Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 73

Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 73
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 73 Bridsfélag Hreppamanna Spilafélagar í Bridsfélagi Hreppa- manna hittast á þriðjudagskvöldum í hinum ágæta Huppusal í Félags- heimilinu á Flúðum og taka slaginn undir öruggri spilastjórn Karls Gunnlaugssonar. Nú er nýlega lokið keppni í einmenningskeppni. Í fimm efstu sætunum urðu; Gunnar Marteinsson 157 Sigurður Sigmundsson 156 Þórdís Bj. – Ari Einarss. – Bjarni H Ansnes 156 Guðmundur Böðvarsson 155 Jóhannes Sigmundsson 152 Bridsfélag Kópavogs Nú er einu keppniskvöldi ólokið í Barómetrnum og línur farnar að skýrast. Staðan fyrir lokasprettinn: Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðars. 143 Eggert Bergsson – Unnar Atli Guðm. 114 Sigurður Sigurjónss. – Ragnar Björnss. 111 Magnús Aspelund – Steingrímur Jónass. 84 Hæsta skor sl. fimmtudag: Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson 74 Sigurður Sigurjónsson – Ragnar Björnss. 50 Birgir Örn Steingr. – Bernódus Kristinss. 37 Arngunnur Jónsd. – Harpa Fold Ingólfsd. 29 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 18. nóv. 2002, 26 pör. Meðalskor 216 stig Árangur N-S Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 264 Óskar Karlsson – Guðlaugur Nielsen 252 Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóferss.238 Árangur A-V Kristján Ólafsson – Ólafur Gíslason 287 Gunnar Hersir – Hannes Ingibergsson 258 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 250 Tvímenningskeppni spiluð fimm- tud. 21. nóvember, 22 pör. Meðal- skor 216 stig. Árangur N-S Gunnar Hersir – Ólafur Ingvarsson 230 Björn E. Pétursson – Hilmar Ólafsson 227 Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóferss.226 Árangur A-V Eysteinn Einarsson – Kristján Ólafsson 264 Magnús Oddsson – Magnús Halldórsson 250 Óskar Karlsson – Guðlaugur Nielsen 235 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Frá keppni hjá Bridsfélagi Hrunamanna. Ari Einarsson og Viðar Gunn- geirsson spila gegn Margréti Runólfsdóttur og Karli Gunnlaugssyni. MEÐ hópi héðan að heiman á veg- um Sunnu, undir fararstjórn sr. Franks M. Halldórssonar, var ég staddur í Austur-Jerúsalem daginn sem sexdaga stríðið brast á. Vik- urnar á undan hafði hópurinn verið á ferð í löndunum umhverfin Ísr- ael; Líbanon, Sýrlandi, Egypta- landi og Jórdaníu. Við flugum frá Kairó til Amman í Jórdaníu og ók- um þaðan samdægurs yfir Jórd- andalinn til Jerúsalem. Er við nálguðumst ána Jórdan í dalnum, þá varð bifreið okkar að nema staðar, því mikil breiða skriðdreka Jórdana var þar á ferð. Þeir drek- ar voru sagðir ættaðir frá ná- grannalandi. Þetta kom okkur víst ekki á óvart, því við höfðum séð margvíslegan viðbúnað hernaðar á ferð okkar um löndin ofangreindu. Áður en þessi hópur hélt að heim- an, sögðu fjölmiðlar frá því að Nasser hinn egypski hefði látið loka fyrir siglingar skipa Ísraels um Rauðahafið til og frá hafnar- borg þeirra við Aqabaha-flóann. Mikil spenna virtist því þarna af þessari ástæðu. Ég fór því á fund Guðna í Sunnu og spurði hvort hættandi væri á að senda ferða- mennahóp héðan til þessara svæða í slíku óvissuástandi. Hann gerði frekar lítið úr og taldi titringinn mestan í fjölmiðlunum. Hópurinn hélt því fljúgandi af stað með milli- lendingu í Róm og þaðan til Aþenu í Grikklandi, sem skoðuð var í tvo til þrjá daga áður en haldið var áfram með flugvél til Beirut í Líb- anon. Þeir sem þar tóku við okkur voru undrandi yfir komu okkar, því aðrir hópar höfðu afboðað komu sína. Ánægjulegt var að skoða glæsiborgina Beirut, sem bar frönsk einkenni, eftir yfirráðatíma- bil Frakka. Einnig var gaman og fróðlega að aka um þetta sögu- fræga land og allt til Damaskus í Sýrlandi og skoða staðina, sem kenndir eru við Sál frá Tarsus (Pál postula), sem Postulasagan N.T. greinir svo glöggt frá. Og meiri háttar var að ferðast um hið forn- fræga Egyptaland, skoða þar m.a. píramídana miklu og fljúga allt til Luxor við Fljótið mikla, langt inni í landinu, og sjá þar m.a. hinar fornu grafir Faraóanna. En nú var