Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ verið getur að nokkur bið verði á að samkomulag náist milli prentara og prenstmiðjueigenda hefir Morg- unblaðið ákveðið að gefa út fram- vegis vjelritað smáblað, er einkum mun flytja helstu frjettir útlendar og innlendar.“ Fyrsta smáblaðið er fjórar síður, en flest eru þau aðeins tvær. Mánudagsaukablaðið tíundar manntjón og skipskaða í Reykjavík af völdum ofviðris á útsunnan, sem gekk yfir mestan part landsins að- faranótt sunnudags. Þetta aukablað er 62. tbl. 10. árgangs, en á þessum tíma var árgangurinn miðaður við árdag blaðsins; 2. nóvember. Þar sem símasambandslaust var með öllu við hverja einustu lands- símastöð nema Hafnarfjörð – „þangað liggja fjórar talsímalínur og stóðst ein þeirra veðrið,“ er fátt í aukablaðinu um fréttir utan höf- uðstaðarins. Flest skip í Reykjavíkurhöfn skemmast eða eyðileggjast og tveir menn drukkna, er bátur, sem þeir voru á, brotnar í spón og sekkur. Tveir aðrir voru um borð, en þeim tókst að synda og komast í aðra báta og var þeim bjargað þaðan síð- degis á sunnudeginum. 1939 komu út tvö aukablöð; mánudaginn 1. maí, þar sem há- tíðahöld Sjálfstæðisfjelaganna í Reykjavík eru aðalefnið, og mánu- daginn 4. september, þegar blaðið flutti fregnina; „Það er stríð.“ Á forsíðu 1. maí blaðsins eru tí- unduð hátíðahöld sjálfstæðisfjelag- anna í Reykjavík. Í ávarpi sjálfstæðisfjelaganna kemur fram, að þetta sé í fyrsta skipti sem Sjálfstæðisflokkurinn efni til hátíðahalda á þessum degi verkamannsins. „Meðan verkalýðs- samtökin eru eins og nú er hnept í einræðis- og flokksfjötra og sjálf- stæðisverkamenn eru innan þeirra sviptir einföldustu mannrjett- indum … verkalýðsfjelög notuð sem harðvítug flokksfjelög og 1. maí ár eftir ár herfilega misnotaður til pólitísks áróðurs getur fjölmennasti verkamannaflokkur landsins, Sjálf- stæðisflokkurinn ekki lengur horft aðgerðarlaus á slíkar aðfarir.“ Auk ávarps sjálfstæðisfjelaganna inni í blaðinu fer þar mest fyrir grein- unum Sjálfstæðisbarátta verkalýðs- ins eftir Bjarna Benediktsson og fyrsti maí er dagur verkamanna en ekki sósíalista eftir Jóhann G. Möll- er. Forsíðufréttin 4. september 1939 segir frá því, að daginn áður hafi Bretar og Frakkar sagt Þjóðverjum stríð á hendur og því sé styrjöld hafin milli Breta, Frakka og Pól- verja annars vegar og Þjóðverja hins vegar. Í fréttinni er sagt frá fyrstu hernaðaraðgerðunum; í Póllandi var barizt á þrennum vígstöðvum á landi og loftárásir dynja á Varsjá og fleiri borgum. Um miðjan dag tók brezkt herskip þýzka hafskipið Bremen á hafi úti, á heimleið frá New York og um nóttina var brezka hafskipið Athenia skotið í kaf með tundurskeyti undan Ír- landsströnd, en skipið var á leið frá Glasgow vestur um haf með 1.800 farþega. Samkvæmt fregnum frá New York björguðust allir farþegar í bátana. Inni í mánudagsblaðinu eru rakt- ir atburðir „dagsins í gær í Eng- landi“; hvernig Bretar sögðu Þjóð- verjum stríð á hendur, og birt svar Þjóðverja til Breta eftir að Bretar höfðu sagt þeim stríð á hendur. Dimmasti dagurinn er fyrirsögn forystugreinar blaðsins. Í klausu með fyrirsögninni Mánudagsblað segir: „Þó Morg- unblaðið komi út í dag á mánudag (aukablað aðeins 4 síður) geta les- endur blaðsins því miður ekki vænst þess, að blaðið komi út fram- vegis á mánudögum. En vegna þess hve alvarleg tíðindi gerðust yfir helgina, og þær yfirlýsingar og ræður, sem birtust í sambandi við þau, þótti nauðsynlegt að láta blað- ið flytja þær í dag.