Morgunblaðið - 27.12.2002, Side 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÓKIN Brauðréttir Hagkaupa
sem skrifuð er af bakaranum
Jóa Fel hefur selst í um 25 þús-
und eintökum. Brauðréttir
Hagkaupa kom út í byrjun nóv-
ember og hafa því náð inn á
fjórða hvert heimili á tveimur
mánuðum. Kökubók Jóa Fel og
Hagkaupa sem kom út fyrir sex
árum selst enn vel og er nú
komin í um 40 þúsund eintök.
„Kannanir sýna að mat-
reiðsluþættir eru að verða eitt
vinsælasta sjónvarpsefnið víða
um heim, svo ekki sé minnst á
aukna umfjöllun tímarita og
dagblaða um matargerð. Vin-
sælir erlendir sjónvarpskokkar
hafa nýverið gefið út bækur
sem hafa selst vel og nægir þar
að nefna Jamie Oliver og Nig-
ellu Lawson,“ segir í tilkynn-
ingu Hagkaupa.
Brauðréttir
Hagkaupa
í 25 þúsund
eintök
BRETAR bjóða Íslendinga vel-
komna í Alþjóðahvalveiðiráðið
en hafa mótmælt fyrirvara Ís-
lands við hvalveiðibann Al-
þjóðahvalveiðiráðsins.
J.R. Cowan, fulltrúi Breta í
Alþjóðahvalveiðiráðinu, segir í
bréfi til ráðsins að hann hafi
boðað mótmæli við fyrirvara Ís-
lands á fundinum í Cambridge í
Englandi 14. október sl. og geri
það nú formlega með því að
senda bréf frá breska utanrík-
isráðuneytinu til bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins, sem er
vörsluaðili stofnsamnings ráðs-
ins.
Bretar
mótmæla
fyrirvara
Íslands
BROTIST var inn í garðyrkju-
stöðina Hlíðarhaga í Hvera-
gerði aðfaranótt laugardags og
þaðan stolið 21 ljósalampa. Þeir
sem þar voru á ferðinni brutu
rúðu til að komast inn og höfðu
á brott með sér ellefu 400 vatta
lampa og tíu 800 vatta lampa.
Í nóvember var lögreglunni á
Selfossi tilkynnt um tug inn-
brota í gróðrarstöðvar þar sem
lömpum var stolið, tveimur til
tíu í hvert skipti.
21 lampa
stolið úr
gróðrarstöð
15 VITNI hafa gefið skýrslu
fyrir Héraðsdómi Reykjaness í
máli efnahagsbrotadeildar rík-
islögreglustjóra gegn tæplega
fertugum bílasala.
Hann er sakaður um að hafa
skotið um 5,7 milljónum undan
skatti á árunum 1995–1996.
Fyrirtæki mannsins flutti inn
bíla frá Þýskalandi.
Dóms í málinu er að vænta í
janúar.
15 vitni
í skatt-
svikamáli
SAMKVÆMT tölum sem Hagstofan
birti rétt fyrir jól um mannfjöldaþró-
un á landinu hefur fólki fækkað milli
ára víða í dreifbýlinu og á nokkrum
þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni.
Meðal þéttbýlisstaðanna eru
Blönduós, Siglufjörður og Seyðis-
fjörður, þar sem íbúum fækkaði frá
árinu 2001 um ríflega 3 prósent á
hverjum stað. Af samtölum við bæj-
arstjóra á þessum stöðum má ráða
að þenslan svonefnda á höfuðborg-
arsvæðinu hefur haft sitt að segja í
fólksfækkuninni og misgott atvinnu-
ástand. Bæjarstjórarnir eru þó
bjartsýnir á að komandi ár verði
gæfuríkt og á Seyðisfirði eru t.d.
bundnar vonir við að fyrirhugaðar
stóriðjuframkvæmdir stöðvi fólks-
flóttann.
Jaðarbyggðir verða verst úti
Guðmundur Guðlaugsson, bæjar-
stjóri á Siglufirði, segir að „þenslan
fyrir sunnan“ sé meginskýringin á
fækkun íbúa þar í bæ, einkum fram-
an af ári. Ekki sé atvinnuleysi um að
kenna heldur virðist fólk hafa viljað
róa á önnur mið. Hinn 1. desember
2001 voru 1.508 íbúar skráðir til
heimilis á Siglufirði en voru alls 1.456
1. desember síðastliðinn. Sé horft
lengra aftur í tímann hefur Siglfirð-
ingum fækkað um 16,5% á tíu árum
en 1. des. árið 1992 voru 1.744 manns
skráðir til heimilis í bænum.
