Morgunblaðið - 04.01.2003, Qupperneq 26
H
ÁSKÓLAR á Íslandi sem
annars staðar eru sem betur
fer ekki lengur fyrir fáa út-
valda heldur opnar mennta-
stofnanir fyrir almenning.
Sést þetta best á því að ríflega þriðjungur
hvers fæðingarárgangs aflar sér nú há-
skólamenntunar. Þetta hlutfall óx með vax-
andi hraða alla síðustu öld og spáir Jón
Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla Ís-
lands, að svo verði áfram. Þróun hér er með
svipuðum hætti og í Vestur-Evrópu og
Bandaríkjunum. Íslenska ríkið hefur á und-
anförnum árum aukið verulega fjárframlög
sín til háskóla og enn sem komið er standa
íslenskir háskólar ekki frammi fyrir þeim
vanda sem Ralf Dahrendorf lýsir í grein
sinni hér á síðunni.
Stjórnvöld forgangsraði
Sá tími kann hins vegar að koma að ís-
lenska ríkið geti ekki lengur tryggt rekstr-
argrundvöll háskóla og niðurgreitt námslán
í sama mæli og það gerir nú. Þá þarf að for-
gangsraða verkefnum og líta t.d. til fjár-
frekra og lítt arðbærra sviða ríkisrekstrar,
s.s. landbúnaðar, sem hér á landi nýtur
hlutfallslega hæstu opinberra styrkja í
heiminum eða um níu milljarða króna ár-
lega. Einnig geta byggðaaðgerðir eins og
jarðgöng til Siglufjarðar (þar búa 1.400
manns) fyrir um sjö milljarða króna, sem
boðin verða út í febrúar, tæplega talist
skynsamleg fjárfesting ef horft er til heild-
arhagsmuna íslensku þjóðarinnar. Önnur
afleiðing breyttra rekstrarforsendna há-
skólastigsins gæti orðið sú að námsmenn
þyrftu að axla aukna fjárhagslega ábyrgð,
sem gæti verið afkomutengd. Vísir að slíku
fyrirkomulagi er nú þegar við endur-
greiðslur námslána. Kostnaðarhlutdeild al-
mennings hefur aukist á flestum sviðum op-
inberrar þjónustu og ástæða er til að ætla
að svo verði einnig með háskólamenntun í
framtíðinni.
Hér þarf þó að gæta þess að námskostn-
aður komi ekki í veg fyrir að fólk leggi
stund á háskólanám. Þvert á móti er það
stefna stjórnvalda víðast hvar að mikilvægt
sé að hækka menntunarstig, ekki síst með
því að fjölga þeim sem stunda háskólanám.
Óumdeilt er að menntun hefur jákvæð áhrif
á efnahagslega afkomu þjóða. Jákvæð
fylgni er milli menntunar einstaklinga og
tekna þeirra, heilbrigðis, félagslegrar þátt-
töku, námsárangurs barna og jafnvel lög-
hlýðni. Af þessum sökum er því iðulega
haldið fram að fáar fjárfestingar, jafnt ein-
staklinga sem heilla samfélaga, séu jafn-
arðbærar í margvíslegum skilningi og fjár-
festing í menntun. Þetta ásamt hinni
sjálfsögðu lýðræðislegu kröfu um jafnrétti
til náms þarf að hafa í huga þegar stefna er
mótuð um aðgengi að háskólamenntun.
Eru Bandaríkin fyrirmynd?
Sú hugmynd Dahrendorfs að líta til
Bandaríkjanna sem fyrirmyndar í rekstri
háskóla er þeim takmörkunum háð, að þar
er aldagömul hefð fyrir rausnarlegum fjár-
framlögum almennings sem auðmanna til
hvers kyns mennta-, menningar- og velferð-
armála. Hefð sem á rætur í þeirri hug-
myndafræði að ríkisumsvifum skuli haldið í
lágmarki og í áherslu sem hvers kyns trú-
félög leggja á sjálfboðastarf og frjáls fjár-
framlög einstaklinga. Vegna þessa eru
margir bandarískir háskólar fjársterkir og
geta m.a. veitt umtalsverðum fjölda efni-
legra nemenda námsstyrki. Þrátt fyrir slíka
námsstyrk
legt jafnré
rískt samf
þetta varð
hefur byg
menntun.
