Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 69
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 69
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá hjúkrunarfræðideild Há-
skóla Íslands:
„Fjöldatakmarkanir við Háskóla
Íslands voru gagnrýndar á Alþingi
nýverið. Þeir þrír þingmenn sem
tóku til máls töldu þær úrelt fyrir-
komulag og lagt var til að fjöldatak-
mörkun yrði aflétt, meðal annars í
hjúkrunarfræðideild. Af því tilefni
lýsir hjúkrunarfræðideild því yfir að
afnám fjöldatakmarkana í hjúkrun-
ar- og ljósmóðurfræði sé með öllu
óraunhæf. Fyrir því er ein ástæða
öðrum fremur – takmarkað framboð
á námsplássum á heilbrigðisstofnun-
um. Lágmarksfjárveitingar hafa
einnig staðið í vegi fyrir þróunar-
áformum deildarinnar og gera með
öllu ókleift að afnema fjöldatak-
mörkun.
Hins vegar er það stefna hjúkr-
unarfræðideildar að fjölga nýnemum
í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði á
næstu árum. Til þess að svo megi
verða þarf nokkrar samstilltar að-
gerðir:
1. Að finna fleiri námspláss í sam-
starfi við heilbrigðisstofnanir, eink-
um Landspítala – háskólasjúkrahús,
og er nú unnið að því.
2. Að endurskoða námskrá í hjúkr-
unarfræði og fer sú vinna fram á
þessu ári.
3. Að skapa fjárhagslegt svigrúm
til að mæta auknum umsvifum deild-
arinnar.
Raunhæf fjárveiting til hjúkrun-
ar- og ljósmæðranáms er lykilatriði
við fjölgun nemenda og krefst leið-
réttingar á núverandi flokkun deild-
arinnar í reiknilíkani því sem
menntamálaráðuneytið notar við út-
hlutun fjár til Háskóla Íslands. Jafn-
framt þarf fleira að koma til og má
þar nefna fjölgun kennara í hlutfalli
við fjölgun nemenda.
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís-
lands skorar á þá þingmenn, sem
vilja leggja deildinni lið við fjölgun
nemenda, að beita sér fyrir því að
deildin fái raunhæfar fjárveitingar
til hjúkrunar- og ljósmæðramennt-
unar og að heilbrigðisstofnanir fái
svigrúm til að taka fleiri nemendur
til verklegs náms.“
Yfirlýsing
frá hjúkrunar-
fræðideild HÍ
LIONSKLÚBBURINN Kaldá í
Hafnarfirði er að hefja sína árlegu
jólakortasölu eins og undanfarin ár
og mun allur ágóði renna til líkn-
armála. Sólveig Stefánsson mynd-
listarkona hefur teiknað kortið.
Hægt er að fá kortin brotin eða
óbrotin, með eða án texta.
Jólakortasalan hefur jafnan
fengið góðar viðtökur og vonast
klúbbfélagar til að svo verði einnig
í ár, segir í fréttatilkynningu. Allar
upplýsingar um kortasöluna veita
þær Steinunn Bjarnadóttir, Máva-
hrauni 13, Elísabet Karlsdóttir,
Smárahvammi 13, og Ásta Úlfars-
dóttir, Hrauntungu 8.
Jólakort Kald-
ár komin út
HÓPUR kennaranema á þriðja
ári grunnskólabrautar Kenn-
araháskóla Íslands hefur sett
upp veggspjaldasýningu í skála
aðalbyggingar skólans við
Stakkahlíð.
„Sýningin vekur athygli á
mikilvægum atriðum í lestri og
lestrarnámi ungra barna. Um er
að ræða efni fyrir kennara, for-
eldra og aðra sem áhuga hafa á
læsi og lestrarnámi barna,“ seg-
ir í fréttatilkynningu. Sýningin
stendur til 30. nóvember.
Veggspjalda-
sýning í Kenn-
araháskóla
Íslands
SKREKKUR 2002, hæfileikakeppni
grunnskóla Reykjavíkur og Íþrótta-
og tómstundaráðs Reykjavíkur,
stendur nú yfir. Þetta er í tólfta
skiptið sem keppnin er haldin. Tutt-
ugu og tveir grunnskólar keppa í
Skrekk þetta árið og er liðunum
skipt niður á þrjú keppniskvöld og
komast tvö lið í úrslit eftir hvert
kvöld.
Fyrstu tveimur keppniskvöldun-
um er lokið og voru það lið Haga-
skóla og Ölduselsskóla sem komust í
úrslit hinn 19. nóvember. Lið Árbæj-
arskóla og Laugalækjarskóla kom-
ust áfram 20. nóvember. Þriðja
keppniskvöldið er þriðjudaginn 26.
nóvember og þá munu átta skólar
keppa um tvö síðustu sætin í úrslit-
um.
Úrslitakvöldið er svo miðviku-
dagskvöldið 27. nóvember í Borgar-
leikhúsinu. Sjónvarpsstöðin Popp
Tíví verður með beina útsendingu
frá úrslitakvöldinu, segir í fréttatil-
kynningu.
Skrekkur á fulla ferð
EUROPE
V I Ð K Y N N U M
Hillusamtæður og
einingar
Margir röðunarmöguleikar
Framúrstefnuleg ítölsk
hönnun
Massívar einingar
GOTT VERÐ
w
w
w
.f
o
rv
al
.is