Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur ógilti í gær bann við einkadansi í Reykjavík. Bannákvæðið var að finna í lögreglusamþykkt Reykjavík- ur sem dómsmálaráðuneytið sam- þykkti en héraðsdómur taldi að bannið ætti sér ekki stoð í lögum. Þegar bannið tók gildi 31. júlí sl. voru fjórir nektarstaðir í borginni en nú er Óðal við Austurvöll eini stað- urinn. Eigendur Óðals fóru í mál við borgina og dómsmálaráðuneytið og kröfðust þess að bannið yrði ógilt. Helstu rök þeirra voru þau að með banninu væri vegið gegn atvinnu- frelsi sem væri tryggt í stjórnar- skránni. Í dómnum segir að starfsemi nekt- arstaða byggist á skýrri heimild í lögum um veitinga- og gististaði. Þetta séu sérlög sem geti þrengt valdheimildir sem eru til staðar í lög- reglusamþykkt. Með breytingum á samþykktinni hafi ekki falist almenn- ar takmarkanir, svo sem um opnun- ar- og lokunartíma heldur hafi ákvæðið falið í sér bann við einum þætti í starfsemi Óðals. Því yrði að telja að með banninu hafi verið farið út fyrir heimild í lögum um lögreglu- samþykktir. Nektarstaðir hafa verið umdeildir maður, flytti málið f.h. borgarinnar. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann að þar sem málstaður Óðals hafi m.a. byggst á hans eigin laga- áliti, hafi verið eðlilegt að annar lög- maður yrði fenginn til að verja mál- stað borgarinnar. Borgarráð mun taka ákvörðun um áfrýjun „Í sjálfu sér koma þessi úrslit mér ekki á óvart. Þetta var eitthvað sem gat brugðið til beggja vona. Ég held hins vegar að þau rök sem við höfum lagt fram fyrir héraðsdómi séu mjög gild og ég held að skyldur borgarinn- ar til að standa vörð um velsæmi og allsherjarreglu séu ótvíræðar. Það hlýtur því að vera látið reyna á þetta mál fyrir Hæstarétti,“ segir Helga Jónsdóttir, borgarritari Reykjavík- urborgar, sem er staðgengill borg- astjóra en hún er erlendis. Málið verði lagt fyrir borgarráð á fundi þess á þriðjudag og þar verði ákvörðun um áfrýjun tekin. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðs- dóms, segir Helga ljóst að það sé í valdi Alþingis að ákveða hvort laga- heimildir eigi að vera til þess að banna einkadans, en koma verði í ljós hvort eigendur nektarstaða höfði skaðabótamál á hendur borginni. Það er ljóst að við höfum orðið fyr- ir umtalsverðu fjártjóni vegna þess- ara aðgerða sem nú er búið að dæma ólöglegar,“ segir Grétar Berndsen, framkvæmdastjóri og einn af eigend- um Óðals við Austurvöll, og bætir við að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort Reykjavíkurborg eða dóms- málaráðuneytið verði krafin skaða- bóta. „Niðurstaðan kemur ekki á óvart en hún skiptir okkur rosalega miklu máli. Á þriðja tug starfsmanna vinna hjá fyrirtækinu og það hefur verið mikil óvissa að undanförnu og slæm umræða. En við löguðum reksturinn strax að nýju lögreglusamþykktinni, þannig að staðurinn hefur verið op- inn,“ segir Grétar. Meðal annars hafi þurft að breyta innréttingum og eins og þær séu nú sé ekki hægt að bjóða upp á einka- dans á staðnum. Á Akureyri er svipað ákvæði í lög- reglusamþykkt um að einkadans sé bannaður og tók það gildi á sama tíma og breytingar á lögreglusam- þykktinni í Reykjavík. „Sjálfsagt hlýtur þessi dómur að verða til þess að við skoðum okkar stöðu í þessu efni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur- eyri. frá upphafi. Í september 2001 lagði