„Mér sýnist að jaðarbyggðir í
landinu, þær sem langt eru frá
hringveginum, hafi orðið hvað verst
úti í mannfjöldaþróun, og Siglufjörð-
ur er ein þeirra byggða. Fólk hefur
verið að sækja meira í þensluna á
suðvesturhorninu. Margt af því fólki
hefur haft hér atvinnu. Að vísu hefur
atvinnulíf hjá okkur verið einhæft en
upp á síðkastið hafa ný fyrirtæki ver-
ið að komast á legg og margt verið í
gangi. Við erum eðlilega ósátt við
þessa fólksfækkun en kunnum ekki
aðrar skýringar á henni en þessa.
Byggðastefnan í landinu hefur
brugðist og grípa þarf til mun rót-
tækari aðgerða en gert hefur verið,
m.a. þeirra að breyta skattkerfinu til
að jafna aðstöðumun fólks og fyrir-
tækja á landinu. Ný byggðastefna er
í mótun og vonandi skilar hún ein-
hverju,“ segir Guðmundur.
Hann bindur vonir við að göng
milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar
dragi úr eða stöðvi þessa þróun.
Göngin skapi marga möguleika fyrir
utanvert Eyjafjarðarsvæðið og jafn-
vel alveg inn fjörðinn með samein-
ingu allra sveitarfélaganna. Guð-
mundur telur góðan vilja vera fyrir
slíkri sameiningu á Siglufirði og jafn-
vel víðar, t.d. á Ólafsfirði og Dalvík.
Mikil hreyfing á Blönduósi
Blönduósingum hefur fækkað um
rúm 18% undanfarinn áratug. Í des-
ember 1992 voru 1.142 skráðir á
Blönduósi samkvæmt þjóðskrá en
voru 933 hinn 1. desember sl. Á einu
ári fækkaði íbúum sveitarfélagsins
um 3,3%. Jóna Fanney Friðriksdótt-
ir bæjarstjóri segir þessa þróun vera
áhyggjuefni, ekki bara á Blönduósi
heldur landsbyggðinni allri. Blöndu-
ós sé þannig staðsettur að mikil
hreyfing eigi sér stað á íbúum til og
frá sveitarfélaginu. Hún bendir á að
a.m.k. átta íbúar verði kærðir inn í
þjóðskrána og þetta hafi töluverð
áhrif á allan prósentureikning. Þá sé
verið að tala um 2,5% fólksfækkun
milli ára.
„Staða atvinnumála hefur verið
viðkvæm á árinu en hins vegar feng-
um við afskaplega góða jólagjöf frá
sjávarútvegsráðuneytinu með
byggðakvótanum, sem við vonum að
verði lyftistöng fyrir atvinnulífið.
Kvótinn þýðir nokkur störf í bæinn
og hverju starfi fylgir kannski ein
fjölskylda. Atvinnulífið skiptir sköp-
um og við erum að fara í mikla vinnu
við stefnumörkun, sem við ætlum að
fylgja eftir af krafti. Möguleikar eru
framundan og við ætlum að nýta
okkur þá,“ segir Jóna Fanney.
Vonir bundnar við stóriðju
Seyðfirðingum fækkaði um rúm
3% frá síðasta ári er íbúafjöldinn fór
úr 773 í 749 manns. Tryggvi Harð-
arson bæjarstjóri er bjartsýnn á að
fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir á
Austurlandi komi einnig til með að
hafa áhrif á Seyðisfirði þó að sveitar-
félagið sé ekki mitt í hringiðu þeirra
framkvæmda. Þörf verði á margs
konar þjónustu sem Austfirðir í heild
sinni muni bregðast við. Tryggvi
bendir á að fólksflótti hafi verið af
landsbyggðinni undanfarin ár og
Seyðisfjörður skeri sig þar ekki úr.
Hann segist vera bjartsýnn á að
þetta muni snúast við hvað sitt bæj-
arfélag snerti.
„Ég tel að við munum njóta þeirra
framkvæmda sem fyrirhugaðar eru
við virkjun og álver á Austurlandi.
Flutningar á fólki eru alltaf tilfall-
andi, þó að einhverjir séu að flytja þá
erum við einnig að fá nýtt fólk í bæ-
inn. Fábreytni í atvinnulífi er hvað
erfiðust, það er örðugt að útvega
mörg ný störf á einu bretti. Hér
stendur fiskvinnsla traustum fótum
og við höfum margs konar þjónustu í
kringum ferjuna Norrænu, sem við
bindum vonir við að auka enn meir
með tilkomu nýrrar og stærri ferju.
