestar myndir mínar eru þess
eðlis að þær gætu verið upprunnar
hvaðan sem er. Þegar fólk spyr mig
hvað myndirnar merkja, þá segi ég
að þær geti merkt hvað sem er, það
er persónuleg sýn hvers og eins sem
ræður.“
Haraldur Bilson er augljóslega
hreykinn af íslenskum uppruna sín-
um, og segist njóta þess mjög að
dvelja hér. Hann veiðir silung, fer í
gönguferðir og sund og fór jafnvel í
túr á handfærabáti á Suðureyri til
að komast nærri uppruna sínum.
Hann er líka viss um að ef Íslending-
ar og Englendingar myndu keppa í
fótbolta, myndi hann halda með Ís-
lendingum. Íslenski maturinn er
honum líka að skapi; hann kann að
meta einfaldleika hans, svo sem
soðna ýsu með soðnum kartöflum,
og einn af uppáhaldsveitingastöðun-
um hans er Múlakaffi. Á ferðum sín-
um um landið er hann ætíð með mál-
aradótið í bílnum og stoppar
gjarnrn og tjaldar til að geta sest
niður og málað. „Þá er ég ekki endi-
lega að mála það sem fyrir augu ber,
- ég er með alls konar hugmyndir í
höfðinu og mála hvað sem er. Ég
ætla til dæmis á eftir að fara bein-
ustu leið upp á hótelherbergið mitt,
því ég er í mjög skapandi ham þessa
stundina.“
Á sama tíma og sýning Haraldar
verður opnuð, hefst einni sýning í
salnum Ljósfold á ljósmyndum frá
Reykjavík sem Guðmundur Hann-
esson ljósmyndari tók fyrir og eftir
1950 og nefnist hún Reykjavíkur-
minningar. Ragnar Th. Sigurðsson
ljósmyndari hefur unnið myndirnar
eftir filmum Guðmundar, en þær eru
nú í eigu Ljósmyndasafns RTH/
Arctic Images.
Guðmundur Hanneson lærði ljós-
myndun hjá Óskari Gíslasyni ljós-
myndara og lauk námi 1934. Hann
var lengstum með eigin ljósmynda-
sofu, en rak einnig fyrirtækið Edda-
foto sem sérhæfði sig í póstkortaút-
gáfu. Guðmundur lést árið 1987.
Sýningarnar standa til 8. desem-
ber. Opið er í Galleríi Fold daglega
frá kl. 10–18, laugardaga til 17 og
sunnudaga kl. 14–17.
Harry Bilson: Red or White.
Óður til lífsins
í olíuverkum
Listasafn Íslands Málþing um
stöðu íslenskra listamanna og al-
þjóðleg tengsl myndlistar verður kl.
11–13. Stjórnandi: Dr. Ólafur Kvar-
an safnstjóri. Pallborðsumræður að
erindum loknum. Þingið er í
tengslum við sýninguna Íslensk
myndlist 1980–2000 sem nú stendur
yfir í safninu.
Bókabúð Máls og menningar,
Laugavegi 18 Lesið úr nýjum
barnabókum í barnadeildinni kl. 11:
Marta smarta eftir Gerði Kristnýju,
Ljósin í Dimmuborg eftir Aðalstein
Ásberg Sigurðsson og Lúsastríðið
eftir Brynhildi Þórarinsdóttur.
Nemendur Tónlistarskóla FÍH
halda tónleika kl. 14 í Norræna hús-
inu og eru þeir haldnir í tilefni af
Degi íslenskrar tungu sem var sl.
laugardag. Fram koma píanó, söng
og gítarnemendur og flytja íslenska
dagskrá. Aðgangur er ókeypis.
Gallerí Tukt, Hinu húsinu Margrét
Rós Harðardóttir nemandi við LHÍ
opnar sýningu kl. 16. Þar sýnir hún
verk unnin með blandaðri tækni.
Margrét Rós er á lokaári við mynd-
listardeild skólans. Sýningin stendur
til 8. desember.
Edinborg, Ísafirði Hin árlega bók-
menntavaka ,,Opin bók“ verður
haldin í Menningarmiðstöðinni kl.
16. Már Jónsson flytur erindi og lesa
upp úr bókinni Til merkis um mitt
nafn en ritið er samantekt hans á
dómabókum Markúsar Bergssonar
sýslumanns Ísafjarðarsýslu 1711–
1729. Sigurbjörg Þrastardóttir les
úr verðlaunabók sinni, Sólar sögu,
Örn Bárður Jónsson úr smásagna-
safninu Íslensk fjallasala og fleiri
sögur og Andri Snær Magnason úr
nýrri bók sinni Lovestar. Þá les
Harpa Jónsdóttir úr bókinni Ferðin
til Samiraka sem hlaut barna-
bókaverðlaunin í ár og Þorsteinn
Guðmundsson úr Hundabókinni.
Í DAG
100. SÝNING á Karíusi og Baktusi
verður í Þjóðleikhúsinu í dag kl. 14. Í
tilefni dagsins munu þeir einnig
bregða á leik ásamt öðrum gestum
kl. 16.30 á tröppum Þjóðleikhússins.
Karíus og Baktus hafa gert víð-
reist á liðnu ári og heimsótt fjöl-
margra leikskóla og stofnanir.
Það eru þau Brynhildur Guðjóns-
dóttir og Stefán Jónsson sem fara
með hlutverk Karíusar og Baktusar.
Síðar þennan sama dag munu Karíus
og Baktus svo taka á móti árlegri
jólaljósagöngu Laugavegssamtak-
anna á tröppum Þjóðleikhússins.
Búast má við jólasveinum, sem
taka forskot á sæluna.
100. sýning
UNNENDUM rafrænnar tónlistar
gefst tækifæri á að hlýða á bresku
raf-þrenninguna Artificial Paradises
ásamt íslenskum gestum í Nýlista-
safninu við Vatnsstíg 3 í kvöld kl. 21
og á morgun. Sveitin, sem skipuð er
Martin Howse, Kirsten Reynolds og
Jonathan Kemp, hefur starfað í tvö
ár og er þekkt fyrir að endurnýta út-
runninn tölvubúnað og fremja ferska
raftóna. Þau hafa unnið með hinni
þekktu sveit Suicide og flutt tónlist
sína víðsvegar um heiminn og má
nefna þekktar tónlistahátíðir eins og
„Electrohype“.
Rafþrenning
í Nýló