sjálf- ur Nasser þarna allsráðandi og undirbjó greinilega „aðgerðir“. Og upp úr sauð, eins og fyrr segir, er hópurinn okkar var staddur í hinni forn-helgu borg, Jerúsalem, 5 júní 1967. Talið var rétt að forða sér þaðan hið fyrsta og freista þess að komast af ófriðarsvæðinu með flug- vél frá Amman. Við hlið okkar hjóna í bifreiðinni sat „lókal“ leið- sögumaður, lágur og grannur arabi, sem aðstoðað hafði farar- stjóra okkar á ferðunum þarna við Botninn. Nú var hann yfirspenntur og titrandi – glaður og síendurtók: „Loksins, loksins, loksins er upp- runnin sú stund að við getum rekið alla Júðana í hafið og loks losnað við þá alla…hvern einasta.“ Ég sleppti því að tjá mig og minna hann á fyrirheitið, sem ættfaðirinn Abraham fékk forðum og frá er sagt í upphafi 12. kap. I. Móse- bókar. Ég sat bara og lét hann sjá að ég hlustaði, en undraðist og hugsaði hvort þetta væri í rauninni takmark þeirra Palestínumanna? Og Hamasmenn nútímans hafa ný- lega staðfest það með yfirlýsingum sínum skv. fréttum fjölmiðla. Ekki sluppum við í burtu þennan dag, því er við nálguðumst Amman flug- völlinn, logaði þar allt eftir átök og hervélar þutu þar yfir. Við forð- uðum okkur úr bílnum og leituðum skjóls við steinvegg við veginn. Presturinn las fyrir okkur styrkj- andi orð úr Ritningunni og síðan tókum við til við að syngja sönginn góða Linu Sandels í þýð: sr. Fr. Fr: „Enginn þarf að óttast síður, en Guðs barna skarinn fríður…“ Í því gengur framhjá foringi í jórd- anska hernum með breiða borða, lítur hvössum augum til okkar og hrópar: „Allah is god.“ Ekki trúði ég honum og eflaust enginn annar í hópnum okkar. Er herþoturnar voru horfnar og kyrrð komin á, fórum við aftur inn í farartæki okkar og ókum inn í höfuðborgina Amman og fengum þar inni á góðu hóteli…í 6 daga og nætur. Þar reyndist fyrir lítill hópur enskra ferðamanna svo og einir tveir Þjóð- verjar, líklega blaðamenn, sem færðu sig nær okkur eitt kvöldið, er við rauluðum sálm Lúters: „Vor Guð er borg á bjargi traust.“ HERMANN ÞORSTEINSSON, fv. framkvæmdastjóri. Harmleikurinn við botn Miðjarðarhafsins Frá Hermanni Þorsteinssyni: Allar nánari upplýsingar um prófkjörið, framkvæmd þess og frambjóðendur er að finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokkins www.xd.is Í hvaða kjörhverfi skal kjósa? Kjósa skal í því kjörhverfi sem viðkomandi átti lögheimili þann 30. október 2002. Hafi kjósandi flutt í kjörhverfið eftir þann tíma ber honum að staðfesta það með afriti af staðfestri aðflutningstilkynningu. 1. kjörhverfi Vestur- og Miðbæjarhverfi, Nes- og Melahverfi og Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi. Kjörstaður: Hótel Saga, Ársalur (2. hæð, gengið inn að norðanverðu). 2. kjörhverfi Hlíða- og Holtahverfi, Laugarneshverfi og Langholtshverfi. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. 3. kjörhverfi Háaleitishverfi og Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. 4. kjörhverfi Árbær, Selás og Ártúns- og Grafarholt. Kjörstaður: Hraunbær 102b. 5. kjörhverfi Hóla- og Fellahverfi, Bakka- og Stekkjahverfi, Skóga- og Seljahverfi. Kjörstaður: Mjódd, Álfabakka 14a. 6. kjörhverfi Grafarvogur. Kjörstaður: Hverafold 1-3. 7. kjörhverfi Kjalarnes. Kjörstaður: Fólkvangur, Félagsheimili Kjalnesinga. Hverjir mega kjósa? A. Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. B. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarrétt í Reykjavík við alþingiskosningarnar 10. maí 2003 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Hvernig á að kjósa? Athugið! Kjósa skal 10 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 10 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, talan 2 fyrir framan nafn þess sem menn vilja að hljóti annað sætið í prófkjörinu, talan 3 fyrir framan nafn þess sem menn vilja að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 10 frambjóðendur. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 22. og 23. nóvember 2002 Hvar og hvenær á að kjósa? Í dag, laugardaginn 23. nóvember, er kosið kl. 10.00 - 18.00 á sex stöðum í sjö kjörhverfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.