starfshópur Reykjavíkurborgar og lögreglunnar í Reykjavík fram ýms- ar tillögur til úrbóta, ein var sú að einkadans yrði bannaður. Leitað var eftir áliti borgarlögmanns á að slíkt bann yrði sett í lögreglusamþykkt borgarinnar og taldi hann hæpið að slíkt stæðist lög. Skrifstofustjóri borgarstjóra komst á hinn bóginn að gagnstæðri niðurstöðu. Ákveðið var að leita álits dómsmálaráðuneytisins sem taldi að ekkert stæði í vegi fyrir því að staðfesta fyrrnefndar breyt- ingar á lögreglusamþykkt Reykja- víkur. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti breytingarnar 13. maí sl. með 14 samhljóða atkvæðum en einn sat hjá. Breytingarnar voru í kjölfar- ið staðfestar af dómsmálaráðherra. Hálfum mánuði eftir að bannið tók gildi stefndu eigendur Óðals borg- inni og dómsmálaráðuneytinu og kröfðust þess að bannið yrði ógilt. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. Karl Georg Sig- urbjörnsson hdl. flutti málið f.h. Óð- als. Einar Karl Hallvarðsson hrl. var til varnar f.h. íslenska ríksins og Gestur Jónsson hrl., fyrir Reykjavík- urborg. Að öllu jöfnu hefði mátt búast við að Hjörleifur Kvaran, borgarlög- Héraðsdómur ógildir breytingar á lögreglusamþykkt Reykjavíkur Telur bann við einkadansi ekki eiga sér stoð í lögum BÓKIN Brauðréttir Hagkaupa eftir Jóa Fel hefur selst í 13 þúsund eintök- um á rúmum mánuði og segir Sigurð- ur Reynaldsson, innkaupastjóri Hag- kaupa, að hún sé tvímæalalaust metsölubók þessa hausts. Bókin er eingöngu seld í verslunum Hagkaupa og því er hana ekki að finna á hefðbundnum listum yfir sölu- hæstu bækur. Sigurður segir að bók- in hafi verið prentuð í 20 þúsund ein- tökum og viðbúið sé að prenta þurfi viðbótar upplag enda selst hún í 400– 700 eintökum dag hvern. Hann segir að Hagkaup hafi gefið út nokkrar bækur en engin þeirra hafi selst jafn vel fyrstu vikurnar og þessi nýja bók. Bók um brauð selst eins og heitar lummur 1.777 manns greiddu atkvæði í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í gær. 170 þeirra skráðu sig í flokk- inn á kjörstað. Áður höfðu 400 manns greitt atkvæði utan kjör- fundar, að sögn Ágústs Ragn- arssonar, framkvæmdastjóra próf- kjörsins. Prófkjörið fer jafnframt fram í dag, laugardag, frá kl. 10 til 18. Kosið er á sex stöðum í sjö kjör- hverfum. Búist er við fyrstu tölum um svipað leyti og kjörstöðum verð- ur lokað. Miðað er við að úrslit liggi fyrir um klukkan 23. Sautján manns gefa kost á sér í prófkjörinu, þar af níu þingmenn. Tæplega 15.600 manns eru á kjör- skrá en þeim hefur fjölgað um 300 síðustu vikurnar. Allir félagsbundn- ir sjálfstæðismenn í Reykjavík, 16 ára og eldri, hafa rétt á að kjósa. Að sögn Ágústs greiddu rúmlega 7.000 sjálfstæðismenn atkvæði í prófkjörinu í Reykjavík fyrir al- þingiskosningarnar 1994 og um 7.000 í prófkjöri flokksins í Reykja- vík fyrir borgarstjórnarkosning- arnar 1997. Morgunblaðið/Kristinn „Bentu á þann sem að þér þykir bestur…“ Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík geta glöggvað sig á frambjóðendum í kjörklefanum, hafi þeir ekki enn gert upp hug sinn. Alls höfðu tæplega 2.200 manns kosið í próf- kjörinu, þegar kjörfundi lauk í gærkvöld. Í dag er kosið á sex stöðum. Tæplega 1.800 greiddu atkvæði í gær HOLLUSTUVERND ríkisins hefur fengið ábendingu um að á markaði hafi fundist ranglega merkt ung- barnablanda af tegundinni SMA Gold, sem