skattaíviln
breytinga
Hugmy
ingu (diffe
hins vegar
breytt nem
sundurgre
skóla og h
því hvort f
kennslu og
og rannsó
allir háskó
við. Það er
vera hásk
fremst leg
þjálfun. H
krafa ávís
hvorki fyr
háskóla. S
sjálfir legg
rannsókni
senda fyri
endur get
Fjölbreytni, frels
Eftir Margréti S. Björnsdóttur
Sjálfstæði háskóla hefur aukist verulega en e.t.v. má ga
26 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
V
IÐ lok ársins 2002 urðu söguleg umskipti í
stjórn Reykjavíkurborgar. Tæplega níu ára
samstarf vinstriflokkanna undir merkjum
R-listans rann sitt skeið vegna svikabrigsla.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gekk á bak
orða sinna, bauð sig fram til þings fyrir Samfylkinguna
og varð að hætta sem borgarstjóri.
Morgunblaðið sagði í forystugrein um afsögn Ingi-
bjargar Sólrúnar: „Þetta mál er áfall fyrir Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur sem stjórnmálamann og áfall fyrir
Reykjavíkurlistann sem haldið hefur meirihlutavöldum í
borgarstjórn Reykjavíkur nú á þriðja kjörtímabil. Raun-
ar má segja að um sé að ræða einn mesta afleik íslenzks
stjórnmálamanns á taflborði stjórnmálanna um langt
árabil.“
x x x
Í janúar 1994 var lagður grunnur að samstarfi fjög-
urra vinstriflokka um stjórn borgarinnar í andstöðu við
Sjálfstæðisflokkinn. Þetta voru Alþýðubandalag, Al-
þýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Kvennalisti. Var
talsvert tekist á um skipan samstarfsins, þegar það var
að mótast. Ekki síst var deilt um aðferðir við val á borg-
arstjóra. Voru vinstrimennirnir þó sammála um eitt:
Þeir ætluðu ekki sömu leið og í meirihlutatíð sinni 1978
til 1982, það er að ráða borgarstjóra utan borg-
arstjórnar. Um tíma var ráðgert, að sá úr hópnum, sem
veldist til þess að gegna stöðu borgarstjóra, segði af sér
sem borgarfulltrúi og varamaður tæki sæti borgarstjór-
ans í borgarstjórn. Þetta vildi Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir ekki samþykkja. Hún sætti sig ekki við að verða
borgarstjóri án atkvæðisréttar, eins og það var orðað.
Engir voru meiri talsmenn þess í kosningabaráttunni
til borgarstjórnar vorið 1994 en einmitt R-listamenn, að
þeir mundu aldrei aftur setja nokkurn utan síns hóps í
embætti borgarstjórnar. Nú hefðu þeir fundið leið til að
tryggja pólitíska samstöðu um einn úr hópi kjörinna
borgarfulltrúa til að vera í forystu fyrir sig. Án þeirrar
meginforsendu hefðu þeir aldrei stofnað til sameiginlegs
framboðs.
Á grundvelli samnings um kerfi, sem fulltrúar vinstri
flokkanna töldu, að kæmi örugglega í veg fyrir svipuð
vandræði í samskiptum þeirra og á árunum 19
var gengið til þess verks að sjóða saman málef
Hið sérkennilega gerist nú við hrun hins umsa
is, að talsmenn flokkanna, sem standa að R-lis
láta í veðri vaka, að valdakerfið skipti í raun m
en málefnasamningurinn. Með því er verið að
samstarf flokkanna á fölskum forsendum. R-li
sögunni sem samstarfsvettvangur, hann sneri
tryggja fjölflokka samstöðu um borgarstjóra m
kvæðisrétt. Þórólfur Árnason verður ekki með
rétt.
x x x
Í tíð R-listans hefur Kvennalistinn horfið en
flokkur og Alþýðubandalag fengið ný nöfn, þa
fylkingin og Vinstri hreyfingin – grænt framb
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat á alþingi fy
Kvennalistann, þegar hún var valin til að verð
arstjóraefni R-listans. Hafði hún einkum vaki
hygli á þingi fyrir að snúast gegn samherjum
an Kvennalistans í afstöðunni til samningsins
Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES-
ins). Sat hún hjá við afgreiðslu samningsins en
systur hennar voru á móti honum. Í nýlegu við
Stúdentablaðið gefur Ingibjörg Sólrún rangle
kynna, að hún hafi stutt samninginn. Hins veg
sumarið 1991 þátt í að stofna samtök gegn sam
Nú virðist hún talsmaður aðildar Íslands að E
bandinu (ESB)!