Ég er bjartsýnn á að hér eigi fólki
eftir að fjölga á ný,“ segir Tryggvi og
bendir á að fleiri byggingarlóðir séu
að komast í gagnið. Fyrirspurnir um
lóðir séu vísbending um betri tíma.
Fólksfækkun á nokkrum stærri stöðum, eins og Blönduósi, Siglufirði og Seyðisfirði
Þenslan „fyrir sunnan“
dregur til sín fólkið
&.$$
&/$$
&0$$
&#$$
&$$$
.$$
/$$
0$$
#$$
$
1'# 1'2 1$& 1$#
Guðmundur
Guðlaugsson
Jóna Fanney
Friðriksdóttir
Tryggvi
Harðarson
KNATTSPYRNUDEILD KR hefur
flutt inn og selt flugelda um árabil
og velunnarar félagsins höfðu í
nógu að snúast í gær.
„Þetta er sjálfboðastarf KR-inga
og það eru ansi margir reiðubúnir
að aðstoða við þetta. Við erum að
ganga frá síðustu heildsölupönt-
ununum í dag þannig að menn geti
komið á morgun og náð í vörurnar
sínar,“ segir Lúðvík Georgsson,
flugeldaforingi og framkvæmda-
stjóri KR-Flugelda ehf.
„Það er knattspyrnudeildin sem
rekur flugeldasöluna og ágóðinn
fer í unglingastarfið og til kvenna-
deildarinnar en ekki til KR-Sport.
Þetta er mjög mikilvæg fjáröfl-
unarleið fyrir deildina og hjálpar
okkur til þess að halda úti öflugu
uppeldisstarfi.“
Lúðvík segir KR-Flugelda ehf.,
sem er í eigu knattspyrnudeild-
arinnar og nokkurra velunnara fé-
lagsins, vera stærsta innflutnings-
fyrirtæki flugelda á landinu ásamt
Landsbjörgu. „Við seljum til fjöl-
margra íþróttafélaga og fé-
lagasamtaka víða um landið. Við
verðum sjálfir bara með einn út-
sölustað í ár, hérna í KR-heim-
ilinu.“ Lúðvík segir bróðurpart
flugeldanna koma frá Kína en auk
þess flytji félagið inn flugelda frá
stærstu flugeldaverksmiðjunni í
Þýskalandi.
Morgunblaðið/Þorkell
Það var í nógu að snúast á annan í jólum hjá KR-ingunum Georgi Haralds-
syni, Lúðvík Georgssyni og Birgi Guðjónssyni.
Ágóði af flugeldasölu
í unglingastarfið
UPP úr hádegi á aðfangadag
voru félagarnir Magnús B. Jóns-
son og Trausti Eyjólfsson að
skreyta sáluhliðið í Hvanneyr-
arkirkjugarði. Þetta var í 30.
sinn sem þeir önnuðust það verk,
sem þeir hafa gert á hverjum að-
fangadegi síðan 1973.
Veðrið þennan dag hefur ver-
ið misjafnt eins og árin eru orðin
mörg, en aldrei fyrr hafa þeir
fengið eins gott veður og í ár,
það var 8 stiga hiti og garðurinn
hvanngrænn eins myndin sýnir.
Hliðið glæsilegt að verki loknu.
Sáluhliðið
skreytt
í 30. sinn
Skorradal. Morgunblaðið.
TVEIR íslenskir prestar voru með
jólamessu 4. sunnudag í aðventu í
Minnesota í Bandaríkjunum. Prest-
arnir Þór Hauksson sóknarprestur í
Árbæjarkirkju og Jón Ragnarsson
sóknarprestur í Hveragerðiskirkju,
báðir í námsleyfi vestra, leiddu
messuna. Guðfræðingarnir Vigfús
Bjarni Albertsson og Eygló Bjarna-
dóttir tóku sömuleiðis þátt í fram-
kvæmd messunnar.
„Ekki var laust við að tár hefði
sést á hvarmi sumra kirkjugesta
þegar sungnir voru klassískir jóla-
sálmar á ástkæra ylhýra málinu sem
ekki höfðu verið sungnir í áratugi í
jólamessu vestra,“ segir séra Þór
Hauksson. „Eða eins og ein fullorðin
kona sagði eftir messuna: „Mér
fannst ég vera komin heim í Dóm-
kirkjuna.“
Eitt er víst að allir sem komu og
tóku þátt í messunni fóru með ís-
lensk jól í huga út í kalt loftið. Ann-
ars hefur verið frekar hlýr vetur.
Lítið snjóað.
Íslensk jólamessa
í Minnesota
STUTT