innflutn- ingsfyrirtæk- ið Austur- bakki hf. flytur inn. Í frétt frá Hollustu- vernd segir að verulegt ósamræmi hafi verið í leið- beiningum um blöndun á dósinni á ensku og álímdum ráðlegginum frá innflutningsaðila á íslensku. Sam- kvæmt ensku leiðbeiningunum, sem teljast réttar, á að nota tvöfalt meira af duftinu í hvern ml af vatni en fram kemur í íslensku leiðbeiningunum. Vill Hollustuvernd ríkisins því biðja þá sem keypt hafa SMA Gold ungbarnablöndu um að yfirfara ís- lenskar álímdar merkingar á umbúð- um vörunnar og hafa samband við Hollustuvernd ríkisins eða heilbrigð- iseftirlitið á hverju svæði. Rangar merk- ingar á ung- barnablöndu RÚMLEGA tvítugur karlmaður var dæmdur í hálfs árs fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa samfarir við 12 ára stúlku sem hann komst í samband við á spjallrás á Netinu, svonefndu Irki. Hann var hins vegar sýknaður af því að hafa þröngvað henni til samræðis. Maðurinn var ákærður fyrir kyn- ferðisbrot með því að hafa með ólög- mætri nauðung þröngvað stúlkunni til samræðis, fyrst á heimili hans í Reykjavík og daginn eftir í bifreið í nágrenni Reykjavíkur. Ákærði neitaði alfarið við lögreglu- rannsókn að þekkja nokkuð til stúlk- unnar þrátt fyrir að fyrir lægju lýs- ingar hennar á íbúð hans, bifreið þeirri sem hann ók, örum á líkama hans og o.fl. Fyrir dómi breytti hann framburði sínum og féll þá frásögn hans og stúlkunnar í meginatriðum saman. Þó hélt hann því fram að hafa ekki haft samræði við stúlkuna í þau tvö skipti sem þau hittust. Eins kvaðst hann ekki hafa vitað að hún var þá 12 ára gömul. Fjölskipuðum dómi þótti frásögn stúlkunnar skýr um öll atriði sem máli skiptu og framburður hennar stöðugur og trúverðugur, ólíkt því sem átt hefði við um ákærða. Auk fangelsisrefsingar var ákærði dæmd- ur til að borga stúlkunni 250 þús. kr. í miskabætur auk sakarkostnaðar. Málið dæmdu héraðsdómararnir Valtýr Sigurðsson dómsformaður, Allan V. Magnússon og Sigurður T. Magnússon. Verjandi ákærða var Örn Clausen hrl. Réttargæslumaður stúlkunnar var Berglind Svavars- dóttir hdl. Fangelsi fyrir samræði við 12 ára stúlku Komst í samband við stúlkuna á Netinu HALLDÓRA Bald- vinsdóttir, 9 ára keppandi í ítalskri barnasöngva- keppni á Bologna, er komin í 10 manna úrslit eftir að hún náði best- um árangri kepp- enda í undan- úrslitum á fimmtudag. 14 keppendur, sem valdir voru úr 2.300 manna undankeppni, voru í undan- úrslitunum og fer lokakeppnin fram í dag kl. 16 að íslenskum tíma. Keppninni verður sjónvarpað beint á ítölsku sjónvarpsstöðinni Rai 1. Halldóra syngur lag og texta á ítölsku eftir Ítalann Leone Tinga- nelli, sem búið hefur hérlendis und- anfarin 16 ár og starfað sem tónlist- armaður. Lag hans heitir Se cicredi anche tu (Ef þú trúir líka). Halldóra Baldvinsdóttir Keppir til úrslita ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ISUZU-jeppi manns, sem saknað hefur verið tæpan hálfan mánuð fannst yfirgefinn við Hvítá skammt frá Brúarhlöðum í gær. Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir eiganda hennar, Þóri Jónssyni, 39 ára. Hann er 177 cm á hæð, skol- hærður og mjög snöggklipptur, þétt- vaxinn og brúneygur. Þeir sem gefið geta upplýsingar um ferðir Þóris frá 10. nóvember eru beðnir um að hafa samband við lögregluna. Jeppinn fannst við Hvítá ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.