Morgunblaðið - 04.01.2003, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FRÁ því Ingibjörg Sólrún bauð sig
fram til að verða borgarstjóri Reyk-
víkinga hefur borgarstjórnarminni-
hlutinn sagt að hún væri á leiðinni í
landsmálin. Fyrir hverjar kosningar
var reynt að magna upp ótta meðal
borgarbúa um að hún hætti að vera
borgarstjóri þeirra. Síðan eru liðin
bráðum níu ár og enn vilja Reykvík-
ingar Ingibjörgu sem borgarstjóra og
enn vill hún vera borgarstjóri þeirra.
Þrástagast var á spurningu sem
alltaf snerist um að Ingibjörg myndi
fljótlega yfirgefa stól borgarstjóra
fyrir þingsæti. Ingibjörg svaraði
spurningunni oftar en flestum öðrum,
nú síðast annan jóladag, að borgarbú-
ar þyrftu ekki að óttast að hún segði
af sér embætti. Það gerði hún heldur
ekki nema að nafninu til. Borgar-
stjóra Reykvíkinga var bolað úr emb-
ætti með rógi og ofstopa.
Þegar Ingibjörg Sólrún þáði 5. sæti
á framboðslista Samfylkingarinnar í
Reykjavík létu andstæðingar hennar
(og sumir er útnefndu sjálfa sig fyrr-
verandi samherja) í veðri vaka að
spurningin hefði einmitt staðið um
það hvort hún ætlaði í landsmálin eða
ekki. Hún hefði því gengið á bak orða
sinna með ákvörðun um að bjóða sig
fram til þings, þ.e. svikið kjósendur.
Það eru hrein ósannindi. Kjarni máls-
ins er sá að Reykvíkingar hafa ekkert
á móti því að Ingibjörg bjóði sig fram
til þings fyrir þá. Þvert á móti. Þeir
vilja bara ekki missa hana sem borg-
arstjóra. Þann vilja bar fulltrúum
vinstri-grænna og framsóknar að
virða.
Enn síður er hægt bæði í senn að
bola borgarstjóra úr embætti og
segja að hann hafi valið að víkja. Ekk-
ert samkomulag innan R-listans
kveður á um að borgarstjóri – eða
aðrir borgarfulltrúar – megi ekki
skipta sér af „landsmálum“. Slík
krafa kom aldrei til álita, einfaldlega
vegna þess að hún er fáránleg. En
þegar mikið liggur við er betra að
veifa röngu tré en öngvu.
Hvað Framsóknarflokknum gekk
til er á allra vörum; það hentar ekki
formanni flokksins að Ingibjörg bjóði
sig fram til þings fyrir Reykvíkinga.
Halldór Ásgrímsson er lafhræddur
um sæti sitt, og þá skítt með borg-
arbúa og þeirra vilja. Heiftin sýður.
Einhvern veginn skal klekkt á Ingi-
björgu og til fjandans með R-listann,
sem framsóknarformaðurinn hefur
aldrei viljað hvort eð er. Framgöngu
hans verður minnst í vor.
Vinstri-grænir létu etja sér á for-
aðið eða álpuðust þangað fyrir eigin
glópsku eingöngu, og eiga í greini-
legum erfiðleikum með að snúa við án
þess að sökkva dýpra í vilpuna. Grát-
legt er að þekkja ekki sinn vitjunar-
tíma. Jafnvel stuðningsmenn flokks-
ins velta því nú fyrir sér hvort hann sé
eingöngu stofnaður um pólitísk von-
brigði og hégómagirnd forystunnar.
Ráðleysi verður hans einkunn.
Það er kunnara en frá þurfi að
greina að báðir flutu þeir Árni Þór
Sigurðsson og Alfreð Þorsteinsson
inn í borgarstjórn á framgöngu og
mannkostum borgarstjóra, aðallega.
Þeir hefðu mátt hugleiða umboð sitt
frá borgarbúum betur fremur en
leggja hagsmuni þeirra umsvifalaust
til hliðar af hollustu við ólánsama
flokksformenn. Vinstri-grænir og
framsóknarmenn hafa aðeins form-
legt en ekki raunverulegt eða sið-
ferðilegt umboð til að ganga gegn lýð-
ræðislegum vilja borgarbúa eins og
hann birtist fyrir hálfu ári. Ingibjörg
Sólrún var kjörin borgarstjóri af
Reykvíkingum, ekki Steingrími og
Halldóri.
HJÖRTUR HJARTARSON,
Hringbraut 87, 107 Reykjavík.
Borgarstjóri
Reykvíkinga
Frá Hirti Hjartarsyni
MÆTUM á völlinn. Áfram Ísland.
Framundan er mikil handboltaveisla.
Nú strax á nýju ári keppir íslenska
karlalandsliðið þrjá landsleiki á móti
Slóveníu. Síðan tekur alvaran við og
heimsmeistarakeppnin í handbolta
byrjar 20. janúar 2003 í Portúgal.
Miklu skiptir að sýna stuðning í verki
og mæta á leikina á móti Slóveníu.
Íþróttamaður ársins 2002, Ólafur Stef-
ánsson, verður í lykilhlutverki, en það
er ekki á hverjum degi að handknatt-
leiksmaður er kjörinn íþróttamaður
ársins.
Það sem einkennir íslenskan karla-
handbolta er hversu sterkur hann er,
við stöndumst fyllilega samanburð við
aðrar Norðurlandaþjóðir og þótt víðar
væri leitað. Nýjustu dæmin sanna það,
liðum Hauka og Gróttu-KR gekk vel í
Evrópukeppni. Þótt gengi Gróttu-KR
í deildinni hafi verið upp og ofan í vetur
þá er Grótta-KR komið í 8-liða úrslit í
Evrópukeppni (Challenge Cup). Mót-
spilarinn getur ekki gengið að neinu
vísu hvort heldur hann spilar á móti
landsliðinu eða íslensku félagsliði, það
er ekkert unnið fyrirfram.
Íslenska landsliðið er skipað að
mestum hluta leikmönnum er spila er-
lendis og alltaf fjölgar þeim, sem
styrkir íþróttina enn frekar. En hvað
veldur því að við erum svona góð í bolt-
anum en eigum samt slæma leiki inn á
milli? Þessu er vandsvarað en eitt er
víst að íslenska landsliðið getur unnið
hvaða þjóð sem er, hvar og hvenær
sem er, það er dagsformið sem ræður.
Sama má segja um íslensk félagslið og
hafa Haukar sannað það á undanförn-
um árum.
Til að skapa sigur þarf umgjörðin að
vera fyrsta flokks. Landsliðsverkefnin
eru dýr, það þekkja sérsamböndin.
Samþykkt var á fjárlögum ríkisstjórn-
arinnar nú fyrir áramótin að veita
styrk til landsliða sem ná inn á hin
„stóru mót“. Er þetta liður í því að
koma til móts við þann mikla kostnað
sem fylgir því að halda úti landsliði í af-
reksíþrótt.
Ég hvet allt áhugafólk um íþróttir
að styðja nú vel við bakið á íslenska
handboltalandsliðinu og mæta á völl-
inn 4., 5. og 6. janúar þegar liðið mætir
Slóveníu.
ÁSGERÐUR
HALLDÓRSDÓTTIR,
viðskiptafræðingur.
Handbolti á
heimsmælikvarða
Frá Ásgerði Halldórsdóttur