Morgunblaðið - 06.01.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.01.2003, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALNINGA- VOGIR Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is  Léttu þér vinnuna í talningunni!  Auðveld í notkun  Vog á fínu verði Hafðu samband eða skoðaðu www.eltak.is áhrif hennar á hornfirskt mannlíf. „Það er verið að skoða hvort möguleiki sé á að fá fjármagn frá Bandaríkjunum til að koma þessu í kring,“ segir Björn. „Það eru marg- ir sem hafa áhuga á þessu þótt þeir láti lítið á sér kræla, en ég veit að það stendur ekki á þeim ef þetta næst í gegn.“ Hann bendir á að það hljóti að kosta mikið fé að fjarlægja þessi miklu mannvirki og að það ætti að vera hægt að fá hluta þess fjár til að byggja svæðið upp. Hann segir að lítið sjái á mannvirkjunum eftir þann þann áratug sem þau hafi staðið án viðhalds. Þetta sé traust- lega byggt og úr vönduðu efni og ekki þurfi mikið að halda þeim við. „Það var nú herinn sem kom þjóðinni út úr moldarkofunum á sínum tíma og það er allt í lagi að minnast þess og leyfa þessum mannvirkjum að standa,“ segir Björn Emil Traustason. Björn er alinn upp að hluta til á Langanesi, skammt frá ratsjárstöð- inni á Heiðarfjalli. Hann segir bandarískan herlækni hafa bjargað lífi sínu þegar hann var tveggja ára. Hann veiktist og var gefið pensilín en versnaði heldur við það. Þá var þeim stutta gefið enn meira pensilín en barnið veiktist þá enn meira. Að lokum var brugðið á það ráð að fara með hann til herlæknisins í ratsjárstöðinni. Sá kom fljótlega auga á að snáðinn var með ofnæmi fyrir pensilíni og greip til sinna ráða. „Ég var nær dauða en lífi,“ segir Björn sem nýlega hefur feng- ið vitneskju um þetta atvik. „Gamalt drasl sem þarf að rífa“ Brynjúlfur Brynjólfsson bjó á Horni, í nágrenni við ratsjárstöðina um tíma fyrir um áratug og hafði mannvirkin fyrir augunum alla daga. Hann vill þau á bak og burt. „Þetta er bara gamalt drasl sem þarf að rífa,“ segir Brynjúlfur, „og svo er þetta ljótt.“ Hann bendir einnig á kostnaðinn við að friða svo stór mannvirki og segist efast um að hægt verði að fá FRÁ því að Ratsjárstofnun hóf rekstur nýrrar ratsjárstöðvar á Stokksnesi fyrir áratug hafa mann- virki í eigu Bandaríkjahers staðið auð og ónotuð á nesinu. Margir hafa horn í síðu þessara mannvirkja og vilja þau á burt. Ástæðan er einkum mengunarhætta, en skað- leg byggingarefni eins og asbest voru notuð í byggingarnar. Vilji er fyrir því hjá íslenskum og banda- rískum stjórnvöldum að láta fjar- lægja öll önnur mannvirki á Stokks- nesi en þau sem tilheyra núverandi ratsjárstöð Ratsjárstofnunar. Þar vegur þyngst skaðabótaskylda vegna hugsanlegrar mengunar sem upp gæti komið. Nú er byrjað að rífa bygging- arnar, sorphaugar hafa verið hreinsaðir, allt asbest fjarlægt og búið er að rífa á bilinu 5 til 10 bygg- ingar, þar á meðal íþróttahús, keiluhöll, rem reyndar hafði aðeins tvær brautir, og fleiri byggingar. Eftir standa fjórir radarskermar, tveir þeirra gríðarstórir, og tvær radarkúlur. Ýmsar tengibyggingar sem hýsa stjórnstöðvar, spennistöð, dísilrafstöðvar og fleira standa enn. Einnig standa uppi svefnskálar sem hýstu alla þá sem þarna unnu eða hátt á annað hundrað manns. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur fagnað því að sorphaugar á Stokksnesi verði gerðir hættulausir en ítrekar mikilvægi þess að húsin verði fjarlægð hið fyrsta vegna fok- hættu. Bæjarstjórn Hornafjarðar er einnig hlynnt hreinsun á svæðinu. Margir vilja friða mannvirkin En það eru margir sem ekki vilja að þessi gríðarmiklu mannvirki verði fjarlægð. Þeirra á meðal er Björn Emil Traustason, verk- smiðjustjóri og bæjarfulltrúi á Höfn. Hann segist hafa fengið áhuga á að friða mannvirkin á Stokksnesi þegar hann fór að kynna sér sögu þeirra. Hann sér fyrir sér að gera svæðið aðgengi- legt fyrir ferðamenn, koma upp stríðsminjasafni og jafnvel gistiað- stöðu. Þarna verði hægt að kynna sér sögu ratsjárstöðvarinnar og peninga í það. „Svo eru menn að tala um að byggja hótel þarna. Þetta er hernaðarsvæði og fæst örugglega aldrei lyfi til slíks þarna,“ segir Brynjúlfur Brynjólfs- son. Arnþór Gunnarsson sagnfræð- ingur frá Höfn er einn þeirra sem hefur áhuga á að varðveita mann- virkin á Stokksnesi. Hann segir þau ekki aðeins snerta sögu Hafnar, heldur snerti þau sögu kalda stríðs- ins, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Arnþór segir mikla vakningu hjá sagnfræðingum að skoða kalda stríðið; ekki bara pólitísku hliðina, heldur fremur hinn mannlega þátt og hvernig þetta tímabil setti svip sinn á dag- legt líf fólks. Hann bendir á að auð- velt sé að nálgast mannvirkin á Stokksnesi enbæði á