Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐRÆÐUR ÁN SKILYRÐA Norður-Kóreumenn sögðust í gær vilja viðræður án skilyrða og griða- sáttmála við Bandaríkjamenn til að leysa deiluna um kjarnavopnatil- raunir kommúnistastjórnar Kim Jong-ils. Kínverjar saka Banda- ríkjamenn um óbilgirni og hvetja þá og N-Kóreumenn til að sýna „heil- brigða skynsemi“. Eftirsótt viðbótarlán Íbúðalánasjóður reiknar með að þriðja hvert lán til íbúðakaupa sem afgreitt verður á þessu ári verði svo- kallað viðbótarlán, en það þýðir að sjóðurinn lánar 90% kaupverðsins. Í fyrra voru afgreidd 2.592 viðbótar- lán að fjárhæð 4.836 milljónir króna. Það er fjölgun um 48%, en árið 2001 voru afgreidd 1.747 lán. Þrýst á leiðtoga Tyrkneskir ráðamenn leggja nú fast að leiðtoga Tyrkja á Kýpur að fallast á sameiningu eyjunnar og hann hefur sætt vaxandi gagnrýni meðal Kýpur-Tyrkja, sem óttast að andstaða hans við sameiningu verði til þess að aðeins Kýpur-Grikkir fái aðild að Evrópusambandinu. Kassi féll af himnum Kolbrúnu Sveinsdóttur, bónda á Hvammi í Landsveit, brá heldur bet- ur í brún þegar kassi datt niður af himnum ofan um miðjan dag í gær og lenti skammt frá henni. Féll hann niður svona sex metra frá þeim stað þar sem hún stóð. Um var að ræða ósonmælingartæki sem sleppt hafði verið frá veðurstöðinni á Keflavík- urflugvelli. Fjórðungur kyrrsetufólk Vitneskja um hollustu hreyfingar dugir ekki til að fólk drífi sig af stað og byrji að stunda líkamsrækt. Þetta eru niðurstöður íslenskrar rann- sóknar, sem kynnt var á Vís- indaráðstefnu Háskóla Íslands í gær. Rúmur fjórðungur í könnun, eða 26% svarenda, var kyrrsetufólk eða stundaði aðeins hæga og rólega hreyfingu. Lífeyrisskuldir aukast Vaxandi lífslíkur Íslendinga munu auka heildarskuldbindingar lífeyr- issjóða um nálægt 2% að meðaltali við uppgjör nú um áramótin, en þá taka gildi nýjar líkindatöflur um lífs- líkur Íslendinga. L a u g a r d a g u r 4. j a n ú a r ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Viðskipti 12/13 Minningar 32/37 Erlent 16/18 Kirkjustarf 37/41 Höfuðborgin 19 Staksteinar 38 Akureyri 20 Myndasögur 40 Suðurnes 21 Bréf 40 Árborg 21 Dagbók 42/43 Landið 22 Leikhús 44 Listir 24/25 Fólk 44/49 Neytendur 22 Bíó 47/49 Heilsa 23 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * OPNUN deildar fyrir heilabilaða á Landakotsspítala Landspítala – háskólasjúkrahúss verður frestað um óákveðinn tíma, en til stóð að opna hana á ný 6. janúar, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, lækn- ingaforstjóra LSH. Í sumar sem leið var heilabilun- ardeild lokað tímabundið, þar sem rekstrarfé vantaði, og sjúklingar með heilabilun fluttir á aðrar deild- ir Landakotsspítala, en áform voru uppi um að hún yrði aftur opnuð nú um áramótin. Elín Margrét Hall- grímsdóttir hjúkrunarfræðingur segir í grein í Morgunblaðinu í gær að deildin verði ekki opnuð á ný um þessi áramót „heldur verði húð- deild, sem hefur verið á Vífilsstöð- um, flutt í það húsnæði,“ segir hún. Jóhannes Gunnarsson segir að í endurskipulagningu sé búið að koma öllum deildum fyrir nema þessari húðsjúkdómadeild. „Þegar tekin var ákvörðun um það að fara í endurnýjun á Vífilsstöðum þá þurftum við að flytja þessa húð- deild með nokkurri skyndingu og koma henni einhvers staðar fyrir, þó ekki væri nema til bráðabirgða.“ Jóhannes segir að þegar nýi barnaspítali Hringsins verði tekinn í notkun á næstunni losni annað rými og þar skapist möguleikar fyrir húðdeildina, annaðhvort í Fossvogi eða við Hringbraut. „Þetta er biðleikur sem við höfðum hugsað okkur að leika,“ segir hann um flutning húðdeildar á Landa- kot, „en þetta er í endurskoðun og það hefur aldrei verið sagt að þetta sé einhver varanleg ráðstöfun.