Morgunblaðið - 27.12.2002, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
BJÖRGUNARSVEITARMENN frá Höfn í
Hornafirði fundu bandaríska ferðamanninn
Cameron Smith sem hélt til í tjaldi sínu við
Grímsvötn á Vatnajökli laust eftir klukkan
níu í gærmorgun. Smith hafði verið veður-
tepptur við Grímsvötn í þrjá daga og ákvað
þá að biðja um að verða sóttur en hann var
þó aldrei talinn í hættu enda ágætlega útbú-
inn. Þetta er þriðja tilraun Smiths til þess að
fara einn yfir
Vatnajökul að
vetri sem mis-
heppnast.
Fenntur
á kaf
Smith lagði
af stað fótgang-
andi frá Jökul-
heimum og upp
á Vatnajökul
18. desember.
Ætlaði hann á
gönguskíðum
austur yfir og
koma niður
Lambatungna-
jökul.
Cameron
Smith sagðist í samtali við Morgunblaðið
ekki hafa verið hræddur þarna á jöklinum
enda alvanur fjallamaður og vanur að hírast
við þröngan kost á fjöllum. Óneitanlega hafi
hann verið orðinn uggandi þegar hann sá að
hann var fenntur á kaf á jöklinum. Smith er
prófessor í fornleifafræði við háskólann í
Portland í Oregon. Hann segist áður hafa
dvalið á fjöllum yfir jól en næstu jólum muni
hann örugglega verja með fjölskyldu sinni.
38 manns á 17 tækjum
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins
Landsbjargar frá Höfn í Hornafirði, Hvols-
velli, Hellu og Árborg voru kallaðar út til
þess að sækja manninn. Samtals fóru sjö
jeppar, tveir snjóbílar og átta vélsleðar með
samtals 38 björgunarsveitarmenn af stað til
að leita að honum.
Ákveðið var að senda björgunarsveitir úr
tveimur áttum, þ.e. frá Höfn í Hornafirði og
síðan Árborg, Hellu og Hvolsvelli, í örygg-
isskyni ef eitthvað skyldi koma upp á hjá
öðrum hvorum hópnum.
Fastur á
Vatnajökli
yfir jólin
Cameron Smith er
ákveðinn í að vera í
faðmi fjölskyldunnar
um næstu jól
Cameron Smith nýkom-
inn af Vatnajökli.
KAJAKRÓÐUR þykir mörgum áhugaverð íþrótt og mátti sjá
þennan kappa leggja að landi við Álftanes í gær eftir róður frá
Hafnarfirði og út fyrir nesið. Kajak er ekki heppilegur til út-
hafssiglinga en því skemmtilegra er að róa í stillunni nálægt
landi og skoða lífið í fjörunni. Þótt róið sé á kyrrum sjó þurfa
kajakræðarar að kunna ýmislegt fyrir sér og vita hvernig bregð-
ast á við ef eitthvað bregður útaf. Og varla er þessi hreyfing
óholl /4
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Kajakróður við Álftanes
VIÐSKIPTI með hlutabréf í
Kauphöll Íslands fyrstu ellefu
mánuði ársins námu 294,7 millj-
örðum króna. Það er 115% meiri
velta en á öllu síðasta ári þegar
hlutabréf að andvirði um 137 millj-
arðar króna skiptu um hendur. Ef
miðað er við fyrstu ellefu mánuði
ársins er hlutfallsleg aukning um
145%. Úrvalsvísitala hlutabréfa,
ICEX-15, hefur hækkað um 14,8%
frá síðustu áramótum, var 1.330,4
stig er viðskiptum lauk á Þorláks-
messu, samanborið við 1.159 stig í
ársbyrjun.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, segir það at-
hyglisvert hve úrvalsvísitalan hafi
styrkst á árinu og viðskiptin verið
lífleg, ekki síst í ljósi þróunar mála
í kauphöllum annarra vestrænna
ríkja. Þar hafi hlutabréfavísitölur
nær alls staðar lækkað á sama
tíma, sumar allverulega, eða um
allt að 20–40% milli ára.
„Þróun hlutabréfamarkaðar
hér á landi á árinu hefur því verið
mun hagstæðari en annars staðar.
reksturinn vera í góðu jafnvægi.
Þannig hafi ytri skilyrði eins og í
sjávarútvegi verið einkar hagstæð
á árinu. Á sama tíma sé meiri
óvissa í rekstri fyrirtækja austan
Atlantshafs og vestan, þó aðallega
í Bandaríkjunum. Þar sé einnig
mikill halli á ríkisfjármálum og
mikill viðskiptahalli. Á Íslandi sé
komið jafnvægi á báðum þessum
mikilvægu sviðum. „Þetta rennir
stoðum undir að við séum komnir
lengra í aðlögun að hagsveiflunni
heldur en til dæmis Bandaríkja-
menn. Verð fyrir sjávarafurðir
hefur verið gott og rekstur sam-
göngufyrirtækja hefur gengið vel.
Einna helst hafa fyrirtæki í þekk-
ingariðnaði orðið fyrir barðinu á
þróun mála á alþjóðamarkaði,“
segir Þórður.
Heildarvelta verðbréfaviðskipta
í Kauphöll Íslands stefnir í að
verða um 1.200 milljarðar króna á
þessu ári, að sögn Þórðar, en allt
síðasta ár var veltan um 750 millj-
arðar króna. Aukningin milli ára
nemur 60%.