“ Mánudaginn 19. júní 1944 kom Morgunblaðið út með forsíðufyr- irsögninni; „Ísland lýðveldi“. Þar er sagt frá þingfundi að Lög- bergi og gildistöku lýðveldisstjórn- arskrárinnar og birt mynd af fyrsta forseta Íslands, Sveini Björnssyni. Laugardaginn 17. júní gaf Morg- unblaðið út 32ja síðna Þjóðhátíð- arblað, en ekki var ráðist í útgáfu sunnudagsblaðs, heldur gefið út aukablað á mánudeginum. Inni í mánudagsblaðinu voru frá- sagnir af lýðveldisstofnuninni að Lögbergi og hluta hátíðahaldanna á Þingvöllum, en seinni hlutinn beið þriðjudagsblaðs. Forsytugrein mánudagsblaðsins ber fyrirsögnina: Morgunn lýðveld- isins. Allt efni þess er tengt Þing- völlum, utan eindálkur með erlend- um fréttum, þar sem gangur styrjaldarinnar, er tíundaður. Líka er í blaðinu stór mynd af argent- ínsku fimmburunum, sem fæddust 11. júlí 1943, en skýringin á þeirri síðbúnu frétt er að foreldrar barnanna héldu þeim leyndum eftir beztu getu til að forðast athygli og ágang! Mánudaginn 2. nóvember 1953 kemur út 40 ára afmælisblað Morg- unblaðsins. Á forsíðunni er mynd af tillöguuppdrætti að Aðalstræti 6, þar sem Morgunblaðið var til húsa um árabil. Á bls. 3 eru forystugrein, sem heitir Morgunblaðið og þjóðin, og árnaðaróskir frá Ólafi Thors for- sætisráðherra. Í grein, sem heitir Þættir úr sögu Morgunblaðsins, segir m.a. að Ár- vakur hafi verið stofnaður til að tryggja unnendum frelsis í fram- taki, athafnalífi og verzlun blaða- kost. „Festi það þá kaup á Ísafold af Ólafi Björnssyni og ráðgerði að stofna nýtt dagblað. Öllum aðilum þótti hitt samt hentara, að félagið keypti Morgunblaðið, er þegar hafði hneigzt að þessum málstað, búið var að festa öruggar rætur og öðlast allmikinn kaupendafjölda, þótt á ýmsu ylti um fjárhaginn. Samningar tókust því um að fé- lagið keypti Morgunblaðið og var ákveðið, að Ísafold skyldi verða vikuútgáfa Morgunblaðsins..“ Meðal annars efnis þessa afmæl- isblaðs er grein Bjarna Benedikts- sonar dómsmálaráðherra; Morg- unblaðið og Valtýr Stefánsson og grein Valtýs um samstarfsmenn við ritstjórnina. Sigurður Bjarnason skrifar um sólarhringsvinnu við Morgunblaðið, Sigfús Jónsson um aðkallandi nauðsyn á bættum véla- og húsakosti, Árni Óla um Reykja- vík og Morgunblaðið og Ólafur Björnsson prófessor um þróun ís- lenzkra atvinnuvega í 40 ár. Í blaðinu er fleira fjallað um starfsemi Morgunblaðsins og starfsfólk og Bjarni Sigurðsson er höfundur greinarinnar Blaðamaður og tungutak. Þar í segir m.a.: „Gott blað hefur líka forystuhlutverki að gegna við sköpun tungunnar og varðveizlu.“ Þetta 40 ára afmælisblað Morg- unblaðsins er 46 blaðsíður. Vegna verkfalls prentara kom Morgunblaðið ekki út á 50 ára af- mælisdegi sínum; laugardaginn 2. nóvember 1963, en 68 síðna afmæl- isblaði var dreift föstudaginn á und- an. Morgunblaðið kom svo ekki út næstu vikuna, en mánudaginn 11. nóvember 1963 kom út 12 síðna aukablað með forsíðufyrirsögninni „Öllum verkföllum aflýst“. Verkalýðsfélögin aflýstu boð- uðum vinnustöðvunum og lýstu því yfir að ekki yrði stofnað til verk- falla fram til 10. desember. Rík- isstjórnin frestaði endanlegri af- greiðslu frumvarps um launamál o.fl., sem gerði m.a. ráð fyrir stöðv- un kaupgjalds- og verðlagshækkana til áramóta. Daginn eftir flutti blaðið þá frétt að Ólafur Thors hefði tekið sér hvíld að læknisráði og sagt af sér embætti forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, tók við forsætisráð- herrastarfanum. 