Morgunblaðið - 04.01.2003, Page 45
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 45
LEIKARINN Alan Bates og leik-
stjórinn Ridley Scott hafa báðir veið
aðlaðir af Elísabetu Englandsdrottn-
ingu. Bates, eða Sir Alan eins og
hann má hér eftir kalla sig, er 68 ára
og er einn af mikilvægustu bresku
leikurunum, sem komu fram á sjón-
arsviðið á sjötta og sjöunda áratug-
inum. Nýbakaður Sir Ridley hefur
leikstýrt mörgum þekktum kvik-
myndum en þeirra á meðal er Ósk-
arsverðlaunamyndin Skylm-
ingaþrællinn frá árinu 2000 …
Leikarinn Russell Crowe hefur tekið
að sér nýtt hlutverk með því að ger-
ast skipverji á finnskri skútu sem
tekur þátt í siglingakeppni milli
Sydney og Coff’s Harbor í Ástralíu.
Skútan, Travelex, er í eigu finnska
skútustjórans
Ludde Ingvall
en hún er 25
metra löng og
hefur unnið til
margra sigl-
ingaverð-
launa. Þykir
útlit fyrir að
skútan slái
metið á hinni
600 kílómetra
siglingaleið
frá Pittwater
við Sydney til
Coff’s Harbor en það er 19 ára gam-
alt. Ásamt Crowe, sem er 38 ára, er
um tugur annarra í áhöfn skútunnar
en þetta er í fyrsta sinn sem hann
tekur þátt í kappsiglingu …Söng- og
leikkonan Jennifer Lopez er svo
heilluð af unnusta sínum Ben Affleck
að hún vill
helst sjá hann
á forsetastóli.
„Ég held að
Ben gæti orðið
forseti Banda-
ríkjanna ef
hann vildi.
Hann hefur
hæfni, gáfur
og allt annað
sem til þarf
svo ekki sé tal-
að um fróðleik.
Ég held að
hann geti gert allt það sem hann
kærir sig um,“ segir Lopez en nýlega
lýsti P. Diddy, fyrrverandi kærasti
hennar, því yfir að hann gæti vel
hugsað sér að bjóða sig fram til for-
seta Bandaríkjanna … Leikkonan
Brooke Shields er barnshafandi.
Eftir að hafa reynt lengi hefur hún
loksins fengið þau gleðitíðindi að hún
og eiginmaður hennar, sjónvarps-
þáttaframleiðandinn Chris Henchy,
eigi von á sínu fyrsta barni. Shields,
sem er 37 ára, á að eiga í maí …
Leikkonan Julianne Moore ætlar að
ganga upp að altarinu og draga baug
á fingur unnusta sínum, leikstjór-
anum Bart Freundlich. Þau opin-
beruðu á nýársdag en hafa ekki
ákveðið brúðkaupsdaginn. Saman
eiga þau 2 börn, 5 ára og 9 mánaða.
Þetta verður í annað sinn sem hin 42
ára gamla Moore giftir sig. …Rachel
Griffiths aðalleikkonan í sjónvarps-
þáttunum Undir grænni torfu eða
Six Feet Under gifti sig á nýársdag,
unnusta sínum Andrew Taylor, í
heimaborg hennar Ástralíu.
FÓLK Ífréttum
Russell Crowe: Sigl-
andi skylmingakappi.
Tilvonandi forseta-
hjón?
Myndasöguskúrkarnir
(Comic Book Villains)
Svört gamanmynd
Bandaríkin 2002. Skífan VHS. (92 mín.)
Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn James
Robinson. Aðalhlutverk Donal Louge,
Cary Elwes, Michael Rapaport.
SÖFNUNARÁRÁTTAN getur
verið ansi skæð, það þekki ég af eigin
raun. En mér skilst að engir safn-
arar séu þó eins langt leiddir og þeir
sem veikir eru fyrir hasarblöðum,
eða myndasögum, eins og á víst að
kalla þau í dag.
Myndasöguskúrk-
arnir fjallar um
nokkra slíka; full-
orðna karlmenn
sem sýna það og
sanna að þeir eru
tilbúnir að svífast
einskis og jafnvel
fórna mannslífum
fyrir réttu tölu-
blöðin, þessi allra sjaldgæfustu, sem
alla sanna myndasögusafnara
dreymir um að eiga í fórum sínum.
Myndin segir frá tveimur eigend-
um myndasagnaverslana sem bítast
með kjafti og klóm um dýrmætt safn
látins manns. Vandinn er bara sá að
móðir hins látna hefur engan áhuga
á að selja.
Vel kann að vera að þráður þessi
sé hinn álitlegasti fyrir unnendur
myndasagna og vissulega eru kenjar
þessara yfirgengilegu nörda sem um
er fjallað skondnar á stundum. En
ég er samt hræddur um að meira að
segja þeim áhugasömustu svelgist á
öllum hamaganginum. Vissulega á
heimur myndasagna til að vera svo-
lítið ýktur en öllu má nú ofgera. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Öllu má nú
ofgera
Grænir fingur
(Green finger)
Gamanmynd
Bretland 2000. Myndform VHS. (91
mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn og handrit
Joel Hershman. Aðalhlutverk Clive Owen,
Helen Mirren, David Kelly.
ÓVÆNTAR vinsældir hinnar vel
heppnuðu Full Monty hefur leitt af
sér allnokkrar myndir með svipuðu
sniði og svo sem lítið út á það að
setja. Skárra að sjá myndir sverja
sig í ætt við góða og mannlega gam-
anmynd en ein-
hvern ömurlegan
og þunglyndisleg-
an gelgjuhroll. En
það er ekki þar
með sagt að Græn-
ir fingur sé einhver
snilld. Því fer
fjarri. Myndin á
klárlega að vera
gamanmynd en er
eiginlega ekkert fyndin og saman-
burðurinn við Full Monty er líka
óþægilega mikill, þessi karl-
mennskukrísa nákvæmlega hin
sama.
Myndin er þannig í mesta lagi
dægileg afþreying, þokkalegasta
stundargaman sem heldur manni
svo sem alveg við efnið allan tímann.
Og aðalástæðan er tvíþætt; fínn leik-
ur og sú staðreynd að sagan skuli
vera byggð á sönnun atburðum,
tveimur föngum sem ákváðu að betr-
umbæta sig með því að leggja fyrir
sig garðyrkjustörf. Eiga þeir að hafa
orðið einhverjir ógurlegir snillingar
og fengu að keppa í virðulegri
blómasýningu sem kennd er við
Hampton Court höllina. Skarphéðinn Guðmundsson
Fangar
í blóma