Ingibjörg Sólrún afsalaði sér þingmennsku
1994, eftir að hún varð borgarstjóri. Tók Guðn
björnsdóttir við sæti hennar sem 10. þingmaðu
víkinga. Lá í augum uppi, að það samrýmdist e
ystuhlutverki Ingibjargar Sólrúnar fyrir fjóra
borgarstjórn að vera fulltrúi eins þeirra á þing
Þegar gengið var til þingkosninga vorið 199
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ámæli frá kvenna
manninum Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir að ha
kosningafundi hjá helstu andstæðingum Kven
Þjóðvaka (brot Jóhönnu Sigurðardóttur úr Al
flokknum) og Alþýðuflokknum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svaraði Kristín
VETTVANGUR
Kurlin koma til graf
Eftir Björn Bjarnason
SKRÝTIN VIÐBRÖGÐ
Viðbrögð Samtaka verslunar ogþjónustu við nýjum reglum Sam-keppnisstofnunar um viðskipti
birgja og matvöruverslana eru skrýtin.
Reglurnar, sem eru einungis leiðbein-
andi, taka til viðskipta birgja og mat-
vöruverslana á dagvörumarkaði. Í þeim
er meðal annars fjallað um afskipti fyr-
irtækja af verðlagningu og viðskipta-
kjörum annarra fyrirtækja og hvernig
afsláttarkjörum milli birgja og verslana
sé best háttað. Þá er í þeim fjallað um
skriflega viðskiptasamninga, markaðs-
og kynningarstarf, hilluuppröðun og
framsetningu.
Meðal annars er kveðið á um að mat-
vöruverslun sé óheimilt að fara fram á
það við birgi að hann miðli upplýsingum
um verð og önnur viðskiptakjör sem
aðrar verslanir njóta hjá honum. Jafn-
framt er birgi óheimilt að fara fram á
það að verslun miðli sambærilegum
upplýsingum um viðskipti sín við aðra
birgja.
Það er athyglisvert að stærsta versl-
unarfyrirtækis landsins, Baugur, fagn-
ar hinum nýju reglum en Samtök versl-
unar og þjónustu gagnrýna þau. Í
samtali við Morgunblaðið í síðustu viku
sagði Jón Björnsson, framkvæmda-
stjóri Baugs: „Það er ánægjulegt að fá
reglur sem þessar og aðalatriðið er að
þær séu til þess að bæta siðferði í við-
skiptum en séu ekki samkeppnishaml-
andi.“ Í ályktun Samtaka verslunar og
þjónustu segir hins vegar að reglurnar
sýni „eindæma forræðishyggju af hálfu
stjórnvalda gagnvart frjálsum og eðli-
legum viðskiptum þeirra sem í hlut
eiga.“
Telja samtökin að nær væri að aðilar
settu sér sjálfir viðskiptareglur án af-
skipta hins opinbera.
Þetta er sérstakt sjónarmið. Jafnvel
hörðustu talsmenn hins frjálsa markað-
ar telja forsendu frjálsrar samkeppni og
markaðskerfis vera skýrar leikreglur.
Þess vegna eru við lýði samkeppnislög í
vestrænum markaðsþjóðfélögum. Þess
vegna eru sett lög sem banna hringa-
myndun.
Í Bandaríkjunum þar sem menn hafa
mikla óbeit á foræðishyggju gilda
strangar reglur um framferði fyrir-
tækja á markaði. Þar átti sér stað á síð-
asta ári mikil umræða um það, hvernig
breyta yrði reikningsskilavenju fyrir-
tækja til að tryggja að uppgjör þeirra
væru í takt við raunverulega afkomu.
Nú eru í gangi málaferli í Bandaríkj-
unum gegn háttsettum stjórnendum
stórfyrirtækja er gerðust brotlegir við
lög og reglur. Slík lög og hörð viðbrögð
séu þau brotin eru talin forsenda þess
að traust ríki gagnvart markaðskerfinu.
Í síðasta mánuði urðu nokkur af
þekktustu fjármálafyrirtækjum Banda-
ríkjanna einnig að greiða háar sektir
vegna vinnubragða greiningadeilda
þeirra.
Hér á landi hefur verið í gangi þrálát
umræða á síðustu misserum um fá-
keppni á matvörumarkaði. Þar hefur átt
sér stað mikil samþjöppun og er nú svo
komið að tvær stórar verslunarkeðjur
ráða yfir stærstum hluta markaðarins.