10. desember höfðu samningar ekki tekizt. Verkalýðsfélögin höfn- uðu tilmælum ríkisstjórnarinnar um frestun verkfalla en verzl- unarmenn og prentarar tóku upp beinar samningaviðræður. Sam- komulag milli prentara og vinnu- veitenda þeirra náðist ekki um nóttina og kom þá verkfall til fram- kvæmda, en verzlunarmenn sömdu um kjaradóm. Laugardaginn 21. desember kom Morgunblaðið aftur út með forsíðu- fyrirsögn; Vinnudeilurnar leysast. Á forsíðu þess blaðs er tilkynnt að Morgunblaðið muni koma út á Þorláksmessu, mánudaginn 23. desember 1963. Þann dag kom svo 24 síðna aukablað og fyrri hluti Jóla-Lesbókar, en síðari hluti henn- ar fylgdi blaðinu á gamlársdag. Mánudaginn 13. október 1986 kom Morgunblaðið út vegna leið- togafundar Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mikhails Gor- bachev, aðalritara Komm- únistaflokks Sovétríkjanna, á Ís- landi. Viðræðum þeirra lauk í Höfða kvöldið áður; sunnudagskvöld, og meginefni mánudagsblaðsins, sem er 56 síður, tengist leiðtogafund- inum. Forsíðufyrirsögnin er voldug. Efst er stuðull: Fundinum í Höfða lauk án samkomulags. Þá kemur aðalfyrirsögnin: Leiðtogana greinir á um geimvarnir. Og í undirfyr- irsögn er vitnað til þeirra beggja: Meiri árangur en okkur óraði fyrir, sagði Reagan. – Höfum færst nær Washington, sagði Gorbachev. Meðal margra frétta af leiðtoga- fundinum er skondin frásögn af færeysku blaðamönnunum, sem óku um á svo miklum glæsivagni, að ör- yggisverðir hleyptu þeim orðalaust fram hjá sér í þeirri trú, að þar færu að minnsta kosti sendiráðs- menn! Í blaðinu má sjá að leiðtogafund- urinn hefur haft sín áhrif í menn- ingarlífinu. Jóhann Hjálmarsson er höfundur umsagnar um sviðsettan leiklestur hjá Leikfélagi Reykjavík- ur á Gönguferð um skóginn eftir Lee Blessing. Leikritið fjallar um samningamenn stórveldanna, sem taka sér gönguferð í svissneskum skógi, tylla sér á bekk og taka tal saman. Gísli Halldórsson fór með hlutverk gamalreynds rússnesks samningamanns, sem vissi allt um það hvernig ætti að forðast samn- inga með því að þæfa málin. Þor- steinn Gunnarsson fór með hlut- verk ungs og kappsams Bandaríkjamanns sem var kominn til að semja og bjarga heiminum. Mánudaginn 3. janúar 2000 kom út sérstakt aldamótablað Morg- unblaðsins. Á forsíðu blaðsins er mynd af mannsspori á tunglinu og tilvitnun í Neil Armstrong, er hann steig fyrstur manna fæti á tunglið: Þetta er lítið mannsspor en stórt stökk fyrir mannkynið. Efni blaðsins eru valdar greinar, ljóð og sögur og ljósmyndir, sem birzt höfðu í Morgunblaðinu eða Lesbók á tuttugustu öld svo og myndir af einstökum forsíðum blaðsins. Ritstjórar blaðsins fylgdu blaðinu úr hlaði og kemur þar fram að efni þess er eins konar staksteinar sem stiklað er á og ættu að gefa ein- hverja hugmynd um íslenzkt sam- félag 20. aldar. Ristjórn Morgunblaðsins valdi þrjá helztu atburði aldarinnar af innlendum vettvangi og aðra þrjá erlenda. Innlendu atburðirnir eru; heima- stjórn 1904, fullveldið 1918 og lýð- veldisstofnun 1944. Af erlendum vettvangi; heimsstyrjaldirnar 1914– 18 og 1939–45 og lending mannsins á tunglinu 1969. Í aðfaraorðum ristjóra Morg- unblaðsins segir m.a.: „Þetta blað kemur út á fyrsta rúmhelga degi ársins 2000, mánudeginum 3. jan- úar. Í því felst engin vísbending um mánudagsútgáfur Morgunblaðsins, þótt að þeim sé unnið.