“ Um 20 sjúklingar með heilabilun bíða eftir að komast inn á umrædda deild. Að sögn Jóhannesar er ekki hægt að segja til um hvenær hún verður opnuð aftur, en það fari eftir því hvort rekstrarfé fáist. „Ætli það sé ekki eitthvað skárra að loka svona deild heldur en bráðadeildunum,“ segir hann spurður hvers vegna ástandið bitni frekar á sjúklingum með heilabilun en öðrum. „Við erum með fólk af öðrum deildum úti um alla ganga og það er ekki svo auðvelt að loka þeim.“ Opnun deildar fyrir heilabilaða frestað ELÍN Magn- úsdóttir, íbúi á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, er elsti núlifandi Íslendingurinn, rúmlega 107 ára gömul, fædd 4. nóvember 1895. Nú um áramótin voru sjö Íslend- ingar á lífi, allt konur, sem fæddir eru fyrir aldamótin 1900, samkvæmt yfirliti frá Hagstofu Íslands. Alls eru 26 Íslendingar, víðs vegar af landinu, 100 ára eða eldri en í þeim hópi eru fjórir karlar. Málfríður Jónsdóttir í Reykjavík er næstelsti Íslendingurinn en hún varð 106 ára 29. ágúst sl. Guðfinna Ein- arsdóttir, Reykjavík, og Sólveig Páls- dóttir, Svínafelli 2, Víðihlíð, Öræfum, náðu 105 ára aldri á síðasta ári, Guð- finna hinn 2. febrúar og Sólveig hinn 20. ágúst. Lovísa Bjargmundsdóttir í Reykja- vík varð 104 ára 28. ágúst 2002, Guð- rún Björnsdóttir á Dalvík varð 103 ára á aðfangadag og Jóna Guðmunds- dóttir á Sauðárkróki náði þeim áfanga 29. desember sl. Fjórir núlifandi Ís- lendingar eru fæddir árið 1900, tveir karlar og tvær konur; Jóhanna Jóns- dóttir á Akureyri hinn 12. febrúar, Ágúst Benediktsson í Hafnarfirði 11. ágúst, Guðmundur Daðason, Garðabæ, 13. nóvember og Sigurbjörg Þorvarð- ardóttir, Neskaupstað, 14. desember. Sjö núlifandi Íslendingar eru fæddir árið 1901; Guðmunda Guðmundsdóttir, Reykjavík, hinn 5. mars, Stefán Sig- urðsson, Hveragerði, 14. mars, Þor- gerður Einarsdóttir, Vík í Mýrdal, 28. mars, Jónína Heiðar, Reykjavík, 18. apríl, Jónína Jónsdóttir, Reykjavík, 19. júlí, Katrín Andrésdóttir, Reykjavík, 21. ágúst og Steinn Guðni Hólm, Ak- ureyri, 1. desember. Þá eru átta núlifandi Íslendingar fæddir árið 1902 og náðu því 100 ára markinu á síðasta ári; Fríður Sig- urjónsdóttir, Reykjavík, 13. janúar, Þórunn Þorgeirsdóttir, Reykjavík, 6. mars, Kristín Guðmundsdóttir, Hafn- arfirði, 11. maí, Þorbjörg Björnsdóttir, Reykjavík, 17. júní, Rósmunda Pálína Friðriksdóttir, Kópavogi, 13. sept- ember, Guðrún E. Norðdal, Reykjavík, 23. september, Gunnþórunn Helga Jónsdóttir, Reykjavík, 27. september og Margrét Sigurðardóttir, Hafn- arfirði, 7. október. 26 Íslend- ingar 100 ára eða eldri Elín Magnúsdóttir BÍLAR þurfa mikla umönnun eins og bíleigendur þekkja bæði í þrifum og viðhaldi. Flestir sjá sjálf- sagt sjálfir um að halda bíl sínum hreinum svona dags daglega og snudda kringum hann eftir því sem þörf krefur og getan leyfir. En stundum er alveg nauðsynlegt að fá einhvern annan í verkið og þá er nóg úrval af bón- og þvottastöðvum þar sem vaskir starfsmenn eru reiðubúnir að taka til hendinni. Morgunblaðið/Golli Áramótahreingerning 25 ÁRA karlmaður var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir al- varleg kynferðisbrot gegn systur sinni sem var 9–11 ára gömul þeg- ar brotin áttu sér stað. Taldi dóm- urinn sannað, gegn neitun manns- ins, að hann hefði m.a. nokkrum sinnum haft samræði við stúlkuna á þessu tímabili. Hann var auk þess dæmdur til að greiða systur sinni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Brotin áttu sér stað á heimili systkinanna þar sem þau voru bæði búsett, á árunum 1999–2000. Foreldrar þeirra kusu að tjá sig ekki við