Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 69 EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá hjúkrunarfræðideild Há- skóla Íslands: „Fjöldatakmarkanir við Háskóla Íslands voru gagnrýndar á Alþingi nýverið. Þeir þrír þingmenn sem tóku til máls töldu þær úrelt fyrir- komulag og lagt var til að fjöldatak- mörkun yrði aflétt, meðal annars í hjúkrunarfræðideild. Af því tilefni lýsir hjúkrunarfræðideild því yfir að afnám fjöldatakmarkana í hjúkrun- ar- og ljósmóðurfræði sé með öllu óraunhæf. Fyrir því er ein ástæða öðrum fremur – takmarkað framboð á námsplássum á heilbrigðisstofnun- um. Lágmarksfjárveitingar hafa einnig staðið í vegi fyrir þróunar- áformum deildarinnar og gera með öllu ókleift að afnema fjöldatak- mörkun. Hins vegar er það stefna hjúkr- unarfræðideildar að fjölga nýnemum í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði á næstu árum. Til þess að svo megi verða þarf nokkrar samstilltar að- gerðir: 1. Að finna fleiri námspláss í sam- starfi við heilbrigðisstofnanir, eink- um Landspítala – háskólasjúkrahús, og er nú unnið að því. 2. Að endurskoða námskrá í hjúkr- unarfræði og fer sú vinna fram á þessu ári. 3. Að skapa fjárhagslegt svigrúm til að mæta auknum umsvifum deild- arinnar. Raunhæf fjárveiting til hjúkrun- ar- og ljósmæðranáms er lykilatriði við fjölgun nemenda og krefst leið- réttingar á núverandi flokkun deild- arinnar í reiknilíkani því sem menntamálaráðuneytið notar við út- hlutun fjár til Háskóla Íslands. Jafn- framt þarf fleira að koma til og má þar nefna fjölgun kennara í hlutfalli við fjölgun nemenda. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands skorar á þá þingmenn, sem vilja leggja deildinni lið við fjölgun nemenda, að beita sér fyrir því að deildin fái raunhæfar fjárveitingar til hjúkrunar- og ljósmæðramennt- unar og að heilbrigðisstofnanir fái svigrúm til að taka fleiri nemendur til verklegs náms.“ Yfirlýsing frá hjúkrunar- fræðideild HÍ LIONSKLÚBBURINN Kaldá í Hafnarfirði er að hefja sína árlegu jólakortasölu eins og undanfarin ár og mun allur ágóði renna til líkn- armála. Sólveig Stefánsson mynd- listarkona hefur teiknað kortið. Hægt er að fá kortin brotin eða óbrotin, með eða án texta. Jólakortasalan hefur jafnan fengið góðar viðtökur og vonast klúbbfélagar til að svo verði einnig í ár, segir í fréttatilkynningu. Allar upplýsingar um kortasöluna veita þær Steinunn Bjarnadóttir, Máva- hrauni 13, Elísabet Karlsdóttir, Smárahvammi 13, og Ásta Úlfars- dóttir, Hrauntungu 8. Jólakort Kald- ár komin út HÓPUR kennaranema á þriðja ári grunnskólabrautar Kenn- araháskóla Íslands hefur sett upp veggspjaldasýningu í skála aðalbyggingar skólans við Stakkahlíð. „Sýningin vekur athygli á mikilvægum atriðum í lestri og lestrarnámi ungra barna. Um er að ræða efni fyrir kennara, for- eldra og aðra sem áhuga hafa á læsi og lestrarnámi barna,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 30. nóvember. Veggspjalda- sýning í Kenn- araháskóla Íslands SKREKKUR 2002, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, stendur nú yfir. Þetta er í tólfta skiptið sem keppnin er haldin. Tutt- ugu og tveir grunnskólar keppa í Skrekk þetta árið og er liðunum skipt niður á þrjú keppniskvöld og komast tvö lið í úrslit eftir hvert kvöld. Fyrstu tveimur keppniskvöldun- um er lokið og voru það lið Haga- skóla og Ölduselsskóla sem komust í úrslit hinn 19. nóvember. Lið Árbæj- arskóla og Laugalækjarskóla kom- ust áfram 20. nóvember. Þriðja keppniskvöldið er þriðjudaginn 26. nóvember og þá munu átta skólar keppa um tvö síðustu sætin í úrslit- um. Úrslitakvöldið er svo miðviku- dagskvöldið 27. nóvember í Borgar- leikhúsinu. Sjónvarpsstöðin Popp Tíví verður með beina útsendingu frá úrslitakvöldinu, segir í fréttatil- kynningu. Skrekkur á fulla ferð EUROPE V I Ð K Y N N U M Hillusamtæður og einingar Margir röðunarmöguleikar Framúrstefnuleg ítölsk hönnun Massívar einingar GOTT VERÐ w w w .f o rv al .is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.