“ mbl.is Reyndar má segja að Morg- unblaðið hafi nú „komið út“ á mánudögum í rétt fjögur ár. Fréttavefur Morgunblaðsins; mbl.is var opnaður á Netinu á mið- nætti aðfaranætur mánudagsins 2. febrúar 1998 og með sérstakri rit- stjórn hefur þessi netútgáfa Morg- unblaðsins starfað allar götur síðan. Mánudagur hefur alla tíð verið stærsti dagurinn hjá mbl.is og heimsóknir þá daga áberandi flest- ar; bæði hvað varðar fjölda gesta, innlit og flettingar. Nú er lag Stjórn Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, ákvað á fundi sín- um 28. nóvember sl., að stefnt yrði að útgáfu Morgunblaðsins á mánu- dögum strax í upphafi næsta árs, það er 2003. Samþykktin var háð því að við- unandi niðurstaða næðist um nauð- synlegar breytingar á verkferlum í tengslum við mánudagsútgáfu. Þótt slík samþykkt sé fyrst gerð nú hefur mánudagsútgáfa oftar ver- ið á dagskrá stjórnar Árvakurs. Haraldur Sveinsson, stjórn- arformaður Árvakurs, settist í stjórn félagsins 1951 og hefur setið alla stjórnarfundi síðan. Hann var stjórnarformaður 1954–68, fram- kvæmdastjóri Morgunblaðsins 1968–95 og settist þá aftur í stól stjórnarformannsins. Haraldur segir mánudagsútgáfu oft hafa borið á góma og menn þreifað fyrir sér en alltaf hrokkið frá. Hann segir að í hörðum átökum í kringum 1920 hafi prentarar náð fram sterkri stöðu og vinnu á sunnudögum settir slíkir afarkostir að ekki var áratugum saman talið fært að setja hana á. Almennar prentsmiðjur voru þungamiðjan í samtökum prentsmiðjueigenda og forráðamönnum þeirra fundust hagsmunir blaðanna léttvægir í samanburði við annað. „Við höfðum alltaf vakandi auga á möguleikanum á mánudags- útgáfu, en í þeim efnum varð engu hnikað. Eftir að sjónvarpið kom og sér- staklega eftir að það tók að starfa alla daga ýjuðum við að því hvort ekki væri hægt að komast að sam- komulagi um skiptivaktir fyrir blaðamenn og prentara. Það náðist ekki í þeirri lotu. En málinu hefur verið haldið opnu með heimildum í samningum.“ Árvakur fékk Gallup til að gera kannanir um mánudagsútgáfu með- al áskrifenda Morgunblaðsins. Í könnun, sem gerð var árið 2000, kom fram að 72% höfðu áhuga á að fá mánudagsblað, þar af 63% mikinn eða nokkurn. Samsvar- andi tölur úr könnun 1997 eru 61% og 49%. „Þessum síðustu niðurstöðum var ekki fylgt eftir þá vegna lægðar í afkomunni,“ segir Haraldur Sveins- son. „En mönnum finnst vera lag núna.“ Hallgrímur Geirsson tók við framkvæmdastjórn Morgunblaðsins af Haraldi 1995. Hann hefur þetta að segja um mánudagsákvörðun stjórnarinnar. „Samverkandi forsendur fyrir ákvörðun stjórnar nú voru í fyrsta lagi að sæmilega hefur tekist til um aðhalds- og hagræðingaraðgerðir undanfarin tæp tvö ár, sem hefur skapað grunn að þessari ákvörðun, þótt enn gæti nokkuð óhagstæðra ytri rekstrarskilyrða og áframhald- andi aðhalds sé þörf. Í öðru lagi hefur samkeppni al- mennt á fjölmiðlamarkaði farið vax- andi og þá ekki sízt meðal prent- miðla. Í þriðja lagi fannst mönnum rétt, þrátt fyrir verulegan kostnað um- fram áætlaðar tekjur í upphafi að líta á mánudagsútgáfuna og mögu- leg tækifæri, sem henni fylgdu til beinnar og óbeinnar hagræðingar, sem fjárfestingu, sem gæti skilað arði, þegar til lengri tíma væri litið, auk þess sem fjárfestingin styrkti samkeppnisstöðuna.“ Í fjórða lagi sakaði svo ekki að það ár sem nú fer í hönd er 90. af- mælisár Morgunblaðsins og hvatn- ing þess vegna til að efla og styrkja hag þess enn.