Íslandi verið hagfelldari en víðast
hvar annars staðar,“ segir Þórður
og bætir við að bjartsýnin tengist
meðal annars fyrirhuguðum stór-
iðjuframkvæmdum á Austurlandi.
Heildarvelta um
1.200 milljarðar
Hann segir að þegar horft sé til
helstu kennitalna hjá fyrirtækjum
á hlutabréfamarkaði þá virðist
Sömuleiðis hefur árið verið hag-
fellt fyrir kauphallarviðskipti al-
mennt. Meginástæðan er annars
vegar sú að hér á Íslandi ríkir
meiri bjartsýni um að það versta
sé yfirstaðið í efnahagsmálum og
hins vegar að fyrirtækin hafa verið
að skila ágætum árangri á árinu.
Þetta hefur gefið tilefni til já-
kvæðrar þróunar vísitölunnar. Í
raun hefur þróun efnahagsmála á
Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands orðin 115% meiri en á öllu síðasta ári
Hagfelldari þróun en víð-
ast hvar annars staðar
&34$
&3$$
$
&#$$
&&4$
&&$$
5
* 5 (
#0 3& &''26&$$$
7
!"!#$
HEILDARFJÖLDI farþega um
Keflavíkurflugvöll fyrstu ellefu mán-
uði ársins var 1.157.440, samkvæmt
upplýsingum frá Flugmálastjórn á
vellinum. Þetta er 11% fækkun frá
sama tíma í fyrra er heildarfjöldinn
var 1.298.806. Útlit er fyrir að svip-
aður fjöldi farþega fari um völlinn í
þessum mánuði og í fyrra, eða um 60
þúsund. Þrátt fyrir fækkun farþega
hefur sala Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar hf. haldist nokkurn veginn í
horfinu en veltan fyrstu ellefu mánuði
ársins var 3,3% minni en í fyrra. Inni í
þeim tölum er ekki velta verslana á
brottfararsvæði, m.a. Íslensks mark-
aðar, veitingasölunnar, Saga Boutiq-
ue og fleiri aðila, en velta þeirra dróst
saman um tæp 8%.
Höskuldur Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar, bendir á að fækkun far-
þega um 11% segi ekki alla söguna.
Máli skipti hvaða farþegar séu skoð-
aðir og hvernig tekist hafi að selja
þeim vörur og þjónustu í flugstöðinni.
Höskuldur bendir á að mun færri svo-
nefndir skiptifarþegar hafi farið um
Leifsstöð á árinu, eða 226 þúsund nú
miðað við um 314 þúsund í fyrra,
fækkunin fyrstu ellefu mánuðina
nemi 28%. Á sama tíma hafi farþegum
sem komi beint til Íslands, eða fari
héðan til útlanda, fækkað um 5%. Það
séu þeir farþegar sem skipti mestu
fyrir tekjustreymi í flugstöðinni. Frá
janúar til nóvember komu ríflega 466
þúsund flugfarþegar til landsins og
héðan flugu ríflega 463 þúsund
manns. Á fyrstu ellefu mánuðunum
2001 lentu tæplega 493 þúsund far-
þegar á Keflavíkurflugvelli og þaðan
fóru 491 þúsund manns.
8% meiri sala á hvern farþega
Tekjur fríhafnarverslunar Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar hf. námu,
að sögn Höskuldar, 3,3 milljörðum
króna fyrstu ellefu mánuðina saman-
borið við 3,4 milljarða í fyrra. Hös-
kuldur segist vera ágætlega sáttur við
þessa útkomu. Mestu skipti að sala á
hvern farþega hafi aukist milli ára,
eða um 8,3%. Hann segir skýringarn-
ar annars vegar aukið markaðs- og
kynningarstarf og hins vegar breytta
samsetningu farþega um flugvöllinn.
Farþegum um Keflavíkurflugvöll hefur fækkað um 11%
Veltan 3,3–8% minni
ferðamennirnir virðast margir ekki
hafa vitað af því að hér er veðrið
líkt og á vordegi um þessar mund-
ir,“ segir Ingibjörg. Hún segir að
starfsmenn Upplýsingamiðstöðv-
arinnar hafi bent ferðamönnunum
á það sem í boði er, sem er heldur
fátæklegra en þeir bjuggust margir
hverjir við. „Ég myndi segja að af-
greiðslutími veitingahúsa og safna
komi þeim mest á óvart en söfn eru
hér lokuð frá Þorláksmessu og til 2.
janúar. Þetta er nokkuð sem þeir
eiga alls ekki að venjast og áttu
margir hverjir ekki von á.“
Ingibjörg segir að samkvæmt
upplýsingum Flugleiða dvelji um
400 erlendir ferðamenn í borginni
yfir hátíðirnar.
FJÖLDI erlendra ferðamanna hef-
ur leitað til Upplýsingamiðstöðvar
ferðamála í Reykjavík að undan-
förnu með fyrirspurnir um afþrey-
ingu og afgreiðslutíma veitinga-
húsa yfir hátíðirnar. Að sögn
Ingibjargar Hallbjörnsdóttur, for-
stöðukonu Upplýsingamiðstöðv-
arinnar, komu 180 ferðamenn í
miðstöðina á Þorláksmessu og voru
margir vonsviknir yfir að aðgangur
að veitingahúsum, söfnum og ann-
arri afþreyingu er af skornum
skammti frá aðfangadegi og fram á
kvöld annars í jólum.
„Íslendingar hafa verið að mark-
aðssetja vetrarferðamennsku í rík-
um mæli undanfarin ár, en sökum
veðráttunnar er lítið í boði núna og
Undrast lokanir
yfir hátíðirnar