Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LAUGARDAGINN 2. nóvember sl. birtist grein í Mbl. frá Sigurði Guð- mundssyni landlækni þar sem hann fór mikinn í gagnrýni sinni á fæðu- bótarefni og fann þeim allt til for- áttu. Meðal annars fullyrti hann að í besta falli gagnist þau fólki alls ekki og í versta falli skiljist þau óbreytt út úr líkamanum. Það skýtur óneitanlega skökku við og er reyndar með ólíkindum þegar landlæknir mælir gegn heilsusam- legu líferni fólks. Milljónir manna um heim allan nota heilsusamleg fæðubótarefni daglega og varla þarf að fara mörgum orðum um alla þá sem náð hafa árangri í báráttunni við aukakílóin með hjálp fæðubótarefna. Er það virkilega staðföst skoðun landlæknis að allt þetta fólk hafi rangt fyrir sér og að neysla þeirra á fæðubótarefnum sé öll á misskilningi byggð? Ef svo er þá held ég að hann hefði átt að kynna sér málið betur því staðreyndirnar eru aðrar. Fjöldi rannsókna um heim allan hefur fært sönnur á að flest öll fæðubótarefni innihalda öll þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda. Maður skyldi ætla að eitt mikilvægasta hlut- verk landlæknisembættisins væri að uppfræða almenning um heilsusam- legt líferni en ekki vekja tortryggni og vantrú. Vert er að minna á að landlæknir kom sjálfur, persónu- lega, fram í auglýsingu þar sem hann mælir eindregið með mjólkurafurð- um án þess að minnast einu orði á þá staðreynd að fjölmargir Íslendingar hafa ofnæmi fyrir mjólkursykri og neysla mjólkurafurða getur reynst heilsu þeirra skaðleg. Ekki má svo gleyma því að fjöl- margar mjólkurvörur innihalda mjög mikið magn af viðbættum sykri sem hingað til hefur ekki flokkast undir hollt mataræði. Í flestum fæðubótarefnum er búið að taka út þau efni sem valda ofnæmi hjá fólki auk þess að fitu- og sykurinnihald er mun lægra en í langflestum mjólk- urafurðum. Það má því færa rök fyr- ir því að kaldhreinsað mysuprótein, sem er uppistaða flestra prótein- blandna, henti mun fleirum en mjólkurpróteinið sem landlæknir mælir svo mikið með í auglýsingum sínum. Við hljótum að gera þær kröfur til landlæknisembættisins að það halli ekki réttu máli og vinni ekki gegn heilsusamlegum hagsmunum al- mennings. Ef Sigurður Guðmunds- son hefði haft fyrir því að kynna sér rækilega þær rannsóknir sem gerð- ar hafa verið á fæðubótarefnum; rannsóknir sem taka af allan vafa um ágæti þeirra, hefði hann án efa hugs- að sig tvisvar um áður en hann skrif- aði umrædda grein. SVAVAR JÓHANNSSON, framkvæmdastjóri Fitness Sport. Landlæknir á villigötum! Frá Svavari Jóhannssyni: HINAR sífelldu ágjafir íhaldsforust- unnar til lands og sjávar ganga yfir þjóðina eins og mannskæð sótt. Röð hvers konar áfalla Sjálfstæð- isfl. er nánast daglegur viðburður fjölmiðla, þetta er eins og spennandi framhaldssaga um sakamál, fjár- málaafbrot, pretti og svik alþingism. hlýtur dóm, sem leiðir til afsagnar hans, sjávarútvegsmálaráðhr. dæmd- ur fyrir meiðyrði, prófkjörsreglur þverbrotnar með ævintýralegum og einstæðum hætti, Landssímaskan- dallinn, sem leiddi til afsagnar stjórn- ar o.fl. mætti tilgreina. Eins og einkavæðingarnefnd, þar sem stjórnarform. og nefndarmaður segja upp störfum vegna ágreinings um framkvæmd nefndarinnar. Öll þessi mál tengjast með einum eða öðrum hætti mönnum í forustusveit Sjálfstæðisfl. Ástæður fyrir þessum vandræðum öllum, sem teygja rætur sínar vítt og breitt um þjóðfélagið virðast ekki fjarlægar eða flóknar þegar innviðir flokksins eru skoðaðir í ljósi hinnar spilltu frjálshyggju, ein- orkunar og fákeppni, sem einkennist af fégræðgi og yfirgangi. Eitt sinn hélt ég til haga ýmsum setningum sem forsætisráðhr. lét sér um munn fara við ýms tækifæri er varðar ýmsa málaflokka og stofnanir í þjóðfélaginu. Þegar á leið fannst mér tíma mínum illa varið við slíka gangasöfnun, sem væri hvorttveggja í senn hundleiðinleg og hefði náttúr- lega engan tilgang. Það er þekkt að vald spillir mönn- um og því fylgir yfirgangur og hroki. Enn meiri hætta er á þessum eigin- leikum þegar menn hafa setið lengi á valdastóli. Hvort ýms ummæli for- sætisráðhr. bendi í þá átt læt ég les- endum eftir, en tilgreini hér nokkur sýnishorn: Í umræðum á Alþingi um réttarfarsdómstól þar sem málsmeð- ferð í Geirfinnsmálinu kom inn í um- ræðuna, sagði Davíð m.a. að ekki að- eins eitt dómsmorð verið framið heldur mörg og að endurupptaka málsins hafi verið hundahreinsun fyr- ir íslenska dómsmálakerfið. Þá má ennfremur nefna ummæli Davíðs um útdeilingu Mæðrastyrks- nefndar til fátækra, að það væri alltaf til fólk sem hlypi til eftir ókeypis mat og fatnaði. Skoðanir Davíðs um að Evrópubandalagið sé ólýðræðisleg- asta skrifstofubákn sem hefur verið fundið upp er enn eitt dæmið um af- gerandi skoðanir án nokkurs rök- stuðnings. Sama má reyndar segja varðandi ummæli hans um há- skólaprófessora, sem væru ósammála honum um fiskveiðistjórnunina og hvers konar óviðeigandi orðahnipp- ingar við Kaupþing, Baug, Sam- keppnisstofnun, Orca-hópinn o.fl. Það verður að gera þær kröfur til for- sætisráðháðherra að hann komi skoð- unum sínum á framfæri með rökvísi og á skilvirkan hátt og sýni samborg- urum sína fulla virðingu og heilindi. Það er vitað að Davíð ræður öllum innviðum Sjálfstæðisfl. og lyklar hans ganga að öllum skráargötum hinna rétttrúuðu auðsveipu þjóna. Flokkseinræði í formi lýðræðis getur leitt til aðstæðna sem kjósendur hafna, en fyrirboði þess er að menn skynji ekki lengur hagsmuni lands og þjóðar. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrv. deildarstj. Þrautaganga íhaldsins Frá Kristjáni Péturssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.