Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 19
úar sl. Að sögn Inger Dahl, flokksstjóra hjá Hjálpræð-
ishernum, var á þriðja tug barna og fullorðinna á
skemmtuninni. Dansað var í kringum jólatré og boðið
upp á kökur, kaffi og gos.
HJÁLPRÆÐISHERINN efndi til árlegs nýársfagnaðar
fyrir börn og fjölskyldur þeirra fimmtudaginn 2. jan-
Nýársfagnaður fyrir börn
Reykjavík
Morgunblaðið/Þorkell
GERT er ráð fyrir að heildartekjur
bæjarsjóðs Seltjarnarnesbæjar og
stofnana hans verði um 1.234 m.kr.
samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið
2003 og rekstrargjöld án fjárfestinga
1.079 m.kr. Rekstrarafgangur er því
áætlaður 154 m.kr. eða tæp 13 pró-
sent af tekjum.
Fjárhagsáætlun var samþykkt
samhljóða við seinni umræðu á fundi
bæjarstjórnar í desember. Ekki er
gert ráð fyrir hækkun opinberra
gjalda og gengið út frá að önnur
þjónustugjöld haldist óbreytt.
Meðal annars er áætlað að veita
664 m.kr. í fræðslumál, 171 m.kr. í
æskulýðs- og íþróttamál, 164 m.kr. í
skipulags- og umhverfismál og al-
mannavarnir, 73 m.kr. í félagsþjón-
ustu og 30 m.kr. í menningarmál.
Ráðgert er að greiða 27 m.kr. í af-
borganir af langtímalánum og að
heildarskuldir bæjarins verði 295
milljónir í árslok 2003.
Endurbætur á Mýrarhúsaskóla
Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ
kemur fram að undirbúningi að
byggingu hjúkrunarheimilis verði
haldið áfram og lokið verði að mestu
við endurbætur á Valhúsaskóla. Á
vordögum hefjast umfangsmiklar
viðhaldsframkvæmdir á húsnæði
Mýrarhúsaskóla. Þá er verið að
kanna þörf á að reisa viðbyggingu
við skólann og byggingu nýs leik-
skóla. Einnig er ráðgert að flytja
bæjarbókasafn Seltjarnarness í
rýmra húsnæði á Eiðistorgi og lag-
færa þak Eiðistorgs.
Gert ráð fyr-
ir 154 m.kr.
rekstraraf-
gangi
Seltjarnarnes
Fjárhagsáætlun fyrir
2003 samþykkt
ÞRETTÁNDAGLEÐI verður hald-
in í Grafarvoginum nk. mánudags-
kvöld og hefst hún með blysför frá
vélamiðstöð Reykjavíkurborgar við
Gylfaflöt kl. 19.30.
Gengið verður að brennusvæðinu
ofan við Gufunesbæinn og kveikt í
þrettándabrennu kl. 20. Skátarnir
munu stjórna fjöldasöng þar sem
álfadrottning og álfakóngur koma
fram ásamt barna- og unglingakór
Grafarvogskirkju. Dagskránni lýkur
með flugeldasýningu í boði Egils-
hallarinnar kl. 20.30.
Þrettánda-
gleði við Gufu-
nesbæinn
Grafarvogur
GARÐABÆR, Kópavogur, Mosfells-
bær og Seltjarnarneskaupstaður
sameinuðust fyrir nokkru um endur-
og símenntunaráætlun fyrir starfs-
fólk í leikskólum sveitarfélaganna.
Síðastliðið vor var gefinn út veg-
legur námskeiðsbæklingur með upp-
lýsingum um fyrirlestra og námskeið
fyrir starfsmenn leikskóla sem dreift
var til allra leikskólanna. Í tilkynn-
ingu frá leikskólafulltrúm sveitarfé-
laganna sem standa að áætluninni
segir að starfsmenn hafi skráð sig á
hin ýmsu námskeið og áhugi hafi ver-
ið mikill og þátttaka góð. „Þetta er
lofsvert framtak um samvinnu á milli
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
og öðrum starfsgreinum til góðrar
eftirbreytni,“ segir þar.