“ - o- Mánudagsútgáfu fylgir breytt vinnutilhögun við vinnslu, fram- leiðslu og dreifingu blaðsins; vegna vinnulöggjafarákvæðis um 34 tíma frí þarf að ljúka dreifingu sunnu- dagsblaðs um kvöldmatarleytið á laugardegi. Í desembermánuði árið 1936 afsal- aði Játvarður áttundi sér kon- ungstign í Bretlandi, vegna and- stöðu við fyrirhugaðan hjúskap hans við bandaríska konu, Wallis Simpson, sem var tvífráskilin. Rúmum mánuði síðar, 27. jan- úar 1937, efndi Morgunblaðið til samkeppni um botn við eftirfar- andi fyrripart, sem einn af les- endum blaðsins hafði komið með: Simpson kemur víða við og veldur breyttum högum. Heitið var 25 krónu verðlaunum fyrir besta botninn (það samsvar- aði rúmlega átta mánaða áskrift að blaðinu) og önnur verðlaun áttu að vera 10 krónur. Gefinn var vikufrestur til að senda botna undir dulnefni. Í dómnefnd voru Jón Magnússon rithöfundur og Einar E. Sæmundsson skóg- arvörður og hagyrðingur. Hugs- anlegt er að annar hvor þeirra hafi átt fyrripartinn. Samkeppni þessi vakti mikla at- hygli meðal þjóðarinnar. Það er til marks um hörkuna í stjórnmál- unum á þessum tíma að Þjóðvilj- inn notaði tækifærið til að gera lítið úr áhuga Morgunblaðsins á fréttum af kóngafólkinu og birti niðrandi botn 4. febrúar: Moggi og allt hans lúalið lifir á slúðursögum. Skýrt var frá niðurstöðum úr vísnasamkeppninni í Morg- unblaðinu 9. febrúar. Alls bárust 1.250 vísuhelmingar frá 400 höf- undum. Fyrstu verðlaun hlaut þessi botn: Enn er sama siðferðið sem á Jósefs dögum. Höfundur botnsins var sagður M. Stefánsson í Hafnarfirði. Viku síðar kom fram í útvarpsþættinum Um daginn og veginn að þetta væri Magnús Stefánsson skáld, sem orti undir dulnefninu Örn Arnarson. Tvenn önnur verðlaun voru veitt fyrir þessa botna: Hvað er það sem kvenfólkið kemst ei nú á dögum? Krúnu-rakar kvenfólkið karlmenn nú á dögum. Höfundur fyrri botnsins var hin þekkta skáldkona Herdís Andr- ésdóttir. Síðari botninn var eftir Magnús Kn. Sigurðsson verka- mann. Þau voru bæði búsett í Reykjavík. Næstu daga birti Morgunblaðið fleiri botna úr samkeppninni. Í blaðinu 18. febrúar var sagt að margir hefðu reynt bragþraut þessa. „En vel má svo fara að langlífastur verði vísuhelmingur Kjarvals sem fleygur er um bæinn fyrir löngu og hljóðar svo:“ Moggi kemur ekki út, snemma á mánudögum. Ef til vill var Kjarval þarna að vísa í botninn sem birtist í Þjóð- viljanum. Í ævisögu Kjarvals eftir Indriða G. Þorsteinsson kemur fram að á þessum árum hafi listmálarinn verið tíður gestur á Café Royal í Austurstræti, í næsta húsi við Morgunblaðið. Indriði segir að kveðskapur Kjarvals hafi fljótt orðið kunnur í götunni, þótt hann yrði aldrei skáld strætisins eins og Tómas, og að botninn við vís- una um Simpson hafi hlotið al- menna viðurkenningu fyrir frum- leik. Samkvæmt því sem hér hefur komið fram eru rangar báðar þær útgáfur sem helst hafa verið í um- ræðunni síðustu ár, annars vegar „Morgunblaðið kemur ekki út á mánudögum“ og „Morgunblaðið kemur út / ekki á mánudögum.“ Einnig er það rangt, sem stundum hefur komið fram, að Jóhannes Sveinsson Kjarval hafi fengið verðlaun fyrir sinn botn. Hann virðist ekki einu sinni hafa tekið þátt í samkeppninni en samt átt langlífasta botninn, eins og spáð var fyrir sextíu og sex árum. Í grein í tímaritinu Prent- aranum í desember 2001 sagði Matthías Johannessen ritstjóri að vísa Kjarvals minnti á „þá einu þjóðarsátt sem aldrei hefur brugðist, ekki einn dag, að Morg- unblaðið kemur ekki út á mánu- dögum“. Taldi hann þetta, ásamt öðru, dæmi um staðfestu Íslend- inga. -jr. Simpson kemur víða við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.