lögreglu þegar málið var rannsakað og komu ekki fyrir dóm. Maðurinn neitaði sök og kvaðst að- eins hafa kysst systur sína og þukl- að á henni utan klæða. Þetta hefði gerst tvívegis en hann hefði þá ver- ið þunglyndur og í fíkniefnaneyslu. Taldi hann systur sína, sem er 12 árum yngri en hann, hafa átt frum- kvæðið að þessu engu síður en hann og bæri hún einnig ábyrgð á því. „Þegar haft er í huga hversu ung stúlkan var og aldursmunur þeirra systkina, þá þykir þessi framburð- ur ákærða um meint frumkvæði [stúlkunnar] vera óviðeigandi og fráleitur,“ segir í dómi héraðs- dóms. Í framburði sálfræðings fyrir dómi kom fram að maðurinn hafi kannast við að hafa misnotað syst- ur sína í tvö eða þrjú skipti og átti þar við „snertingar, kossa og munnmök“. Sálfræðingurinn bar einnig að viðhorf mannsins til eigin athafna og almennt til kynferðis- legs ofbeldis væru mjög á skjön við það sem eðlilegt gæti talist. Fyrir dómi þvertók maðurinn fyrir að hafa rætt um munnmök. Héraðs- dómi þótti framburður hans ekki trúverðugur. Framburður stúlkunnar þótti á hinn bóginn trúverðugur en hann var studdur umsögn sálfræðings sem hafði hana í meðferð. Bar sál- fræðingurinn að stúlkan sýndi ým- is merki um að hafa orðið fyrir kyn- ferðisofbeldi og líklegt væri að áhrif þess yrðu varanleg. Ekkert afsakar brotin Héraðsdómur segir að maðurinn hafi verið í vímuefnaneyslu á því tímabili sem brotin voru framin og að hann eigi við ýmis vandamál að etja, m.a. vegna eigin lífsreynslu en hann sagði sálfræðingi frá því að hann hefði sjálfur orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi í æsku. Sjálfsmat hans sé lágt og viðhorf til kynferð- islegs ofbeldis ekki eðlilegt. Ekk- ert af því afsaki þó brot hans. Um sé að ræða endurtekið gróft ofbeld- isbrot gagnvart barni þar sem beitt var yfirburðum aldurs og brugðist trausti. Dómurinn segir að maðurinn sé sakhæfur en ljóst sé með vísan til greinargerðar sálfræðings að hann þurfi að fá meðferð við hæfi. Dóm- inum séu hins vegar settar skorður með refsilögum að því er varðar ákvörðun um hvernig refsingu skuli háttað. Ekki þótti fært að skilorðsbinda refsinguna. Við ákvörðun refsingar var m.a. litið til eldri brota auk þess sem maðurinn var sakfelldur fyrir þjófnað. Skipaður verjandi var Hilmar Ingimundarsonar hrl. og réttar- gæslumaður stúlkunnar var Stein- unn Guðbjartsdóttir hdl. Sigríður Jósefsdóttir saksóknari sótti málið f.h. ríkissaksóknara. Hjördís Há- konardóttir, ásamt meðdómendun- um Guðjóni St. Marteinssyni og Páli Þorsteinssyni, kváðu upp dóminn. Dæmdur fyrir alvar- leg kynferðisbrot gegn systur sinni MÁNUDAGSÚTGÁFA Morgun- blaðsins hefst næstkomandi mánu- dag, 6. janúar. Afgreiðslutíma áskriftardeildar hefur verið breytt vegna þessa og verður framvegis á þann veg að alla virka daga er deildin opin kl. 6–18, á laugardögum er opið kl. 6–19 og á sunnudögum er opið kl. 7–14. Áskrifendur sem fá blaðið núna sex daga vikunnar fá mánudagsblaðið til viðbótar við útgáfuvikuna án þess að áskriftarverð breytist. En þeir áskrifendur sem einungis fá helgar- blöðin til sín geta hringt í áskrift- ardeildina í dag milli kl. 6 og 19 til að fá Morgunblaðið til sín sjö daga vik- unnar án viðbótargjalds út jan- úarmánuð. Sími áskriftardeildar er 569 1122 og netfang askrift@mbl.is. Auglýsingapantanir fyrir mánu- dagsblað þurfa að berast auglýsinga- deild fyrir kl. 16 á föstudögum, skil á auglýsingum í vinnslu eru kl. 16 á fimmtudögum og fyrir fullbúnar aug- lýsingar er skilatíminn kl. 16 á föstu- dögum. Sími auglýsingadeildar er 569 1111 og netfang augl@mbl.is. Mánudagsblað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.