Straumnes- fjalli og Heiðarfjalli standa leifar af hliðstæðum stöðvum sem eru illa farnar af veðri og vindum. Arnþór segir að það sé í raun nóg að leyfa kúlunum og skermunum að standa sem minnisvarða um þetta tímabil í sögu mannkynsins. Það sé fágætt fyrir stað eins og Höfn að eiga mannvirki sem vísi út fyrir héraðið og langt út í heim. Að auki eru fjöllin ægifögur, brimið við klettótta ströndina heillandi og sel- ir algengir á klöppunum. Staðurinn hafi því upp á margt að bjóða. Í ratsjárstöðinni á Stokksnesi starfaði á annað hundrað Banda- ríkjamanna og var hver ekki nema eitt til tvö ár við störf. Stöðin var starfrækt í rúma þrjá áratugi og því gríðarlegur fjöldi bandarískra hermanna sem átti viðdvöl í H-3 stöðinni, eins og hið opinbera heiti hennar var. Minnast Íslandsáranna Margir af þessum fyrrverandi starfsmönnum ratsjárstöðvanna á Íslandi halda enn sambandi og nýta til þess Netið. Á slóðinni http:// www.usradarsitesiceland.org/ má fræðast um lífið í ratsjárstöðv- unum, skoða myndir og lista yfir nöfn þeirra sem staðsettir voru hér á landi. Á vefnum kemur fram að vistin á Stokksnesi var með bæri- legasta móti. Hermennirnir kunnu að meta náttúrufegurðina og höfðu tækifæri til að stunda gæsaveiðar og renna fyrir silung í Þveitinni. Einnig má sjá að í apríl á þessu ári verða sérstök hátíðarhöld í Dayton í Ohio til að minnast þess að fimmtíu ár eru frá því frá því að saga bandarískra ratsjárstöðva á Íslandi hófst. Á vefsíðunni má einn- fremur sjá að einhverjir her- mannanna hafa komið á fornar slóðir á Íslandi og heimsótt sínar stöðvar. Þarna gæti því leynst tæki- færi til að laða að þennan hóp fólks á svæðið. Morgunblaðið/Sigurður Mar Hluti þeirra mannvirkja sem deilt er um hvort séu þess virði að halda í. Björn Emil Traustason Brynjúlfur Brynjólfsson Arnþór Gunnarsson Bandaríska ratsjárstöðin á Stokksnesi Hornafirði. Morgunblaðið. Aukinn áhugi á að friða mannvirkin FYRIRHUGAÐ er að reisa 20 hæða nýbyggingu að Smáratorgi 3 í Kópa- vogi á næstu árum, suðaustan við verslunarmiðstöðina Smáratorg þar sem verslanirnar Elkó, Rúmfata- lagerinn og Bónus eru meðal annars til húsa. Það er Smáratorg ehf. sem hyggst standa að framkvæmdunum en áætlaður kostnaður við þær er í kringum tveir milljarðar króna. Að sögn Agnesar Geirsdóttur, framkvæmdastjóra Smáratorgs ehf., er um að ræða lokaáfanga í uppbygg- ingu núverandi svæðis Smáratorgs ehf. „Húsið er fyrirhugað sem versl- unar-, skrifstofu- og þjónustubygg- ing, sem ætti að styðja við starfsemi að Smáratorgi 1,“ segir hún. „Fyrsta hæðin er áætluð sem verslunarhluti, þar sem yrðu stórverslanir í 1.500– 2.500 fermetra einingum, og við suð- austurendann á aðalbyggingunni er gert ráð fyrir 19 hæða turnbyggingu þannig að þakhæðin verður alls 20 hæðir. Í turnbyggingunni verða síðan skrifstofur, þjónustustarfsemi og jafnvel hótel.“ Byggingin verður alls tæplega 20 þúsund fermetrar að stærð en þar af er fyrsta hæðin áætl- uð rúmir fjögur þúsund fermetrar. Hún mun standa milli Smáratorgs og Smáralindar, eða „í beinni línu frá veitingastaðnum McDonalds“, eins og Agnes orðar það. Það er Smáratorg ehf. sem stendur að byggingunni. „Það á eftir að gera ýmis útboð en við áætlum að kostn- aðaráætlun verði eitthvað í kringum tvo milljarða króna. Við stefnum að því að byrja á byggingunni árið 2004 og það taki um tvö ár að reisa hana.“ Agnes segir ákveðið kynningarferli nú framundan vegna hússins. „Hags- munaaðilar á svæðinu hafa sex vikur til að koma með athugasemdir áður en þetta fer aftur fyrir bæjarstjórnina og svo fer þetta í almenna auglýs- ingu,“ segir hún. Hönnuðir nýbyggingarinnar eru arkitektastofan Arkís. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að almennt hafi mönnum litist vel á hugmyndina. „Við teljum að svona bygging geti orðið ákveðið kennileiti sem renni enn fremur stoðum undir að þarna sé mið- stöð verslunar og þjónustu á höfuð- borgarsvæðinu,“ segir hann. „Húsið er fallegt, þetta er ekkert voðalegt bákn heldur einfaldlega hátt og mér finnst tími til kominn að menn brjótist út úr þessu tíu hæða marki. Þannig að þetta á bara að styrkja það umhverfi sem þarna er.“ Hann segir byggingunni síður en svo ofaukið í þá verslunarflóru sem fyrir er á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að verslanir verði einungis á fyrstu hæð hússins. „Það á eftir að byggja mikið þarna í viðbót. Það er stór opin lóð ofan við Smáralind og það er líka lóð austan við götuna þannig að þetta mun heldur aukast en hitt.“ Nýja turnbyggingin verður staðsett á milli Smáralindar og Smáratorgs eða suðaustan af hinu síðarnefnda. 20 hæða ný- bygging við Smáratorg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.