Það hlýtur að teljast eðlilegt að Sam-
keppnisstofnun setji reglur sem tryggi
eðlilega viðskiptahætti í slíku umhverfi.
Það er ekki fullnægjandi að aðilar á
markaði setji sér sjálfir viðskiptareglur.
Það er hlutverk samkeppnisyfirvalda að
skilgreina hvað teljist eðlilegir við-
skiptahættir. Vissulega er ekkert við
því að segja ef Samtök verslunar og
þjónustu hafa efnislegar athugasemdir
við það, hvernig Samkeppnisstofnun
skilgreinir eðlilega viðskiptahætti í
reglum sínum. Það er eðlilegt að um-
ræða fari fram um það. Samtökin virð-
ast hins vegar setja sig upp á móti því að
Samkeppnisstofnun setji yfirhöfuð regl-
ur um þessi mál. Slík viðhorf eru ekki
líkleg til að efla trú á frjálsum markaði.
FATLAÐIR OG VIÐHORFIN
Athyglisvert samtal birtist í Morg-unblaðinu í gær við ungan mann,
Einar Erlendsson, sem fæddist með
svokallaða CP-fötlun og er hreyfi-
hamlaður. Hann er bjartsýnn, segist
lifa ósköp venjulegu lífi, sé alinn upp
við að líta á sig eins og hvern annan
einstakling og á heildina litið hafi líf
hans gengið afskaplega vel – en við-
horf annarra hafi verið hans helzta
hindrun.
„Ég hef orðið fyrir fordómum frá
ýmsu fólki óháð aldri þess og mennt-
un. Annaðhvort er látið eins og ég sé
ekki til eða að talað er niður til mín,“
segir Einar. „Það er mjög algengt að
fólki finnist það þurfa að koma öðru-
vísi fram við fatlaða en aðra og þá er
komið fram við mann eins og maður sé
eilífðarbarn. Að vissu leyti er þetta
þekkingarleysi og ég veit að fólk ætlar
ekki að gera þetta en það gerist oft.
Það er mín skoðun að ekki sé nóg að
aðgengið sé gott fyrir fatlaða, viðhorf
til þeirra þarf líka að batna. Þetta
tvennt þarf að fara saman.“
Í viðtalinu kemur sömuleiðis fram
sú umhugsunarverða skoðun Einars
að málefni fatlaðra séu nú stödd á
svipuðum punkti og kvennabaráttan
fyrir um tveimur áratugum. Í báðum
tilvikum getur það sama átt við; að
það er ekki nóg að breyta lögum og
reglum og skapa öllum svipaðar að-
stæður; viðhorfsbreyting verður að
fylgja í kjölfarið.
Þrátt fyrir þá miklu breytingu, sem
orðið hefur á högum fatlaðra einstak-
linga á undanförnum áratugum er
áreiðanlega enn algengt að komið sé
fram við fatlaða eins og þeir séu ekki
fullgildir þjóðfélagsþegnar. Það skýr-
ist að hluta til af vanþekkingu, eins og
Einar vekur máls á. Þekking á högum
fatlaðra hefur að verulegu leyti tak-
markazt við hóp þeirra sjálfra, að-
standenda og fagfólks sem starfar
með fötluðu fólki. Það skiptir máli að
fjallað sé opinberlega um fatlaða sem
einstaklinga og að þeir verði sýnilegri.
Annar þáttur í skýringunni er hugs-
anlega sú áherzla, sem lögð hefur ver-
ið á réttindi fatlaðra og hlutverk
þeirra sem þiggjenda í samfélaginu –
en eins og Einar Erlendsson bendir á,
bera fatlaðir einstaklingar líka skyld-
ur og geta lagt sitt af mörkum til sam-
félagsins: „Þeir sem eru fatlaðir hafa
vissulega ákveðin réttindi eins og aðr-
ir þjóðfélagsþegnar. Þeir hafa líka
ákveðnum skyldum að gegna og það
er skylda mín eins og annarra að
vinna. Það er afskaplega mikilvægt að
fá tækifæri til þess og vera virkur
þjóðfélagsþegn á flestum sviðum lífs-
ins.“
Þessa afstöðu hefur vafalaust margt
fólk, sem glímir við fötlun af einhverju
tagi. Það er mikilvægt að búa svo um
hnútana að því sé gert kleift að rækja
skyldur sínar og það fái að vera virkir
þjóðfélagsþegnar, en að viðhorfið sé
ekki það að fatlað fólk eigi að loka inni
á stofnunum.