Jóhanna Björk Jónsdóttir, leik-
skólafulltrúi á Skólaskrifstofu Garða-
bæjar, segir að þessi sveitarfélög hafi
um langt skeið verið í nokkurri sam-
vinnu.
Hún bendir á að á liðnum árum
hafi námskeið og endurmenntun
starfsmanna sífellt orðið stærri og
útgjaldafrekari liður í rekstri leik-
skólanna.
„Þetta var bundið í kjarasamning-
um starfsmanna. Samkvæmt þeim
áttu starfsmenn að fá þrjú lögbundin
námskeið til að hækka upp í launa-
flokkum. Þetta var tekið af í síðustu
kjarasamningum, sí- og endurmennt-
un er ekki lengur háð ákveðnum
tímafjölda heldur á bærinn að veita
þessa þjónustu,“ segir Jóhanna.
Kópavogur og Garðabær tóku
upphaflega höndum saman um mark-
vissara samstarf á þessu sviði. Áður
höfðu Seltjarnarneskaupstaður,
Garðabær og Mosfellsbær haldið
sameiginleg námskeið fyrir ófag-
lærða starfsmenn og hófst það sam-
starf um miðjan síðasta áratug.
Fljótlega eftir að Kópavogur og
Garðabær hófu nánara samstarf
bættust Mosfellsbær og Seltjarnar-
neskaupstaður í hópinn.
Mikill áhugi fyrir hendi
Jóhanna bendir á að samkvæmt
nýjum kjarasamningum verði starfs-
fólk í leikskólum að leggja stund á sí-
og endurmenntun til að eiga rétt á
launahækunum.
„Við vitum ekki hvað önnur sveit-
arfélög hafa lagt til grundvallar, þ.e.
hversu marga tíma starfsfólk þarf að
fara í til að hækka í launum.
Við, þessi hópur, byrjuðum með
18–20 tíma á einu starfsári í leik-
skóla.
Við sjáum til þess að allir starfs-
menn fái þessa tíma og flestir sækja
sér miklu meira,“ segir Jóhanna.
Á milli 70 og 80 manns starfa á
leikskólum í Garðabæ. Hún segir að
tekist hafi að ná kostnaðinum niður.
„Við nýtum eigið húsnæði og leggj-
um til mannauð, enda á leikskóla-
stéttin fullt af fagfólki sem við reyn-
um að nýta okkur,“ segir Jóhanna.
Fjögur sveitarfélög standa í sameiningu að endur- og símenntun á leikskólum
„Lofsvert framtak um
samvinnu sveitarfélaga“
Höfuðborgarsvæðið
♦ ♦ ♦
BÆJARSTJÓRI Garðabæjar og for-
maður Stjörnunnar, undirrituðu fyrir
nokkru samning um rekstur íþrótta-
valla við Ásgarð og í Hofsstaðamýri.
Samkvæmt honum tekur Stjarnan að
sér rekstur íþróttavallanna en um er
að ræða endurnýjun á samningi sem
gerður var árið 1999. Í tilkynningu frá
Garðabæ segir að helstu forsendur
samningsins séu að Stjarnan geti rek-
ið vellina fyrir lægri kostnað en sveit-
arfélagið, m.a. vegna þátttöku sjálf-
boðaliða og félagið stýri sjálft
afnotum af svæðunum. Það sé mat
beggja aðila að þetta fyrirkomulag
hafi gefist vel og því hafi verið ákveðið
að framlengja samninginn með
óverulegum breytingum.
Nýi samningurinn gildir til loka árs
2006. Samkvæmt honum greiðir
Garðabær Stjörnunni 12.975.000 kr.
hvert ár samningstímans. Gert er ráð
fyrir að greiðslur verði rúmar 14,5
milljónir á ári frá hausti 2003 þegar
nýr gervigrasvöllur verður tekinn í
notkun á Ásgarðssvæðinu. Í samn-
ingnum segir að báðir aðilar séu sam-
mála um að taka upp viðræður vegna
reksturs vallarhúss á síðari stigum.
Samningur gerður um
rekstur íþróttavalla
Fyrir-
komulag
sem gefist
hefur vel
Garðabær